Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 12
Eftir Magnús Gestsson mg65@leicester.ac.uk F yrr á þessu ári bauð Tate Britain til ráðstefnu sem tileinkuð var upphafi og þróun myndlistarmark- aðar í London. Meðal þátttakenda voru gagn- rýnendur, blaðamenn, sýningarstjórar, listfræð- ingar, galleristar, listamenn, safnafræðingar og safnarar. Einnig hafa hagfræðingar, fé- lagsfræðingar, markaðsfræðingar, fé- lagssögufræðingar og mannfræðingar sýnt vaxandi áhuga á listarmörkuðum. Þessi aukni áhugi ásamt þverfaglegri nálgun hefur aukið nýjum víddum við þá þætti listasögunnar sem listfræðingar hafa sinnt og líkt og Hans J. Van Miegroet benti á í framsöguerindi sínu verður listasagan ekki sögð nema saga markaða sé rakin með samvinnu ólíkra fræðigreina. Þetta tengist meðal annars mikilvægi sölugallería í uppgötvun nýrra listamanna, markaðs- setningu á stefnum og straumum og staðfest- ingu á verðmætum sem söfn og sölugallerí annast. Í framhaldi af þessu var fjallað um sögu myndlistarmarkaða og gallería, störf gallerista, viðskiptavini, upphaf módernisma og breytt umhverfi listaverkasala frá því um 1839 til dagsins í dag, markaði frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til 1930, Cork Street milli 1930 og 1940, frammúrstefnugallerí áranna 1963-1972, verðmæti á enskum markaði frá 1970-80 og í dag, áhrif Frieze listkaupstefn- unnar og söfnun. Þessar rannsóknir hafa m.a. beint sjónum fræðimanna að stöðu listamanna gagnvart galleristum og markaðnum, tilurð verðmæta í listheiminum og aðgengi að list sem fjárfestingarmöguleika. Þó umræður meðal erindreka listheimsins um list og verðmæti séu oft líflegar er nauð- synlegt að safna þessum aðilum saman til að skerpa fókusinn, hvetja til samskipta og kynna nýjar rannsóknir. Einnig hefur þátttaka fjöl- miðla í umræðunni aukist síðustu ár. Fjöl- miðlar hafa örvandi áhrif á þróun listmarkaða eins og einn málshefjandi, Georgina Adams ritstjóri umfjöllunar um listmarkaði við The Art Newspaper benti á. Hún benti einnig á að fjölmiðlafólk skoðar og fjallar um það sem það sér og heyrir og oftar en ekki verða ofan á fréttir sem varða peninga og sölumet. Sem dæmi nefndi hún að vikuna 5.-9. febrúar sl. var fjárfest í samtímalist fyrir um 121 milljón punda. Málverk eftir Peter Doig seldist til dæmis fyrir óvæntar 5,7 milljónir sterlings- punda fyrir tilverknað rússneskra fjárfesta og Saatchi að því er sögur hermdu. Alþjóðlegt samhengi og fjölmarkaðir Umræðan spannar bæði innanlands- og al- þjóðlegan markað því til London koma helstu myndlistarsafnarar heimsins og breskir safn- arar fara víða til að kaupa inn. Þó íslenskur listmarkaður hafi verið fremur staðbundinn hefur alþjóðlegt samhengi verið haft til hlið- sjónar í blaðagreinum, viðtölum, greiningu Hannesar Lárussonar og fleiri á listmörkuðum ásamt markaðssetningu á myndlist og þátt- töku i8 í listkaupstefnum. Þannig nýtist reynsla þeirra sem vinna á öðrum mörkuðum við uppbyggingu markaða og verðmæta ís- lenskrar samtímalistar bæði innanlands og ut- an. Meginmunurinn á London og Reykjavík er þó sá að London er alþjóðlegur markaður á meðan hann er staðbundnari í Reykjavík. Þrátt fyrir útflutning i8 á íslenskri samtímalist verður ekki séð að það stafi af mettun innan- landsmarkaðar líkt og Van Miegroet telur að gerst hafi í Evrópu um 1520. Þegar heima- markaður mettaðist í Niðurlöndum leituðu listkaupmenn og listamenn þar nýrra markaða og notuðu alþjóðleg viðskiptatengsl til að greiða fyrir útflutningi á málverkum. En það er einmitt það sem virðist eiga sér stað með þátttöku i8 í listkaupstefnum fremur en mark- aðsmettun. Í máli Van Miegroet kom einnig fram að eitt þeirra atriða sem undirstrikuðu alþjóðlegt eðli listmarkaða á því tímabili sem bók hans spannar og síðar, var að þeir eru hræranlegir, færast frá einu landi til annars, frá borg til borgar og innan borgarmarka. Einnig eru þeir ólíkir frá einni borg til annarar og innan hverrar borgar. Sem dæmi um mark- aði í Reykjavík má nefna Gallerí Fold og i8 sem sinna þörfum ólíkra markhópa. London hefur ekki farið varhluta af flutningum lista- manna frá einum borgarhluta til annars sam- hliða opnun gallería. Flutningar af þessu tagi hafa gert East End í London að stærstu lista- mannabyggð Evrópu og kraftmesta markaði samtímalistar á Bretlandi. Hins vegar eru engin merki þess að íslenskir myndlistarmenn leggi undir sig heil hvefi í Reykjavík á sama hátt. Þrátt fyrir styrk East End hafa Old Bond Street og Cork Street haldið velli en þau eru fremur tengd list sem náð hefur fótfestu á markaðnum. Sem dæmi um slíkt gallerí er Ag- new’s sem stofnað var 1817 og hefur verið í Old Bond Street síðan 1876. Það er því augljóst að það eru fleiri en einn markaður í London og Reykjavík. Staða London í dag Í dag er talið að London hafi alla burði til að verða öflugri miðstöð verslunar með sam- tímalist en New York. Louisa Buck höfundur Owning Art ásamt Judith Greer stýrði um- ræðum á ráðstefnunni. Hún telur að London sé miðja evrópsks myndlistarmarkaðar ásamt því að vera viðurkennd sem annar stærsti markaður heimsins á eftir New York. Mau- reen Paley galleristi telur einnig að London hafi möguleika á að gegna sama hlutverki og París því borgin hefur annað augað á Evrópu og Austurlöndum fjær en hitt á Ameríku. Þó London sé mjög mikilvæg fyrir viðskipti með samtímalist má benda á að vaxandi mikilvægi myndlistarkaupstefna gefur til kynna að miðjur og markaðir séu á sífelldri hreyfingu og án fastrar staðsetningar. Umskiptin Breskur myndlistarmarkaður var ósýnilegur, staðnaður og einangraður um 1990 þegar Sa- atchi kom fram á sjónarsviðið og átti þátt í því að breyta ásýnd hans ásamt fjölmiðlum og hópi listaverkasalanna Karsten Schubert, Maureen Paley, Jay Jopling og Frieze list- kaupstefnunni á síðustu árum. En þó listin sé sýnileg í sölugalleríum og söfnum og auðvelt sé að afla sér þekkingar á henni er verð verk- anna óaðgengilegt almennum sýning- argestum. Í umræðum benti safnarinn Alex Sainsbury meðal annars á að gallerí séu klúbb- ar innvígðra þar sem mestu máli skiptir hverja þú þekkir. Í þessu andrúmslofti er ofurkaup- endum boðið að skoða sýningar og list- kaupstefnur fyrir formlega opnun. Þetta bend- ir til þess að Van Miegroet hafi rétt fyrir sér í því að samtímalistmarkaður í London sé ógegnsær. Hins vegar má segja að framtakið ’Own Art’ á Bretlandi og vaxtalaus lán Kaup- þings til listaverkakaupa sé leið til að auka gegnsæi og hvetja listfælna þjóðfélagshópa til að kaupa myndlist sér til ánægju og ynd- isauka. Eitt það mikilvægasta sem gerðist upp úr 1990 var að þá hófst markviss markaðssetning og útflutningur á hugmyndinni ‘bresk mynd- list’ og Saatchi veitti milljónum punda inn í listheim sem var í kreppu. Þetta framtak náði sínu fyrsta hámarki með Sensation-sýningunni árið 1997. Markaðsöflin voru snarari í snún- ingum en opinberir stuðningsaðilar og söfn. Í þessu sambandi benti listamaðurinn Gustav Metzger á að það markaðskerfi sem meðal annars hefur gert Hirst að milljónamæringi eigi rætur að rekja til þess að áhrif pólitískrar hugmyndafræði hurfu úr myndlistinni eftir 1960. Meðal annars vegna fjárfestinga í mynd- list og skorts á alltumlykjandi pólitískri hug- myndafræði ríkir mikil bjartsýni varðandi stöðu og hlutverk listamarkaða í London. Christie’s og Southeby’s vega þungt í ríkjandi velgengni jafnvel þó þau séu sökuð um að keppa af hörku við listaverkasala á frum- sölumarkaði með því að bjóða upp glæný verk. Án þess að það hafi komið fram á ráðstefnunni kann það að stafa af mikilli grósku í breskri list og að þeir listamenn sem keppa á markaðnum séu fleiri en gallerí geta sinnt þrátt fyrir að stöðugt séu opnuð ný gallerí líkt og virðist nú eiga sér stað á Íslandi. London og Reykjavík: Í dag er talið að London hafi alla burði til að verða öflugri miðstöð verslunar með sam- tímalist en New York. En hver er staðan í Reykjavík. Hér eru bornir saman þessir tveir listmarkaðir og meðal annars bent á að hið opinbera eigi ekki að koma nálægt við- skiptum á listaverkamakaðnum nema sem kaupandi sem keppir við aðra kaupendur. 12 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.