Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 11
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Litli hugsuðurinn hann Albert víl-ar það ekki fyrir sér að velta
fyrir sér stóru hlutunum í lífinu. En
hjá bókaútgáfunni Bjarti, í þýðingu
Ragnars Nóa Snæbjörnssonar, er
nú komin út önn-
ur bókin um
þennan íhugula
snáða, Albert 2,
eftir Lani Yama-
moto, sem búsett
hefur verið á Ís-
landi um nokk-
urra ára skeið. Að
þessu sinni veltir
Albert heiminum
og stjörnunum
fyrir sér og því hvernig allt fram
streymir. Endalaust. Bækurnar um
Albert hafa áður verið gefnar út í
Bandaríkjunum, á Englandi, Ítalíu
og Spáni.
Albert er þó ekki eina smávaxna
söguhetjan sem ungir bókaormar
geta fræðst um þessa dagana, því
hjá bókaútgáfunni Sölku er komin
önnur sagan í bókaflokknum um
Bínu, Bína fer í leikskóla. Að þessu
sinni er Bína að byrja í leikskóla og
veit ekki alltaf hvernig hún á að
hegða sér innan um krakkana og
hún er heldur ekki viss hvort
mamma komi aftur að sækja hana.
Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeina-
fræðingur er höfundur bókanna um
Bínu, en í sögunum leggur hún
áherslu á að efla boðskiptafærni og
málþroska barna.
Leikritið Óvitar gerist í heimi þarsem börnin fæðast stór og
verða að vera dugleg að minnka og
þroskast. En þó að fullorðna fólkið
sé orðið mjög lítið
hugsar það mest
um sjálft sig og
vinnur myrkr-
anna á milli.
Þetta þekkta leik-
rit Guðrúnar
Helgadóttur er
nú komið út á bók
að nýju hjá Vöku-
Helgafelli og
geymir þessi út-
gáfa söngtexta sem Davíð Þór Jóns-
son samdi sérstaklega fyrir upp-
færslu Leikfélags Akureyrar á
verkinu nú í haust.
Það má oft útskýra hluti betur ímyndum en máli og sendi Mál
og menning nýlega frá sér Stóru
myndaorðabókina. Bókin, sem er
verk þeirra Ariane Archambault og
Jean Claude Corbeil, er sú fyrsta
sinnar tegundar á íslensku, en hún
geymir myndir af öllu milli himins
og jarðar, allt frá smæstu líffærum
augans til einstakra hluta þotu-
hreyfils, frá mismunandi kryddteg-
undum til skíðastökkpalla. Hverri
mynd fylgir íslenskt orð yfir viðkom-
andi fyrirbæri og hluta þess og einn-
ig heiti þeirra á fjórum öðrum
tungumálum: ensku, þýsku, frönsku
og spænsku.
Vatnið getur sagt okkur ýmislegtað mati japanska vísinda-
mannsins Masaru Emoto, en út er
komin hjá Sölku
nýstárleg bók
Emotos um vatn-
ið og eiginleika
þess. Bókin nefn-
ist Vatnið og hin
duldu skilaboð
þess, en eftir ára-
langar rann-
sóknir komst
Emoto að því að
vatn skynjar ekki
eingöngu og bregst við náttúruöfl-
unum heldur líka við því sem mann-
fólkið segir og gerir. Með því að
skoða vatnið á þann frumlega hátt
sem að Emoto gerir telur hann að
við getum lært heilmikið um okkur
sjálf og alheiminn. Bókin hefur verið
þýdd víða um heim og kenningar vís-
indamannsins vakið gríðarlega at-
hygli. Hér á landi kemur bókin út í
þýðingu Bryndísar Víglundsdóttur.
BÆKUR
Lani Yamamoto
Masaru Emoto
Guðrún
Helgadóttir
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Nýlega kom út safnritið An Anthology ofGraphic Fiction, Cartoons, and TrueStories í ritstjórn Ivans Brunetti. Að-stoðarritstjóri er Chris Ware en báðir
eru þeir myndasöguhöfundar, Ware þó sýnu
þekktari. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um
sýnisbók úr myndasöguhefðinni að ræða en útgáf-
an – sem er mikil um sig, rúmar 400 innbundnar
síður – sker sig frá öðrum viðlíka verkum á afger-
andi hátt. An Anthology er nefnilega gefin út af
Yale-háskólaútgáfunni í Bandaríkjunum og má
segja að samþætting einnar virtustu háskóla-
útgáfu í heiminum og myndasögugeirans veki upp
ýmsar spurningar, þ.á m. hver staða myndasög-
unnar sé í stigveldi listanna í dag, en löngum hef-
ur form þetta verið hálfgert olnbogabarn í menn-
ingarsamfélaginu.
Í skemmtilegum ritdómi um verkið í New York
Times heldur David Hajdu því fram að útgáfa
þessi hafi viðlíka táknrænan þunga í samhengi
myndasögunnar og tónleikarnir From Spirituals
to Swing sem haldnir voru í Carnagie Hall árið
1938 höfðu fyrir djasstónlist, þ.e.a.s. eftir svona
viðburð sé ekki lengur hægt að líta fram hjá list-
forminu.
Að mati Hajdu er verkið ennfremur manifestó
myndasöguheimsins (að vísu bara hins enskumæl-
andi) að því leytinu til að hér sé því blákalt haldið
fram, bæði í inngangi ritstjóra sem og óbeint með
sýnidæmunum, að „art-comics“, eða „lista-
myndasögur“ séu komnar til að vera.
Ég veit svo sem ekki hversu þjált þetta hugtak
kann að reynast, „lista-myndasögur“, en það á
ágætlega við ritstjórnarstefnu Brunettis. Hann
leiðir saman þekkta höfunda sem náð hafa
ákveðnum vinsældum utan myndasöguheimsins
og njóta almennrar „bókmenntalegrar viðurkenn-
ingar“ (t.d. Art Spiegelman, Robert Crumb, Har-
vey Pekar, Hernandez-bræður, Chris Ware og
Jason Lutes) og þá sem tilheyra frekar jaðar- og
listakreðsum (Peter Bagge, Mark Beyer, Linda
Barry, Chris Ware, Archer Prewitt, Debbie
Drechsler, Daniel Clowes, Julie Doucet) en það
sem þessir höfundar eiga þó allir sameiginlegt er
að hafa upphaflega verið, og vera jafnvel ennþá,
aðallega útgefnir af litlum og óháðum fyr-
irtækjum á borð við Fantagraphics, Raw Books
and Graphics, Kitchen Sink Press og Last Gasp.
Það sem Brunetti skilur hins vegar alveg út-
undan eru meginstraumshöfundar og ofurhetjur.
Hér er ekkert eftir Alan Moore, Carl Barks eða
frá Vertigo, svo tvö handahófskennd dæmi séu
tekin. Þetta er að sjálfsögðu mjög pólitísk ákvörð-
un sem einmitt býður upp á að vera lesin í sam-
hengi við hugmynd Hajdus um að hér sé á ferðinni
eins konar manifestó fyrir listræna stöðu mynda-
sögunnar í samtímanum.
En innan áðurnefnds ramma tekst Brunetti
einmitt að skapa mikla fjölbreytni, lesendum er
boðið upp á sjálfsævisögulegar myndasögur (Joe
Matt, Julie Doucet), skrítlur og brandara (Jeffrey
Brown, John Porcellino), grafalvarlegar og hræði-
legar vangaveltur (Debbie Dreschler) og klassík í
formi Charles Schultz en framarlega í bókinni er
kafli honum til heiðurs. Annars er Brunetti ekki
mjög umhugað um hefðina, lítið er um að litið sé
um öxl og sögurnar eru ekki birtar í tímaröð, hér
er sjónum beint að samtímanum og langstærstur
hluti þeirra 70 listamanna sem birtast á síðum
bókarinnar er enn starfandi og í fullu fjöri. Að
þessu leytinu til er safnritið einmitt góður kostur
fyrir þá sem vilja kynna sér það sem efst er á
baugi í greininni þessa stundina, jafnvel uppgötva
áhugaverða listamenn sem farið hefur hljótt um
hingað til.
En þetta er líka persónulegt verk. Val Brunett-
is er eins og þegar hefur verið bent á huglægt og
ekki laust við ákveðna tegund af fordómum. Þetta
viðurkennir hann reyndar í innganginum þar sem
útskýrir ritstjórnarstefnu sína einfaldlega á þann
hátt að hér sé að finna sín uppáhaldsverk. En er
bókin manifestó, yfirlýsing um að tími myndasög-
unnar sé runninn upp? Að sjálfsögðu má halda því
fram og enginn vafi leikur á því að ýmislegt er að
breytast í samlífi formsins við önnur og löngum
virtari listform. Hins vegar mætti kannski líka
benda á það að ef þetta frábæra safn sýnir fram á
eitthvað þá sé það að langvarandi deilum um
stöðu myndasögunnar í stigveldi listanna ætti að
vera löngu lokið. Ekki vegna þess að Yale gefur
bókina út heldur vegna þess að enginn sem hana
les mun fara á mis við þá staðreynd að sumt af því
magnaðasta í nútímaskáldskap- og list hefur ein-
mitt birst í þessu formi.
Manifestó myndasögunnar
» Að sjálfsögðu má halda því
fram og enginn vafi leikur á
því að ýmislegt er að breytast í
samlífi formsins við önnur og
löngum virtari listform.
ERINDI
Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson
olafurgudsteinn@googlemail.com
J
ónas Hallgrímsson og Tómas Sæ-
mundsson fá sér í tána og lenda í
slagsmálum. Daginn eftir fær Jónas
leynilegt verkefni sem felur í sér
framtíð Íslands og fær vin sinn Tóm-
as til að inna það af hendi með sér. Í
framhaldinu kemst á laggirnar hópur þekktra ís-
lenskra 19. aldar persóna: Jón Sigurðsson, Grím-
ur Thomsen, Skáld-Rósa og Sveinbjörn Egilsson,
sem með byssum og sverðum berjast Íslandi til
heilla.
Eitthvað á þessa leið gæti verið innihald nýj-
ustu skáldsögu þýska rithöfundarins og Berl-
ínarbúans Robert Löhr (1973) ef hann væri ís-
lenskur. Umræddur Robert ætti að vera íslensku
bókmenntaáhugafólki kunnur, þar sem nýverið
kom út í íslenskri þýðingu Guðmundar Viðars
Karlssonar fyrsta skáldsaga hans, Skáktyrkinn
(Der Schachautomat), auk þess sem hann tók
þátt á bókmenntahátíðinni. Skáktyrkinn er sögu-
leg skáldsaga og byggist á sönnum atburðum.
Hún segir frá austurrískum aðalsmanni er finnur
upp skákvél, sem að vísu er stjórnað af skákfær-
um dverg.
Robert Löhr er tiltölulega nýr á skáldsagna-
sviðinu. Hann hefir líka unnið fyrir sér sem
blaðamaður, leikstjóri, leikari og handritshöf-
undur fjölmargra kvikmynda, auk þess að stjórna
brúðum í brúðleikhúsi.
Í nýjustu skáldsögu sinni Das Erlkönig-
Manöver (Álfakóngs-herbragðið), sem kom út
núna í ágúst hjá Piper-forlaginu í München, er
Löhr einnig á sögulegum slóðum. Enda er titill
bókarinnar vísun í hið fræga ljóð Goethes frá
1782, der „Erlkönig“. Er það og viðeigandi þar
sem Goethe skipar eina stærstu rullu bókarinnar.
Bókin hefst á kraftmikinn hátt í febrúarmánuði
1805. Goethe og Schiller lenda í kráarslagsmálum
við bændur í nágrenni Weimar þar sem Goethe
fær vínflösku í höfuðið. Daginn eftir er Goethe
kallaður á fund stórhertogans Carls Augusts von
Sachsen-Weimar-Eisenach og beðinn um að taka
sér á hendur mikla og leynilega hættuferð til að
bjarga Louis Charles de Bourbon syni Louis XVI
Frakklandskonungs, sem er í haldi Frakka í hinni
hernumdu Mainz. Louis Charles átti að vísu að
vera látinn fyrir tíu árum, en það ku ekki sann-
leikanum samkvæmt. Ástæða ferðarinnar er að
nota hinn tvítuga Louis Charles til að steypa
Napóleon keisara af stóli og með því móti stoppa
útrás hans og vernda þannig Weimar. Til liðs við
sig fær Goethe vin sinn Friedrich Schiller og vís-
indamanninn Alexander von Humboldt. Í Frank-
furt am Main bætast svo tveir aðilar í hópinn: hin
unga Bettine Brentano og Achin von Arnim. Síð-
asti aðilinn til að bætast í hópinn er svo prúss-
neski rithöfundurinn Heinrich von Kleist.
Allir þessir aðilar skipa stóra rullu í þýskri
menningarsögu. Á Goethe og Schiller þarf vart að
minnast og Humboldt ætti að vera orðin kunnur
af umfjöllun um bók Daniels Kehlmanns, Mæling
heimsins. Hinir aðilarnir eru þekktir og mikils-
metnir rithöfundar þýsku rómantíkurinnar. Lík-
ast til hafa þeir aldrei áður verið settir í viðlíka
samhengi og hér. En það er ekki nóg því, líkt og í
Hringadróttinssögu, hefir hver aðili sitt svið sem
gagnast hópnum. Goethe er foringinn og heilinn,
Schiller er meistari lásbogans (nema hvað), Hum-
boldt er öllum frönskum hnútum kunnugur auk
þess að búa yfir mikilli ratvísi, Berntano gegnir
svo lykilhlutverki við björgun Louis Charles með
því að geta dulbúið sig sem fóstru hans, Arnim er
kröftugur og sterkur og Kleist fær skotmaður.
Hann kemst raunar í hópinn með því að bjarga
honum úr ógöngum sem hann lendir í. En áður en
Kleist verður meðlimur í hópnum hafði hann
reynt að fá Goethe til að lesa handrit eftir sig og
þar sem Goethe gerir það ekki strax ákveður
hann að veita honum eftirför. Ýtir Kleist svo stöð-
ugt á eftir Goethe að lesa handritið.
Eins og gefur að skilja með klassíkera, róman-
tíkera og sterka karaktera kraumar í tilfinninga-
lífinu og árekstrar og ástríður eru óumflýj-
anlegar. Þannig lenda Goethe og Berntano í
ástarævintýri á meðan Arnim brennur af öfund
(Arnim kvæntist síðar í raunveruleikanum Brent-
ano), Humboldt og Kleist para sig einnig saman á
meðan Schiller keppist við að ala Louis upp á öllu
þýsku til að skapa álitlegan konung framtíð-
arinnar.
Líkt og gefur að skilja er kannski ekki svo mik-
ið sögulegt við þessa sögulegu skáldsögu. Meg-
inatburðarásin átti sér ekki stað í raunveruleik-
anum og farið er ansi frjálslega með staðreyndir.
Það er frekar að umgjörðin eigi við rök að styðj-
ast auk þess sem karakterar sögunnar voru
vissulega til. Einnig er að finna fjölmargar vís-
anir sem lúta að tímabilinu ásamt samtímavís-
unum og blöndun forma. Þannig má segja að sag-
an taki mið af nokkrum formum; reyfaranum,
klassíkinni og rómantíkinni (en málfarið er á köfl-
um frekar háfleygt), þekkingarskáldsögunni og
skálkasögunni, svo eitthvað sé nefnt. En að auki
er einnig augljós áhrif frá kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum að finna. Löhr er nú einu sinni kvik-
myndahandritshöfundur. Öllu þessu er blandað
saman í virðingarlausan graut gagnvart þeim
ímyndum sem fara af tímabilinu og þessum nafn-
toguðu einstaklingum.
Útkoman er hröð og spennandi atburðarás. En
síðast en ekki síst er sagan þó fyndin og óútreikn-
anleg. Og líkt og Kristján B. Jónasson benti á í
síðustu Lesbók er farið að setja samasemmerki
milli húmors og þýskra bókmennta nú til dags.
Eitthvað sem áður var allt að því óhugsandi.
Sömuleiðis er leikur og blöndun stíla eitthvað
sem er innundir nú til dags í þýskum bók-
menntum. Má í því samhengi benda á skáldsögu
hins hálf íslenska Kristofs Magnússonar, Zu-
hause (2005), sem er t.d. blanda af ástar-, fjöl-
skyldu- og spennusögu. Einnig verður að minnast
á áðurnefnda Mælingu heimsins, sem einnig er
uppfull af húmor gagnvart þekktum þýskum
íkonum og leikur sér með staðreyndir og skáld-
skap.
Alltént er Löhr hér búinn að skapa eitthvað
sem kalla mætti sögulega ævintýraskáldsögu.
Svo er það bara spurning hvenær Jónas tekur sér
byssu í hönd.
Söguleg ævintýraskáldsaga
Nýverið kom út önnur skáldsaga þýska rithöf-
undarins Robert Löhrs sem er gestur Bók-
menntahátíðar í Reykjavík. Ber hún titilinn Das
Erlkönig-Manöver og segir frá ótrúlegum æv-
intýrum Goethes, Schillers og fleiri fyrirmenna í
þýskri menningarsögu árið 1805.
Á sögulegum slóðum Í nýjustu skáldsögu sinni
Das Erlkönig-Manöver (Álfakóngs-herbragðið),
sem kom út í ágúst hjá Piper-forlaginu í Münc-
hen, er Löhr á sögulegum slóðum eins og í
Skáktyrkjanum.
TENGLAR
...............................................................
www.piper-verlag.de
www.robert-loehr.de