Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Naum- hyggjan UPPHRÓPUN Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Þ að er áhugavert að sjá hvernig ís- lenska fjölmiðlasamfélagið mót- ar með sér skilning á náttúru- verndarsamtökunum Saving Iceland en fulltrúar þeirra að- hyllast borgaralega óhlýðni og hefur gjarnan verið lýst sem atvinnumótmæl- endum í samtímaumræðunni. Hér eru fyrst tvær almennar skilgreiningar á hugtakinu. Höfundar eru Ingi Geir Hreinsson og Birkir Egilsson: „Ofdekraður, ofmenntaður einstaklingur sem aldrei hefur unnið handtak á sinni ævi, aldrei migið í saltan sjó eða tekið skóflustungu […]. Fjölmiðlasjúk fyrirbæri sem koma væl- andi inn í kerfið sem þau eru að mótmæla. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirra málstað. Það er fólk sem virkilega trúir og vill breyt- ingar. Ég legg til að þau skilji sig frá þessu fólki, eins og Saving Iceland, það er þeim bara til minnkunar.“ „Atvinnumótmælandi er nútíma hippi. Hann er frjálslegur og beitir óhefðbundnum aðferð- um. […] „Dredd lokks“ eru ekki óalgeng sjón á meðal þeirra, þeir klæðast aldrei jakkafötum og sjaldan „eðlilegum“ klæðnaði heldur klæð- ast þeir helst einhverju sem er skítugt, götótt eða margra ára gamalt. […] Þeir láta yfirleitt ekki út úr sér margt gáfulegt en eru þó eins og áður kom fram mjög ástríðufullir fyrir „mál- staðinn“. ÉG er nú ekki sammála því að þetta sé allt fólk úr 101 RVK, heldur koma þeir al- staðar [svo] að. […] Ég hef þó heyrt að oft þeg- ar atvinnu mótmælandinn [svo] af einhverjum ástæðum getur engu mótmælt, láti hann oft gott af sér leiða fyrir heiminn, eins og til dæmis í ýmsum hjálparstörfum.“ Rétt eins og orðabókarhöfundarnir tveir vill Óskar Þorkelsson ekki gera lítið úr málstað mótmælendanna þótt honum sé illa við einstak- lingana sem framfylgja honum: „Það sem ég hef gegn þeim er að þeir líta út eins og atvinnu- mótmælendur … málstaður þeirra er hins- vegar góður og gildur.“ Örn Bergmann Jóns- son kaupmaður tæki undir þá kenningu Birkis að líklegast búi liðsmenn Saving Iceland ekki allir í 101 Reykjavík, því að fíflalæti hópsins í Kringlunni gefa til kynna „að þetta séu aðeins atvinnumótmælendur og krakkar úr austurbæ Reykjavíkur“ (Mbl. 28.7.). Mörgum er ofarlega í huga þroskastig þeirra sem tilheyra samtökunum. Egill Helgason tel- ur að þeir séu „upp til hópa kjánar“, á meðan bloggarinn og háskólaneminn „Herr Schnabel“ segir: „Hvaða fjandans vit hafa þessir trjáa- faðmandi [svo] hippadjöflar um björgun Ís- lands? Þetta skítuga pakk kemur hingað til þess eins að trufla okkur og festa sig við vinnu- vélar með keðjum.“ Vilhjálmur Andri Kjart- ansson, frjálshyggjumaður og laganemi við HÍ, bloggar: „Merkilegt að þetta eru bara krakkar sem ekki nenna eða kunna að vinna og eflaust með IQ um og fyrir neðan 30. Það er sorglegt að menntakerfið hefur algjörlega brugðist þessu fólki, þrátt fyrir alla milljarðana sem við dælum í það.“ Af orðum Kolbrúnar Bergþórs- dóttur má einnig ráða að hún telji lítið vit í að- gerðum hópsins sem hún segir berjast „gegn velmegun“ (Blaðið, 17.7.). Atvinnumótmælendurnir nenna samkvæmt órökstuddri staðalmyndinni ekki að vinna, eins þversagnarkennt og það kann að hljóma. Ólafi Björnssyni „fyndist nær að þetta fólk myndi reyna að finna sér vinnu hér á Íslandi“ en hann hefur þá „trú að margir þessara mótmælenda hafi sjaldan eða aldrei stungið hendinni í kalt vatn“. Agnes Bragadóttir blaðamaður er lík- lega á svipaðri skoðun, en hún kallaði félagana í Saving Iceland atvinnuauðnuleysingja í Kast- ljósþætti nú í sumar og Guðmundur Andri Thorsson teflir þeim fram gegn hinum vinnu- sama Íslendingi í sérkennilegum pistli í Frétta- blaðinu (13.8.) þar sem hann líkir hópnum við stjórnleysingjana sem ógnuðu rússneskri há- stétt á 19. öld með skefjalausu ofbeldi: „Þetta eru náttúrlega stjórnleysingjar – anarkistar, nihilistar. Slíkt fólk hefur eiginlega aldrei þrif- ist í íslensku samfélagi þar sem ekki hefur verið borgarmyndun að heita má og hvað þá aðals- stétt heldur bara misefnaðir dugnaðarforkar. Nihilistum hafa verið gerð best skil í skáldsögu Dostojevskís Djöflunum þar sem segir frá hin- um útsmogna og gjörspillta Stavrogin og leik- brúðum hans sem eru landeyður úr aðalsstétt að ærast úr margra ættliða iðjuleysi. Hér á landi var náttúrlega enginn grundvöllur fyrir þess háttar hugarástandi – fyrr en þá ef til vill nú á síðustu árum þegar kvótaaðall í þriðja lið er hugsanlega farinn að velta sér upp úr til- gangsleysi allra hluta.“ Liðsmenn Saving Iceland eru bersýnilega hættulegir því að annars væri þarflaust að vísa í útsmogna og gjörspillta stjórnleysingja úr sögu eftir Dostojevskí. Undir slík sjónarmið tæki Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem hefur iðulega varað við mótmælendunum. Í pistli sem hann skrifar í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn vegna komu eins af útlendu liðs- mönnum Saving Iceland til landsins segir hann: „Ég hef jafnframt lagt áherslu á, að gæsla ör- yggis Íslendinga hvílir nú meira á íslenskum stjórnvöldum en nokkru sinni fyrr – ekki síst vegna þess að hættur hafa breyst og er reynsl- an á Austurlandi til marks um það.“ Andrés Magnússon blaðamaður tæki undir það sjón- armið því að í bloggfærslu líkir hann mótmæl- endunum við fótboltabullur og segir að best væri að niðurlægja þá á almannafæri með op- inberri flengingu. Til vara leggur Andrés til að þeim sé vísað úr landi og sett verði nokkurra ára bann á ferðalög fólksins til Íslands og innan Schengen-svæðisins. Þórhallur Hróðmarsson segir mótmælendurna vera málaliða líkt og Jón Kaldal gerði fyrstur manna í leiðara Frétta- blaðsins fyrir réttum tveimur árum (27.7. 2005). Þórhallur notar þó uppnefnið af tillitssemi, því að hinn kosturinn væri að „kalla þá glæpamenn (þeir sem brjóta lög) eða hermdarverkamenn“. Mótmælendurnir eru líka „rumpulýður“ og Þórhallur telur að „þeir Íslendingar, sem fá út- lendinga til að gera atlögu að íslensku rétt- arkerfi og lýðræði, séu ekkert annað en land- ráðamenn“ (Mbl. 3.8.). Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri segir í bloggfærslu að sitt hvað séu „mótmæli annarsvegar og skemmdarverk eða hryðjuverk hinsvegar“ þegar hann gagnrýnir þá varfærnislegu kenn- ingu Jóns Ólafssonar að þolmörkin „gagnvart mótmælum“ séu hugsanlega lægri á Íslandi en víðast annarsstaðar (sjá Lesbókina 11.8.). Þeg- ar þessi stórhættulegi skríll tafði umferð á Snorrabrautinni nú fyrir skömmu með dansi og söng fór hrollur um margan lýðræðissinnann. Í umsögn um atburðina (á visir.is, 15.7.) segir „Bjarki“: „Er ekki bara kominn tími á það að hleypa þessu fólki ekkert inní landið, svipað og var gert með mótorhjólagengin [svo].“ Birgir Dýrfjörð varar við hugmyndum sem þessum og segir „fráleitt að vilja svipta mót- mælendur tjáningarfrelsi með þeim hætti að reka þá úr landi“. Í brjósti Birgis kraumar ekki hatrið sem brýst fram í blaðagreinum og á bloggsíðum um allan bæ, heldur blundar þar mjólkurhvít meðaumkunin með aumingjunum í Saving Iceland: „Ég held að mörg þeirra, sem eru hér til að mótmæla, skilji lítið í náttúru- vernd. Ég held að þau eigi bágt og séu fé- lagslega veikburða einstaklingar í hlutverka- leik. Og það er svo sannarlega hægt að styrkja sjálfsmynd sína og finna sig nokkurs virði í þeim leik að maður sé hetja að bjarga heim- inum“ (Mbl., 11.8.). Einstaklingarnir í Saving Iceland hafa verið gagnrýndir fyrir að sniðganga málefnalega um- ræðu, sem hér má sjá í allri sinni mikilfenglegu dýrð. Þeir eru líka skítugir, heimskir og hættu- legir, andstæða hinnar sívinnandi íslensku þjóðar (dugnaðarforkanna sem viðhalda vel- megun í landinu), atvinnuauðnuleysingjar, at- vinnuletihaugar, landeyður og útlendingar sem á að reka úr landi. Í svona samtökum eru að- eins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfs- mynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpa- klíkur, fótboltabullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá op- inberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn. Mótmælendur hafa meira að segja verið rændir hugsjónaréttinum, því þeir hafa atvinnu af iðjunni og eru athyglis- og fjöl- miðlasjúkir einstaklingar í hlutverkaleik. Á þennan hátt hefur hópur ungs fólks mark- visst verið sviptur mannleika sínum. Á svona plani er umræðan um jafn veigamikið lýðræð- ismál og borgaraleg óhlýðni hlýtur að teljast. Umræðan hefur líka verið flestum þeim sem tóku þátt í henni til minnkunar. Morgunblaðið/Júlíus Saving Iceland „Í svona samtökum eru aðeins þroskaheftir kjánar með brostna sjálfsmynd. Hópinn má leggja að jöfnu við glæpaklíkur, fótbolta- bullur, málaliða og hryðjuverkamenn. Liðsmennirnir búa líklegast ekki allir í 101 Reykjavík og eru krakkar úr austurbænum. Réttast væri að hýða þá opinberlega og þeir sem tala máli hópsins eru landráðamenn.“ Saving Iceland með mótmælaðagerðir við álverið á Grundartanga. »Einstaklingarnir í Saving Iceland hafa verið gagn- rýndir fyrir að sniðganga málefnalega umræðu, sem hér má sjá í allri sinni mik- ilfenglegu dýrð. FJÖLMIÐLAR Atvinnumótmæli og umræðuplan Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur dinna@mmedia.is ! Jæja, þá er búið að pakka saman timburhringhurðinni á Hótel Borg sem ég hef dáðst að frá barnæsku. Stutt er síðan hylja þurfti vegg- skreytingar í speglasal og koma í geymslu gamaldags innréttingum og dóti úr þessu sögufræga húsi svo rýma mætti fyrir nýrri restrar- sjón þar sem silfruð smekkvísin réð ríkjum. Og um svipað leyti kættust vesturbæingar yfir ameríkaníseraðri Kínakeðju í opnunar- teiti á gamla Naustinu. Úldnar og kæstar innréttingar þess fræga öldurhúss fuku fyrir borð. Sirkús Geira Smart er í bænum og við verðum að elta. Húsateiknarar sitja sveittir fram á nætur við að endurhanna fyrirtæki og einkaheimili þar sem „öllu er hent út“. Fleyg eru orð unga mannsins sem horfði yfir fimm ára gamla eldhúsið sitt, andvarpaði þunglega og sagði svo með festu: ,„Þetta er næst á dagskrá. Hér þarf að henda öllu út.“ Og nú um stundir eru Drápuhlíðargrjót- veggirnir keyrðir í hlössum á haugana. Þessi hringhurð var víst til mikilla vand- ræða á Borginni. Ferðatöskur komust ekki þarna í gegn, samkvæmt staðarhöldurum, sátu fastar og fóru hvergi. Já, auðvitað, hugsaði maður. Það er ekki hægt að sitja fastur á ferðatöskunni sinni inni í gömlu trébúri á nýtísku hóteli í höfuðborg. En aft- ur sóttu á mann neikvæðar efasemdarhugs- anir. Hafa ferðatöskur stækkað svona mikið frá því á tímum Jóhannesar? Nei, þær hafa frekar minnkað og fengið á sig strauml- ínulag. Þegar Jóhannes og félagar ferðuðust á milli stórborga voru þeir með koffort – nokkurs konar sjóræningjakistur. Menn voru í langferðum og siglingum, en ekki í snaggaralegum þotuferðum. Þeir hafa ald- eilis setið pikkfastir, ferðamenn fortíðar, á koffortum sínum í hringhurðinni. Eflaust hefur mátt finna leifar af gömlum ferðatösk- um í dyrakjaftinum illræmda. Þetta mikla vandamál leystu menn loks sumarið 2007. Svo ferðumst við um forna höfuðstaði Evrópu, sitjum inni á mörguhundruð ára gömlum restrasjónum og sláum okkur á lær. Af hverju dettur ekki nokkrum manni í hug að endurnýja gólf og veggi, bása og bari, spegla, hleðslur og timburvirki? Eru menn blankir? Hvers vegna í ósköpunum er ekki málað yfir þessar máðu freskur? Hafa menn ekki heyrt um naumhyggjuna? Ein elsta restrasjón Barselónu er veitingahúsið Te- skeiðarnar frá árinu 1786. Eitt og annað hefur gengið á í bænum þeim frá því staðurinn tók til starfa og má furðu sæta að fjölmargir eigendur hafi í gegnum tímana haldið yfirbragði aldanna innanhúss. Hið sama má segja um elsta veit- ingahús Parísarborgar sem státar af járn- hliði við framdyrnar sem er frá stofnunar- árunum í kringum 1680 ásamt merkum munum frá langri sögu. Tvö lítil og ómerkileg dæmi um blankheit. Á Fróni er saga húsbygginga lítil og lág- reist og nýríka þjóðin ,„hendir öllu út“ og byggir nýtt. Ef sagan var til þá er hún gleymd í gullæðinu. Bergmál horfinna tíma og gamalla sagna kafnar í partísögum. En hví ekki að fara alla leið í hinum indæla plebbisma? Víða mætti ,„henda út“ og gera miklu betur. Ein er til dæmis stytta á Austurvelli af gömlum kalli í púkalegum fötum með asnalega klippingu - andspænis ferðatöskubananum sem nýlega var fjarlægður. Hvernig væri að færa kall- inn, til dæmis á gatnamótin við Gullinbrú eða upp í Árbæ, og reisa miklu heldur á vell- inum styttu af ungum athafnamanni með strípur, í smörtum fötum með ferðatösku á hjólum? Tugir húsahippa á Laugaveginum bíða niðurrifs, meðal annars samkvæmt kröfum og þörfum verktakanna. Það eru enda verktakar sem ráða borgarskipulagi – ekki saga, menning og mannleg tilvist. Kafla í þeirri nútímasögu má til dæmis lesa í Skuggahverfi og við Elliðavatn. Hér býr svo sannarlega þjóð sem hefur útvíkkað naumhyggjuna og framþróað svo hún er orðin hugarástand fremur en hönn- unarstíll.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.