Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 3
Eftir Matthías Johannessen Þegar ég hugleiddi ljóð formannsins var ég ungur hugsjónafastur blaðamaður, en þóekki neinn samfylgdarmaður kommúnista, né aðdáandi þjóðernissinna. En það varhnýsilegt að formaðurinn var skáld og mildaði ásjónu byltingarinnar og við þurftumað vita, hvernig hann hugsaði og orti. Í ljóðunum kæmumst við nær honum sjálfum og maóskum fylgismönnum hans; svo að ég snaraði nokkrum þeirra. Þetta var áður en ég kynntist Ronghua sendiherra og hafði því ekki að öðru að hverfa en enskum og sænskum þýðingum á ljóðum Maós. Við Ronghua þýddum saman nokkur ljóð úr kínversku og ég einbeitti mér að því skáldlega ævintýri sem kínversk ljóðlist hafði uppá að bjóða. En þá hafði ég ekki lesið Maó, ósagða sag- an eftir Jung Chang og Jon Halliday sem varð mér síðar ærið umhugsunarefni og þá ekki sízt örlög fyrrverandi eiginkonu Maós, Yang Kai-hui, sem ung var tekin af lífi af herdeildum þjóð- ernissinna í Changsha, en sjálf var hún skáld og hugsjónamaður. Örlög hennar voru ill og kölluðu á þetta kvæði sem ég orti meðan á lestri bókarinnar stóð: Changsha, 14. nóv. ’30 Þetta andlit hefur enginn séð, það er andlit hans og hann er guð Dauðans. Hver brennir hjarta mitt, safnar öskunni saman, dreifir henni yfir garðinn okkar, berfætt gekk ég í eldinn því þeir tóku af mér skóna svo ég gæti ekki ofsótt þá dauð. Ég elska þennan mann í fjarlægð en þeir hata fyrirskipanir hans, Drepið óvininn og einnig ég hata þessi orð, þrátt fyrir allt; að ég elski illmenni sem drepur með köldu blóði, það er rétt og ég fylgi hjarta mínu í eldinn, bið Komdu, komdu aftur faðmur minn er opið hlið að hamingju okkar, en ég óttast andlit stríðsguðsins, þessa spegilmynd sem guðinn lánaði honum í herför drekans rauða, sjö- höfða, tíhyrntur hóf hann atlögu að konunni og dró stjörnur himinsins eftir vígvellinum með hala risaeðlunnar. Hugsun hans eldur og brenndi hjarta mitt til ösku. Þetta kvæði er einnig ort undir lestri fyrr nefndrar bókar og í því kemur síðasta kona Maós við sögu: Í miðjum vefnum Logngult fljótið líður fram við stríðsgráar hlíðar fjallanna tunglið vaggandi bátur á vegferð þeirra sem telja sig sendiboða guðanna. Í brothættu myrkri tímans upplifi ég reynslu annars fólks, sé sundurtætt líkin á botni þornaðra brunna, sé ör- væntinguna innilokaða í andlitum þeirra sem eru hlekkjaðir við grjótkalda hella bergmálslausra kenninga Jiang Qing í miðjum vefnum, bíður utan við hús tímans eins og nýspunnin kónguló bíður þar sem flugurnar suða við rótfúinn stofn hins aldna trés, samt syngja fuglar við fölnandi laufskrúð asksins og glugginn lokast gegnt rauðuaustri heimsmiðjunnar, þar sem sólrisið roðar ljómandi víðáttur og tinda Byrjandi trúar, fjöllin sem flugu eins og vængjaðir fílar í furðuveröldum mannsins, horfi enn inní sólmiðju myrkursins þar sem óvígur dagur gægist við brún í herklæðum guðanna með hamar og sigð og gular stjörnur við hún. (Sjá einnig Á vígvelli siðmenningar: matthias.is.) Reuters Maó, ósagða sagan Maó Kínverskur verkamaður málar styttu af Maó á Zhongshan-torginu í Shenyang. Bókin Maó: Sagan ósagða eftir Jung Chang og John Halliday hlaut góða dóma. Bókin var kínverskum yf- irvöldum hins vegar ekki þóknanleg og vildu þau ekki einu sinni að umsagnir um hana kæmu fyrir augu lesenda í Kína. Gagnrýni á Maó er því enn forboðin í Kína. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 3 lesbók| bókmenntahátíð í Reykjavík METSÖLUHÖFUNDUR MEÐ NÝJA BÓK Lundúnir 1792. Á meðan blóðugar fréttir berast yfir Ermasundið af byltingunni í Frakkl andi takast börnin Jem og Maggý á við breytingar í eigin lífi. Skáldið og róttækl- ingurinn William Blake er nágranni þeirra og kynni hans af börnunum blása honum í brjóst söngva um sakleysi æskunnar. Meistaraverkið um þjónustu stúlkuna Griet og hollenska málarann Johannes Vermeer nú fáanleg í kilju. STÚLKA MEÐ PERLUEYRNALOKK Tracy Chevalier áritar bæk ur sínar í bókabúð M&M að Lauga vegi 18, þriðjud. 11. sept. kl. 17:00 J E N T A S www.jentas.com „Þetta er bók sem ætti að lesast af öllum...“ Mbl. NEISTAFLUG TRACY ÁRITAR Jung Chang og Jon Halliday eru höfundar bókarinnar Mao, ósagða sagan en þar er rakin ævisaga Mao Zedong. Bókin vakti gríðarlega athygli en þar er því lýst hvernig Mao ber ábyrgð á fjöldamorðum sem eru mun viðameiri þau sem Hitler og Stalín frömdu á veldistíma sínum. Chang og Halliday, sem eru hjón, voru ellefu ár að und- irbúa ritun bókarinnar, meðal annars með viðtölum við fólk sem stóð nærri Mao og rann- sóknum á skjalasöfnum sem ný- lega hafa verið opnuð í Kína. Chang segir svo einnig frá per- sónulegri reynslu sinni af því að hafa lifað af menningarbylt- inguna. Fræðimenn hafa sumir gagnrýnt úrvinnslu höfundanna á heimildum sínum en aðrir hafa lofað hana í hástert. Sagan er væntanleg í íslenskri þýðingu. Chang fæddist í Yibin, Sichu- an héraði í Kína árið 1952. Hún er nú búsett í Englandi. Chang er þekktust fyrir bók sína Villtir svanir sem þýdd hefur verið á þrjátíu tungumál og seld í tíu milljónum eintaka. Hún kom út á íslensku hjá Máli og menn- ingu. Halliday er breskur sagnfræð- ingur með Rússland sem sérsvið. Hann hefur gegnt rannsókn- arstöðu við Kinǵs College, Uni- versity of London. Halliday hef- ur skrifað ævisögu kvikmyndaleikstjórans Douglas Sirk og auk þess skrifað og rit- stýrt sjö bókum. Chang mun flytja fyrirlestur í Háskólabíói á föstudag kl. 15.15 en hjónin munu bæði taka þátt í hádegisspjalli í Norræna húsinu kl. 12.30 sama dag. Jung Chang Jon Halliday Jung Chang og Jon Halliday á bókmenntahátíð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.