Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Page 4
Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur
sigruns@lhi.is
H
öll reist úr timbri. Lítill
strákur situr á rós-
óttum púða inni í sínu
eigin húsi sem heldur
hvorki vatni né vindi.
Það næðir um hann.
Vindurinn smýgur inn
þar sem veggurinn er
óþéttur. Hann gægist út um glufu milli tveggja
fjala. Fyrir utan stendur hávaxinn maður og
virðir fyrir sér kofann. Hann sér hvernig spýt-
urnar mynda óreiðukennda heild. Honum
verður starsýnt á göt og glufur á óþéttum
veggnum. Blá- og grámálaður stiginn sem er
áfastur kofanum veldur honum heilabrotum.
Endamörk hans virðast óljós. Honum er ekki
ljóst hvort stiginn endar á þaki kofans eða
hvort hann gefur fyrirheit um að byggingunni
sé ekki lokið.
Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari opnaði í
gær, föstudaginn 31. ágúst, sýninguna Aftur í
Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Á
sýningunni eru ljósmyndir sem hann tók í
Keflavík fyrr á þessu ári. Þar má sjá myndir af
pólskum leigjendum í verbúðinni Röst við
Hrannargötu, Helgu Kristínu Sverrisdóttur 13
ára, Vatnsnesvita og kirkjugarðinum, svo að
fáein dæmi séu nefnd. Þar eru einnig tvær ljós-
myndir af litríkum kofum á smíðavelli sem
starfræktur hefur verið á gamla malarvell-
inum. Einar Falur bendir mér á að þessar tvær
ljósmyndir séu í hans huga einskonar tákn-
myndir fyrir sýninguna í heild. Kofarnir eru
litríkir en þó brotakenndir. Líkt og minningar
okkar. Með ljósmyndasýningunni Aftur snýr
Einar Falur aftur til bernskuslóða sinna. Hann
raðar saman minningabrotum, fer á þá staði
sem einhverra hluta vegna lifa enn í minning-
unni, myndar hús og fólk sem var hluti af hans
daglega lífi fyrir þrjátíu árum og leyfir bæði
umhverfi og hlutum að koma sér á óvart, vekja
upp minningar sem einhverra hluta vegna hafa
legið í gleymsku. „Í ljósmyndunum mætast
mínar persónulegu minningar og veruleikinn
eins og hann er í raun og veru. Minningarnar
eru bæði brotakenndar og óáreiðanlegar og
eru þannig algjör andstæða við þá ljós-
myndatækni sem ég nota í þessum myndum.
Myndirnar eru allar teknar á stóra litfilmu
sem fangar hvert smáatriði. Þetta eru í raun
tveir heimar sem mætast, hinn huglægi heim-
ur minninganna og hinn hlutlægi veruleiki sem
ljósmyndin fangar. Sýningin fjallar um nún-
inginn milli þessara tveggja heima, þess hug-
læga og hins hlutlæga. Þessir tveir heimar
endurspegla hvor annan en þeir falla ekki full-
komlega hvor að öðrum. Það næðir um þá.
Þannig skapast rými fyrir nýja merkingu.
Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir sem
teknar eru í gamla gagnfræðaskólanum. Einar
Falur staldrar við eina þeirra sem sýnir skápa
nemenda í skólanum. Sumir eru galopnir, aðrir
opnir í hálfa gátt og enn aðrir lokaðir. Einn
skápurinn er málaður blár. Hann er lokaður og
læstur. „Sýningin er tilraun til að opna þennan
heim bernskunnar, þennan heim sem hefur
verið lokaður af,“ segir hann. „Ég sný aftur á
bernskuslóðirnar og reyni að opna þennan
heim minninganna bæði fyrir sjálfum mér og
öðrum. Ég vil leyfa öðrum að gægjast inn í
þennan heim en það er þó algjörlega á valdi
hvers og eins áhorfanda að gefa ljósmynd-
unum innihald og merkingu.“
Ljósmyndin sem umræðuvettvangur
Þrátt fyrir að viðfangsefnið sé persónulegt
fjallar sýningin að hluta til um möguleika ljós-
myndarinnar á að vera hlutlægur miðill. „Ljós-
myndavélin sjálf er hlutlaus miðill. Hins vegar
er ekki hægt að taka hlutlausa mynd. Það felst
alltaf ákveðin afstaða í því að taka ljósmynd.
Bara það hvernig þú rammar myndina inn fel-
ur í sér afstöðu. Á þessari sýningu reyndi ég að
sýna þann veruleika sem blasti við mér á eins
hlutlausan hátt og mögulegt var jafnvel þó að
staðurinn, húsin, fólkið eða hlutirnir sem ég
var að mynda hefðu djúpstæð og tilfinn-
ingaþrungin áhrif á mig á sama tíma.
Ljósmyndin rammar inn ákveðna þætti
veruleikans og birtir okkur afmarkaða hluta úr
flæði tímans og smáatriði sem augað fær ef til
vill ekki greint í því mikla magni sjónrænna
áreita sem það verður stöðugt fyrir. Þannig
getur ljósmyndin fengið okkur til að skoða
veruleikann á nýjan hátt, dregið athygli okkar
að smáatriðum og óvæntum sjónarhornum.
Með þessum hætti beinir ljósmyndin athygli
okkar að misbrestunum í skynjun okkar. En
getur ljósmyndin í raun og veru birt okkur
hlutlausa mynd af veruleikanum? Þetta er
flókin spurning sem er hægt að svara bæði
neitandi og játandi. „Þegar ég vann að þessum
ljósmyndum reyndi ég iðulega að stilla ljós-
myndavélinni upp á eins hlutlausan hátt og
hægt var,“ segir Einar Falur. „Ég sá til þess
að ljósmyndin gengi upp hvað varðar form og
byggingu en forðaðist að öðru leyti að hafa
áhrif á niðurstöðuna. Þetta er svipað og þegar
ég tek myndir af landslagi. Þá forðast ég að
„dramatísera“ það sem ég sé heldur leitast ég
eingöngu við að skrásetja það sem fyrir augu
ber. Ég reyni ekki að skapa dramatík með því
að leggjast á magann og hafa fjólubeð í for-
grunni eða mynda landslag eingöngu þegar
morgunsólin varpar geislum sínum á fjalls-
tinda. Ég vil nota ljósmyndavélina til að skrá-
setja veruleikann eins og hann er í raun og
veru, og eins og fólk upplifir hann.“
Fullkomið hlutleysi virðist þó vera utan seil-
ingar. Einar Falur fellst á það. Engu að síður
er viðleitnin til að fanga hið fullkomna hlutleysi
mikilvæg. Hún gerir möguleika og mörk ljós-
myndatækninnar að viðfangsefni sínu. Að bera
virðingu fyrir takmörkum ljósmyndarinnar er
ekki síður mikilvægt en að átta sig á mögu-
leikum hennar.
Einar Falur starfar jöfnum höndum við
heimildaljósmyndun, blaðaljósmyndun og list-
ræna ljósmyndun og í verkum hans eru skilin
milli þessara tegunda ljósmynda oft óljós.
Hann er því vanur að nálgast ljósmyndina út
frá ólíkum forsendum. Að hans mati getur
krafan um hlutleysi einmitt snúist upp í and-
stæðu sína þegar kemur að blaðaljósmyndun.
„Það er mikilvægt að átta sig á því að þó að
ljósmyndavélin sjálf sé hlutlaust skráning-
artæki er ekki hægt að taka hlutlausa mynd.
Myndavélin ákveður aldrei neitt. Það er ein-
hver vitund á bakvið hverja mynd, einhver per-
sóna sem ákveður hvað er þess virði að skrá-
setja. Það felst alltaf ákveðin afstaða í því að
taka mynd. Það er til dæmis ekki hægt að taka
hlutlausa mynd á Alþingi eða á blaðamanna-
fundi. Ég held að þessi krafa um hlutleysi
blaðaljósmyndarinnar sé dálítið varhugaverð.
Hún kemur í veg fyrir að ljósmyndarinn geti
notið sín sem frásagnaraðili. Góður ljósmynd-
ari hefur ekki síður áhugaverða sögu að segja
en blaðamaðurinn. Það vantar enn mikið upp á
það hér á landi að fólk átti sig á möguleika ljós-
myndarinnar til að vera umræðuvettvangur.“
Hið afgerandi augnablik þar sem
hugur, hjarta og auga verða eitt
Í starfi sínu sem myndstjóri Morgunblaðsins
hefur Einar Falur reynt að birta reglulega
myndafrásagnir í anda þess sem kallað hefur
verið meðvituð húmanísk ljósmyndun. Sjálfur
hefur hann ferðast víða, meðal annars til Ind-
lands, Kína og Bólivíu til að ljósmynda það sem
fyrir augu ber og setja saman ljósmyndafrá-
sögn sem veitir öðrum innsýn í framandi sam-
félög. Svarthvítar ljósmyndir hans frá Indlandi
eru sláandi. Viðfangsefnið er átakanlegt.
Formbyggingin er vandlega úthugsuð og hið
afgerandi augnablik sem er einskonar skurð-
punktur frásagnarinnar, er það sem gerir það
að verkum að ljósmyndir Einars Fals standast
fyllilega samanburð við það besta sem gerist í
heimildaljósmyndun í dag.
Svarthvítar ljósmyndafrásagnir hafa ein-
„Ég vil nota ljósmyndavélina til að skrásetja
veruleikann eins og hann er í raun og veru,
og eins og fólk upplifir hann,“ segir Einar
Falur Ingólfsson ljósmyndari en í gær var
opnuð sýning á myndum hans í Listasafni
Reykjanesbæjar í Duushúsum. Myndirnar eru
allar teknar í Keflavík á þessu ári en Einar
Falur ólst þar upp.
Meðvituð
vísun í lista-
söguna finnst
mér mjög áhuga-
verð og skap-
andi. Þegar ég
fer á vettvang og
tek mynd fer ég
með þúsundir
mynda með mér í
huganum og allt í
einu þegar ég sé
ákveðið sjónar-
horn þá banka
þær upp á.
Ekki póstmódernísk ken
– heldur póstmódernísk staðreynd
»
4 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók