Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Völu Rögnu Ingólfsdóttur valaragna@gmail.com T öluverðar landfyllingar hafa verið gerðar í Reykjavík frá upphafi þéttbýlis. Nánast allri norðurströnd Reykjavíkur hefur verið breytt með fyll- ingum og er sífellt verið að bæta við. Lítið hefur verið hróflað við suðurströnd borg- arinnar eða frá mörkum Seltjarnarneshrepps og inn í Fossvog. Nokkrar tillögur um það hafa legið upp á borði en fáar fengið nægar undirtektir til þess að þeim hafi verið hrint í framkvæmd. Ljóst er aðskiptar skoðanir eru um manngerða strönd og fyllingu fjörusvæðis við suðurströnd borg- arinnar, en það er hægt að setja spurningarmerki við kröfu um ósnortna náttúru í borg, sem er í sjálfu sér ónáttúruleg, og þá á kostnað eðlilegs vaxtar borgarinnar. En það er erfitt að vita í raun hvað sé náttúrulegt og hvað ekki, sérstaklega í og við borg. Eru strendur og strandlengjur ekki ein- mitt forgengilegar eða a.m.k. breytilegt fyrirbæri sem erfitt er að „vernda“? Oftar en ekki þegar framkvæmdur er einn hlutur þá getur hann haft óbeint áhrif á annan. Þetta þarf að skoða út frá því markmiði að efla miðborgina og auka lífsgæði borgarbúa. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða aðrar leiðir til þess að bæta við landi og áhrif sem hækkandi sjávarstaða og landsig hefur á landfyllingar. Saga landfyllinga í Reykjavík Það eru líklega margir sem gera sér ekki grein fyrir umfangi landfyllinga í Reykjavík. Fyrir 200 árum var Miðbæjareiðið og Kvosin mun mjórri en nú. Á fyllingum norðan Hafnarstrætis er Tryggvagata, Geirsgata og hafnarbakkinn. Von- arstræti var byggt á landfyllingu sem leysti sam- gönguerfiðleika í miðbænum á sínum tíma og Iðnó og Ráðhúsið standa einnig á fyllingum. Á síð- ustu öld voru gerðar miklar landfyllingar til dæm- is við Örfirisey og með endurbyggingu Miðbakka. Allri norðurströnd Reykjavíkur hefur verið breytt með fyllingum, allt frá Eiðsgranda að Geldinganesi, fyrir utan Laugarnes og innri hluta Grafarvogs. Landfyllingar hafa fyrst og fremst verið gerðar fyrir hafnar- og athafnasvæði, sem byrjað var á um 1913, en árið 1992 var byrjað að gera landfyll- ingu fyrir fyrsta íbúðahverfið við sunnanverðan Grafarvog sem kallast Bryggjuhverfi. Minna hef- ur verið hróflað við suðurströnd Reykjavíkur, frá Seltjarnarnesi til Fossvogsdals. Þar hefur verið gerð landfylling vegna stækkunar flugbrautar í Skerjafirði, fylling við Sörlaskjól og Skildinganes vegna skólpdælustöðva, sem var mikil nauðsyn því strendur voru orðnar mengaðar m.a. af skólpi frá holræsum borgarinnar. Vegna mengunar- innar voru sjóböð bönnuð árið 1968. En eftir hreinsunina var ákveðið að endurvekja baðstemn- inguna í Nauthólsvík. Þar var hlaðinn sjó- varnargarður til varnar fyrir sjávarrofi, sandur bættur í fjöruna og lónið hitað upp baðgestum til mikillar ánægju. Þegar aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 er skoðað sést að stærstu fyrirhuguðu landfylling- arnar eru við Gufunes, fylling á Geldinganesi og síðast en ekki síst er það áætluð fylling við Eiðs- granda/Ánanaustog nýlegar tillögur að landfyll- ingu við Örfirisey. Á þessu sést að það hefur færst í vöxt að gera ráð fyrir íbúðabyggð á landfyll- ingum. Samt sem áður gæti mörgum þótt við ekki hafa verið stórtæk í uppbyggingu byggðar á land- fyllingum og gætu notað erlend dæmi máli sínu til stuðnings, eins og Kaupmannahöfn, Amsterdam, Rotterdam og Barselóna. Eigum við að vera stór- tækari og fylla upp í suðurströnd borgarinnar? Úr hverju er landfylling? Í þessari umræðu þurfum við að vera meðvituð um að landfyllingar krefjast mikils efnismagns, þar af leiðandi þarf að gæta varkárni við efnistöku vegna áhrifa á umhverfið. Stór hluti efnis til land- fyllingar er sóttur af hafsbotni utan netlagna á Kollafirði en efnistaka þaðan hefur staðið yfir í 40 ár. Það er athyglisvert að í innanverðum Faxaflóa hafa átt sér stað landbrot í umtalsverðum mæli. Hugsanlega er ástæðan fyrir því hækkun yf- irborðs sjávar en undanfarin ár og áratugi hefur verið rætt um að efnistaka af hafsbotni geti valdið landbroti án þess að það hafi verið sérstaklega rannsakað. Við gerð landfyllinga er einnig notað dýpkunarefni sem fellur til við gerð hafnarsvæða og reynt er að nýta jarð- og byggingarefni sem til fellur við framkvæmdir í borgarlandinu, en það er gífurlegt magn. Hinsvegar er að færast í vöxt að mala uppgröftinn og nýta sandinn í annað. Það þarf að hafa í huga að þegar fyllt er upp í eitt svæði að menn gætu verið að spilla öðru. Það verður sífellt erfiðara að fá fyllingarefni því að landsmenn eru meira vakandi gagnvart breyt- ingum á umhverfi sínu en þeir voru áður. Viðhorf til stranda hér áður fyrr var töluvert annað en það er í dag. Fyrr á tímum henti fólk sorpi m.a. við sjávarbakka og í fjörur. Það eru lík- lega ekki margir í dag sem vita að gatan Eiðs- grandi er byggð ofan á sorphaug. Ströndin við Eiðsgranda var notuð til þess að losa sig við ým- isskonar sorp, bæði mold og grjót ásamt spilliefn- um á árunum 1940-1954. Einnig var urðað í ósum Elliðaáa. Bílhræ og öðrum úrgangi var hent í ós- inn á árunum 1960-1967, en það landsvæði kallast Geirsnef í dag. Fyllingin hlóðst einfaldlega upp án þess að losunin hefði nokkurn annan tilgang en að losa sig bara við efnið. Stærsti urðunarstað- urinn voru Gufuneshaugar sem voru í notkun frá árunum 1967-1991. Þangað fór allur almennur úr- gangur, bæði frá heimilum og fyrirtækjum. Einn- ig voru urðuð þar bílhræ, garðaúrgangur, úr- gangur úr holræsabílum, ýmis spilliefni og svo mætti lengi telja. Þetta var áður fallegt útivist- arsvæði. Þessi sorpurðun er góð vísbending um hvert almennt viðhorf fólks var til stranda og urð- unarstaða á árum áður. Í dag er ástæða til að leggja til að urðunarstaðir á Geirsnefi og Gufu- nesi verði sérstaklega rannsakaðir, því ekki er vitað hvort eiturefni berist út í umhverfið frá þessum stöðum. Við verðum sífellt meðvitaðri um umhverfið en vakningin mætti vera meiri. Það er mikilvægt að milli markmiða og leiða sé samræmi, því að spill- ing náttúruauðlinda er oft óafturkræf. Þétting byggðar Fagaðilar á sviði borgarskipulags telja að reynsl- an af óheftri útþenslu byggðar sé ekki góð og þurfi núna að styrkja miðborgina. Samkvæmt nú- gildandi aðalskipulagi er áhersla lögð á að bæta landnýtingu og mynda samfellda og þétta byggð. Ein af leiðunum til að ná því markmiði eru land- fyllingar. Mikilvægt er að þétta byggðina í Reykjavík og gera hana samfelldari en það er ekki síður mik- ilvægt að byrja á réttum áföngum. Getur verið að eftir þéttingu miðborgar komi sá tími að við ætt- um að fórna nánast ómanngerðri suðurströndinni fyrir íbúabyggð, í þeim tilgangi að efla hana enn frekar? Út frá skipulagssjónarmiðum getur verið mjög hagstætt að þétta byggðina ásamt því að gera íbúðabyggð á fyllingum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, þegar talað er um að þétta borgina, að ekki er endilega átt við háhýsi heldur er fremur átt við betri landnýtingu. Reykjavík er mjög dreifð borg og hlutfall á milli íbúa og starfa er ekki í jafnvægi. Atvinnusvæði eru aðallega í miðborg Reykjavíkur, frá Kvos að Skeifu, og með því að gera landfyllingar í grennd við miðborgina fyrir íbúðabyggð væri hægt að draga úr ójafnvæginu. Vegalengdir milli vinnu- staðar og heimilis myndu styttast, sem gæti dreg- ið úr þörf á einkabílum, og jafnframt munu versl- anir og önnur viðskipti styrkjast ásamt fjölbreyttara menningarlífi. Þjóðfélagið er sífellt að breytast m.a. vegna tæknilegra nýjunga og svo er einnig með viðhorf okkar til umhverfisins. Þessar breytingar hafa áhrif á það hvernig við lifum í borg og með tilliti til þess hlýtur að vera kostur að hafa aukið svig- rúm í miðborginni til þess að aðlagast þessum Suðurströnd Reykjav Á að nota landfyllingar við suðurströnd Reykjavíkur til þess að auka byggingarland? Eða er ósnortin ströndin of dýrmæt? Hver er reynslan af landfyllingum við norðurströnd- ina? Er hugsanlegt að búa til eyjar á skerj- unum í Skerjafirði? Hvaða áhrif hefur hækkun yfirborðs sjávar á þróun strandlengjunnar? » Landfyllingar eða aðra möguleika á stækkun lands við suðurströnd ætti að íhuga strax í beinni tengingu við hugmyndir að þéttingu núverandi byggðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.