Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Blaðsíða 13
Carla Guelfenbein, er fædd í Santiago, höfuðborg Chile. Árið 1976 flutti hún til Englands og bjó þar í ellefu ár. Hún nam líffræði við háskólann í Essex og síðar grafíska hönnun við St Martins listahá- skólann í London. Þegar hún flutti aftur til heimalands síns vann hún sem grafískur hönnuður á ýmsum auglýsingastofum og síðar listrænn stjórnandi og tískuritstjóri fyrir chileönsku útgáfu ELLE. Árið 1999 ákvað hún að einbeita sér að rithöfundaferli sínum og hefur skrifað fyrir blöð (t.d El País og El Mercurio), fyrir sjónvarp og gefið út tvær skáldsögur. Fyrsta bók hennar El revés del alma (Hin hlið sálarinnar, 2002) kom út í Chile, víðar í Suður-Ameríku og á Spáni, og sat víða á metsölulistum. Ástin í lífi mínu kom út árið 2005 og sló verulega í gegn: hún ýtti bæði Dan Brown og Don Kí- kóta úr efstu sætum chileanskra vinsældalista þar sem hún tróndi lengi, var kosin bók ársins í Chile árið 2005 og hefur verið seld ótal landa í þremur álfum. Í báðum bókum Cörlu setur umhverfi sögunnar sterkan svip á frásögnina, Ástin í lífi mínu gerist á tímum ógnarstjórnarinnar í Chile, sem hefur áhrif á atburðarásina, en Carla segist ekki einblína á sögulegar staðreyndir í sjálfu sér heldur á áhrifin sem þær hafi á líf persónanna. Guelfenbein les upp í Iðnó á mánudag kl. 20 og tekur þátt í hádeg- isspjalli í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 12. Carla Guelfenbein MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 13 Marina Lewycka var komin fast að sextugu þegar hún skrifaði sína fyrstu skáld- sögu og sló samstundis í gegn. Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku (2005) er gamansaga um systurnar Nadiu og Veru sem eru af úkraínsku bergi brotnar en búa í Bretlandi. Hálfníræður faðir þeirra verður ástfanginn af Nadiu, úkraínskri konu sem er meira en helmingi yngri en hann sjálfur. Nadia hefur meiri áhuga á bresku land- vistarleyfi en ástríku hjóna- bandi með karlinum og systurnar þurfa að hafa sig allar við til að koma í veg fyrir að hún gangi af honum dauðum með frekju og yf- irgangi. Í annarri skáldsögu Le- wycku, Tveir húsvagnar (2007), er líka fjallað um innflytjendur í Bretlandi á skoplegum nótum. Aðalpersónurnar eru dag- launamenn á jarðarberjaakri í Kent. Bókin er sett saman úr stutt- um atriðum og margar raddir fá að hljóma. Dregin er upp breið, kómísk mynd af innflytjendum frá mörgum löndum, og líkt og fyrri bók Lewycka er textinn skreyttur með erlenda hreimnum sem einkennir talað mál innflytjenda. Húmorinn er svartur sem fyrr og mörg samfélagsleg vandamál eru skoðuð í spéspegli. „Maður verður fyndnari eftir því sem maður eldist,“ sagði Le- wycka í viðtali síðasta vor. Trúlega má búast við áframhaldandi glensi frá henni á næstu árum. Lewycka les upp í Iðnó á þriðjudag kl. 20 og tekur þátt í pall- borðsumræðum um innflytjendabókmenntir í Norræna húsinu sama dag kl. 14. Marina Lewycka stjarna þýskra bókmennta, helsti metsölu- höfundur landsins og sérstök gælurófa gagnrýnenda sem luku upp einum munni um að Mæling heimsins sé snilldarverk. En í hverju felst þá þessi snilld? Það má staldra við að bókin er söguleg skáldsaga og velta fyrir sér hvernig höfundurinn tekst á við það form. Sjálfur hefur hann sagt í viðtölum að fyrir sér hafi vakað að skrifa bók um for- tíðina sem væri ekki asnaleg. Hann hefði velt því fyrir sér hvers vegna mark er tekið á Eric Hobsbawn en ekki á öllum skáldsög- unum þar sem ítalskir endurreisnarmenn eða franskir rokkókópúðrarar spjalla saman eins og þeir væru í síðnæturþætti í sjón- varpinu. Eitthvað á borð við: „Jæja,“ sagði Napóleon Bónaparte og saug upp í nefið, „gerum þá árás“. Hann tók því upp sjón- arhorn sagnaritarans og nálgast söguefnið úr fjarlægð. Hins vegar verður fljótt ljóst að þetta er ekkert sagnfræðiverk. Textinn er gegnumganandi írónískur. Þessar tvær and- ans hetjur, Humboldt og Gauß, tveir af glæstustu sonum Þýskalands, eru sýndir í spéspegli mennsku sinnar. Gauß og Hum- boldt voru óvenjulegir menn. Báðir gæddir sérgáfum, óbilandi starfsþreki og einstakri elju við að komast til botns í viðfangsefnum sínum. Í stuttu máli snillingar sem stóðu á tindi samtíðar sinnar og mótuðu heiminn fyrir þá sem á eftir komu. En þeir voru ómögulegir á heimili. Þeir fóru með annað fólk eins og gólfmoppur. Þeir voru kantaðir, undarlegir, sérvitrir, yfirgengilega smá- munasamir og já – þýskir. Kómísk stúdía Það lýkst fljótt upp fyrir lesandanum að bókin er ekki bara söguleg skáldsaga um ævintýralegan feril tveggja afburðamenna. Hún er kómísk stúdía um þýskt húmors- leysi. Höfundurinn hefur sjálfur sagt að þessi lyndiseinkunn Humboldts hafi runnið upp fyrir sér við lestur hinnar gríðarmiklu ferða- og rannsóknarsögu hans um Suður- Ameríku. Humboldt mæti umhverfinu með þýska nákvæmni og smásmygli að leið- arljósi, algerlega blindur á fínni blæbrigði mannlegra samskipta, jafnan stórundrandi á viðbrögðum samferðamannanna við besser- visserskap hans og taktleysi. Þarna sé mað- ur sem knúinn er áfram af hugsjónum þýsku klassíkurinnar en þær séu einmitt vegna vænghafs síns um margt óhentugar fyrir þá jarðbundnu og smáu. Humboldt er sendifulltrúi blómaskeiðs þýskrar menning- ar þegar rómantík og húmanismi lyftu and- legu lífi þýsku þjóðarinnar hvað hæst og Weimar var ein mikilvægasta menningar- miðstöð heimsins. Andspænis þeim loft- myndum standa Suður-Ameríka með furðum sínum og svo venjulega fólkið sem nær ekki upp í mikilmennskuna. Fulltrúi þess er hjálparkokkur Humboldts, Frakkinn Bonpl- and. Bonpland er enn einn Sansjó Pansann sem dröslað er um heiminn af mikilmenninu sem hann botnar ekkert í og telur í raun geggjaðan, en heldur áfram að fylgja af því að hann kann ekki annað. Kehlmann gerir það sem góðir skáldsagnahöfundar geta. Hann fjallar um sálarlíf heillar þjóðar frá sjónarhóli sem sýnir takmarkanir þess og afstæði en án þess að maður þurfi endilega fremur en maður vill að skilja frásögnina sem þjóðarsögu. Án efa er það lykillinn að útbreiðslu bókarinnar. Það þarf ekki próf í sérþýskum problemum til að lesa þennan texta. Hann er einfaldlega skemmtilegur. Dvergamál Robert Löhr reið á rithöfundavaðið fyrir tveimur árum með sögu sinni Der Schac- hautomat eða Skáktyrkinn. Í henni er sögð sagan af einni best heppnuðu vísindabrellu sögunnar. Austurrískur aðalsmaður sem uppi er á 18. öld, Wolfgang von Kempelen, býr til vél sem sögð er geta leikið skák og er svo snjöll að hún vinnur alla sem við hana tefla. Vélbúnaðurinn er luktur inni í kistu sem ofan á er brúða í tyrkneskum búningi og getur hreyft augu og mikinn arm sem sér um sjálfa taflmennskuna. Vélin er sýnd hirðinni í Vín og gerir alla gapandi, fregnin um hana fer eins og eldur í sinu um austurríska keisaradæmið og að endingu teflir hún við sjálfa keisaraynjuna, Maríu- Teresu. En vélbúnaðurinn er aðeins blekk- ing til að leiða athyglina frá því að inni í kistunni er falinn dvergur sem er skák- undur en verður nú að sýna hæfileika sína með hjálp vélarinnar. Þetta er ótrúleg saga, sem er sönn, því vélin var til og tefldi raun- ar og var sýnd í öllum helstu borgum Evr- ópu. Þrátt fyrir það komst aldrei upp um svikin og skapari vélarinnar dó án þess að hulunni hafi verið svipt af leyndarmálinu. Frásögnin er gríðarlega hröð og spennandi og snýst einkum um örlög skákdvergsins. Líkt og bók Kehlmanns þykir Skáktyrk- inn til marks um nýja tíma í þýskum bók- menntum. Henni var í upphafi líkt við hina nú sígildu metsölusögu Ilminn eftir Patrick Süskind og mikið uppþot var við sölu á þýð- ingarrétti hennar um víða veröld, til að mynda þótti það merkilegt að ensk og amer- ísk forlög bitust um hana, sem ekki hefur verið venjan með þýskar skáldsögur. Í Þýskalandi var einkum horft til þess að Þjóðverja skyldi hafa lukkast að skrifa skemmtilega og spennandi sögu um sögu- legt efni án þess að hún væri að sligast und- an þungri hugmyndalegri yfirbyggingu og vera samt vitræn skemmtun. Þannig er nefnilega mál með vexti að hin póstmódern- íska „þekkingarskáldsaga“ hefur verið gríð- arlega vinsæl bókmenntagrein í Þýskalandi en Þjóðverjar sjálfir hafa ekki verið dugleg- ir að hrista saman þann kokteil. Þessar bækur eru einhver ferðaglöðustu verkin á markaðstorgi bókmenntanna, flestir best- sellerar heimsins sem ekki eru beinlínis sakamálasögur eða þrillerar eru af þessu sauðahúsi. Bækur eins og Skuggi vindsins, Stúlka með perlueyrnalokka, Lengd- arbaugar, Silki og Les Bienveillantes – list- inn er endalaus. Megnið af útgáfulistum venjulegra bókaforlaga á meginlandi Evr- ópu samanstendur af slíkum skáldsögum sem sækja í sögulegt efni og snúa upp á söguþráðinn um leið og þær spinna hann samviskusamar áfram. Þessi „upmarket ma- instream fiction“ eins og það heitir hjá Kan- anum virtist hins vegar ekki liggja vel fyrir Þjóðverjum en Löhr sannar hið gagnstæða. Skáktyrkinn er ekki jafn víðfeðm og marg- slungin og Mæling heimsins, en hún er frá- bærlega skemmtileg lesning og sýnir að höf- undurinn hefur næmt auga fyrir smáatriðum, kómískum uppákomum og skemmtilegri blöndu veruleika og skáld- skapar. Báðir höfundar eru ljúfir og skemmtilegir menn og frábærir upplesarar, einkum Löhr sem einnig starfar sem leikari og brúðu- stjórnandi. Hér er eindregið mælt með því að fólk hlýði á kliðmjúka þýskuna og taki sér svo íslensku þýðingarnar í hönd en þær koma báðar út í tilefni af bókmenntahátíð- inni. Khelmann les upp í Iðnó á mánudag kl. 20 og tekur þátt í pallborðsumræðum um sögulegar skáldsögu í Norræna húsinu sama dag kl. 14. Löhr les upp í Iðnó á föstudag kl. 20 og tekur þátt í pallborðsumræðum um sögu- legar skáldsögu í Norræna húsinu sama dag kl. 14. og þýskt! Höfundur er bókmenntafræðingur. »Hann fjallar um sálarlíf heillar þjóðar frá sjónarhóli sem sýn- ir takmarkanir þess og afstæði en án þess að maður þurfi endilega fremur en maður vill að skilja frásögnina sem þjóð- arsögu. Án efa er það lykillinn að útbreiðslu bókarinnar. Það þarf ekki próf í sérþýskum problemum til að lesa þennan texta. Hann er einfaldlega skemmtilegur. » Í Þýskalandi var einkum horft til þess að Þjóðverja skyldi hafa lukkast að skrifa skemmtilega og spennandi sögu um sögulegt efni án þess að hún væri að sligast undan þungri hug- myndalegri yfirbyggingu og vera samt vitræn skemmtun. Þann- ig er nefnilega mál með vexti að hin póstmóderníska „þekking- arskáldsaga“ hefur verið gríðarlega vinsæl bókmenntagrein í Þýskalandi en Þjóðverjar sjálfir hafa ekki verið duglegir að hrista saman þann kokteil. Hin kanadíska Kim Echlin er fræðimaður og kennari, og bera skáldverk hennar þess gjarnan merki. Sögur hennar eru marg- ar hverjar dídakt- ískar og samofnar ýmiss konar fróð- leik. Dæmi um þetta er ein þekktasta bók Ec- hlin, skáldsagan Elephant Winter (1999), sem er auðug að staðreyndum um tjáningu og sam- skiptahætti fíla. Sagan fjallar um Sophie Walker sem snýr heim til Kanada frá dvöl í Simbabve til að annast dauðvona móður sína. Skammt frá heimili móðurinnar er safarídýragarður þar sem Sophie kemst í kynni við fílahirðinn Jo. Saman verja þau löngum stundum innan um fílana í garðinum. Aðrar bækur Echlin standa enn nær því að mega kallast fræðirit, eða endursköpun fræða í skáldlegum búningi. Barnabókin Inanna: From the Myth of Ancient Summer (2003) er slík bók. Hún er byggð á súmerskum goðsögum um stríðsgyðjuna Inönnu, systur Gilgamesar, og lýsir leið hennar til guðlegra valda. Goðsögur koma fyrir í fleiri bókum Echlin, t.d. skáldsög- unni Dagmar’s Daughter (2001) sem er nútíma- leg endursköpun á mýtunni um Demeter og Persefóne. Echlin les upp í Iðnó á fimmtudag kl. 20 og tekur þátt í hádegisspjalli í Norræna húsinu á mánudag kl. 12. Kim Echlin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.