Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 5
kennt höfundarverk Einars Fals fram að þessu. Sumar þeirra fjalla um framandi heima, aðrar um hann sjálfan og hans nánustu fjöl- skyldu og vini. Í febrúar á næsta ári er fyr- irhuguð sýning á myndum Einars Fals sem all- ar tengjast enn stærra verkefni sem hann hefur unnið að allt frá árinu 1990 og er það sem kalla má ljósmyndadagbók. „Dagbókarformið er svo opið og skemmtilegt. Í dagbókina má skrá allt frá hversdagslegum athöfnum til stór- viðburða og beita henni um leið sem tæki til að tjá sig um listviðburði og samfélagsleg málefni. Það rúmast allt innan dagbókarinnar og gildir þá einu hvort um er að ræða hefðbundna texta- dagbók sem byggist á notkun tungumálsins eða ljósmyndadagbók.“ Einar Falur sýnir mér nokkrar myndir úr dagbók sinni. Í sumum þeirra tel ég mig greina sterk áhrif frá frönsku ljósmyndurunum Henri Cartier-Bresson og Robert Doisneau. Einar Falur segist hafa hrif- ist mjög af hugmyndafræði Cartier-Bressons sem og formbyggingu. Í myndum hans sam- einast vilji til að skrásetja veruleikann, segja sögu og opna nýja sýn á heiminn. „Þessi hug- mynd um að fanga hið afgerandi augnablik þar sem hugur, hjarta og auga verða eitt hefur mér alltaf þótt mjög heillandi,“ bætir hann við. Með tugþúsundir ljósmynda í farteskinu Líkt og Cartier-Bresson leikur Einar Falur sér á mörkum heimildaljósmynda og listrænn- ar ljósmyndunar. „Ég lít í raun svo á að allar ljósmyndir feli í sér þrjú element: Í fyrsta lagi hefðina eða söguna, í öðru lagi viðfangsefnið og í þriðja lagi sköpunina. Síðan er bara spurn- ing hvernig þessu er blandað saman, hver hlutföllin eru. Í hefðbundinni fréttaljós- myndun er hefðin mjög sterk og viðfangsefnið mótar mjög niðurstöðuna. Oft er þriðja ele- mentið, hinn skapandi þáttur, ekki mjög áber- andi. Nema hvað að fréttaljósmyndarinn getur unnið mjög vel úr hefðinni og gert rosalega flottar og sterkar myndir innan þess ramma sem fréttaljósmyndin setur honum. Það er hins vegar skelfileg þróun sem við horfum upp á í prentmiðlum heimsins í dag. Myndafrá- sagnir eru alltaf að fá minna og minna pláss og áherslan er alltaf meira og meira á einhvern gerviheim og tilbúnar stjörnur. Stundum finnst manni jafnvel eins og verið sé að reyna að fela hið raunverulega líf.“ Á þessu eru þó undantekningar og við tölum um þá sterku hefð sem greina má í fjölmiðlun á Norð- urlöndum, einkum Danmörku, hvað þetta varðar. Þar hefur á síðustu fimmtán, tuttugu árum skapast sterk hefð fyrir því að nota ljós- myndir til að segja frá á annan hátt en hægt er að gera með texta. „Blaðaljósmyndari sem býr til myndafrá- sögn hefur víðari ramma og meira rými til að skapa en hefðbundinn fréttaljósmyndari,“ bendir Einar Falur á. „Um leið og þú ferð að raða saman myndum gefst þér tækifæri til að segja persónulegri sögu. Og það er það form sem mér finnst áhugaverðast að vinna með í blaðaljósmyndun.“ Hann talar um ákveðna hefð sem varð til í blaðaljósmyndun á milli- stríðsárunum og birtist seinna einna skýrast hjá Magnum-ljósmyndurum á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og í sýningunni Family of Man sem Edward Steichen setti saman árið 1955 með ljósmyndum frá 68 löndum. Yfirlýst markmið sýningarinnar var að stuðla að sam- kennd meðal fólks um allan heim og sýna fram á möguleika ljósmyndarinnar til að tala tungu- mál sem allir gætu skilið, sama hvaða kyn- þætti, þjóð eða starfsstétt fólk tilheyrði. „Það er tvennt sem hefur haft afgerandi áhrif á mig sem ljósmyndara,“ segir Einar Falur. „Það fyrsta var þegar ég fjórtán ára gamall sá ljósmyndabókina Family of Man hjá Magnúsi Val vini mínum í Keflavík (en port- rettmynd af honum er á sýningunni Aftur) – þá ákvað ég fyrir alvöru að verða ljósmyndari. Þessi bók opnaði nýjan heim fyrir mér. Hitt var þegar ég fór á vikulangt námskeið hjá Mary Ellen Mark í Frakklandi árið 1988. Sú vika hafði afgerandi áhrif á líf mitt. Mary Ell- en, sem ég vil kalla guðmóður mína í ljós- myndun, breytti mér algjörlega sem ljós- myndara og sá til þess að ég fór á sínum tíma í framhaldsnám í ljósmyndun við School of Vi- sual Arts í New York.“ Einar Falur er vel að sér í listasögunni. Hann leikur sér með hefðina – líkt og póst- módernískur rithöfundur sem meðvitað vísar í þá texta sem hafa mótað hann og gert honum mögulegt að finna sinn persónulega stíl í frum- skógi allra þeirra stílbragða sem mótuð hafa verið. „Ég vitna iðulega í ljósmyndasöguna í verkum mínum,“ segir Einar Falur og bendir á að það sama eigi við um flesta ljósmyndara í dag. „Meðvituð vísun í listasöguna finnst mér mjög áhugaverð og skapandi. Þegar ég fer á vettvang og tek mynd fer ég með þúsundir mynda með mér í huganum og allt í einu þegar ég sé ákveðið sjónarhorn þá banka þær upp á. Sumir vilja afneita þessari aðferð og eru alltaf að leita að einhverju upprunalegu. Fyrir mér er það ómögulegt og jafnvel tilgangslaust. Hvað er í raun upprunalegt? Hvað er frum- legt? Ljósmyndari sem er vel að sér í listasög- unni er stöðugt að vitna í aðrar ljósmyndir Þetta er ekki póstmódernísk kenning – heldur póstmódernísk staðreynd.“ Ég fletti ljósmyndum Einars Fals og hugsa um þessi þrjú element ljósmyndarinnar, hefð- ina sem birtist mér bæði með vísunum í lista- söguna og bókmenntirnar, viðfangsefnið sem er allt frá Íslendingahófi í New York til trúarhátíðar í Kumbh Mela í Allahabad á Ind- landi, og sköpunina sem ég skynja í togstreitu listamanns sem virðist hafa ljósmyndamiðilinn fullkomlega á valdi sínu og leitast við að miðla veruleikanum hvort tveggja í senn á hlut- lausan hátt og sem hluta af persónulegri frá- sögn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Falur „Ég held að þessi krafa um hlut- leysi blaðaljósmyndarinnar sé dálítið var- hugaverð. Hún kemur í veg fyrir að ljós- myndarinn geti notið sín sem frásagnaraðili. Góður ljósmyndari hefur ekki síður áhuga- verða sögu að segja en blaðamaðurinn. Það vantar enn mikið upp á það hér á landi að fólk átti sig á möguleika ljósmyndarinnar til að vera umræðuvettvangur.“ Ljósmynd/Einar Falur Malarvöllurinn í Keflavík Í texta í sýningarskránni Aftur, fjallar Jón Kalman Stefánsson um þessa kofa sem „börn hafa klastrað saman, heillandi og ófullkomnir eins og minnið“. nning Höfundur er menningarfræðingur. Ljósmynd/Einar Falur Í skoti Í helgu borginni Varanasi á Indlandi starfar tíu ára gamall drengur við það í elsta hluta borgarinnar að selja tóbak og hnetur í skoti undir stiga. Einar Falur hefur gert myndfrásagnir um mannlíf víða um heim. Ljósmynd/Einar Falur Holtaskóli - Gagnfræðaskóli Keflavíkur Í þessari ljósmynd úr sal skólans, af glugga plötu- snúðabúrsins þar sem stigi og bjartur gangur mætast, sést hvar sem ljósmyndarinn tróð í fyrsta skipti upp með bassagítar í höndum. Þarna er líka vísun í samtímalistasöguna; í fljót- andi körfubolta bandaríska listamannsins Jeff Koons. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.