Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Kínverskar fornminjar njóta allajafna ekki sömu athygli hjá vestrænum fræðimönnum og forn- gripir úr þeirra nánasta umhverfi. Anna Paludan er þó ein þeirra sem sýnt hafa kínverskri fortíð áhuga, en nýlega sendi hún frá sér sína þriðju bók um kínverskar fornminjar, Chi- nese Sculpture – A Great Tradition. Í þessari nýjustu bók sinni rekur Pa- ludan sögu kínverskrar höggmynda- listar frá forsögulegum tíma og geymir bókin margar ljósmyndir sem aldrei hafa birst áður. Íslend- ingar sem komnir eru yfir miðjan aldur kannast þó e.t.v. betur við Pa- ludan sem sendiherrafrú Dana á Ís- landi, en hún dvaldi hér ásamt manni sínum Janus Paludan á ár- unum 1977 til 1985 og eignuðust þau fjölda vina hér á landi.    Útgáfa fræðirita á Íslandi er þágróskumikil þetta haustið. Má þar nefna sem dæmi Kvinnor och politik i det tidigmoderna Norden, sem er hluti af Ritsafni Sagn- fræðistofnunar. En þar er m.a. varpað fram þeirri spurningu hvort konur höfðu einhverju hlutverki að gegna í stjórn- málum áður en þær fengu kosn- ingarétt og önnur pólitísk réttindi. Annað rit úr Ritsafni Sagn- fræðistofnunar sem einnig leit ný- lega dagsins ljós er Vänner, patro- ner och klienter i Norden 900-1800 og er þar fjallað um vináttu, óform- leg samskipti og tengsl manna á milli á Norðurlöndum á fyrri öldum. Ritstjóri beggja bókanna er Guð- mundur Jónsson og umsjón með út- gáfunni, sem er á vegum Háskóla- útgáfunnar, hafði Halldór Bjarnason.    Fræðslubækur fyrir og um nem-endur geta þá einnig verið áhugaverð lesning fyrir þá sem mál- in varða. Þannig er menntun ungra barna á fyrsta áratug 21. aldar viðfangs- efni bókarinnar Lítil börn með skólatöskur, en höfundur hennar er dr. Jóhanna Einarsdóttir pró- fessor við Kenn- araháskóla Íslands. Þar er sjónum beint að leikskólunum og yngstu bekkjum grunnskólans, tengslum þessara skólastiga og breytingunum sem eiga sér stað þegar börn færast milli þeirra. Það eiga þá ekki síður sér stað breytingar fyrir þá stúdenta sem halda áfram námi yfir á há- skólastig og leitast bókin Gagnfræðakver handa há- skólanemum við að fræða stúdenta um ýmislegt það sem háskólakenn- arar geta ætlast til þess að þeir kunni. Bókin er verk þeirra Friðriks H. Jónssonar og Sigurðar J. Grét- arssonar og er boðskapur skrifanna sá að um háskólanám og fræði- mennsku gildi leikreglur sem stúd- entar verða að tileinka sér í námi sínu. Báðar þessar bækur eru gefn- ar út af Háskólaútgáfunni. BÆKUR Leirherinn í Xi’an Guðmundur Jónsson Jóhanna Einarsdóttir Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Nú tíu árum eftir að Kristján Krist-jánsson heimspekingur birti alræmd-an greinaflokk sinn um póstmódern-isma í Lesbók er hann enn að bregðast við gagnrýni á hann. Í grein í nýjasta hefti Hugs, tímarits um heimspeki sem Félag áhugamanna um heimspeki gefur út, svarar Kristján harðri ádeilu Jóns Ólafssonar heimspek- ings á greinaflokkinn en grein Jóns birtist í Hug 2004. Kristján svarar reyndar fleiri gagnrýn- isröddum í grein sinni, sem heitir „Málsvörn“, en þær hafa fyrst og fremst beinst að siðfræðiskoð- unum hans. Kristján segist hafa verið „fremur seinlátur til svara og endurgjaldssmár“ á gagnrýni á síðustu árum, enda ýmis „ónæðisstrá stungið“ hann, en nú sé kominn tími til að hann láti frá sér „fáein orð í kvittunarskyni“. Fáar greinar um hugvísindi og menningarástand hafa sennilega vakið jafn hörð viðbrögð á síðustu árum og skrif Kristjáns um póstmódernisma í Lesbók 1997. Það upphófst mikil umræða um póstmódernisma í fræða- samfélaginu sem skilaði sér inn í blöð og aðra fjöl- miðla í ýmsum myndum. Margir svöruðu greinum Kristjáns beint, til dæmis Matthías Viðar Sæ- mundsson sem birti nokkrar svargreinar í Les- bók. Næstu misserin sat Kristján því við og skrif- aði málsvarnir. Greinaflokkur Kristjáns var tímabær. Hann hafði góð áhrif á umræðuna um íslensk hugvísindi sem var fremur daufleg um þessar mundir. Fáir höfðu lagt í að ræða póstmódernisma að ein- hverju ráði. Hann hafði á sér það orð að vera erf- iður og óskiljanlegur, jafnvel óútskýranlegur, það væri ekki hægt að ná utan um hann. Og þó að greinar Kristjáns hafi verið skrifaðar í stór- yrðastíl – og kannski gefið til kynna að póstmód- ernismi væri óskiljanlegt kjaftæði – þá endaði lík- lega með því að fólk hafði meiri skilning á umfjöllunarefninu. Kristján er ekki á sama máli. Hann segir í málsvarnargrein sinni í Hug að sér hafi ekki tek- ist að „hefja örvandi umræðu um kosti og galla póstmódernisma“ með greinaflokknum. Hann kennir viðtökum þeirra sem hann kallar „íslenska póstmódernista“ um, þær hafi verið „fagn- aðarlitlar og einkum á þá lund að persónulegum uppruna mínum, búsetu eða sálrænum komplex- um væri um að kenna hvað ég hefði einkennilegar skoðanir“. Slíku segir Kristján að hafi verið út- lokað að svara. Varla hefur Kristján búist við því að hnjóðsyrð- um hans um marga helstu áhrifamenn í hugvís- indum á seinni hluta tuttugustu aldar yrði tekið fagnandi. Greinaflokkurinn ber þess merki að hafa einmitt verið skrifaður til þess að vekja sterk viðbrögð. Kristján viðurkennir reyndar sjálfur í málsvarnargreininni að hann hafi reynt „að vekja hugboð og hughrif með herskárri framsetningu“. Merkilegast er þó við málsvörnina að Kristján segir að höfuðrök hans gegn póstmódernisma hafi farið fram hjá Jóni og fleiri gagnrýnendum greinaflokksins. Hann segir þau hafa verið sið- ferðileg í bak og fyrir: „þau að vopn póstmódern- ismans snúist gegn þeim sem upphaflega átti að hlífa, hinum „öðruðu“ og „jöðruðu“, sem lokaðir séu inni í ógagnsæjum framandleik.“ Hann segist hafa kallað þetta „höfuðþverstæðu“ póstmódern- ismans: „meintir skjólstæðingar hans yrðu fórn- arlömb og hið „útilokandi umburðarlyndi“ ávísun á missætti og kynþáttahatur“. Hann segist einnig hafa kennt póstmódernismann við „ákveðna ný- íhaldssemi – íhald ríkjandi markalína milli menn- ingarkima“ og hafa í staðinn mælt með „hinni rót- tæku sameðlis- og framfarakenningu upplýsing- arinnar“. Kristján fer ekki nánar í þessi rök en þau eru ekki ný frekar en margt annað sem stóð í greina- flokknum og hafa verið rædd og fram og aftur, bæði hérlendis og erlendis. Benda má á að Guðni Elísson gagnrýndi harðlega rök Kristjáns um hina svokölluðu „höfuðþverstæðu“ póstmódern- ismans í grein í Tímariti Máls og menningar (1:98) um kennslufræði Kristjáns en greinina kallaði hann: „Dordingull hékk ég í læblöndnu lofti“. Póstmódernisminn er hins vegar enn til um- ræðu. Fjöldi bóka er enn gefinn út þar sem bæði póstmódernísk fræði og hið póstmóderníska ástand er rætt. Ástæðan er kannski sú að eftir niðurrif póstmódernismans á hefðbundnum við- miðum í vestrænni menningu hefur ekkert komið í staðinn. Merkingin er enn flæðandi, heimssýnin flöktandi og hugmyndafræðin búin að vera. Enn um póstmódernisma » Greinaflokkur Kristjáns var tímabær. Hann hafði góð áhrif á umræðuna um íslensk hugvís- indi sem var fremur daufleg um þessar mundir. ERINDI Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is S abine Baring-Gould fæddist í Exeter 1834. Faðir hans var öryrki, en hafði áður starfað hjá Austur-Indíafélag- inu breska. Hann eyddi vetrinum jafna í ferðalög um Evrópu til að forðast vetrarleiðindi heima fyrir og því fékk pilturinn stopula menntun og þannig var barnaskólanám hans aðeins nokkrir mánuðir haustið 1846. Það er þó sagt að hann hafi lært sex tungumál á þrettán ára ferðum um Evrópu með föður sínum. Þátt fyrir svo óvenjulegan undirbúning lauk Baring-Gould BA-gráðu við Cambridge 1857 og síðan MA-gráðu 1860. Hann vildi verða prestur en foreldrar hans meinuðu honum það, faðir hans vildi að hann yrði verkfræðingur. Næstu árin starfaði Baring-Gould því sem kennari, en er móð- ir hans lést skipti faðir hans um skoðun og Baring- Gould var vígður til prests 1866 og réðst sem að- stoðarprestur í Horbury í Vestur-Jórvíkurskíri. Sextán ára malarastúlka Í Horbury hitti Baring-Gould unga malarastúlku, Grace Taylor, sem var sextán ára en hann var þá þrjátíu og tveggja ára. Hann hreifst svo af henni að hann ákvað að giftast henni. Áður en af því gæti orðið fannst honum þörf á að mennta hana og sendi hana til náms. Hann giftist henni tveimur árum síðar. Hjónabandið var hamingjuríkt og traust, stóð allt til hún lést 1916, og alls eignuðust þau fimmtán börn. Baring-Gould þjónaði sem prestur á nokkrum stöðum, en 1881 fluttist hann á ættarsetur sitt, tók við prestskap í sýslunni og eyddi ævinni í að end- urbyggja hús sitt í þýskum stíl, endurreisa kirkju staðarins og hugsa um 350 sálna söfnuð sinn. Tekjur af sókninni voru eðlilega litlar, en Baring- Gould borgaði fyrir allt saman með skrifum sín- um. Næstu árin safnaði hann líka þjóðlögum í De- von og Cornwall. Hann lést 1924. Baring-Gould var hamhleypa til allra starfa og þannig eru ríflega 1.200 atriði í skrá yfir verk hans. Þar af voru um 500 bækur, þar á meðal tugir skáldsagna, en sagt er að á sínum tíma hafi hann verið tíundi vinsælasti höfundur Bretlandseyja þó flest hans verk séu gleymd í dag nema grúsk- urum. Sálmurinn Áfram, Kristsmenn, kross- menn, lifir þó enn, en þann samdi Baring-Gould á tíu mínútum, eins og hann lýsti því, fyrir skóla- drengi í Hurtspierpoint í Sussex, þar sem hann kenndi. Kenndi sjálfum sér íslensku Íslandsáhugi Baring-Goulds kviknaði í Hurts- pierpoint, en þar kenndi hann sjálfum sér ís- lensku með aðstoð þýsk-íslenskrar orðabókar og þýddi íslenskar fornsögur á ensku og endurskrif- aði sem barna- og unglingasögur fyrir piltana sem hann kenndi. Þessi áhugi jókst með tímanum og á endanum ákvað hann að fara í ferð til Íslands. Hann fékk lán hjá föður sínum, en síðan ætlaði hann að fjármagna ferðina með því að skrifa bók. Baring-Gould sigldi til Íslands á danska gufu- skipinu Arcturus sem flutti varning og farþega á milli Kaupmannahafnar, skoska bæjarins Grangemouth, Færeyja og Reykjavíkur. Hann hugðist fara frá Reykjavík til Þingvalla, þaðan til Kalmanstungu, svo til Hnausa, þá til Akureyrar og Mývatns, suður að Eyja- bakkajökli og síðan vestur eftir Vatnajökli og síðan norður Sprengisand aftur til Akureyrar. Þegar hann kom í Reykjahlíð varð ljóst að gras- spretta hefði verið svo lítil á hálendinu norðan Vatnajök- uls að ekki væri óhætt að fara svo langa leið á hestbaki og því sneri hann aftur til Reykjavíkur. Ferðalagið tók fjörutíu daga og fjörutíu nætur, en Ís- land leit hann fyrsta sinn 15. júní 1862. Bókin Iceland: It’s Scenes and Sagas kom svo út 1863 í vandaðri útgáfu, ríkulega myndskreytt. Hún var ófáan- leg í marga áratugi, en Sig- nal-útgáfan í Oxford gaf bók- ina út fyrir stuttu með ítarlegum inngangi eftir Martin Graebe. Stórmerkileg bók Iceland: It’s Scenes and Sa- gas er stórmerkileg bók af- lestrar, enda var Baring- Gould svo vel undirbúinn undir ferðina að undrum sæti. Inngangur bókarinnar er til að mynda einkar góð lýsing á Íslandi, landháttum og íbúum og sögu lands og þjóðar með ýtarlegri tölfræði. Íslenskukunnátta Baring-Goulds gerði honum kleift að ræða við hvern þann sem hann hitti á leið- inni og hann var sífellt að spyrja menn spjörunum úr. Hann mældi líka út fjölda húsa sem hann gisti í og gefur greinargóða lýsingu á búskaparháttum og húsakynnum, en hann fjallar líka mikið um dýralíf á Íslandi og landslag það sem verður á leið hans – maður kemur aldrei að tómum kofunum hjá honum. Að þessu sögðu þá er rétt að lesa bókina með það í huga að Baring-Gould færir víða í stílinn til að gera bókina læsilegri. Hann skýtur til að mynda inn heilu köflunum úr Íslendingasögum til að gæða textann lífi. Alla jafna ber Baring-Gould Íslandi og Íslend- ingum söguna vel, en á það til að hnýta í menn á skemmtilega meinhæðinn hátt. Sjá til að mynda þessa lýsingu á Íslendingum: „Persónugerð [Ís- lendinga] er með þeim hætti að þeir eru dauðyfl- islegir, skaðlega íhaldssamir og gríðarlega latir. Þeir hafa sérstakt lag á að vinna verk eins klaufa- lega og mögulegt er.“ Sannkallaður fjölfræðingur Enski sérvitringurinn Sabine Baring-Gould heimsótti Ísland 1862. Ári síðar kom út merkileg bók hans um heimsóknina þar sem hann lýsir landi og þjóð á lifandi og skemmtilegan hátt, en Baring-Gould var sannkallaður fjölfræðingur, sjálfmenntaður í íslensku og mikill áhugamaður um íslenskar fornsögur sem hann þýddi og skrif- aði unglingasögur uppúr þýðingunum. Hann var líka hamhleypa til verka og eftir hann liggja um 500 bækur um ótal viðfangsefni, auk þess sem hann safnaði hundruðum fornra sönglaga í heimasveit sinni. Íslandsfarinn Enski rithöfundurinn Sabine Baring-Gould.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.