Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Síða 9
það sem er hulið er einmitt svo spennandi. Nið-
urstaðan er sem sagt sú að líkaminn sé yfirleitt
kynþokkafyllri klæddur en nakinn.
Eins og áður var nefnt hlýtur klæðnaður líka
að laða hitt kynið (eða sama kyn) að manneskju
ekki bara vegna tengsla hans við líkamann og
líkamlegan kynþokka heldur vegna þess að
hann getur gert persónuleika manneskjunnar
áhugaverðan. Ef klæðnaður segir til um hver
við erum og það sem er kannski mikilvægara,
hver við viljum vera hlýtur það að vekja áhuga
annarra eða bægja honum frá.
Það þykir æsandi að bera eða klæðast ein-
hverju sem minnir á kynfæri. Taka má sem
dæmi mjóu og löngu skóna sem karlmenn gengu
í á miðöldum og voru fordæmdir af páfanum
1468. Þeir kölluðust poulaines og afbrigði af
þeim komst í tísku á sjöunda áratugnum. Þessi
tegund af skóm er líka þekkt fyrir að vera mjög
óþægileg og jafnvel leiða til afmyndunar á fótum
sem hindraði hvorki menn á 15. öld né á 7. ára-
tug tuttugustu aldar í að ganga í þeim.
Annað fataplagg sem líkt hefur verið við kyn-
færi er lífstykkið. Því hefur verið haldið fram að
lífstykki séu karlgerving kvenlíkamans. Þau
geri hann harðan, uppréttan og formfastan á
meðan hann er vanalega séður sem mjúkur og
fljótandi. Einnig má skoða þetta í sambandi við
einkennisbúning hermanna sem felur mjúkan
líkama þeirra og umvefur hann eins konar
brynju. Má þá gera ráð fyrir að það sé engin til-
viljun að einkennisbúningar hermanna hafa í
gegnum tíðina verið algengt fetis, líkt og líf-
stykkið.
Lítum á hvað munalosti og „venjulegur“ kyn-
þokki af völdum veraldlegra hluta og tísku eiga
sameiginlegt. Algengustu viðföng munalosta
eru hlutir sem þykja almennt kynþokkafullir
eins og undirföt kvenna og háir hælar. Einnig
skipta efni miklu máli í munalosta sem þau gera
líka í kynþokka ef við tökum undirföt, galakjóla
eða leðurjakka sem dæmi. Í báðum tilfellum
virðast óþægindi örvandi frekar en hitt. Hvorki
munalosti né að finnast eitthvað veraldlegt kyn-
ferðislega örvandi er meðfætt heldur er það
eitthvað sem lærist.
Áður hefur komið fram að til eru mörg stig
munalosta og verið ræddar kenningarnar um
hvað valdi munalosta og að smá munalosti sé
normið. Af öllu þessu er hægt að draga þá álykt-
un að allur kynþokki sé í raun munalosti, bara á
frumstigi. Svo að ég vitni í James Laver þá er
„tíska miðstig þess hvers sem munalosti er
efstastig“. Munur er á að finnast karlmaður í
jakkafötum kynæsandi og að vera haldin muna-
losta en munalostinn er kannski bara þróaðri og
grófari útgáfa á því að örvast kynferðislega af
einhverju sem er ekki kynfæri. Þannig eru
munalosti og kynþokki eða réttara sagt „venju-
leg“ kynferðisleg örvun okkar skyld fyrirbrigði.
Mannsæmandi?
Þrátt fyrir að kynþokki karla sé sjaldan ræddur
þýðir það ekki að karlar klæði sig ekki á kyn-
þokkafullan hátt. Einnig hefur verið vinsælt að
líta þannig á að öfugt við konur klæði karlmenn
sig ekki til að laða aðra að sér, til að vera kyn-
þokkafullir. Gaman er þá að sjá fyrir sér Lúðvík
XIV. Frakklandskonung í þröngu sokkabux-
unum sínum og aldrei í stígvélum því að eins og
allir vissu bjó hann að einstaklega spengilegum
leggjum. Augljóst er að hann klæðist til að státa
sig af og undirstrika sín mest kynþokkafullu út-
litseinkenni. Svo dæmi sé tekið nær okkur í sög-
unni, þá var Elvis bannaður í sjónvarpi vegna
þess að hann þótti of dónalegur eða öllu heldur
æsandi. Elvis klæddist ekki einungis þröngum
glitrandi göllum heldur er hann líka heims-
frægur fyrir afar sérstaka danstilburði sem
minntu óneitanlega á karlmann sem er að
stunda kynlíf. Varla þarf að útskýra að það sem
minnir á kynlíf er oftast kynþokkafullt. Satt er
það að konur í vestrænu samfélagi hafa í gegn-
um tíðina yfirleitt sýnt meira hold en karlar, en
eins og áður kom fram er það ekki endilega nekt
sem vekur losta. Því er engin ástæða til að ætla
að karlmenn séu eitthvað síður kynþokkafullir í
klæðnaði sínum en konur.
Þótt flestum ætti að vera ljóst í dag að karl-
menn séu einnig „dressed to kill“ þá er umræð-
an um klæðnað kynjanna enn mjög ólík. Árið
2005 birtist umtöluð grein í The Washington
Post um Condoleezzu Rice, þá utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, þar sem klæðnaður
hennar í opinberri heimsókn til Wiesbaden er
greindur ítarlega. Meðal annars er rætt fram og
aftur um kynlífs- og sadómasóvísanir klæðnaðar
hennar. Erfitt er að ímynda sér svipaða grein
um klæðnað háttsetts karlmanns. Reyndar
gætu legið tvær ástæður að baki því, annars
vegar er klæðnaður karla við slík tilefni mjög
staðlaður og því kannski lítið tilefni til að ræða
hann. Hins vegar vil ég halda því fram að frétta-
menn og aðrir líti ekki á karlmenn sem kynferð-
isleg viðföng, líti svo á að þeir séu mögulega
kynþokkafullir. Þar af leiðandi dettur þeim ekki
í hug að ræða um þá á þennan hátt. Þá vaknar
spurning í sambandi við kynþokka kvenna al-
mennt. Getur aðlaðandi kona klætt kynþokkann
af sér? Svo virðist sem frambærileg kona sé al-
mennt kynþokkafull, hvort sem hún klæðist
undirfötum, ballkjólum, jakkafötum eða íþrótta-
fötum og virðist einnig gilda einu hvort hún sé
nývöknuð eða uppstríluð. Niðurstaðan sam-
kvæmt þessu er að nektin sé eina leiðin fyrir
hana til að vera óæsandi.
Valdaspursmál
Klæðnaður getur endurspeglað völd á ýmsan
hátt. Það er samband á milli þess að konur
ganga í kynæsandi og ögrandi fötum og að þeim
finnist að þær séu valdamiklar. Sumar konur
hafa sagt að þeim líði eins og þær séu valdameiri
þegar þær eru á háum hælum. Það sem er kyn-
þokkafullt við háa hæla, er til dæmis breytingin
á mannslíkamanum, líkamsstaðan verður önnur,
göngulagið breytist þannig að mjaðmirnar
sveiflast meira en ella sem leggur áherslu á
mjaðmirnar sem eru eitt helsta einkenni
kvenna.
En af hverju finnst konum þær valdameiri í
kynþokkafullum klæðnaði? Kannski er það vald-
ið yfir þeirra eigin kynþokka, en í því felst
ákveðin frelsun. Dæmi um þetta er eitt frægasta
tónleikaferðalag sögunnar, Blonde Ambition
(1990) þar sem Madonna kemur fram í ýktu líf-
stykki (eftir Jean Paul Gaultier) á tónleikunum.
Með þessu gefur hún í skyn að þótt það sé ekki
lengur ætlast til að konur gangi í lífstykkjum
kjósi hún að gera það af því að hún vilji það. Má
segja að nútímakonur hafi alls ekki sagt skilið
við óþægilegan og ópraktískan fatnað heldur
frekar gert hann að sínum eigin, eða réttara
sagt gert ástæðurnar fyrir honum að sínum eig-
in.
Kynþokkafullur klæðnaður er þó tvíeggjað
sverð því að upphafning fegurðar konunnar ger-
ir líkama hennar að aðalmálinu sem gerir hana
að viðfangi nautnar. Þetta er í raun aðalvanda-
málið. Konu líður betur ef hún lítur vel út, vellíð-
an eykur sjálfstraust og útgeislan sem allt sam-
an gerir það að verkum að kynþokki hennar
eykst. Þá aftur á móti verður hún óvart að kyn-
ferðislegu viðfangi og líkami hennar verður að-
alatriðið og annað gleymist. Af einhverjum
ástæðum kemur þetta sjaldan fyrir karlmenn,
sem þykja oft mjög svo kynþokkafullir í jakka-
fötum sem eru einnig valdatákn. Svarið við
þessari ráðgátu leynist vafalaust í hugs-
unarhætti okkar og aðstæðum. Ef konur væru
jafn valdamiklar í heiminum og karlmenn gætu
konur í pólitík örugglega klætt sig eins og kvik-
myndastjörnur án þess að minna mark yrði tek-
ið á þeim fyrir vikið.
Að lokum
Horfum til þeirra kenninga sem segja að vægur
munalosti hjá öllum karlmönnum sé normið og
bætum við hana því að konur geti varla verið svo
ólíkar körlunum að þessu leyti. Konur hafa jú
kynhvöt og erfitt væri að finna þá konu sem
gæti sagt með sanni að henni þætti ekki æsandi
að horfa á valið viðfangsefni. Samkvæmt Freud
nýtur flest fólk þess kynferðislega að horfa. Ef
þetta er rétt þá erum við í raun að segja að það
að þykja eitthvað kynþokkafullt sem hefur ekki
með kynferðislega hluta líkamans að gera sé
munalosti og öfugt.
Ef tíska og munalosti eru í raun skyld þá er
eðlilegt að koma inn á valdið sem kynferðislegar
langanir okkar hafa á okkur. Það sem okkur
finnst kynæsandi hefur áhrif á okkar daglega líf,
hvort sem kenndir okkar eru eins sterkar og
undarlegar og hjá langt leiddum fetisistum eða
bara „eðlilegar“. Klæðnaður er valdamikill.
Hann talar fyrir okkur, það er að segja hann
miðlar ýmsum upplýsingum um okkur til fólks-
ins í kringum okkur. Fötin geta meira að segja
logið að fólkinu í kringum okkur.
Réttur klæðnaður gefur okkur sjálfstraust
sem gerir okkur öruggari og glaðari. Þessi já-
kvæðu áhrif hljóta að setja mark sitt á líf okkar.
Föt geta því beinlínis veitt okkur vellíðan. Hluti
af þessu sjálfstrausti sem klæðnaður gefur okk-
ur er kynþokki, hvort sem við njótum hans í
speglinum heima eða í gegnum athygli frá jafn-
ingjum okkar. Kynþokki er í raun valdamikið
afl.
-Bruzzi, Stella. Undressing Cinema, Clothing and Identity
in the Moveis. Routledge, 1997.
-Craik, Jennifer. The Face of Fashion: Cultural Studies in Fas-
hion. Routledge, 1994.
-DeJean, Joan. The Essence of Style: How the French Invented
High Fashion, Fine Food, Chic Cafés, Style, Sophistication,
and Glamour. Free Press, 2005.
-Freud, Sigmund. Three Essays on the Theory of Sexuality. Í
þýðingu James Stratchey. The Hogarth Press og The Institute of
Psycho-Analysis, þriðja útgáfa 1962.
-McDowell, Colin. Dressed to Kill: Sex, Power and Clothes.
Hutchinson, 1992.
-Rouse, Elisabeth. Understanding Fashion. BSP Professional
Books, 1989.
-Steele, Valerie. Corset: a Cultural History. (2003) Yale Uni-
versity Press, 2001.
-Steele, Valerie. Fashion and Eroticism: Ideals of Feminine
Beauty from the Victorian Era to the Jazz Age. Oxford Univers-
ity Press, 1985.
-Woodward, Tim (ritstjóri). Skin Two, Retro 1: The First Six
Issues. Tim Woodward Publishing Ltd, 1991.
Vefsíður:
-Answers.com. Slóðin er: http://www.answers.com/topic/
castration-complex Sótt 3. febrúar 2007.
-Encyclopaedia Britannica Online. Slóðin er: http://
search.eb.com/eb/article-9034143 Sótt 3 febrúar 2007.
-The Washington Post. Slóðin er: http://www.wash-
ingtonpost.com/wp-dyn/articles/A51640-
2005Feb24.html?nav=rss_politics
Sótt 14. janúar 2007.
-Wikipedia. Slóðin er: http://en.wikipedia.org/wiki/
Sexual_fetishism Sótt 10. janúar 2007.
-Wikipedia. Slóðin er: http://en.wikipedia.org/wiki/
Punk_rock Sótt 27. janúar 2007.
kynþokki
Höfundur útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun
frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Ís-
lands í júní 2007.
Madonna í lífstykki eftir
Jean Paul Gaultier „Með
þessu gefur hún í skyn að þótt
það sé ekki lengur ætlast til
að konur gangi í lífstykkjum
kjósi hún að gera það af því
að hún vill það.“
Nana Málverk Eduards Manet frá 1877 vakti
mikla hneykslun, ekki beinlínis vegna nektar
hennar heldur vegna fatnaðarins sem hún
klæddist.
Lúðvík IVX Frakklandskonungur í þröngu
sokkabuxunum sínum en hann var aldrei í stíg-
vélum því að eins og allir vissu bjó hann að ein-
staklega spengilegum leggjum. Málverkið er
eftir Hyacinthe Rigaud.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 9