Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2007, Page 3
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
O
rphans er krakki sem hefur lent á
villigötum og keyrir kistu á
stórum dekkjum yfir Ohio-fljót
með logsuðugleraugu á andlit-
inu, svipu til að berja konuna og
flugeld í eyranu.
Þannig lýsir Tom Waits safnkassa þriggja
diska með tónlist sinni, gamalli og nýrri, sem
kom út á síðasta ári og heitir Orphans eða Mun-
aðarleysingjar vegna þess að diskarnir innihalda
lög sem hafa orðið útundan með einhverjum
hætti, dottið upp fyrir, týnst, hrakist á brott.
Þetta er auðvitað ekki nein lýsing á verkinu en
samt hefði enginn getað lýst því betur.
Tom Waits segir eiginlega aldrei neitt sem
hægt er að taka mark á nema hugsanlega í laga-
textum sínum. Hann er hraðlyginn. Hann laug
því einhvern tímann að blaðamanni að hann
hefði verið læknir. Ég man ekki með hvaða
ósköpum sú saga endaði en blaðamaðurinn trúði
því öllu og prentaði – að sögn Waits.
Í öðru viðtali var hann spurður við hvaða
tækifæri hann lygi helst: „Hver þarf sérstakt
tækifæri til þess?“ svaraði hann.
Waits segir sögur sem ekki hafa heyrst áður.
Hann syngur eins og skrattinn hafi reynt að rífa
úr honum raddböndin. Og hann semur tónlist
eins og hann sé á útgáfusamningi hjá eilífðinni.
En þetta skýrir samt ekki ótrúlegt aðdrátt-
arafl mannsins.
Goðsögnin
You’ve got to lie to me baby, eru fyrstu orðin á
fyrsta diski þríleiksins Orphans sem nefnist
Brawlers. Lagið heitir Lie to me og er löð-
ursveittur sexrokkari með þessum frábæru
hendingum:
I know you got another jockey at home
Let me be your rider till your real man comes
Whip me baby, lie like a dog
I really don’t care if you do
Lie to me baby
Uh huh, lie to me baby
Lie to me baby
Lie to me baby - move on
I know you got yourself a skinny ol’ man
Let me be your baby, I know
that I can
Slap me baby,
give me all of your grief
I have no use for the truth
Lie to me baby - move on
Ljúgðu, ljúgðu, ég hef enga þörf fyrir sann-
leikann.
Waits er goðsögn. Og kannski … nei, að öllum
líkindum er hann uppdiktuð goðsögn. Það þýðir
ekki að Waits sé ekki til, að hann sé bara lyga-
saga. Það þýðir að ímynd hans lifi sjálfstæðu lífi,
sögurnar um hann eru stundum stærri en hann
sjálfur, en hann sjálfur er stærri en allt
mennskt. Waits er goðsögn.
Og hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því
sjálfur. Hann er nefnilega höfundur goðsagn-
arinnar að stórum hluta. Goðsögn Waits tengist
barlífi sótsvartra drykkjuhrúta, lestarrottum,
skurðgröfurum, vegleysingjum og órökuðum
flækingum sem aka gömlum, höktandi Bjúikk-
um og Nóvum um þjóðvegina og eiga sér sálu-
félaga í hórum, dópurum, svindlurum og öðrum
smákrimmum sem þeir deila herbergjum með á
svæsnum vegahótelum til þess eins að vakna
allslausir að morgni með timburmennina
trommandi upp í bleikum samfestingum.
Waits átti sína sæludaga á áttunda áratugn-
um. Tróð upp á börum öll kvöld, sat við píanóið
með sígarettu í munnvikinu og vískíglas við
höndina og söng um hjörtu sem blakta í vind-
inum, puttalinga með haus í laginu eins og billj-
ardkúla, tómar götur, einmana fólk á dænerum
að borða pulsur og egg, róna sem telja sig betur
komna án eiginkonu, vændiskonur og flækinga
sem sitja við barina fram eftir nóttu og deila síð-
an ódýru hótelherbergi með ljósastaur.
Á köflum var Waits langt leiddur, búinn að
reykja úr sér lungun og drekka frá sér vit en
hann var vinnusamur, gaf út fjölda platna og
tróð upp á nánast hverju kvöldi, söng við píanó-
ið, sagði sögur, laug, blótaði. Smám saman eign-
aðist hann tryggan áhangendahóp.
En í byrjun níunda áratugarins kynntist Wa-
its eiginkonu sinni, Kathleen Brennan, sem átti
eftir að breyta öllu. Waits hætti að drekka og
gafst fljótlega upp á kráarspilinu. Hann hætti
samt ekki að syngja um fólkið sem sótti barina –
rónana, hórurnar, flækingana, hina fötluðu og
afskræmdu, vonlausu og vinalausu – og hélt
þannig goðsögninni lifandi.
Og þótt sumum kunni að finnast það þver-
sagnarkennt þá varð tónlistin tilraunakenndari
og áhugaverðari en nokkru sinni eftir að Waits
eignaðist konu og börn. Waits sjálfur hefur
margoft þakkað Brennan (sem hann sagði í við-
tali að væri hámenntuð í klassískri tónlist en
það hefur aldrei fengist staðfest svo ég viti) þá
þróun sem orðið hefur á tónlist sinni frá því á ní-
unda áratugnum en hún hefur verið helsti sam-
starfsmaður hans síðan þau kynntust. Melódían
varð stríðari og píanóið vék að stórum hluta fyr-
ir rámum lúðrum, gítarsargi, vírasurgi, potta-
glamri, skruðningum í skrani og sífellt djöf-
ullegri rödd Waits.
En það sem kannski hefur haldið hvað fastast
í aðdáendur Waits allan þennan tíma (ferillinn
spannar nú 38 ár) er að hann hefur alltaf verið
hann sjálfur – hversu velgjulega sem það nú
hljómar. Hann hefur staðið af sér diskóið, pönk-
ið, rappið, hipphoppið, dauðarokkið og glans-
poppið allt eins og það leggur sig. Tileinkað sér
það sem hentaði, stælt sumt og skopstælt, hafn-
að öðru. En alltaf hefur hann haldið sínum
þræði.
Svolar, Volarar og Svikarar
Orphans sannar þetta. Verkið er eins konar
þverskurður af ferli Waits. Orphans inniheldur
54 lög á þremur diskum sem bera hver sitt
waitsíska heiti. Sá fyrsti, Brawlers (Svolar), er
fullur af svermandi blús og dansrokkurum sem
fóru að verða algengari á plötum Waits á níunda
áratugnum. Annar diskurinn, Bawlers (Vol-
arar), býður upp á kántríballöður, valsa og pí-
anóklassík að hætti Waits. En sá síðasti, Bast-
ards (Svikarar), er barmafullur af þeirri
tilraunakenndu tónlist sem Waits hefur verið
þekktur fyrir frá því í byrjun níunda áratug-
arins og mörgum (þar á meðal þáverandi útgef-
anda hans) þótti kannski eins konar svik við
melódíska og ljóðræna hæfileika höfundarins.
Á diskunum þremur eru rúmlega þrjátíu nýj-
ar tónsmíðar og talsvert af lögum sem Waits
hafði samið fyrir kvikmyndir, leikrit og önnur
tækifæri en hafa ekki heyrst áður á diski eftir
Waits. Þarna eru líka ábreiður hans á lög tón-
listarmanna á borð við The Ramones, Kurt
Weill og Berthold Brecht, Charles Bukowski og
Jack Kerouac, allar sem ein svo sérviskulegar
að frumverkin eignast annað líf.
Waits er því samur við sig. Hann er enn að
syngja um fólkið sem hefur orðið útundan með
einhverjum hætti, dottið upp fyrir, týnst, hrak-
ist á brott. Þetta eru svolar, volarar og svikarar
en líka einmana hjörtu sem finna sitt nirvana
inni á lítilli vegasjoppu þar sem kokkurinn talar
tóma steypu og uppvaskarinn hlær góðum,
hreinum, þægilegum hlátri.
Waits blífur hvað sem þræsingnum úr popp-
vélinni líður. Neonljósin blikka í sífellu yfir bar-
dyrunum, maður fer inn og lendir á villigötum,
setur upp logsuðugleraugun og grípur til svip-
unnar á meðan flugeldarnir loga í eyrunum.
Tom Waits Hann segir eiginlega aldrei neitt sem hægt er að taka mark á nema hugsanlega í lagatextum sínum.
Með flugeld í eyranu
Á fimmtudaginn verða haldnir tónleikar í
Gamla bíói þar sem nokkrir íslenskir tónlist-
armenn og aðrir munu flytja lög eftir Tom
Waits, þar á meðal Pétur Ben, Daníel Ágúst,
Krummi úr Mínus, Sigtryggur Baldursson og
Ólafur Darri Ólafsson leikari. Af þessu tilefni
er hér fjallað um nýjustu plötu Waits í ljósi
fjörutíu ára ferils hans og goðsagnarinnar
um hann.
» Goðsögn Waits tengist barlífi sót-
svartra drykkjuhrúta, lestarrott-
um, skurðgröfurum, vegleysingjum og
órökuðum flækingum sem aka göml-
um, höktandi Bjúikkum og Nóvum um
þjóðvegina og eiga sér sálufélaga í
hórum, dópurum, svindlurum og öðr-
um smákrimmum sem þeir deila her-
bergjum með á svæsnum vegahótelum
til þess eins að vakna allslausir að
morgni með timburmennina tromm-
andi upp í bleikum samfestingum.
Í HNOTSKURN
MEÐAL LAGA Á TÓNLEIKUNUM Í GAMLA BÍÓI VERÐA:
»Ol’ ’55: Bara nafnið fær mann til þess að kikna í hnjánum, ein fallegastaballaða Waits og mest kóveraða lag hans. Fyrsta lagið á fyrstu plötunni,
Closing Time.
»Kentucky Avenue: Minningar úr heimabænum, sögur af krökkunum ígötunni, frábær melódramatísk laglína heldur manni ísköldum.
»Swordfishtrombone: Af samnefndri plötu sem var tímamót í ferli Waitsí byrjun áttunda áratugarins, píanóið farið og búið að stokka upp spilin.
»Earth Died Screaming: Fyrsta lagið á plötunni Bone Machine, tæki ogtól úr verkfæraskúrnum slá harðsvíraðan Waits-taktinn.
»Road to Peace: Ádeilusöngur um Íraksstríð Bush, vakti mikla athygli ánýjasta disknum Orphans.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 3