Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 15 Eftir Eddu Jóhannsdóttur eddajo@gmail.com Finnski bókmenntafræðing-urinn Janna Kantola, semer lektor við háskólann íHelsinki, skrifaði grein í tímaritið Nordisk litteratur fyrir um það bil ári, þar sem hún fjallar um finnskar bókmenntir. Hún segir orð- rétt að hefðbundnar, finnskar bók- menntir séu þunglyndislegar og grá- tóna og blómstri þá fyrst þegar þær séu hvað dapurlegastar. Það sé í finnsku þjóðarsálinni að mála skratt- ann á vegginn og finnskur húmor sé engu líkur. „Finnar hlæja þegar eng- um öðrum stekkur bros,“ segir Kantola. Sömuleiðis séu Finnar ekki mikið fyrir samræður og tjái sig helst sem minnst. Finnski rithöfundurinn Tuomas Kyrö sagði til dæmis í viðtali að hann skrifaði til að þurfa ekki að tala. „Þetta gerir það að verkum,“ segir Kantola, „að finnskir höfundar skrifa gjarnan prósa og ljóð sem falla Finn- um vel í geð.“ Hefur efni á smávegis sérvisku Þessi dapurleiki finnsku bókmennt- anna á þó ekki við þegar fjallað er um eina skærustu stjörnuna í finnsk- um bókmenntaheimi í dag, Heli La- aksonen. Heli er 35 ára gamalt ljóð- skáld sem skrifar á eigin mállýsku, tuurku. Heli hefur verið á topp-tíu- metsölulistum í nokkur ár, ýmist með eina, tvær eða þrjár ljóðabæk- ur, og þegar hún heldur fyrirlestra eða les upp í Finnlandi komast færri að en vilja. Hún hefur fyllt heilu lest- arstöðvarnar af fólki og fyr- irlestrasalirnir sem hún heimsækir eru ávallt fullir út úr dyrum. Ég var svo heppin að komast á fyrirlestur hjá Heli í Konserthöllinni í Mikkelí þar sem hún gerði storm- andi lukku eins og venjulega. Heli féllst á viðtal en harðneitaði að tala nema tuurku þannig að finnskur sænskumælandi túlkur var viðstaddur viðtalið og átti stundum fullt í fangi með að skilja hana. Það er ekki vegna þess að Heli tali bara tuurku, hún hefur meistara- gráðu í finnsku og talar fjölda tungu- mála. En hún hefur efni á að vera sérvitur. Finnskur kvikmyndatöku- maður var í fylgd með Heli því verið er að gera heimildarmynd um hana. Viðtal íslenska blaðamannsins varð því hluti af heimildarmyndinni. Seljast virkilega engin ljóð á Íslandi? Eftir fyrirlesturinn fékk Heli sér að borða og ég, kvikmyndatökumaður- inn og túlkurinn sátum úti í góða veðrinu á meðan og spjölluðum. Það var greinilegt að hrifning þeirra á Heli var ósvikin. Eftir matinn kom Heli gleiðbrosandi og blandaði sér í samræðurnar. Þar tapaði ég alveg þræðinum en komst að því stuttu seinna að þau voru að velja stað fyrir viðtalið. Heli hefur ótrúlega útgeisl- un og þegar ég byrjaði á að segja henni að á Íslandi færi reglulega í gang umræða um að ljóðið væri dautt missti hún andlitið. „Seljast þá engar ljóðabækur á Ís- landi?“ spurði hún og var ofandottin af undrun. Jú, ég sagði henni að ákveðnir höf- undar seldust alltaf, en ljóðið ætti erfitt uppdráttar. „Það er alveg öfugt hér í Finn- landi,“ segir Heli. „Hér er ljóðið í sókn. Finnar hafa alltaf lesið ljóð og flestir skrifa líka ljóð jafnvel þó þau fari bara í skúffuna,“ segir hún og það er ekki laust við að íslenskur blaðamaður kannist við heilkennið hjá eigin þjóð. Heli telur að hún njóti svo mikillar velgengni af því að hún skrifar ein- föld ljóð sem einkennast af húmor. Ég bendi henni á að það sé ekki bein- línis í samræmi við kenningar Kant- ola. Heli hlær og segir að gagnrýn- endur séu alltaf að kýta um höfunda með húmor en staðreyndin sé samt að þeir selji best sem skrifi skemmti- legan texta. En af hverju skrifar Heli ein- göngu á sinni eigin mállýsku? „Mér er það einfaldlega eðlileg- ast,“ segir hún. „Ég hugsa á þessari mállýsku og ósjálfrátt skrifa ég á henni líka. Ég er stundum spurð hvenær ég ætli að fara að skrifa á venjulegri finnsku og finnst það allt- af jafn fyndið. Ég skrifa á eigin móð- urmáli, það er ekki eins og þetta sé bara sniðug hugmynd sem ég fékk.“ Aðspurð hvort ekki sé erfitt að þýða bækurnar hennar þannig að textinn skili sér segir hún það ekki vera. „Bækurnar mínar hafa verið þýddar á mörg tungumál. Það er hugsunin sem skiptir máli og hugs- unin mín getur ekki verið svo flókin að ekki sé hægt að þýða hana. Það er möguleiki að tónninn í ljóð- inu glatist að einhverju leyti, en ég held að þýðingar hafi almennt skilað sér vel.Ég á finnskan vin, Tapio, sem hefur búið á Íslandi í fimm ár og hann er giftur íslenskri konu sem heitir Hulda. Hann bjó á Vestfjörð- um og þar talar fólk sérstaka mál- lýsku, er það ekki?“ Jú. „Tapio hefur þýtt nokkur ljóðanna minna og ég held hann hafi gert það mjög vel,“ segir Heli. „Ég kem þér í samband við hann og Huldu. Ég hef skrifað ljóð um kaffihettur og það ljóð tengist Íslandi og Þórbergi sem skrifaði um sælustraffið og Möngu sem gefur kaffið. Hulda er listamað- ur og býr til kaffihettur og ég held að það sé nauðsynlegt að eiga þær í sælustraffinu,“ segir Heli og skelli- hlær. Velgengnin kom á óvart Hún segist hafa alist upp við ljóða- lestur, mamma hennar er hjúkr- unarkona og pabbi hennar kaup- maður en það var mikið lesið í fjölskyldunni og ekki síst ljóð. „Pabbi las upphátt fyrir okkur, en kannski var það lélegt minni sem varð til þess að ég fór að skrifa sjálf. Ég þurfti alltaf að skrifa allt niður til að gleyma engu. Þegar ég gaf út fyrstu bókina bjóst ég ekki við neinni velgengni, heldur var alveg gapandi hissa. Fyrsta bókin mín var gefin út í 1.000 eintökum og seldist upp á tveimur vikum. Útgefandinn reikn- aði með að fjölskyldan og vinirnir myndu kaupa bókina, aðallega vegna mállýskunnar, en hún var prentuð í 1.000 eintökum tólf sinnum í viðbót og seldist alltaf upp jafnóðum. Ég held það sé einfaldleikinn sem fólk kann að meta.“ Langar í lundapysjuleit í Eyjum Heli er einmitt þekkt fyrir að vera íhaldssöm á gamla tímann og á móti örum breytingum. „Ég aðlaga mig auðvitað,“ segir hún og hlær. „Ég er samt hrifnust af gamla, rólega stílnum og vil gjarna velta upp þeirri spurningu hvort við þurfum allt þetta drasl sem er í boði. Lykillinn er svo alltaf að vera maður sjálfur.“ Heli er með sex hluti í plastpoka sem hún sýnir mér og segir að þetta séu allt hlutir sem geri henni kleift að skilja sjálfa sig og umhverfi sitt. Hlutirnir eru batterí, lítil bjalla eins og er innan í dúskum í jólasveinahúf- um, makkaróna, plastræma til að loka pokum, gamaldags hárspenna og öryggi. Hún sagði í fyrirlestrinum frá þessum hlutum sínum en þá skildi ég auðvitað ekki orð. Ég sá hins vegar svipinn á áheyrendum sem voru greinilega alveg heillaðir. „Ég ætlaði að geyma þessa hluti í fallegu skríni en svo fannst mér henta betur að hafa þá bara í ljótum plastpoka,“ segir hún og lýsir sig meira en fúsa að koma til Íslands og halda þar fyrirlestra um hlutina sína og lesa upp ljóð. Ljóðið lifir í Finnlandi Heli Heli er með sex hluti í plastpoka sem hún segir gera sér kleift að skilja sjálfa sig og umhverfi sitt. Hlutirnir eru batterí, lítil bjalla, makkaróna, plastræma til að loka pokum, gamaldags hárspenna og öryggi.“ Höfundur er blaðamaður. Heli Laaksonen er ungt ljóðskáld og hefur afrekað að vera á met- sölulistum með ljóðabækur sínar í mörg ár. Hún segir ljóðið í sókn í Finnlandi. Una Margrét Keypti sér geisladisk sem er nýkominn út þar sem félagar úr Kammerkórnum Carmina syngja lög úr íslenska tónlistarhandritinu Melodiu sem er talið skrifað um 1660. Hlustarinn Ég keypti mér fyrir skömmu geisladisksem er nýkominn út þar sem félagar úr Kammerkórnum Carmina syngja lög úr ís- lenska tónlistarhandritinu Melodiu, sem er talið skrifað um 1660, en Árni Heimir Ingólfs- son stjórnar. Þetta er sérlega falleg tónlist og stórmerkilegur diskur, það var kominn tími til að hljóðrita þessi lög sem mörg hafa aldrei verið hljóðrituð áður. Söngvarnir eru bæði veraldlegir og trúarlegir. Sr. Bjarni Þor- steinsson tók á sínum tíma öll lögin úr Mel- odiu upp í þjóðlagasafn sitt og var á því að mörg þeirra væru íslensk og þau sem væru út- lend að uppruna væru orðin innlend því þau hefðu dvalist á meðal okkar í u.þ.b. 300 ár. Þetta er ekki svo vitlaust hjá Bjarna, en er- lendur uppruni margra laganna kemur fram í fróðlegum upplýsingum með diskinum og sýn- ir að Íslendingar voru ekki eins einangraðir og stundum er haldið. Eitt lagið, „Súsanna, sann- an Guðs dóm“ er franskt að uppruna, ten- órrödd úr lagi eftir 16. aldar tónskáldið Didier Lupi. Það er skemmtileg tilviljun að í maí var ég í París og keypti mér þar disk með gömlum frönskum sálmum. Þar á meðal er lag Lupis við Súsönnusönginn en það vissi ég ekki þegar ég keypti diskinn. Þegar lögin eru borin sam- an virðast þau ekki sérlega lík en það stafar sennilega af því að á franska diskinum er tekin önnur rödd úr þessari fjölradda tónsmíð en tenórröddin sem er í íslenska handritinu. Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona. Lesarinn Sumarið hefur verið svo ferlega annasamthjá mér að ég hef gefið mér lítinn tíma í að lesa skáldsögur. Aftur á móti hef ég legið yfir ljóðabókum hvenær sem færi gefst en sá lestur fylgir mér allan ársins hring og einkum þegar ég er í miðri skriftartörn því mér finnst ljóðin opna svo hugann. Undanfarið hef ég líka gripið hvað eftir annað niður í Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og að mínu mati einn af hátindum íslenskra bók- mennta. Nýlega enduruppgötvaði ég ljóðabókina Sjö- dægru eftir Jóhannes úr Kötlum. Ég hef núna gengið með hana á mér í nokkrar vikur og er alltaf að finna eitthvað nýtt sem heillar en oft- ast fletti ég þó upp á Skerplurímu og Mater dolorosa. Svo hef ég verið að lesa ljóðasafn sem ég keypti mér nýlega eftir bandaríska skáldið W.S Merwin. Það inniheldur fjórar fyrstu bækur hans og í þeirri fyrstu er ljóðið Ballad of John Cable and Three Gentlemen sem minnir mig svolítið á Í Úlfdölum eftir Snorra Hjartarson, en bæði kafa svo djúpt og skilja eftir hjá mér tilfinningu um að ekki verði betur ort. Önnur bók sem hefur fylgt mér undanfarið er Leaves of Grass eftir Walt Whitman í óend- urskrifaðri útgáfu sem ég kann langtum betur að meta en hina. Ég eignaðist þetta eintak í Frakklandi fyrir tæplega tveimur árum og er örugglega að lesa það í fimmta skipti núna því með hverju stökki sem enskukunnátta mína tekur finnst mér ég þurfa að lesa bókina aftur og ég veit að ég á sennilega eftir að lesa hana fimm sinnum í viðbót á næstu mánuðum Þórdís Björnsdóttir rithöfundur. Morgunblaðið/Kristinn Þórdís „Önnur bók sem hefur fylgt mér undanfarið er Leaves of Grass eftir Walt Whitman í óendurskrifaðri útgáfu sem ég kann langtum betur að meta en hina,“ segir Þórdís.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.