Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Page 5
Í HNOTSKURN
»Daniel Kehlmann er fædd-ur árið 1975 í München.
»Fyrsta bók hans, Beer-holms Vorstellung, kom út
í Vín árið 1997.
»Skáldsaga hans Mælingheimsins sem kom út árið
2005 er einhver mest selda bók
í Þýskalandi á eftir bókinni
Ilmurinn, eftir Patrick Sü-
skind, og var mest selda skáld-
saga síðasta árs í heiminum.
kostlegt afrek að fá bók þýdda á ensku og
gefna út.
Skuggi Þriðja ríkisins
Þýskar bókmenntir hafa verið mjög uppteknar
af stríðinu og uppgjörinu við Þriðja ríkið á
undanförnum áratugum. Er það að breytast?
Já, auðvitað en það þýðir þó ekki að þessi
saga sé okkur gleymd. Ég held að enginn líti
svo á að það þurfi aldrei aftur að skrifa um
nasismann. Það eru enn óteljandi umfjöllunar-
efni í þessari sögu. Við munum aldrei losna við
hana og við ættum ekki að reyna að gleyma
henni.
Kehlmann segist hafa fengið bréf frá fjölda
lesenda sinna þess efnis að þeir væru ánægðir
með að hann skyldi hafa skrifað skáldsögu um
sögulegt efni sem fjallaði samt ekki um nas-
ismann. Hann var ekki sammála þessum bréf-
um.
Eins og ég sagði áðan gerist sagan einmitt á
þeim tímum þegar þýsk þjóðernishyggja verð-
ur til og að vissu leyti fjallar bókin um það. Ég
segi til dæmis frá því þegar Humboldt stendur
fyrir framan píramítana og segir þá tákn of-
beldis sem aldrei myndi viðgangast í Þýska-
landi. Við vitum betur núna. Skuggi Þriðja rík-
isins liggur því yfir bókinni og hann verður að
gera það. Ekki vegna þess að einhver ætlast til
þess heldur vegna þess að sá sem skrifar um
þýska sögu kemst ekki hjá því að fjalla um
nasismann. Það er ekki hægt að dást að fal-
legum hugsjónum Weimar-tímans án þess að
verða hugsað til þess hvernig þær gátu breyst
í hrylling Þriðja ríkisins. Kannski eru yngri
höfundar að nálgast þessa sögu með öðrum
hætti en hinir eldri sem margir hverjir lifðu
hana.
Gagnrýnendur til varnar
Hvernig var Mælingu heimsins tekið af gagn-
rýnendum í Þýskalandi?
Mjög vel. Ég var mjög heppinn. Stundum
bregðast gagnrýnendur illa við bókum sem
seljast vel. Svo virðist sem það séu ósjálfráð
viðbrögð. Sjálfur fyllist ég stundum efasemd-
um um verk sem njóta mikilla vinsælda. En ég
var heppinn að því leyti að ritdómarnir birtust
áður en bókin fór að seljast svona vel.
En mér skilst að gagnrýnendur hafi síðan
komið þér til varnar þegar bókin fór að ganga
svona vel.
Já, segir Kehlmann og hlær, þegar bókin
komst í fyrsta sæti metsölulistans í Þýskalandi
skrifuðu nokkrir gagnrýnendur greinar þar
sem þeir sögðu að bókin væri góð þrátt fyrir að
hún seldist svona vel.
Þetta segir kannski sína sögu um það hvern-
ig við lítum á hinn almenna lesanda?
Já, en ég held þetta séu almenn viðbrögð,
ekki bara bundin gagnrýnendum. Ég hafði til
dæmis mjög gaman af kvikmyndinni Titanik.
Ég sagði vinum mínum að þetta væri góð
mynd sem þau ættu að sjá. En þau trúðu mér
ekki vegna þess að myndin var mjög vinsæl.
Hún gæti ekki verið góð. Það yrði að spyrna
við fótum þegar svona sölumyndir væru ann-
ars vegar.
Coetzee bestur
Kehlmann er mikill aðdáandi suður-afríska rit-
höfundarins J.M. Coetzee sem er einnig gestur
Bókmenntahátíðar í Reykjavík.
Ég held að hann sé einn besti og áhugaverð-
asti rithöfundur heims um þessar mundir, seg-
ir Kehlmann. Margir rithöfundar gera tilkall
til þess að vera tilraunakenndir og uppá-
finningasamir en eru síðan alltaf að skrifa
sömu bókina aftur og aftur. Coetzee er algjör
andstæða þessara höfunda. Hann kannar ný
lönd í hverri einustu bók. Skáldsaga hans
Elizabeth Costello var opinberun fyrir mér.
Hún kom mér algerlega í opna skjöldu. Hún er
sett saman úr háskólafyrirlestrum sem Coet-
zee flutti í nafni skáldaðrar persónu, Elizabeth
Costello. Það mætti ætla að það væri ekki auð-
velt að búa til skáldsögu úr slíku efni en það
virðist ekki flækjast fyrir Coetzee. Þrátt fyrir
að innihalda mjög yfirvegaða umfjöllun um
ákveðin málefni, eins og fyrirlestrar gera
gjarnan, þá inniheldur hún líka magnaðan
skáldskap. Slow Man er síðan alveg ný nálgun
við margtogað efni þar sem höfundurinn leikur
aðalhlutverkið eins og svo oft í verkum Coet-
zees. Nýja bókin, Diary of a Bad Year, er svo
marglaga bók sem mér þykir mjög áhugaverð.
Ef þú myndir biðja mig um að nefna fram-
sæknasta rithöfund samtímans myndi ég ekki
nefna einhverja nýdadaista í kráarkjöllurum
Parísarborgar heldur Coetzee.
nngjörn
Morgunblaðið/Kristinn
Daniel Khelmann „Skuggi Þriðja rík-
isins liggur því yfir bókinni og hann
verður að gera það. Ekki vegna þess að
einhver ætlast til þess heldur vegna
þess að sá sem skrifar um þýska sögu
kemst ekki hjá því að fjalla um nas-
ismann. Það er ekki hægt að dást að
fallegum hugsjónum Weimar-tímans
án þess að verða hugsað til þess hvern-
ig þær gátu breyst í hrylling Þriðja rík-
isins. Kannski eru yngri höfundar að
nálgast þessa sögu með öðrum hætti en
hinir eldri sem margir hverjir lifðu
hana.“
»Ég reyndi að endurspegla
þessa sögulegu ósanngirni í
textanum með því að láta Gauss
velta þessu fyrir sér. Hann er
alltaf að hugsa um það hvað
framtíðin ber í skauti sér. Hann
er til dæmis mjög reiður yfir því
að vera fæddur of snemma í
mannkynssögunni til þess að fá
almennilega tannlæknaþjón-
ustu. Og ég meina, það er mjög
ósanngjarnt. Hugsaðu þér alla
þjáninguna sem fólk þurfti um
aldir að ganga í gegnum vegna
tannpínu. Það var ekki hægt að
gera nokkurn skapaðan hlut til
þess að laga hana. Nema draga
tennurnar úr fólki og þá var sí-
fellt verið að draga rangar tenn-
ur úr fólki vegna vanþekkingar
og slappra vinnubragða.
raun. Ég er ekki hrifinn af sögulegum skáld-
sögum. Það eru til góðar skáldsögur af þessu
tagi en þær eru fáar, þær eru undantekning.
Oftast eru þetta afþreyingarbókmenntir. Ég,
sem hef ekki gaman af sögulegum skáldsög-
um, vildi skrifa slíka bók fyrir fólk sem hefur
heldur ekki gaman af þeim. Ég leik mér með
tegundina. Ég held að söguleg skáldsaga sem
tekur sig alvarlega verði að leika sér að þeirri
staðreynd að það er verið að skrifa um hluti
sem fólk veit ýmislegt um. Ég leiði aðferð mína
í ljós í bókinni hvað eftir annað. Í hvert skipti
sem Humboldt til dæmis sér einhvern nýjan
hlut í sögunni minni þá bendi ég lesandanum á
að heimild mín um viðburðinn er það sem hann
sjálfur skrifaði um hann. Það er líka ósann-
gjarnt að hugsa til þess að við sem lesum þessa
bók vitum miklu meira en þeir sem við erum að
lesa um, við lifum líka við miklu betri aðstæður
en þeir. Ég reyndi að endurspegla þessa sögu-
legu ósanngirni í textanum með því að láta
Gauss velta þessu fyrir sér. Hann er alltaf að
hugsa um það hvað framtíðin ber í skauti sér.
Hann er til dæmis mjög reiður yfir því að vera
fæddur of snemma í mannkynssögunni til þess
að fá almennilega tannlæknaþjónustu. Og ég
meina, það er mjög ósanngjarnt. Hugsaðu þér
alla þjáninguna sem fólk þurfti um aldir að
ganga í gegnum vegna tannpínu. Það var ekki
hægt að gera nokkurn skapaðan hlut til þess
að laga hana. Nema draga tennurnar úr fólki
og þá var sífellt verið að draga rangar tennur
úr fólki vegna vanþekkingar og slappra vinnu-
bragða. Persónurnar eru því alltaf að mót-
mæla því sem ég læt þær ganga í gegnum.
Humboldt þolir reyndar ekki frásagnir um
sögulegar persónur. Og í byrjun bókar bendir
Gauss réttilega á að eftir tvö hundruð ár geti
hvaða hálfviti sem er skrifað hvaða vitleysu
sem er um þá. Og auðvitað er hann að tala um
mig. En svona er sagan ósanngjörn.
Þú skrifar bókina í óbeinni ræðu og viðteng-
ingarhætti, eins og þú sért að reyna að öðlast
fjarlægð á efnið, eða hvað?
Já, ætlunin var að skapa ákveðna íróníu. Ég
vildi að textinn hljómaði eins og sagnfræð-
ingur hefði skrifað hann. Sagnfræðingar hafa
þessa fjarlægð á efnið sem skáldsagnahöf-
undur hefur venjulega ekki. Sagnfræðingar
segja manni ekki hvað fólk hugsaði við ákveðin
tilefni. Þeir halda sig við staðreyndir. En um
leið og ég skapa ákveðna tilfinningu fyrir fjar-
lægð með þessum frásagnarhætti þá er auðvit-
að sagt frá alls konar hlutum sem allir vita að
er skáldskapur en ekki sagnfræði. Frásagn-
arhátturinn passar því ekki við efnið. Írónían
er þannig innbyggð í textann.
Afdankaðir höfundar, opnir lesendur
Kristján B. Jónasson skrifaði skemmtilega
grein í seinustu Lesbók þar sem hann sagði að
Kehlmann, Robert Löhr og fleiri höfundar af
hans kynslóð væru að breyta tóninum í þýsk-
um bókmenntum. Bækur þeirra væru fyndnari
og skemmtilegri en þýskar bækur hafa lengi
verið. Kehlmann tekur undir þetta þótt hann
sé ekki hrifinn af því að vera bendlaður við ein-
hverja ákveðna kynslóð.
Ég get ekki farið í hlutverk menningarfull-
trúa Þýskalands og sagt að bókmenntir okkar
hafi víst verið fyndnar og skemmtilegar. Ég
held reyndar að þýskar bókmenntir frá því
fyrir stríð hafi haft mikil áhrif á heims-
bókmenntirnar, þær hafi verið áhugaverðar og
skemmtilegar. Það nægir að nefna höfunda
eins og Kafka, Joseph Roth og fleiri. En eft-
irstríðsárin voru ekki spennandi í þýskum bók-
menntum. Þær voru afdankaðar og virtust
ekki í tengslum við strauma og stefnur heims-
bókmenntanna. Ástæðan er líklega sú að
margir höfundar flýðu Þýskaland í stríðinu og
eftir það. Þar til fyrir fáum árum voru þýskir
höfundar til dæmis lítt áhugasamir um höf-
unda eins og Borges og Nabokov. Áhrif þeirra
voru lengi vel engin í Þýskalandi. Fyrir okkur
yngri höfundana eru Borges og Nabokov og
fleiri alþjóðlegir höfundar miklu meiri áhrifa-
valdar heldur en þýskir rithöfundar af eldri
kynslóðinni.
Er ástæðan kannski líka mikil útgáfa á þýð-
ingum? Sennilega eru hvergi gefnar út jafn
margar þýðingar á ári hverju og í Þýskalandi.
Já, tvímælalaust. Kannski er ástæðan fyrir
öllum þessum þýðingum sú að þýskum les-
endum þykja þýskar bókmenntir ekki áhuga-
verðar. En svo ég tali nú ekki bara illa um
Þýskaland þá er þetta mikla þýðingastarf líka
til marks um að landið er opið og frjálslynt.
Bretar og Bandaríkjamenn eru í samanburði
mjög lokuð lestrarsamfélög. Það telst stór-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 5