Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 13
Mikilvægi galleristans hefur bæði verið haf- ið upp til skýjanna og dregið í efa. Þeir hafa verið kallaðir afætur sem notfæra sér lista- menn til að græða á þeim. Samkvæmt þessari hugmynd eru listamenn sakleysingjar sem eiga sér enga hugsjón heitari en búa til lista- verk án þess að það skipti þá máli hvort verk þeirra seljist. Annar möguleiki er sá að gall- eristar séu nauðsynlegir því þeir hafi sambönd og kynni verk framúrskarandi listamanna fyr- ir væntanlegum kaupendum og jafnvel heim- inum öllum ef því er að skipta. Þriðja leiðin er eins og löngum hefur tíðkast á Íslandi að lista- menn sjái um markaðssetningu og sölu verka sinna og selji út um vinnustofudyrnar eða á sýningum sem þeir kosta sjálfir m.a. með því að leigja sal. Þessi leið helgast meðal annars af fæð faglegra sölugallería og vantrausti lista- manna á galleríum sem taka prósentur af seld- um verkum. Þó virðist þessi afstaða vera að breytast vegna þess að það er að koma í ljós að galleristar sem standa undir nafni leggja á sig mikla vinnu til að selja verk listamanna og losa þá þar með undan margþættu vafstri. Þegar litið er yfir markaðinn í London er augljóst að galleristar skipta verulegu máli varðandi frama og tekjumöguleika listamanna. Möguleikarnir eru fleiri í dag m.a. vegna þess að listamenn vinna með mörgum galleríum. Einnig eru dæmi þess að listaverkasalar reki ekki sýningarsal heldur ferðist um heiminn með farsíma, tölvu og vídeoverk eða fyrirmæli um uppsetningu innsetninga. Þannig þarf ekki að ferðast með málverk og höggmyndir milli landa og fylla út tollskjöl. Þetta fyrirkomulag minnkar yfirbyggingu galleristans og einfald- ar pappírsvinnu. Verðmætasköpun í gallerí Sadie Coles sem hóf feril sinn hjá Anthony d’Offay og rekur Sadie Coles H Q kvaðst í um- ræðum sinna bæði frumsölu og eftirsölu á verkum listamanna sem hún vinnur með. Starf hennar snýst ekki eingöngu um að selja verk heldur ber hún fyrst og fremst ábyrgð á lista- mönnunum og að verðmæti og langlífi verk- anna sé tryggt. Það gerir hún með því að áskilja sér rétt til endursölu á verkum lista- mannanna og að kaupendur selji ekki keypt verk fyrr en að fimm árum liðnum. Einnig bið- ur hún þá safnara sem kaupa af henni að gefa eða selja söfnum lykilverk í stað þess að end- urselja þau á markaðnum. Aðrir þættir sem snerta verðmætasköpun í galleríi hennar eru skýr framtíðarsýn, hennar eigin smekkur á list og það sem hún telur að geti öðlast langtíma verðmæti og að láta verk listamannanna vaxa. Enn fremur er mikilvægt að deila verðmæt- unum með þeim. Coles reynir því að halda ut- an um flesta þætti verðmætasköpunar í gall- eríinu í samvinnu við listamennina þó hún segi einnig að það sé ekki mögulegt að stjórna markaðnum. Listamenn, peningar og markaðir Sacha Craddock sem stýrði lokaumræðum sagði að þegar hún nam myndlist á milli 1970 og 1980 hafi kennarar og nemendur aldrei tal- að um listmarkaðinn og að í hennar minni hafi mjög fáir breskir listamenn lifað á verkum sín- um hvað þá orðið ríkir. Það hafa því orðið mikil umskipti og fjöldi listamanna mótar nú feril sinn í samvinnu við gallerista og búa þannig til peningaleg og menningarleg verðmæti á myndlistarmarkaði auk þess að stýra tísku, stíl og smekk. Breskir listamenn virðast óhræddir við að tala um peninga og list og margir bæði gagn- rýna kapítalískt markaðskerfi og njóta góðs af því. Það virðist ekki heldur vera listamönnum feimnismál að selja verk sín í samvinnu við gallerista. Hvað sem öðru líður er flestum þó ljóst að umfangsmikil framleiðsla menning- arverðmæta fer fram í sölugalleríum og þau skipta starfsferil listamanna miklu. En það sem mestu máli skiptir er að ekkert opinbert handvirkt verðmyndunarkerfi fyrir myndlist virðist vera á Bretlandi. Verðið er það sem markaðurinn er tilbúinn að borga og fagleg sölugallerí eru ekki rekin undir handarjaðri hins opinbera og samtaka listamanna líkt og Artótek Reykjavíkurborgar. Það er kaldhæðni örlaganna (eða fyrrverandi borgaryfirvalda) að svo virðist sem um leið og Gallerí Hlemmi var neitað um stuðning til að þróa reksturinn áfram var opnað Artótek nokkrum mánuðum síðar á vegum hins opinbera. Það að samtök listamanna skuli ganga til slíkrar samvinnu lýsir djúpstæðum ótta margra listamanna við markaðsöflin, sölugallerí og verðmyndun á markaði. Hitt er annað mál að eins og staðan er á Íslandi er réttlætanlegt að framsækin gallerí, sem reyna að selja og kynna tormelta frammúrstefnulist, hljóti opinbera styrki á meðan þau eru að koma undir sig fótunum. En hið opinbera á ekki að koma nálægt slíkum við- skiptum nema sem kaupandi sem keppir við aðra kaupendur. Þetta er þó að hluta til gamla sagan um smæð markaðarins. Hins vegar er ljóst af dæmi Gallerís Foldar að það þarf ekki alltaf opinberan stuðning til að markaðssetja og selja myndlist. Tvær borgir og margir listmarkaðir Reuters Nýtt líf Listunnandi skoðar verk Damien Hirst, „The Physical Impossibility of Death in the Mind of Someone Living“, en það var sýnt á Sensation-sýningunni 1997 sem hleypti nýju lífi í enskan listmarkað en þar var Charles Saatchi helsta driffjöðurin. Saatchi-safnið Charles Saatchi átti mikinn þátt í að byggja upp listmarkaðinn í London á tíunda áratugnum. Safnið er í glæsilegum húsakynnum í Counte Hall á syðri bakka Thamesár í London. Gallerí i8 „Sem dæmi um markaði í Reykjavík má nefna Gallerí Fold og i8 sem sinna þörfum ólíkra markhópa.“ i8 hefur lagt áherslu á útflutning á íslenskri samtímalist. » Það er kaldhæðni örlaganna (eða fyrrverandi borgaryfirvalda) að svo virðist sem um leið og- Gallerí Hlemmi var neitað um stuðning til að þróa reksturinn áfram var opnað Artótek nokkr- um mánuðum síðar á vegum hins opinbera. Höfundur vinnur að doktorsritgerð um myndlist- armarkaði við safnafræðideild University of Leicester. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.