Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 9
barna á Íslandi Ljósmynd/Mary Ellen Mark Með pokann Alexander Viðar heima í einum af sínum eftirlætis leikjum, með pappírpoka á höfðinu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 9 Viljum vekja fólk til umhugsunar Með sýningunni Undrabörn, ljósmyndum Mary Ellen Markog Ívars Brynjólfssonar, og kvikmyndinni Alexandereftir Martin Bell, þar sem fjallað er um líf fatlaðra barna í Reykjavík, tekur Þjóðminjasafnið að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur þjóðminjavarðar virkan þátt í mikilvægri samfélags- umræðu. Hún segir að söfn, sem og listamennirnir sem sýna í þeim, eigi að axla ábyrgð og taka þátt í umræðunni, hreyfa við fólki með sýningum sínum. „Það er leiðarljós í starfi Þjóðminjasafnsins að öllum gestum okkar, fötluðum sem ófötluðum, finnist þeir velkomnir hingað. Við leggjum mikla áherslu á gott aðgengi allra. Við viljum gjarnan skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar. Að Þjóðminjasafnið standi fyrir víðsýni og virðingu fyrir öllum. Safnið hefur tæki- færi til að láta til sín taka, við getum valið sýningarefni og málefni sem þarft er að vekja umræður um. Með sýningu Mary Ellen Mark fengum við tækifæri til að halda sýningu með einum þekktasta ljósmyndara samtíma okkar, sem er mikils virði fyrir safnið enda eitt af markmiðum safnsins að gera veg ljósmyndarinnar sem mestan.“ Margrét segir lagða áherslu á það í safninu að verðveita og miðla ljósmyndum og að hafa góða aðstöðu til að sýna ljósmyndir. „Við setjum upp fjölbreytilegar sýn- ingar; sögulegar á arfinum og eins samtímaljósmyndun, íslenska sem erlenda. Rétt eins og listasöfnin taka á alþjóðlegri myndlist þarf líka að vekja athygli á mikilvægi ljósmyndunar sem listgreinar í alþjóðlegu samhengi. Það er mikil vakning í íslenskri ljósmyndun, mikill áhugi fyrir miðlinum og mér finnst löngu vera kominn tími til að við Íslendingar viðurkennum ljósmyndun sem listgrein, betur en hefur verið gert. Ég sé þannig fyrir mér að Listahátíð Reykjavík- ur gæti fljótlega verið tileinkuð ljósmyndun.“ Meiri kröfur til safna Margrét segir það ofarlega á baugi í samræðum þeirra sem stýra þjóðminjasöfnum og söfnum almennt, að þau láti til sín taka í mannúðarmálum og samtímamálefnum, og spurt er hvað söfnin geti lagt til almennrar velferðar og betra samfélags. „Hér áður voru söfnin að varðveita og rannsaka, voru spegill á fortíðina. Það er í fullu gildi en það verður að gera enn meiri kröfur til safna í dag. Það þarf líka að hafa áhrif á samtímann. Safn á að vera hlutlaus staður þar sem hægt er að fjalla um viðkvæmustu mál. Við getum notað listform eða miðlun sem tjáningarform í því skyni. Þessi sýning er gott dæmi um það. Við erum að vinna með heimsþekktum ljósmyndara að mikilvægu heimildaverkefni, og um leið getum við opnað á umræðu um málefni fatlaðra barna. Við gerum okkur vonir um að aðrir taki síðan við keflinu, fagaðilar, foreldrar og fjölmiðlar, og taki þátt í þeirri umræðu sem ætti að skapast við að opna sýn inn í heim barnanna. Ég lít svo á að með sýningunni séum við að horfast í augu við þetta málefni. Börnin horfast í augu við ljósmyndarann, hún í augu við þau, og við í augu við okkar fordóma og við aðstæður þessara barna.“ Margrét Hallgrímsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.