Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.2007, Side 13
isvert að af tæplega 30 áætluðum
frumsýningum opinberu leikhúsanna
skuli aðeins tvær vera uppfærslur á
klassískum verkum.
Í raun er hér um að ræða þróun
sem átt hefur sér stað undanfarin ár
og spurning hvað hún endurspeglar.
Telja stjórnendur leikhúsanna að
klassísk verk eigi ekki erindi við sam-
tímann? Eða ræður hér aðsókn för?
Vissulega eru stórar sýningar á
klassískum verkum á borð við Bak-
kynjur í fyrra dýrar í uppsetningu og
heldur ólíklegar til að laða að breiðan
áhorfendahóp. En á móti kemur að
opinberu leikhúsin, sér í lagi Þjóð-
leikhúsið og LR, virðast í ár ekki
leggja höfuðáherslu á verk sem telja
má örugg til vinsælda. Ef undan eru
skildar stóru barnasýningarnar Gosi,
Skilaboðaskjóðan og Óvitar eru það
aðeins Fló á skinni fyrir norðan, Súp-
erstar í Borgarleikhúsinu og líklega
Ástin er diskó, lífið er pönk í Þjóðleik-
húsinu sem hægt er að tala um sem
nokkuð örugg kassastykki. Ný erlend
verk eru ekki líkleg til að sópa að sér
miklum fjölda, þannig að erfitt er að
skrifa minnkandi vægi klassískra
verka eingöngu á aðsókn.
Að síðustu er ekki hægt að komast
hjá því að nefna hversu sorglega fá-
tækt verkefnaval opinberu leikhús-
anna er af nýjum íslenskum leik-
ritum, sér í lagi ef horft er til
„fullorðinsverka“. Eitt nýtt íslenskt
verk verður á dagskrá fyrir norðan,
Dubbeldusch, fyrsta verk Björns
Hlyns Haraldssonar, og kannski er
erfitt að ætlast til að jafn lítið leikhús
frumsýni fleiri ný innlend verk. LR
er sömuleiðis aðeins með eitt nýtt ís-
lenskt verk á dagskrá, Fýsn eftir
Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bach-
mann, og Þjóðleikhúsið sýnir tvö ný
verk í Kassanum: Óhapp eftir Bjarna
Jónsson og Baðstofuna eftir Hugleik
Dagsson.
Sú áhersla sem lögð er á ný og ný-
leg erlend verk í vetur er vissulega
áhugaverð og þó nokkur spennandi
verk sem þar má finna. Leikhúsin,
sér í lagi Þjóðleikhúsið og LR, líta
greinilega bæði á það sem eina af sín-
um meginskyldum að kynna fyrir
áhorfendum það sem best þykir í er-
lendri samtímaleikritun. En þegar
fjöldi erlendra verka er skoðaður í
samhengi við fátæklegt úrval nýrra
íslenskra verka vakna spurningar um
í hvaða tengslum leikhúsin eru við
eigið samfélag. Kannski hefur „eitt-
hvað fyrir alla“-stefnan gert það að
verkum að leikhúsin hafa fyrst hugs-
að um að þjónusta sem breiðastan
áhorfendahóp, en síður um hvað þau
hafi að segja um samfélagið.
Í áherslum vetrarins felast hins
vegar mörg tækifæri. Skýrari stefna
á einstökum sviðum Þjóðleikhússins
gefur því tækifæri til að vinna með
markvissari hætti að eflingu nýsköp-
unnar í íslenskri leikritun. Þýska-
landstengingin sem birtist í verkefna-
vali þess býður líka upp á möguleika
til að læra af þeim vexti sem átt hefur
sér stað í leikritun þar í landi, en áð-
urnefndur Thomas Ostermeier og
leikhús hans Schaubühne hafa leikið
lykilhlutverk í þeim vexti og ráð að
nýta hans heimsókn í vor til að læra
af þeirri reynslu. Ef ekki tekst að
vinna með markvissari hætti að inn-
lendri frumsköpun í leikhúsunum er
hætta á að þau verði sýningarbásar
fyrir það sem best gerist í leikritun
annarra þjóða, en hafi í raun ekkert
raunverulegt vægi í straumum eigin
samfélags.
Þjóðleikhúsið bent töluvert á fjölda
tungumála sem verkin hafa verið
þýdd á og eins á þær viðurkenningar
sem þau hafa hlotið. Þannig er leik-
húsinu greinilega mikið í mun að sýna
fram á að hér sé um að ræða úrval af
því besta sem gerist í evrópskri leik-
ritun.
Þýsk áhrif má einnig sjá í Borg-
arleikhúsinu í vetur, þótt ekki sé það í
verkefnavalinu sjálfu, en gestasýn-
ingar tveggja þungavigtarmanna úr
þýsku leikhúsi heimsækja Borg-
arleikhúsið. Í haust er það Endsta-
tion Amerika, sýning unnin upp úr
Sporvagninum Girnd í leikstjórn
Franks Castorfs, leikhússtjóra
Volksbühne í Berlín, og í vor er von á
annarri sýningu frá Berlín, Draumi á
Jónsmessunótt í uppfærslu leik-
hússtjóra Schaubühne, Thomas Os-
termeiers, og danshöfundarins Con-
stönzu Macras.
Þegar verkefnaval Leikfélags
Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu er
skoðað sést að eins og Þjóðleikhúsið
leggur LR nokkra áherslu á erlend
verk í vetur, auk þess sem einhverjar
þreifingar með fjölbreyttari leiklist-
arform eru á döfinni, t.d. í sýningum
Rafaels Bionciottos og Jos Ström-
grens, svo eitthvað sé nefnt. Það vek-
ur annars athygli í verkefnavali Leik-
félags Reykjavíkur að Leikfélagið
virðist hafa gefið stóra svið Borg-
arleikhússins meira eða minna upp á
bátinn. Aðeins tvær frumsýningar
Leikfélagsins í vetur eru áætlaðar á
stóra sviðinu: barnasýningin Gosi og
söngleikurinn Súperstar, sem unninn
er í samvinnu við Vesturport. Þessi
staðreynd vekur spurningar um
hvernig búið sé að Leikfélagi Reykja-
víkur í Borgarleikhúsinu þegar Leik-
félagið virðist vart treysta sér til að
halda úti stöðugri leikstarfsemi á
Megináherslan í verkefnavali Þjóð-
leikhússins í vetur er á nýjum og ný-
legum erlendum verkum, en þau telja
fimm af 14 áætluðum frumsýningum
vetrarins. Á Smíðaverkstæðinu verða
fjögur slík verk frumsýnd, en að auki
sýnir leikhúsið Engisprettur eftir
serbneska leikskáldið Biljönu
Srbljanovic á stóra sviðinu.
Það sem vekur athygli við þau er-
lendu verk sem eru á dagskránni í
Þjóðleikhúsinu er að þeim virðist öll-
um hafa skolað á land í sama flóðinu.
Þrjú þessara verka eru eftir unga
þýskumælandi höfunda, þá Igor
Bauersima, Roland Schimmelpfennig
og Marius von Meyenburg. Vígaguð-
inn eftir Yasminu Reza er einnig á
dagskránni, en frumuppfærslu verks-
ins í Zürich var boðið á leiklistarhá-
tíðina Berliner Theatertreffen sl. vor,
og verk Biljönu Srbljanovic hafa
sömuleiðis átt talsverðum vinsældum
að fagna í Þýskalandi. Öllum þessum
höfundum hefur að auki verið hamp-
að mjög af þýska leiklistartímaritinu
Theater heute.
Val erlendra verka Þjóðleikhússins
þetta leikárið má túlka með mjög
ólíkum hætti. Illkvittnislegasta túlk-
unin er án efa sú að verkefnavals-
nefndin hafi auðveldað sér starfið
með því að fletta einfaldlega upp í
Theater heute og velja af handahófi
höfunda sem komið hafa til tals sem
leikskáld ársins. Ég kýs þó fremur að
líta á þetta val sem mjög djarft útspil
af hendi leikhússins og skýra tilraun
til að tengja sig við ákveðna – þó
vissulega afmarkaða – strauma í leik-
listarlandslagi Evrópu. Auðvitað má
velta upp spurningum um hvernig
verkefnaval leikhúss á borð við Þjóð-
leikhúsið fari fram í þessu samhengi
og hvaða þættir ráða þar úrslitum. Í
kynningu á vali erlendra verka hefur
stóra sviðinu. Það að Leikfélagið setji
aðeins upp tvær sýningar á stóra
sviðinu í vetur – sem báðar hljóta að
teljast líklegar til nokkurra vinsælda
– gefur til kynna að samningur Leik-
félagsins við Reykjavíkurborg veiti
ekki mikið svigrúm fyrir áhættu.
Nú þegar samningur Guðjóns Ped-
ersen sem leikhússtjóra LR í Borg-
arleikhúsinu er að renna út og nýr
leikhússtjóri er væntanlegur að ári
gefst mikilvægt tækifæri fyrir yf-
irvöld í Reykjavíkurborg að fara vel
yfir það hlutverk sem Borgarleikhús-
inu er ætlað í menningarlífi borg-
arinnar og um leið hvaða hlutverki
Leikfélagi Reykjavíkur eigi að gegna
innan þess. Er Borgarleikhúsinu ætl-
að að vera listrænt mótvægi við Þjóð-
leikhúsið og Leikfélaginu þá úthlutað
það hlutverk að vera leiðandi afl í því
samhengi? Eða er hugmyndin að
Borgarleikhúsið sé fyrst og fremst
ráðstefnu- og sýningahúsnæði, þar
sem LR gegnir aðallega hlutverki
húsvarðar og leigusala og fær að
setja upp sínar leiksýningar þegar
sviðin eru laus?
Að öðru leyti má segja almennt um
verkefnaval opinberu leikhúsana að
þau virðast hafa tekið Atkins-
matarkúrinn sér til einhverrar fyr-
irmyndar, þar sem búið er að skera
niður svo til allt kolvetni (klassísk
verk) og sykur (kassastykki). Hvað
klassíkina varðar hefur Leikfélag Ak-
ureyrar undir stjórn Magnúsar Geirs
Þórðarsonar snúið baki við henni og
lagt yfirlýsta áherslu á „nútímaverk“.
Þjóðleikhúsið setur Ivanov Tsjekovs
á svið um jólin og Guðjón Pedersen
ætlar að vinna með sama höfund í
Borgarleikhúsinu. Út af fyrir sig er
áhugavert að bæði leikhúsin skuli
velja að vinna með Tsjekov sem
klassík vetrarins, en einnig er athygl-
Morgunblaðið/Eggert
Leikhús fyrir almenning? „Það má vel færa
rök fyrir því að það sé skylda leikhúss sem
rekið er á föstum grundvelli fyrir opinbert fé
að bjóða upp á slíkt úrval leikverka að allir
finni þar eitthvað við sitt hæfi. Á hinn bóginn
má allt eins gagnrýna leikhúsin fyrir visst
stefnuleysi og skort á afstöðu til hlutverks
leikhússins í samfélaginu. Á leikhúsið fyrst
og fremst að þjónusta almenning, eða er
hlutverk þess annað?“
» Ef ekki tekst að vinna með markvissari
hætti að innlendri frumsköpun í leikhús-
unum er hætta á að þau verði sýning-
arbásar fyrir það sem best gerist í leikritun
annarra þjóða, en hafi í raun ekkert raun-
verulegt vægi í straumum eigin samfélags
Höfundur er leikhúsfræðingur og
kennari við Listháskóla Íslands.
Morgunblaðið/Kristján
„Eitthvað fyrir alla“ „Leikfélag Akureyrar gengur reyndar lengst í því í
vetur að viðhalda áherslu á “eitthvað fyrir alla“: þar er boðið upp á eitt
nýtt íslenskt verk, eitt nýtt erlent, farsa og barnaleikrit.“
Morgunblaðið/Ómar
Erlend verk „Þegar verkefnaval Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhús-
inu er skoðað sést að eins og Þjóðleikhúsið leggur LR nokkra áherslu á er-
lend verk í vetur, auk þess sem einhverjar þreifingar með fjölbreyttari
leiklistarform eru á döfinni, t.d. í sýningum Rafaels Bionciotto og Jo
Strömgren, svo eitthvað sé nefnt.“
» Út af fyrir sig er áhuga-
vert að bæði leikhúsin
skuli velja að vinna með
Tsjekov sem klassík vetr-
arins, en einnig er athygl-
isvert að af tæplega 30
áætluðum frumsýningum
opinberu leikhúsanna skuli
aðeins tvö vera uppfærslur
á klassískum verkum.
Morgunblaðið/Golli
Nýmæli„Þjóðleikhúsið hefur í ár valið þá leið að marka hverju sviði
ákveðna stefnu. Á Stóra sviðinu ríkir raunar fyrrnefnd fjölbreytni, en
hin sviðin bera skýrari einkenni. Á Smíðaverkstæðinu á að leggja
áherslu á ný og nýleg erlend verk, íslensk leikritun mun ríkja í Kass-
anum, en Kúlan verður lögð undir starfsemi fyrir yngstu áhorfendurna.“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 13