Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 15 Eftir Magnús Sigurðsson mas8@hi.is Nýverið kom út stór og mikil bók um ljóðlistSigfúsar Daðasonar, Ljóðhús, eftir Þor-stein Þorsteinsson. Í bókinni er meðalannars fjallað um skáldskap Sigfúsar með hliðsjón af erlendri nútímaljóðagerð síðustu ald- ar, en henni var Sigfús vel kunnur. T.S. Eliot er þar fyrirferðarmikill, enda þeir Sigfús ekki svo harla ólík skáld. Ezra Pound er einnig alloft nefndur á nafn, en af ljóðskáldum 20. aldar eru þeir Eliot ef til vill þau skáld sem einna mest hefur verið ritað um. Og bar sára nauðsyn til. Þessir forvígismenn módernisma enskrar ljóðlistar voru lærð skáld sem reyna í skáld- skap sínum mjög á kunnáttu lesenda. Um Eliot og Pound eru því til lærðar bækur, heil reiðinnar býsn, sem leiða lesendur inn í „ljóðhús“ þeirra. Sigfús Daðason mætti einnig kalla lært skáld, og nú hefur verið skrifuð um hann stór og mikil bók – lærð bók. Og bar sára nauðsyn til. Sigfús er reyndar ekki nánd- ar nærri eins seigur undir tönn og Eliot og Pound, en um íslenska nútímaljóðlist hefur verið ritað þeim mun minna. Og, í raun, nánast ekkert. Rekkinn á Þjóðarbókhlöðunni þar sem finna má krítíska um- fjöllun á íslensku um ljóðlist síðustu aldar fyllir varla hillumetrann. Enda er bók Þorsteins Þorsteinssonar öðrum þræði kynning á fræðilegri umræðu um nú- tímaljóðlist, nokkuð sem hingað til hefur varla þekkst á íslensku. Í vissum skilningi er reyndar um inn- gangsrit að umfjöllun um 20. aldar ljóðlist að ræða – nú eða ljóðlist yfir höfuð. (Ímyndum okkur eitt and- artak sömu bók á ensku, þýsku eða frönsku. Hvenær var hún skrifuð?) Bókin er því fagnaðarefni, en um leið staðfesting þess hversu fátæk við erum af þessari gerð bókmenntaumfjöllunar – ígrundaðrar, umfangs- mikillar og lærðrar umfjöllunar um ljóðlist. Stöku inngangar að heildarútgáfum hrökkva skammt. Hin krítíska umræða, á íslensku, nær ekki að fylgja um- ræðu sjálfs skáldskaparins eftir, og hefur ekki gert lengi. Hér skortir í raun samfellu. Að lokum hlýtur svo fjarvera fræðilegrar umfjöll- unar um ljóðlist að koma niður á henni sjálfri, og það sjáum við nú þegar. Alllengi (lengur en menn munu kæra sig um að vita) hefur fátt annað verið rætt um íslenska ljóðlist en ástand hennar. Og skal þá engan furða að nefnt ástand gæti verið betra. Hugvísindadeild Háskóla Íslands ætlar sér þrjú ár til að vígja stúdenta sína inn í orðræðu húmanískra vísinda. Þó er hætt við að árin þrjú dugi skammt til að lesa Milton, Dante, Dickinson, Baudelaire, Plath, Po- und, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Hómer, Rilke, Virgil, Ísak Harðarson, W. Stevens, Catúllus, Saffó og ótal fleiri skáld að einhverju ráði – það er að segja vel. Vera má að flest þessara skálda muni kynnt nem- endum (og þeir spurðir álits á hinu og þessu ljóði sem sýnisbókin hefur að geyma) en viðamikil og fullnægj- andi umfjöllun um eitthvert þessara skálda (hvað þá nokkur þeirra) er munaður sem framhaldsnemar ein- ir hafa aðgang að. Svo virðist reyndar sem lestur helstu skálda bókmenntakanónunnar sé hreinlega eitthvað sem háskólinn telur ekki lengur á sinni könnu – þessi skáld eru kynnt en ekki kennd, sem kann að skýra margt. Hugnist nemanda að leiða þessi skáld algerlega hjá sér, þá getur hann það einnig. Og þar með brotið hryggsúlu eigin náms. Háskólinn, sem ætti að vera nemendum sínum at- hvarf frá þeim hræðilega doða sem einkennir ís- lenska ljóðaumfjöllun og prímusmótor nýrrar „orð- ræðu“, er það ekki. Að námi loknu eru nemendur því tæpast í stakk búnir til að hrista þennan sama doða af sjálfum sér eða öðrum. Og alltaf teygist á bilinu sem myndast hefur milli skáldskapar og fræðilegrar umræðu. Nýjasta dæmið er bók Háskólaútgáfunnar á ljóðaþýðingum Federico García Lorca. Þýðingunum fylgir kafli úr áratugaga- malli kennslubók þar sem túlkun ljóða er til umræðu (hjálpargagn við lestur ljóðanna að því er segir í inn- gangi). Kannski var ekkert nýrra að hafa, kannski ekkert betra, en þetta gamla fræðslukver. Hvort- tveggja er til vitnis um skort á ofangreindum litterat- úr á íslensku, og jafnvel skort á metnaði. Ef til vill hefði verið ráð af aðstandendum bókarinnar að taka sig til og festa sjálfir eitthvað á blað sem nýst gæti sem hjálpargagn við lestur ljóðanna, fyrst þörf var talin á hjálpargögnum á annað borð. Sú leið var ekki farin. Því auðvitað er þörf á hjálpargögnum. Án þeirra væri skáldskapur Ezra Pounds lokuð bók, svo dæmi sé tekið. Sem væri skarð fyrir skildi. Hvers vegna hættum við á slíkt með okkar eigin skáld? Ljóðlistin er öflugasta þekkingartæki tungumáls- ins sem völ er á. En við skiljum hana ekki – enda eng- inn sem tekur að sér að kenna lögmál hennar. Bóka- söfnin okkar eru tóm, háskólinn sinnulaus og hin opinbera umræða föst í svo furðulegri þráhyggju um ástand að aldrei virðist ætla að takast að spóla upp úr því hjólfari. Það þurfa ekki fleiri að lesa ljóð – heldur lesa þau í víðara samhengi og af dýpri þekkingu, þekkingu sem á að vera aðgengileg í tungumálinu en hefur ekki enn verið sköpuð (eða viðhaldið, hvernig sem á það er litið). Því að öðrum kosti hættum við á að ganga af ljóðskáldum okkar dauðum. Sigfúsi hefur að vísu verið bjargað (og guðlaun fyrir), en ætli Po- und og Eliot séu ekki dauðir – á íslensku. Og fyrst rótin er dauð hlýtur margt annað að vera það líka. „því nú er Wandjina án vara“ Háskólinn „Svo virðist reyndar sem lestur helstu skálda bókmenntakanónunnar sé hreinlega eitthvað sem háskólinn telur ekki lengur á sinni könnu – þessi skáld eru kynnt en ekki kennd, sem kann að skýra margt.“ Höfundur vinnur að þýðingu sinni á The Pisan Cantos eftir Ezra Pound. Morgunblaðið/Frikki Hanna Björk „Eitt besta atriðið var þegar ungi súkkulaðisæti sjarmörinn í bandinu reyndi að heilla miðasölustúlkuna á lestarstöðinni með því að syngja Chet Baker fyrir hana.“ Gláparinn Það eru ótrúlega góðir tímar framundan fyr-ir kvikmyndaáhugafólk á Íslandi. Al- þjóðlega kvikmyndahátíðin er á næsta leiti og eins gott fyrir fólk að fara setja sig í stellingar. Ég er svo heppin að hafa séð nokkrar af þeim stórkostlegu myndum sem sýndar verða á há- tíðinni. Ísraelska myndin Band’s Visit er ein þeirra. Myndin fékk frábærar viðtökur í Un Certain Regard-flokknum í Cannes og mun keppa um Gullna lundann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Erans Kolirin í fullri lengd og stórkostlegt afrek það. Lítil egypsk lögregluhljómsveit ferðast til Ísr- aels í ljósbláu einkennisbúningunum sínum til að halda tónleika. Þegar þangað er komið tek- ur enginn á móti þeim en þeir reyna að redda sér sjálfir og enda á röngum stað í litlum, afskekktum bæ í eyðimörkinni. Týnd hljóm- sveit í gleymdum bæ. Sjarmerandi saga og lág- stemmdur húmor lýsa myndinni best, þar sem persónur fá að njóta sín. Myndin er dæmi um það sem hægt er að ná fram með nánast engu. Engar Hollywood-brellur, engir stælar. Eitt besta atriðið var þegar ungi súkkulaðisæti sjarmörinn í bandinu reyndi að heilla miða- sölustúlkuna á lestarstöðinni með því að syngja Chet Baker fyrir hana. Dásamlegt bíómóment. Og ástæða þess að myndin varð skyndilega eitt af mínum uppáhöldum. Stund- um er það hið litla sem verður svo stórt. Hlakka mikið til að sjá fleiri myndir á hátíð- inni, til dæmis Auf der Anderen Seite eftir tyrkneska töffarann Fatih Akin, Kunsten ad græde í kör eftir Peter Schonau Fog og svona mætti lengi telja. Hanna Björk Valsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hlustarinn Það var hún Lovísa Elísabet Sigrúnardóttirbetur þekkt sem Lay Low sem kynnti mig fyrir Willy Mason þegar við vissum að Lay Low myndi deila með honum sviði á tón- listarhátíðinni „The Great Escape“ í Brighton. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði nokkuð frá Willy Mason og varð strax mjög hrifinn. Willy er aðeins 22 ára og bróðir hans sem tók upp plötuna og spilar á trommur með honum live er aðeins 18 ára. Willy Mason er banda- rískur lagahöfundur og flytjandi af bestu gerð og að mínu viti á sama stalli og Bob Dylan, Jo- hnny Cash, Damien Rice, Sufjan Stevens o.fl. góðir. Rödd Willy og flutningur er ansi tilfinn- ingaþrunginn og plata hans, If the Ocean Gets Rough, gjörsamlega festist á fóninum. Mæli hiklaust með henni. Kári Sturluson, umboðsmaður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kári „Willy Mason er bandarískur lagahöfundur og flytjandi af bestu gerð og að mínu viti á sama stalli og Bob Dylan, Johnny Cash, Damien Rice, Sufjan Stevens o.fl. góðir.“ Svar um skörðótta bók- mennta- fræði Eftir Örn Ólafsson oernolafs@gmail.com Þorsteinn Þorsteinsson virðist ekki skilja orðið „skörðótt“ (Les- bók 25/8 2007, bls. 10). Rís af því fimbulfamb mikið um landakort í sömu stærð og landið sem það sýnir. Auðvitað getur Þorsteinn ekki tengt það á nokkurn hátt við skrif mín, og því síður sýnt fram á að þar sé ekki farið eftir því sem ég boða, að fræðimönn- um beri að kanna hvort eitthvað mæli gegn túlkun þeirra. En hinsvegar er það vitaskuld al- menn borgaraskylda að bera fram það sem menn telja sig vita sannast og réttast og mótmæla því sem þeir telja rangt. „Skörðótt“ á auðvitað við misháan fjallgarð (sbr. orðabæk- ur) og þar af leiðir að ég tel ým- islegt rísa hærra en annað í um- ræddri bók Þorsteins, enda hrósa ég mörgu í henni, eins og allir geta séð í fyrsta hluta grein- ar minnar. Mér er því alls ekkert kappsmál að „kveða Þorstein í kútinn“, né getur hann sýnt fram á að ég þykist hafa einka- leyfi á alkunnum hugtökum. En hér birtist hvað mótar skrif hans, því miður, það er metingur fremur en sannleiksleit. Danir hafa um þetta líkingu úr knatt- spyrnu, að sækja eftir leikmanni frekar en boltanum, og þykir gefast illa. Leiði ég því hjá mér persónulegt hnútukast í grein Þorsteins. Höfundur er bókmenntafræð- ingur í Kaupmannahöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.