Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 15 Á meðan fræðimennirnir báru minningu skáldsins á gullstóli stóð rauða liljan hans álengdar dálítið döpur og hnípin umlukin fordómum og þögn í landi ljóssins situr ungur maður við skriftir dökkt hár, liðað nú lítur hann upp tekur rauða lilju úr vasa og ber að vitum sér Ljóðið samdi ég eftir að hafa lesið ævisögu Jóhanns Sigurjónssonar, Kaktusblómið og nóttin, sem Jón Viðar Jónsson skrifaði og kom út árið 2004. Fannst mér þar hlutur Grímu, dóttur Jóhanns, nokkuð fyrir borð borinn þeg- ar menn vildu heiðra föður hennar. Jón Viðar leiðir líkur að því að hið fal- lega ljóð Jóhanns, Den röde lilje eða Rauða liljan, sé ort til Grímu dóttur hans. (Kaktusblómið og nóttin bls. 164). Ingeborg, kona Jóhanns, segir frá því í endurminningum sínum, að Jó- hann hafi aðeins viljað hafa eitt blóm hjá sér í banalegunni. Það var „rauða liljan hans sem skein við þeim í grænni lampaglætunni“. (Kaktusblómið og nóttin, bls.167). Gríma Útgefnar ljóðabækur Þuríðar: Aðeins eitt blóm (1969), Hlátur þinn skýjaður (1972), Á svölunum (1975), Og það var vor (1980), Það sagði mér haustið (1985), Orðin vaxa í kringum mig (1989), Nóttin hlustar á mig (1994). Ljóðskáldið | Þuríður Guðmundsdóttir fædd 1939 í Borgarfirði Gláparinn Það er ekki beint sól og sæla hjá verka-mönnunum í smábænum El Ejido í Andalúsíu ekki langt frá ströndinni vinsælu Costa del Sol. Í þessum bæ hefur á und- anförnum 20 árum risið stór gróð- urhúsaþyrping, ein sú stærsta í heimi, og í myndinni Lögmál hagnaðarins er fjallað um stöðu innflytjenda sem margir starfa ólög- lega og koma svo hundruðum skiptir á litlum opnum bátum, „pateras“ frá Marokkó í leit að betri lífi. Á þessu svæði er fram- leiddur um þriðjungur af vetrarneyslu allra Evrópubúa á grænmeti og ávöxtum enda er El Ejido orðinn einn ríkasti bærinn á Spáni. Ég horfði á þessa mynd nýverið en við ætl- um síðan að sýna hana í mannréttindaflokki á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í lok september. Hún er eftir Marokkómanninn Jawad Rhalib og vann nú nýverið, verðskuldað, fyrstu verðlaun á stærstu kvikmyndahátíð í Afríku, FES- PACO. Í þessum gróðurhúsum vinna um 80.000 innflytjendur í hroðalegu umhverfi þar sem loftið er mengað af skordýraeitri, hitinn nánast óbærilegur og grunnvatn er af skornum skammti. Launin eru um 20-40 evrur á dag. Lögmál hagnaðarins segir frá verkamönnum í El Ejido sem hafa ekki séð fjölskyldur sínar í fjölda ára, búa í heima- gerðum kofum úr plasti og pappa og njóta engra vinnuréttinda. Áhorfendur eyða með þeim stuttri stund og fá innsýn í daglegt líf verkafólks sem stritar fyrir skít og kanel til að við hin fáum matvörurnar ódýrt. Gjald- felling mannréttinda og umhverfis á kostn- að alþjóðavæðingar. Kostur við heim- ildamynd á borð við þessa er að hún fræðir okkur neytendur um ástand og fær okkur jafnvel til þess að spyrja spurninga við búð- arborðið og þá mögulega hætta við við- skiptin ef okkur líka ekki svörin. Myndin er mikilvægt innlegg í umræðu um lífræna ræktun og sannskipti „fair trade“. Hún er jafnframt lifandi dæmi um að þrælahald hefur ekki yfirgefið siðmenninguna, heldur aðeins skipt um yfirborðsmynd. Hrönn Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Morgunblaðið/Eyþór Hrönn „Kostur við heimildamynd á borð við þessa er að hún fræðir okkur neytendur um ástand og fær okkur jafnvel til þess að spyrja spurninga við búðarborðið...“ Lesarinn Ljóð hafa löngum gripiðhuga minn og sem barn hafði ég mikla ánægju af því að læra ljóð gömlu skáldanna og syngja þau sem lög voru við. Ég geri það enn. Ljóð þeirra skálda sem standa mér nær í tíma hafa hins veg- ar höfðað meira til mín hin síðari ár, enda eigum við mörg mjög góð ljóðskáld. Mér finnst knappur stíll ljóðanna heillandi og mikil andstæða þess orðavaðals sem svo víða mætir manni í samtímanum. Í hreinleika einfaldra orða leita ég sál minni saðningar. Áreynslulaust og án hugsunar ber fólk þau sér í munn eins og rétt saltaðan fisk hversdagsins. Það veit ekki hve góð þau eru. Jón Bjarman Ég gríp oft í ljóðabækur sr. Jóns Bjarman sem og sr. Björns Sigurbjörnssonar en hugleiðingar þessara kollega minna um lífið og tilveruna, lífsreynslu þeirra sjálfra sem og skjólstæðinga þeirra, finnst mér sígildar, fullar af lífsspeki en um leið er húm- orinn ekki langt undan. Hún settist alltaf fremst í kirkjunni enda farin að heyra illa. Eftir messu þakkaði hún mér alltaf svo innilega fyrir frábæra ræðuna. En meðan ég stóð í stólnum sást það bæði og heyrðist vel að hún svaf eins og steinn. Hún svaf líka þegar ég flutti síðustu ræðuna sem hún var viðstödd. Af skiljanlegum ástæðum færði hún mér engar þakkir þá en ég vona að hún sofi vel. Björn Sigurbjörnsson Séra Jón Helgi Þórarinsson er sóknarprestur í Langholts- prestakalli. Morgunblaðið/Eyþór Jón Helgi „Ljóð þeirra skálda sem standa mér nær í tíma hafa hins vegar höfðað meira til mín hin síðari ár.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.