Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 3 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is É g hef kunnað vel við mig á vefnum,“ segir Matthías Jo- hannessen en í dag kemur ný ljóðabók hans út á heima- síðunni matthias.is. Að auki birtir hann dagbók sína frá árunum 1981 til 1990 og dagbókarfærslur frá liðnu sumri undir heitinu Á vígvelli siðmenningar II en á síðasta ári birtist fyrri grein með þessu heiti í Lesbók. Sama dag stofnaði Matt- hías heimaslóðina með þessu efni og öðru, þ. á m. dagbókum, kvæða- syrpum, samtölum sem hafa ekki verið birt í bókum og greinum, auk tveggja bóka, en mikið efni er einnig eftir Matthías á Skólavefn- um (skolavefur.is ), m.a. ljóða- upplestur. Matthías segist kunna vel við frelsið á vefnum sem sé þó sem betur fer ekki ótakmarkað eins og í blogginu. En þýðir þessi vefútgáfa á nýrri ljóðabók og öðru efni að afstaða Matthíasar til bóka- útgáfu í prentheimum hafi breyst. „Þegar ég hætti á Morg- unblaðinu missti ég að mestu áhugann á íslenska dægurkarpinu, þó gríp ég stundum niður í slíkt efni, lít jafnvel á bloggið. Sjálfur hef ég ekki bloggað, en gefið út rit mín eins og hver annar höfundur. Þegar ég komst í kynni við Skólavefinn vegna þáttarins Skáld mánaðarins í Þjóðminjahúsinu eignaðist ég góða samleið með hon- um. Bókaútgáfu á Íslandi hefur verið heldur óviss og raunar hef ég oftar þurft að skipta um útgefendur en höfundi er hollt. Við það missir hann tengsl við lesendur og tel ég mig ekki hafa farið varhluta af því. Bókaforlögin hafa verið á brauð- fótum síðustu árin, eða frá því AB lagði upp laupana. Þá varð ég fyrir töluverðu fjárhagstjóni sem ekki er í frásögur færandi, en hitt var verra að með gjaldþroti þess varð borgaralegi menningardraumurinn að martröð. Síðan hef ég gefið út rit mín á ýmsum forlögum og ekki verður annað sagt en þau hafi gert vel við þau, þótt óstýrilæti mitt og sérviska hafi ekki auðveldað þeim söluna, því ég hef beðist undan miklum auglýsingum og neitað að rit mín væru send í samkeppni for- laganna á vettvangi þess afleita kerfis sem heitir Íslensku bók- menntaverðlaunin, í bessastaðas- tellingum,“ segir Matthías og rifjar upp að hann hafi þó fengið verð- launin „fyrir slysni“, eins og hann orðar það. 30. – 40.000 heimsóknir Viðbrögðin sem Matthías hefur fengið við útgáfu sinni á vefnum dregur heldur ekki úr honum. „Auk þeirra sem fara á vef Borgarbókasafnsins og skolavef- inn.is eru 30. – 40.000 heimsóknir á ljóða- og dagbókarsíðu mína á Net- inu og Jökull Sigurðsson, net- umsjónarmaður minn, segir að um 7.000 einstaklingar hafi sótt síðuna heim frá því hún var opnuð í mars. Netið er semsagt í tísku, það er allt og sumt! Það hefur gengið vonum framar og nú bæti ég við nýju efni á slóð- ina, netljóðabók, dagbókum 1981 – ’90 og eins konar framhaldi af Á vígvelli siðmenningar sem kalla mætti dagbók frá sumrinu. Þar er meðal annars fjallað um kaupvæð- ingu mannshugans sem Jóhann Hannesson prófessor nefndi svo og gulu pressuna, einkum DV sem hefur ekkert breyst.“ Netljóðin Matthías kallar netljóðabókina Ljóð á netöld og vísar þar óbeint til heita eldri ljóðabóka sinna svo sem Sálmar á atómöld og Ættjarð- arljóð á atómöld. Allt eru þetta titlar sem bera í sér eins konar þversögn. Bókin inniheldur hátt í níutíu ljóð. Þau eru ýmist hátt- bundin eða í frjálsu formi, stutt eða löng. Þarna eru líka ljóðabálk- ar. Efnið er ekki síst samtíminn og sagan, borgin og náttúran – og oft togstreitan á milli þessara þátta. Það er mikil undiralda í ljóðunum. „Netljóðin eru með heldur léttu yfirbragði,“ segir Matthías, „en undirtónninn er grárri en virðist í fljótu bragði.“ Þessi ljóðabók er sem sagt ókeypis og kveðst Matthías hafa efni á því, „þótt sestur sé í helgan stein lífeyrisþeganna“. Og Matt- hías lætur ekki þar við stitja. Næsta netljóðabókin kemur ein- hvern tíma í vetur. „En með þessu móti þarf ég ekki að argast í útgefendum og er það mikill léttir, ekki síst fyrir þá. Samt vona ég að þetta efni sé bók- artækt, ef því væri að skipta. Sem stendur hef ég meiri áhuga á Netinu en bókaútgáfu og öllu því tildri og tálbeitum sem henni fylgja vegna auglýsingastríðsins mikla um hjarðsálina mikilvægu, en við hana á að tala, eins og allir vita, eins og hún sé baunir í belgj- um. En kannski á ég eftir að verða leiður á Netinu eins og flestu öðru – nema Íslendinga sögum, auðvit- að!“ Matthías Johannessen „Bókaforlögin hafa verið á brauðfótum síðustu árin, eða frá því AB lagði upp laupana. Þá varð ég fyrir töluverðu fjárhagstjóni sem ekki er í frásögur færandi, en hitt var verra að með gjaldþroti þess varð borgaralegi menningardraumurinn að martröð.“ Ný ljóðabók, Ljóð á netöld, eftir Matthías Johannessen kemur út í dag á heimasíðu hans, matthias.is. Að auki birtir hann dagbók sína frá árunum 1981 til 1990 og dagbók- arfærslur frá liðnu sumri undir heitinu Á vígvelli siðmenningar II en þar er meðal annars fjallað um kaupvæðingu mannshugans og gulu pressuna. » Bókaútgáfa á Íslandi hefur verið heldur óviss og raunar hef ég oftar þurft að skipta um útgefendur en höfundi er hollt. Við það missir hann tengsl við lesendur og tel ég mig ekki hafa farið varhluta af því. Hef meiri áhuga á Netinu en bókaútgáfu Fjalllaust er þetta land flatt eins og marglesið dagblað, snjáð dagblað með kálfslöppum eins og gulnað lauf. ----- Ég á heima í landi sem er ekki til, enginn þekkir það nema fuglinn. Og ég segi við hann,Varaðu þig á fálkanum. Á leið norður Við vorum þrjú í vagninum, hún sat fyrir aftan mig og talaði hátt í gemsann, Þú verður að standa við þetta, heyrði ég hana segja, þú getur ekki svikið mig, þú verður að bæta framkomuna, já og kynlífið, nei þú getur ekki hlaupizt undan þessu og þú verður að standa við þetta, þú verður að lofa mér því, nei-nei, aðeins í þetta eina sinn aldrei oftar, þú færð ekki annan sjans, svo varð þögn í strætó og ég læddist út við Hlemm, yfirgaf vígvöll þessa vængbrotna hjónabands. Leið 14, reynslusaga TENGLAR .............................................. www.matthias.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.