Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Leikkonan Jane Wyman lést ívikunni, 90 ára að aldri.
Wyman var kvikmyndastjarna á 5.
og 6. áratug síðustu aldar. Hún
var fjórum sinnum tilnefnd til
Óskarsverðlauna á ferlinum og
hlaut þau einu sinni, fyrir hlutverk
sitt sem mállaust fórnarlamb
nauðgunar í kvikmyndinni Jhonny
Belinda frá
árinu 1940.
Wyman lék í
síðustu kvik-
mynd sinni árið
1969 en á ár-
unum 1981 til
1990 fór hún
með stórt hlut-
verk í sápuóper-
unni Falcon
Crest.
Wyman giftist alls fimm sinnum
á ævinni, meðal annars samleikara
sínum, og síðar forseta Bandaríkj-
anna, Ronald Reagan. Með honum
átti hún tvö börn, Maureen, sem
lést árið 2001 og Michael, sem nú
er þáttastjórnandi spjallþáttar í
Bandaríkjunum.
Wyman sagði einhverju sinni í
viðtali að stjórnmálin hefðu gert
útaf við hjónaband hennar og
Reagans, en á þeim sagðist hún
ekki hafa haft nokkurn áhuga.
Gus Van Sant vinnur nú að und-irbúingi myndar um banda-
ríska stjórnmálamanninn Harvey
Milk, sem var myrtur árið 1978.
Sean Penn kemur til með að
bregða sér í hlutverk Milks, sem
var með fyrstu stjórnmálamönnum
Bandaríkjanna sem gerðu sam-
kynhneigð sína opinbera.
Matt Damon fer með hlutverk
banamanns Milks, Dan White, sem
myrti auk Milks borgarstjórann
George Moscone. White fyrirfór
sér í fangelsi þegar hann hafði af-
plánað fimm ár af sjö ára dómi
sem hann hlaut.
Ein óvæntasta kvikmynda-
stjarna síðasta árs er án efa Idol-
þátttakandinn Jennifer Hudson,
en hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir
frumraun sína á hvíta tjaldinu í
hinni annars afar slöku Dreamg-
irls.
Lítið hefur spurst til Hudson
síðan, en nú stendur það til bóta.
Hún hefur tekið að sér hlutverk
sérlegrar aðstoðarkonu Carrie
Bradshaw (Sarah Jessica Parker) í
væntanlegri mynd sem gerð verð-
ur eftir þáttaröðinni Sex In the
City.
Tökur á myndinni hefjast að
sögn í næstu viku en auk að-
alpersónanna fjögurra ætlar Mr.
Big einnig að vera með í myndinni.
Myndarinnar ætti að vera beðið
með nokkurri eftirvæntingu en
alls sátu 10,6 milljónir Bandaríkja-
manna límdir við sjónvarpsskjáinn
þegar síðasti sjónvarpsþáttur Sex
In the City var sýndur árið 2004.
Leikstjórinn Emily Young (KissOf Life) ætlar að gera mynd
eftir metsölubók Paulo Coelhos,
Veronica ákveður að deyja.
Sagan segir af hinni ungu Vero-
nicu sem vaknar upp á geðsjúkra-
húsi eftir misheppnaða sjálfsvígs-
tilraun. Henni er tjáð að hún eigi
aðeins nokkra daga eftir ólifaða
sökum bágs ástands hjarta hennar
en hún ákveður að gefast ekki
upp.
Leikkonan Kate Bosworth (Su-
perman Returns) hefur verið ráðin
í hlutverk Veronicu og tökur hefj-
ast í New York síðar í haust.
KVIKMYNDIR
Jane Wyman
Sean Penn Jennifer Hudson
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
Það var snemma kvölds þegar ég skilaðimér aftur upp á skrifstofuna í Holly-wood. Byggingin var þá orðin næstatóm og hljótt á göngunum. Hurðir stóðu
opnar og fyrir innan þær voru skúringakonurnar
með ryksugur sínar, þvegla og tuskur.
Ég tók mína úr lás og greip umslag sem lá fyrir
framan bréfalúguna og fleygði því á skrifborðið
án þess að svo mikið sem kíkja á það. Ég húrraði
upp gardínunum og hallaði mér út fyrir, skimaði
yfir skínandi neonljósin, lyktaði af heita mat-
kennda loftinu sem rataði upp frá viftunni í húsa-
sundinu og tilheyrði kaffihúsinu við hliðina.
Ég flysjaði af mér jakkann og bindið mitt og
settist við skrifborðið og sótti skrifstofuflöskuna í
neðstu skúffuna og bauð sjálfum mér upp á
drykk. Það hjálpaði ekki. Ég fékk mér annan,
með sama árangri.“
Það er einkaspæjarinn Philip Marlowe sem
segir frá – hann er sögumaðurinn. Textabrotið er
tekið úr The Lady in the Lake, eða Konan í vatn-
inu, einum af frægum reyfurum Raymond Chand-
ler um spæjarann. Það er ekki endurflutt hér sem
þungamiðja verksins eða fagurfræðilegur há-
punktur þess – hvað þá í heldur fljótfærnislegri
þýðingu minni – heldur sem dæmigert fyrir verk-
ið í heild, skáldskap höfundar og raunar harð-
soðna reyfarans almennt. Þar á ég við sögumann-
inn – spæjarann – sem segir frá í fyrstu persónu.
Sem sagt, öll frásögnin er miðluð úr vitund-
armiðju spæjarans og lesendur geta ekki leitað
upplýsinga til annarra persóna eða sögumanns
sem segir frá athöfnum spæjarans í þriðju per-
sónu.
Harðsoðni reyfarinn var um margt undirstaðan
að rökkurmyndunum svokölluðu sem voru áber-
andi í Hollywood á fimmta áratugnum. Kvik-
myndagerðarmönnum var þó talsverður vandi á
höndum við aðlögun reyfaranna þar sem hægara
er sagt en gert (eða réttara sagt myndað) að
fanga fyrstu persónu frásögn í kvikmynd. Jafnvel
þótt beitt sé svokallaðri sögumannsrödd (e. voice
over) sem talar yfir myndmálið er upplýs-
ingaflæmið ekki bundið við hana – og reyndar er
myndmálið það sterkt að gangi það í berhögg við
rödd sögumanns teljum við hana einatt ljúga.
Þetta vandamál var reynt að leysa með marg-
víslegum hætti, t.a.m. með því að takmarka upp-
lýsingaflæði við þekkingu spæjarans og skjóta
margar senur frá hans sjónarhorni. Lengst af öll-
um gekk þó Robert Montgomery einmitt í aðlög-
un á The Lady in the Lake þar sem hann kvik-
myndaði alla myndina sem hún væri séð með
augum Marlowe (að vísu eru nokkrar senur í
myndinni þar sem hann talar beint til áhorfenda
og útskýrir þennan sérstaka frásagnarmáta).
Myndin er ansi einkennileg fyrir þessar sakir,
Marlowe horfir t.a.m. mikið í spegil svo áhorf-
endur fái barið stjörnuna Montgomery augum, og
vakti litla lukku á meðal bæði áhorfenda og gagn-
rýnenda – enda hefur Hollywood ekki endurtekið
þessa tilraun svo ég viti.
Þessi viðleitni kvikmyndagerðarmanna í Holly-
wood til að endurskapa fyrstu persónu sögumann
í kvikmynd er áhugaverð í sjálfu sér en hún vekur
einnig upp spurningar um ólíka eiginleika þessara
tveggja miðla. Hver segir frá í kvikmynd? Er að
finna sögumenn í kvikmyndum í sama skilningi og
prósa? Ef það er ekki sögumaður í kvikmynd hver
miðlar þá frásögninni? Hvar er að finna vitund-
armiðju kvikmynda? Þótt sitt sýnist hverjum má
ljóst vera að það er ákveðnum vandkvæðum
bundið að yfirfæra sögumenn skáldsagna á kvik-
myndir, og því rétt að varast sögumannshugtakið
og ræða frekar um frásagnareinkenni eða -máta
(t.d. þriðju persónu frásögn). Spæjaramyndir
kunna oft að beita sögumannsrödd, en að undan-
skildri The Lady in the Lake búa þær ekki yfir
fyrstu persónu sögumanni, en frásögn þeirra lýt-
ur oft takmarkaðri vitneskju svo áhorfendur leysi
nú ekki ráðgátuna á undan spæjaranum.
Um spæjara og sögumenn
SJÓNARHORN »Hver segir frá í kvikmynd? Er að finna sögumenn í kvik-
myndum í sama skilningi og prósa? Ef það er ekki sögu-
maður í kvikmynd hver miðlar þá frásögninni? Hvar er að
finna vitundarmiðju kvikmynda?
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
S
káldsagan Atonement eftir breska rit-
höfundinn Ian McEwan kom út árið
2001 og var afskaplega vel tekið með-
al bæði gagnrýnenda og lesenda. Því
var t.d. haldið fram að með þessari
skáldsögu hefði McEwan skotist
fram úr þeim Julian Barnes og Martin Amis (en
saman mynduðu þeir frægt þríeyki ungra og áber-
andi höfunda sem á áttunda og níunda áratugnum
voru taldir til helstu vonarstjarna breskra bók-
mennta) og fest sig í sessi sem fremsti núlifandi
höfundur Bretlandseyja. Sumir litu svo á að hér
væri loks komið fram á sjónarsviðið verk sem sneri
baki við „lókal“, persónulegum og smásmuguleg-
um áherslum breskrar skáldsagnagerðar og gæti
mætt hinum stóru bandarísku skáldsögum (Bel-
low, Roth, DeLillo, Pynchon) á jafnréttisgrund-
velli.
Yfirlýsingar af þessu tagi hafa að sjálfsögðu afar
takmarkað skýringargildi þegar að bókmennta-
verkum kemur, og eru jafnvel bókstaflega villandi,
en geta þó talist lýsandi fyrir þá gríðarlegu víta-
mínsprautu sem Friðþæging reyndist vera í rithöf-
undarferli McEwans útfrá markaðsfræðilegum
sjónarmiðum (þess ber að geta að árið 2003 kom
verkið út í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vign-
issonar með þessum titli). Og að mörgu leyti verð-
skuldaði skáldsagan þessar lofsamlegu viðtökur. Í
verkinu birtir McEwan lesendum eftirminnilegar
persónur og breitt sögusvið en samhliða því fjallar
hann um magnþrungin örlög sem vindur fram í
skugga heimssögulegra atburða. Bókin hefur
harmrænan þunga en til hliðar við realískan sögu-
þráðinn, og þá miklu heimildarvinnu sem McEwan
lagðist í við undirbúning verksins, er bókinni einn-
ig léður póstmódernískur blær með ríkri sjálfsvit-
und og efnisþáttum sem lesa má sem umfjöllun um
eigið sköpunarferli. Þá reynast vangaveltur verks-
ins um siðferðisleg endimörk skáldskaparhugtaks-
ins, ábyrgðina sem fylgir því að segja sögur og
muninn á sannleika og lygi, skemmtileg viðbót við
hefðbundin efnistök og þá melódramatísku þætti
sem annars eru nokkuð áberandi (en jafnvel mætti
halda því fram að akkúrat þessi formgerð, meló-
dramatíkin sem slík, sé tekin til meðvitaðrar um-
fjöllunar í sjálfu verkinu – hið óbeislaða, æv-
intýralega, óskynsama ímyndunarafl er jú einn
helsti aflvaki söguþráðarins).
Aðlögun og umsköpun
Huglægir þættir Friðþægingar, brotakennd frá-
sögnin, og miðlægt hlutverk frásagnarraddar
McEwans eru kannski ástæður þess að efasemdir
voru látnar í ljós þegar fréttist að ætti að kvik-
mynda bókina – því var jafnvel haldið fram að hún
væri ókvikmyndanleg. Slíkum yfirlýsingum er
reyndar oft fleygt fram í sambandi við ástsæl eða
tilraunakennd bókmenntaverk, en oft er það gert
án mikils skilnings á því hvað í raun felst í aðlög-
unarferlinu, þeirri staðreynd að þar sé ekki um æf-
ingu í myndskreytingu að ræða heldur umsköpun
og endurnýjun. En jafnvel þótt mörg bókmennta-
verk séu úrskurðuð „ókvikmyndanleg“ er ekki
hlaupið að því að skilja hvers vegna Friðþæging
skyldi teljast til þeirra. Þegar hefur verið minnst á
heimssögulegt baksvið sögufléttunnar (síðari
heimsstyrjöldin), sterkar og eftirminnilegar per-
sónur og melódramatíska fleti, en við þetta má
bæta öðrum einkennum og þáttum á borð við
stéttabaráttu, hróplegt óréttlæti, dularfullan glæp
og hárómantíska ástarsögu. Hér liggur Holly-
wood-mynd í leyni, gæti einhver sagt.
Það þótti því fréttnæmt þegar spurðist að Joe
Wright stæði að kvikmyndaaðlögun bókarinnar, en
þessi ungi leikstjóri vakti athygli fyrir tveimur ár-
um fyrir kvikmyndaútgáfu sína af sígildri skáld-
sögu Jane Austen, Pride and Prejudice, en þar líkt
og í nýju myndinni hafði hann leikkonuna Keiru
Kneightley sér við hlið. Auk hennar fer annað
breskt ungstirni með aðalhlutverk í Friðþægingu,
skotinn James McAvoy, en hann bar síðast fyrir
sjónir áhorfenda í The Last King of Scotland.
Handritshöfundurinn sem ráðinn var til að end-
urskapa skáldsögu McEwans fyrir hvíta tjaldið var
leikskáldið Christopher Hampton en þegar hann
bregður sér í hlutverk kvikmyndahöfundar birtist
okkur einn bókmenntasinnaðasti handritshöf-
undur samtímakvikmyndagerðar. Þannig lýtur
umtalsverður hluti höfundarferils Hamptons í
kvikmyndagerð að bókmenntalegum verkefnum,
ýmist aðlögunum þekktra skáldverka (The Quiet
American, The Secret Agent, Les liaisons dange-
reuses), myndum sem eru innblásnar af þekktum
bókmenntaverkum og eru líka aðlaganir (Mary
Reilly sem er útgáfa af sögunni um Frankenstein),
eða verkum sem hreinlega fjalla um bókmennta-
fólk (Carrington um Lytton Strachey, Total Ec-
lipse um Rimbaud og Verlaine, en sú síðarnefnda
er reyndar líka aðlögun því hún er byggð á leik-
verki eftir Hampton sjálfan). Í grófum dráttum er
þetta hópurinn sem skilaði Friðþægingu á hvíta
tjaldið. Útkoman er glæsileg. Spurningarnar eða
efasemdirnar sem vakna við leikaraskipanina
reynast meira að segja óþarfi. Knightley og
McAvoy eru hvorugt sterkir leikarar, í fyrri mynd-
um sínum hafa þau bæði virst brothætt og þeim
hættir til að ofleika, maður hefur sífellt á tilfinning-
unni að þau séu að reyna að gera einhverjum
ónefndum leikstjóra til geðs sem stendur rétt utan
myndrammans og hvetur þau áfram, en í samhengi
Friðþægingar reynast þessir gallar hreinir kostir
því þessi einkenni undirbyggja það sem í raun
heppnast best við aðlögunina en það er hvernig
myndin tekur á sjálfsvitund skáldsögunnar, þeim
þemum McEwans sem fjölluðu um siðferðislega
glímu rithöfundarins við skáldskapinn og veru-
leikann. Það að Knightley og McAvoy virðast hálf-
gerðar brúður sem er fjarstýrt er þannig í fullu
samræmi við dýpri og alvarlegri viðfangsefni
myndarinnar sem einmitt gefa til kynna að þannig
sé fyrir þeim komið. En til viðbótar við þetta nýtir
Wright hljóðrásina til að skapa fjarlægð á sögu-
þráðinn, þá einkum vélritunarhljóð en einnig hljóð-
brýr, en þessi aðferð ásamt endalokunum (sem eru
nokkuð öðruvísi en í bókinni), eru afar vel heppnuð
og gera Friðþægingu að bíómynd sem tekst af
fullri alvöru á við bókmenntaverkið sem byggt er á
en reynist líka fjalla um sjálft aðlögunarferlið, en
einmitt þar má greina mikilvæga endurnýjun á
bókinni.
Friðþæging á hvíta tjaldinu
Kvikmyndaaðlögun þekktrar skáldsögu Ians
McEwans, Friðþæging, var frumsýnd í Bretlandi
nýverið, en myndin hefur hlotið einróma lof
gagnrýnenda. Hefur jafnvel verið talað um að
hér sé á ferðinni ein best heppnaða bókmennta-
aðlögun síðustu ára og höfundurinn sjálfur hef-
ur óspart látið í ljós ánægju sína.
Ungstirni Keira Kneightley fer með aðalhlutverk í Friðþægingu ásamt James McAvoy