Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ólaf J . Engilbertsson sogumidlun@mmedia.is B ryndís Björgvinsdóttir spyr í fyrirsögn greinar sinnar hvers sé verið að minnast, en svarar því í lokin með því að segja að með því að minnast Tyrkja- ránsins séum við að „upphefja okkar eigin ímynd af hörmulegri atburðarás sem er sífellt endurmótuð, og nú eftir banda- rískri „911“ uppskrift.“ Svo virðist sem Bryn- dís dragi þessa ályktun út frá því einu að Elliði Vignisson, bæjarstjóri, hafi notað hugtakið „hryðjuverk“ um Tyrkjaránið. En spyrja má á móti hvað mæli gegn því að nota hugtök sem eru mikið í umræðunni í dag um löngu liðna atburði. Bryndís virðist gefa sér að fólk fari ósjálfrátt að máta hina löngu liðnu atburði við „911“, sem sé nánast orðið að táknmynd fyrir Hryðjuverkið með stóru Hái sem aðrir voveif- legir atburðir komast ekki í hálfkvisti við. En má ekki líta svo á að með slíkri hugtakanotkun megi bregða upp sjónarhorni samtímans á löngu liðna atburði eins og Tyrkjaránið? Til þess er jú leikurinn gerður að skapa umræðu í samtímanum og hversvegna þá ekki að nota hugtök sem samtíminn skilur? Talið er að meirihluti bæjarbúa í Vestmannaeyjum hafi verið numinn á brott eða myrtur í Tyrkjarán- inu og ef þeir atburðir yrðu settir á mælistiku höfðatölunnar líkt og tíðkast svo oft hérlendis þá fer að verða spurning hvort stóra H-ið eigi ekki við. Voru Spánverjavígin 1615 fjöldamorð? Í lok greinar sinnar spyr Bryndís hvort kannski væri ráð að minnast Spánverjavíg- anna 1615 þar sem Íslendingar voru í hlut- verki árásaraðilans. Það vill svo til að höf- undur þessarar greinar stóð sumarið 2006 fyrir málþingi og sögusýningu um Spánverja- vígin 1615 í Dalbæ á Snæfjallaströnd, í ná- munda við þann stað þar sem Spánverjar voru vegnir á grimmilegan hátt árið 16151). Á mál- þinginu héldu erindi bæði innlendir og erlend- ir fræðimenn, meðal annarra Henrike Knörr, yfirmaður rannsókna á baskneskri tungu við Konunglegu akademíuna á Spáni og prófessor við Háskóla Baskalands, sem fjallaði um ís- lensk-basknesk orðasöfn sem varðveist hafa frá 17. öld og eru til marks um hve náið sam- band var á milli þjóðanna. Þess má geta að Henrike Knörr lýsti yfir miklum áhuga á áframhaldandi samskiptum um sameiginlega sögu Íslendinga og Baska í kjölfar málþings- ins. Torfi Tulinius prófessor við Háskóla Ís- lands og formaður verkefnisins Vestfirðir á miðöldum, tók kannski svipaðan pól í hæðina á málþinginu og Elliði Vignisson, bæjarstjóri, þegar hann bar Spánverjavígin saman við fjöldamorð undanfarinna ára í sínu erindi. Hann sagði m.a.: „Ég held að það geti[…]verið gagnlegt að kanna hvort sá lærdómur sem dreginn hefur verið af voðaverkum erlendis geti varpað ljósi á þá [glæpi, innsk. höf.] sem framdir voru á Vestfjörðum, og af forfeðrum vorum, fyrir tæplega fjórum öldum“ 2). Með því að tengja þannig löngu liðna atburði við orðræðu samtímans er e.t.v. meiri von til þess að áhugi og í kjölfarið skilningur aukist á þeim. Um málþingið um Spánverjavígin 1615 má lesa á vef Snjáfjallaseturs, www.snjafjalla- setur.is, og í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga 2006, en málþingið var haldið í samstarfi við Sögufélag Ísfirðinga, Vestfirði á miðöldum, Náttúrustofu Vestfjarða og Strandagaldur, en tvö hin síðasttöldu hafa staðið að fornleifaupp- greftri á Ströndum s.l. tvö ár á leifum hval- veiðistöðva Baska3). Tyrkjaránið – sjóræningjar og kristnir þrælar En svo vikið sé aftur til Vestmannaeyja, þá var þann 15. maí s.l. opnuð sögusýning í Véla- salnum í Vestmannaeyjum í samstarfi Vest- mannaeyjabæjar við Listahátíð í Reykjavík til að minnast Tyrkjaránsins 1627. Bryndís getur þessarar sýningar í grein sinni, en lætur nægja að vísa í kynningarklausu um hana á vef Listahátíðar. Sem höfundur sýningarinnar vil ég þakka Bryndísi fyrir að minnast á sýn- inguna, en hvet hana jafnframt til að skoða hana vegna þess að þar er allítarleg úttekt á atburðunum, baksviði þeirra, hverjir Tyrkja- ránsmenn voru og hvaða afleiðingar ránið hafði. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, og Þorsteinn Helgason, sagnfræðingur, sem Bryndís vitnar til, lögðu fram hluta textanna, en þau eru bæði kunn af víðtæku og faglegu rannsóknastarfi sínu á Tyrkjaráninu. Hluti sýningarinnar er svo kominn frá Danmörku og Noregi. Sýningin ber heitið Tyrkjaránið – sjó- ræningjar og kristnir þrælar og hefur tilvís- anir í danska sýningu sem sett var upp í Sø- fartsmuseet í Esbjerg í Danmörku og bar heitið Pirater og kristne slaver og norska sýn- ingu sem hét Nordiske slaver – afrikanske herrer og var sett upp í Bergen. Þar var Tor- bjørn Ødegaard aðalhöfundur texta. Markmið sýningarinnar er sannarlega ekki að ýkja hörmungar þessar á nokkurn hátt, heldur miklu fremur að efla skilning og umræður um samskipti Íslendinga við umheiminn fyrr og nú. Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? Bryndís fjallar um það í sinni grein að Tyrkir hafi verið í minnihluta ránsmanna. Um þetta er fjallað ítarlega á sýningunni, en þar er líka greint frá því að þessir atburðir voru ekki einsdæmi í Evrópu og afleiðingar þeirra voru ekki allar neikvæðar. Meirihluti herleidda fólksins varð eftir í Afríku og sumt af því virð- ist hafa fengið frelsi og lifað góðu lífi á þess tíma mælikvarða. Efnið er því langt frá því að vera rannsakað til fulls. Eiginmaður Önnu Jasparsdóttur, sem sagt er að hafi verið Mári, tók hana sér fyrir konu og gaf föður hennar frelsi og kom faðir Önnu til Íslands ári eftir ránið. Sagt var að Anna hefði alls ekki viljað snúa aftur til Íslands. Talið er að 242 mann- eskjur hafi verið hernumdar í Vestmanna- eyjum í Tyrkjaráninu og talið er að ránsmenn hafi myrt 34. Þó er sagt að ránsmenn hafi einnig sýnt miskunnsemi. Kunn er sagan um Sængurkonustein þar sem ránsmaður á að hafa skorið af skikkju sinni til að kona sem hafði nýlega alið barn gæti sveipað það klæði. Ránsmennirnir sem réðust á Vestmannaeyjar höfðu áður herjað á Austfjörðum og voru með 110 fanga innanborðs á skipunum, þannig að siglt var með hátt í fjögur hundruð Íslendinga suður Atlantshaf uns komið var í höfn í Al- geirsborg. Þar var fólkið selt á þrælamarkaði. Tyrkjaránsmenn voru allir múslimar, en Tyrkir voru í algerum minnihluta ránsmanna. Eina ástæðan fyrir nafngiftinni „Tyrkjaránið“ virðist vera sú að múslimar voru almennt kall- aðir Tyrkir á þessum tíma á Norðurlöndum og ránsmenn voru allir múslimar, ýmist að upp- runa eða trúskiptingar. Foringi í Vest- mannaeyjaráninu er nefndur Come eða Kure Morat og er sagður þýskur, en þau skip komu frá Algeirsborg sem var þá undir Tyrkjaveldi. Ræningjarnir sem réðust á Grindavík og Bessastaði komu frá Salé í Marokkó sem var utan Tyrkjaveldis. Foringi þeirra var Hollend- ingur að uppruna og gekk undir nafninu Múr- at Reis. Hann var mjög umsvifamikill og hátt settur, bæði í Salé og Algeirsborg. Færð hafa verið rök fyrir því að hann hafi verið hug- myndasmiðurinn bak við Tyrkjaránið á Íslandi og svipuð rán í Færeyjum og á Írlandi skömmu síðar. Sjóræningar og „Barbaríið“ Sjórán hafa verið tíðkuð um aldir en náðu há- marki á 16.–18. öld. Annars vegar var um að ræða þá sem rændu og rupluðu fyrir eigin reikning og kölluðust ,,pirates“, hins vegar þá sem höfðu leyfisbréf frá stjórnvöldum til að taka óvinaskip, færa til hafnar og fara eftir ákveðinni skiptareglu; þeir kölluðust „priva- teers“ og „corsairs“. Ránsmennirnir frá Norð- ur-Afríku voru í slíkri „opinberri“ starfsemi en Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var þó tæplega réttmætt þar sem þeir voru ekki í yfirlýstu stríði við Danakonung. Þeir notfærðu sér hins vegar styrjaldarástand og ringulreið sem var í Evrópu á þessum tíma og komust óáreittir þessa löngu leið. Norður-Afríka gekk undir samheitinu „Barbaríið“ og þar voru bæki- stöðvar sjóræningja frá fimmtándu öld og fram á þá nítjándu. Algeirsborg var mesta sjó- ránaborgin og heyrði formlega undir Tyrkja- soldán en fór þó sínu fram í flestum málum. Salé í Marokkó var helsta miðstöð sjórána Mára, sem gerðust stórtækari í þeim efnum eftir að þeir voru gerðir endanlega brottrækir frá Spáni árið 1610. Norður-afrískir leiðtogar notuðu „jihad“, eða heilagt stríð, sem afsökun til að ráðast á evrópsk skip og hneppa Evr- ópumenn í þrældóm og urðu þrælar þeim mik- ilvæg tekjulind. Glundroði styrjalda í Evrópu á fyrri hluta 17. aldar kallaði fram tækifæri fyrir ævintýramenn af ýmsu þjóðerni að herja á óvinaskip stjórnvalda sem veittu slíkum sjó- ránum blessun sína. Sjóræningjarnir sem hingað komu eru taldir hafa haft samþykki yf- irvalda í Algeirsborg og Salé fyrir ránsförinni þrátt fyrir að þau ættu ekki í stríði við Dana- konung. Að lokum vil ég leggja fram þá ósk við að- standendur Lesbókar Morgunblaðsins að fjallað verði í auknum mæli um sögusýningar á síðum hennar, því margar sögusýningar sem brýnt erindi eiga við samtímaumræðu falla fyrir ofan garð og neðan í fjölmiðlum.  1). http://www.snjafjallasetur.is/spanverj.html 2). Torfi Tulinius, „Voru Spánverjavígin fjöldamorð?“. Árs- rit Sögufélags Ísfirðinga 2006, 103. 3). Magnús Rafnsson, „Jón lærði og hvalveiðar á Steingríms- firði á 17. öld“. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2006, 52-53 Tyrkjarán og Spánverjavíg – Hryðjuverk og fjöldamorð? Tyrkjaránsins er minnst um þessar mundir í Vestmannaeyjum, líkt og fram kom í grein Bryndísar Björgvinsdóttur, meistaranema í þjóðfræði, er birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 21. júlí. Ljósmynd: Friðþjófur Helgason Tyrkjaránssýning Í Vestmannaeyjum stendur nú yfir sýning í minningu Tyrkjaránanna. Höfundur er MA í hagnýtri menningarmiðlun og höfundur sögusýninga um Tyrkjaránið 1627 og Spánverjavígin 1615 Bonsom er sannkölluð samvinnusveit, skip- uð fjórum úrvalshljóðfæraleikurum: Eyjólfi Þorleifssyni tenórista, Andrési Þór Gunn- laugssyni gítarista, Þorgrími Jónssyni bass- ista og trommaranum Scott McLemore. All- ir eiga þeir lög á nýju skífunni, er ber nafn hljómsveitarinnar, og eru skemmtilega ólík- ir í lagasmíðum sínum. Eyjólfur næmur melódíusmiður, Andrés boppaður í tónhugs- uninni, Þorgrímur á slóðum ljóðsins en Scott frjáls sem bundinn. Í hinum firna- skemmtilega ópusi hans ,,Free Jazz Jump“ ríkir frjálsleg klassísk djasssveifla einsog á fyrstu plötum frjálsdjassmeistara á borð við Ornette Coleman. Þeir félagar þekkja hver annan út og inn og leika hver öðrum betur þó toppurinn sé kannski hinn hugmyndaríki trommuleikur Scotts, hvort sem er í einleik, tvíleiksköflum með Þorleifi eða í undirleik. Það eina sem ég sakna á skífunni er villi- mennskan sem ríkir á tónleikum kvart- ettsins – en hljóðver er ekki tónleikastaður. Eyjólfur blæs sérdeilis mjúklega hér og Andrés á auðvelt með að flakka milli bopp- og rokkskotins spuna. Þorgrímur er sem jafnan kjölfesta sem ekki bregst og ballaða hans ,,Readhead“ er sérdeilis falleg. Lög Eyjólfs: ,,Bonsom“ og ,,Grass“ henta vel til útvarpsspilunar ekki síður en ,,DNA“ Andr- ésar. Rás 2 ætti að velja Bonsom plötu vik- unnar; hún næði ekki síður til hlustenda en Fnykur Samma. Djass í rokkuðum takti TÓNLIST Geisladiskur Dimma 2007. DIM 28  Bonsom Vernharður Linnet Bonsom Andrés Þór Gunnlaugsson, Eyjólfur Þorleifsson, Þrogrímur Jónsson, Scott McLemore Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.