Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 3 Eftir Hávar Sigurjónsson havars@simnet.is É g kom hingað fyrir 16 árum og Reykjavík hefur breyst mjög mikið,“ segir Ca- milla Läckberg, sænski metsöluhöf- undurinn sem hefur farið hratt upp á stjörnuhimininnn í hinum alþjóðlega glæpasagnaheimi á undanförnum ár- um. Fyrsta bók hennar, Ísprinsessan, kom út árið 2002 og síðan hefur hún gefið út bók árlega, sjötta bókin er í smíðum og kemur væntanlega út á næsta ári. Tvær af bókum Camillu hafa komið út í íslenskri þýðingu, Ísprinsessan og Prédikarinn sem kom út fyrr á þessu ári. Þriðja bókin, Steinsmiðurinn, er væntanleg í íslenskri þýðingu í byrjun næsta árs. Camilla er 33 ára, gift og tveggja barna móðir og býr í Enskede en er fædd og uppalin í Fjällbacka, smábæ norður af Gautaborg, en hún nýtir sér staðþekkingu sína óspart við skrifin og bækur hennar gerast í Fjällbacka og nánasta umhverfi þess. Hún segir að aðstæður sínar hafi breyst mjög hratt frá því að hún skrif- aði fyrstu bókina í fæðingarorlofi að syni sínum fyrir fimm árum og hafði ekki hugmynd um hvort hún ætti nokkurt erindi sem höfundur. „Áhugi minn á skriftum nær eins langt aftur og ég man og fyrsta bókin sem ég skrifaði og bjó til var lítil mynd- skreytt saga um jólasveininn og kon- una hans. Þeirri sögu lauk með því að jólasveinninn drap konuna svo ég var snemma byrjuð að hugsa í glæpa- sagnastílnum. Mig dreymdi um að verða rithöfundur á sama hátt og unglinga dreymir um að verða rokk- stjörnur. Mér datt aldrei í hug að draumurinn myndi rætast. Ég lauk menntaskólanámi og fór í há- skólanám í viðskiptafræði og starfaði í tvö ár við markaðssetningu. Ég þoldi ekki starfið og hugsaði til þess með hryllingi að ég ætti eftir að gera þetta það sem eftir væri ævinnar. Um jólin 1999 gáfu maðurinn minn og mamma mín mér ritlistarnámskeið í jólagjöf. Þá fyrst sá ég það sem raunverulegan möguleika að ég gæti skrifað bók. Ég byrjaði fljótlega að skrifa en það tók mig langan tíma og ég missti aftur og aftur trúna á að þetta gæti orðið bók og lagði hana til hliðar hvað eftir ann- að. Eftir tvö og hálft ár tókst mér þó að ljúka bókinni og sendi hana til út- gefanda með þeirri hugsun að ef henni yrði hafnað þá næði þetta ekki lengra. Svarið frá útgefandanum barst fimm dögum áður en ég fæddi son minn, jákvætt svar með loforði um útgáfu.“ Fyrsta bókin hennar var Ísprin- sessan og hún segist hafa verið hepp- in að geta nýtt tímann sem fór í hönd til skrifta og hófst þegar handa við skrifa aðra bók, Prédikarann, og lauk henni ári síðar. Hún dæsir þegar ég spyr hana hvort það hafi ekki verið erfitt að sameina skriftirnar og umönnun tveggja barna því dóttirin fæddist tveimur árum síðar. „Jú, þetta var erfitt og ég skældi svolítið ofan í lyklaborðið stundum þegar ég var sem þreyttust. En ég á góðan eig- inmann og það munaði öllu að geta sagt: Jæja, nú ætla ég að skrifa í tvo klukkutíma og vil ekki láta trufla mig. Það var reyndar stundum svolítið freistandi að leggja sig í staðinn en ég lét það ekki eftir mér.“ Läckberg hristir höfuðið þegar ég spyr hvort hún líti á sig sem lista- mann. „Nei, það geri ég ekki. Í mín- um huga eru skriftirnar ekkert annað en vinna. Ef ég hefði aðeins skrifað þegar ég fékk einhvers konar inn- blástur þá væri ég líklega ekki búin að skrifa nema tvær blaðsíður frá upphafi. Mér finnst óskaplega gaman að skrifa og finnst ég vera mjög hepp- in að starfa við skriftir en þetta er vinna á nákvæmlega sama hátt og önnur vinna sem ég hef unnið. Ég gæti ekki mætt á skrifstofu að morgni dags og sagt að í dag væri ég ekki í stuði til að skrifa skýrslur eða mæta á fundi. Ég yrði að gera það. Hið sama á við um skriftirnar, ég sest við tölv- una að morgni dags og vinn til fjögur á daginn og afraksturinn er í sam- ræmi við það.“ Hún bætir því við að þó sumum þyki bók á ári talsvert mikil afköst þá fyndist henni undarlegt ef hún kæmi ekki frá sér bók árlega með því að sitja við skriftir átta tíma á dag. „Ég skrifa mjög hratt og oft skrifa ég tíu blaðsíður á dag. Ég skrifa reyndar ekki árið um kring heldur skipti því upp í afmarkaða hluta. Núna mun ég t.d. vinna við skriftir fram yfir áramót og á þeim tíma verð ég mjög and- félagsleg, sinni helst engu nema vinnunni og fjölskyldunni. Síðan tek- ur við tveggja mánaða vinna með rit- stjóra og útgefanda þar sem farið er yfir handritið og gengið frá því til út- gáfu. Í framhaldi af útgáfunni tekur við tímabil kynningarmála þar sem ég reyni að verða við sem flestum óskum um viðtöl og kynningar vegna bók- arinnar. Og svo sný ég mér vonandi að næstu bók í framhaldi af því næsta haust.“ Árið hefur ekki alltaf verið svona skipulagt hjá Läckberg og hún segist hafa verið eitt ár að átta sig á því hvernig best væri að haga hlutunum. „Ég ákvað í byrjun ferilsins að hafna engum beiðnum um viðtöl og koma mér sem víðast á framfæri enda er ég markaðsmenntuð og geri mér fulla grein fyrir mikilvægi þess að koma af- urðunum á framfæri við almenning. Þetta gekk ágætlega fyrstu 2-3 árin en þá var þetta orðið svo mikið að ég réð varla við það og varð að endur- skoða þessa afstöðu því annars hefði tíminn til skriftanna orðið of lítill. Nú tekur umboðsmaðurinn við beiðnum fjölmiðla og velur úr og við ræðum síðan saman um hvað sé skynsamlegt að gera.“ Läckberg er orðin vinsælasti spennusagnahöfundur Svíþjóðar og í haust eru væntanlegar tvær sjón- varpsþáttaraðir, gerðar eftir fyrstu bókunum tveimur. Bækur hennar eru gefnar út í hundruðum þúsunda ein- taka og í allt hafa selst tæpar tvær milljónir eintaka af bókum hennar. Stjarna hennar hefur því hækkað hratt á lofti og í fyrra kusu sænskir lesendur hana höfund ársins. „Það eru ákveðnar goðsagnir um starf rithöfundarins og eðli þess í Sví- þjóð og eflaust í öðrum löndum. Ég hef markvisst unnið að skriftum mín- um og stefnt á ákveðinn frama. Þetta þykir ekki fínt í hópi rithöfunda í Sví- þjóð. Í sumar hefur einnig verið um- ræða meðal hinna eldri og virtari rit- höfunda í Svíþjóð um að vinsældir spennusögunnar séu slæmar fyrir sænskar bókmenntir. Okkur spennu- sagnahöfundunum er legið á hálsi fyr- ir að dýpka hvorki né þróa sænskuna sem tungumál og mikill lestur á spennusögum komi í veg fyrir að „al- vöru bókmenntir“ nái til fólksins. Ég held reyndar að aðalþyrnirinn í aug- um þessara höfunda sé hversu vel bækurnar okkar seljast. Sjálf skrifa ég á tiltölulega einföldu og eðlilegu máli og velti lítið fyrir mér stíl sem slíkum. Ég skrifa eins og mér er eðli- legast og legg mikið upp úr flæði text- ans. Ég vil að hann sé lipur og hraður enda er ég fyrst og fremst að segja sögur sem kalla á spennu og hraða í frásögninni.“ Spennusagnahöfundar reiða sig yf- irleitt á trúverðugleika frásagn- arinnar og skrifa oft í raunsæisstíl með ýmsum kennileitum sem lesand- inn kannast við. „Sögusvið bókanna minna er mitt nánasta umhverfi í Fjällbacka og ég nýti mér ýmislegt úr umhverfinu sem gerir sögurnar trúverðugri. Ég hef líka fléttað inn í þær raunverulega at- burði sem lesendur kannast kannski við og ýmsar staðreyndir eru réttar sem eykur á trúverðugleikann. Í nýj- ustu bókinni minni er ég t.d. að vinna út frá atburðum sem gerðust á fimmta áratug síðustu aldar meðan á heimsstyrjöldinni stóð, og komst að því að Fjällbacka gengdi lykilhlut- verki fyrir norsku andspyrnuhreyf- inguna þar sem svo stutt er til landa- mæranna og alls kyns leynilegir flutningar áttu sér stað með bátum á milli Noregs og Svíþjóðar. Ég þurfti að rannsaka hvernig fólk talaði á þessum tíma og hvernig það klæddi sig til að samtöl og mannlýsingar yrðu sannfærandi. Ég hef einnig átt gott samstarf við sérfræðinga á ýmsum sviðum innan lögreglunnar og réttarlæknisfræði til að allar lýsingar á starfsháttum þess- ara stétta séu sannfærandi. Ég sendi alltaf handrit að bókunum mínum til ákveðinna einstaklinga í þessum greinum til að tryggja að rétt sé farið með staðreyndir um störf þeirra. Það hefur reyndar komið mér á óvart að lögreglumennirnir eru mjög vel með- vitaðir um að ofurnákvæmar lýsingar á störfum þeirra eru ekki sérlega spennandi lesefni og segja oft að mín- ar lýsingar séu betri en þeirra eigin þó þær séu ekki alltaf alveg í sam- ræmi við raunveruleikann. Það tekur t.d. minnst tvo mánuði að fá nið- urstöðu úr DNA-rannsókn á lífsýni en ég læt það yfirleitt ekki taka lengri tíma en viku. Annars lendi ég í vand- ræðum með uppbyggingu frásagn- arinnar.“ Läckberg brosir þegar ég spyr hvort hún sé með klára hugmynd um næstu bók. „Ég er aldrei með klára hugmynd þegar ég byrja á nýrri bók og finnst það alltaf jafnerfitt. Húsið mitt er aldrei jafn hreint og þvott- urinn aldrei eins vel samanbrotinn og þegar ég er að koma mér að verki með nýja bók því ég finn mér alls kon- ar ástæður til að fresta því. En ég nýt reynslunnar að því leyti að ég get núna sagt við sjálfa mig að nákvæm- lega svona hafi ég hugsað þegar ég var að byrja á hinum bókunum og samt hafi mér tekist að skrifa þær. Og svo byrja ég og opna tvö ný skjöl í tölvunni. Annað er sagan sjálf og hitt er uppkast að framvindu. Seinna skjalið er yfirleitt ekki nema tvær þrjár setningar í upphafi; ég veit hver morðinginn er og hvers vegna hann framdi morðið. Annað veit ég ekki á þessu stigi. Svo byrja ég að skrifa og ég skrifa söguna í réttri röð, byrja á byrjuninni og prjóna mig áfram. Hug- myndirnar kvikna meðan ég skrifa og þá bæti ég við í framvinduskjalið. Smám saman kemst ég að því hvað er að gerast og hver aðdragandinn að morðinu hefur verið. Þetta er óskap- lega skemmtilegt og spennandi enda er ég að skemmta sjálfri mér með skriftunum og hugsa ekkert um les- andann, hvað honum líki eða hvort þetta eða hitt sé í tísku. Ég skrifa ná- kvæmlega eins og mér þykir skemmtilegast.“ Hún kveðst sjá sig í rökréttu sam- hengi við hefðina í sænskri og breskri glæpasagnaritun. „Ég byrjaði snemma að lesa glæpasögur og var búin að lesa megnið af sögum Agöthu Christie þeg- ar ég var 11 ára. Ég skrifa hefð- bundnar glæpasögur og mér virðist lesendur kunna vel að meta það. Það er alveg ljóst að bækur Sjöwall og Wahlöö á áttunda áratugnum áttu mjög stóran þátt í að skipa glæpasög- um á virðulegri stall innan bókmennt- anna. Við sem á eftir komum njótum þess. Sjálf skrifa ég meira í anda breskra glæpasagnahöfunda enda er rótina að hefðinni að finna þar.“ Skrifa eins og mér er eðlilegast Morgunblaðið/ÞÖK Camilla Läckberg „Ég hef markvisst unnið að skriftum mínum og stefnt á ákveðinn frama. Þetta þykir ekki fínt í hópi rithöfunda í Svíþjóð. Í sumar hefur einnig verið umræða meðal hinna eldri og virtari rithöfunda í Svíþjóð um að vinsældir spennusögunnar séu slæmar fyrir sænskar bókmenntir.“ Camilla Läckberg er orðin vinsæl- asti spennusagnahöfundur Svíþjóð- ar og í haust eru væntanlegar tvær sjónvarpsþáttaraðir gerðar eftir fyrstu bókunum tveimur, Ísprin- sessunni og Prédikaranum en þær hafa báðar komið út í íslenskri þýð- ingu. Bækur Läckberg eru gefnar út í hundruðum þúsunda eintaka og í allt hafa selst tæpar tvær milljónir eintaka af bókum hennar. Stjarna hennar hefur því risið hratt og í fyrra kusu sænskir lesendur hana höfund ársins. Hér er rætt við Läckberg um þennan skjóta feril og skrifin. » Það hefur reyndar komið mér á óvart að lögreglumennirnir eru mjög vel meðvitaðir um að ofurnákvæmar lýsingar á störfum þeirra eru ekki sérlega spennandi lesefni og segja oft að mínar lýsingar séu betri en þeirra eigin þó þær séu ekki alltaf alveg í samræmi við raunveruleikann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.