Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ástráð Eysteinsson astra@hi.is H vað skyldu fataverslun nokkur í Aberdeen og hársnyrtistofa í Kaupmannahöfn eiga sam- eiginlegt? Einmitt, báðar heita Kafka. Ætla verður að slík nafn- gift eigi rætur að rekja til rithöfundarins og lagadoktorsins Franz Kafka sem gekk um stræti Pragborgar fyrir hundrað árum, lét ekki mikið fyrir sér fara og dó lítt kunnur fyrir miðj- an aldur árið 1924. Þremur áratugum síðar var hann orðinn heimsþekktur fyrir ritverk sín og hefur verið með frægustu nöfnum vestrænnar menningar síðastliðna hálfa öld. Erfitt er að mæla frægð, en að órannsökuðu máli get ég mér þess til að meðal 20. aldar höf- unda sé Írinn James Joyce einn fyrirferð- armeiri en Franz Kafka í bókmenntaheimi Vesturlanda á síðustu áratugum og í samtím- anum. Sumir telja kannski að Joyce eigi hægara um vik þar eð hann skrifaði á ensku en Kafka á þýsku. Raunin er þó sú að engir höfundar ryðja sér til rúms á þennan hátt nema verk þeirra séu þýdd á fjölda tungumála. Annar þáttur er svo fræðileg, gagnrýnin eða önnur skipuleg um- ræða um verk höfundarins, en hinn þriðji al- mennara umtal eða vísanir til höfundarins og verka hans, m.a. með myndefni. Fjórðu tegund staðfestingar má svo finna í ummerkjum eða sporum höfundarins í verkum annarra skálda eða textatengslum þar sem verk höfundarins birtist sem efniviður í nýju sköpunarferli.1 Þar komum við einnig að ýmsum formum endurrit- unar eða endurmótunar, svo sem leikgerðum eða kvikmyndum sem byggjast á sögum og mega í vissum skilning teljast „þýðingar“ – og þar með er hringnum lokað. Verk Kafka hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, sögur hans færðar í leikbúning víða um lönd og kvikmyndir gerðar eftir þeim – þá þekktustu gerði Orson Welles eftir skáldsög- unni Réttarhöldunum, með Anthony Perkins í hlutverki Jósefs K. Nóvellan Die Verwandlung, sem þykir sýna snilldartök Kafka á þessu sagnaformi milli smásagna og skáldsagna, er væntanlega það verk hans sem hvað víðast hef- ur farið og oftast verið endurgert. Hannes Pét- ursson þýddi það á íslensku 1960 og nefndi Hamskiptin en í fyrra kom það út í þýðingu Ást- ráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar undir heitinu Umskiptin. Leikgerð Hafliða Arn- grímssonar, Gregor. Hamskiptin eftir Franz Kafka, var sviðsett hjá leikhúsinu Frú Emilíu árið 1989 og um þessar mundir er leikgerð Dav- id Farrs og Gísla Arnar Garðarssonar, Ham- skiptin, á svölum Þjóðleikhússins. Þar er höf- undur líka sagður vera Franz Kafka, sem orkar vægast sagt tvímælis þegar um svo breytt verk er að ræða og annan listmiðil. Þess má geta að frægasta leikgerð Umskiptanna, þ.e. Meta- morphosis eftir breska leikskáldið og leikarann Steven Berkoff, er skráð sem höfundarverk hans en tekið fram að hún sé byggð á sögu Kafka. Leikgerð Berkoffs var fyrst sviðsett 1969 en hann útfærði hana sem sjónvarpsmynd fyrir BBC árið 1987 og var sú mynd sýnd hér í ríkissjónvarpinu á sínum tíma. Öxi á freðið haf Í heimi fræðanna hefur Kafka gengið ljósum logum áratugum saman. Bækur og ritgerðir um verk hans hafa hrannast ört upp, rétt eins og raunin er með Joyce. Af fræðaflóðinu má ráða að þessi skáld eru ekki aðeins mikilvæg í sjálf- um sér, heldur hafa þau orðið æ þýðingarmeiri sem lykilhöfundar í þeim nútímaumbrotum skáldskapar sem kennd eru við módernisma. Þótt liðin sé hartnær öld síðan umrót módern- ismans tók að breyta svipmóti bókmenntanna, bendir staða þessara höfunda, sem og raunar margra annarra módernista, til þess að enn sé brýnum spurningum um þetta umrót ósvarað, enn sé verið að vinna úr því raski sem fylgdi framúrstefnu og hefðarofi módernismans. Á sama tíma hafa þessir höfundar þó orðið al- vanaleg og allt að því sjálfvirk nöfn í hvers kon- ar almennri umræðu og þeim endalausu vís- unum til bókmennta og menningar sem stöðugt bregður fyrir í fjölmiðlum. Og í heimaborgum þeirra, Dublin og Prag, þar sem þeir voru áður lítilsvirtir og bannaðir höfundar, hefur nú sprottið upp menningartúrismi í kringum þá; myndir af þeim blasa við á bolum og öðrum söluvarningi. Fagna má því að þessir jöfrar hafi verið tekn- ir í sátt en gæti sú sátt ekki orðið bragðdauf; er ekki hætt við að hún geri þá að saklausum kennileitum á vegferð fólks sem leitar afþrey- ingar? Slíku er erfitt að svara; athyglin aflar þessum höfundum kannski nýrra og ákafra les- enda. Þegar ég velti milli fingra mér lítilli syk- uröskju sem kollegi færði mér frá „Café Franz Kafka“ í Prag, verður mér hugsað til orða sem höfundurinn lét falla tvítugur að aldri í bréfi til vinar síns og hafa orðið fleyg eins og sitthvað annað úr bréfum hans og dagbókum: „Við þörfnumst“, skrifar hann, „bóka sem orka á okkur eins og áfall er særir okkur djúpt, eins og dauði einhvers sem okkur þótti vænna um en sjálfa okkur, eins og við værum reknir á skóg, burt frá öllum mönnum, eins og sjálfsvíg, bókin verður að vera öxin á freðið hafið í okkur.“2 Hægt er að heyra rómantískan tón í þessum orðum hins pragverska háskólanema, en þau eru þó ekkert glamur; alvöruþungi þeirra og ástríða áttu eftir að rata inn í ritverkin sem hann skrifaði á næstu tveimur áratugum. Fræðimennirnir Walter Benjamin, Theodor Adorno, Maurice Blanchot, Gilles Deleuze og ótalmargir aðrir hafa skrifað um það freðna haf tilfinninga og hugmyndafræði sem Kafka hegg- ur í með skrifum sínum og fjölmörg skáld hafa sömuleiðis vottað um tengsl sín við Kafka, ýmist með skrifum um hann eða einhvers konar stefnumótum við hann í eigin skáldverkum. Ég fjallaði um Orhan Pamuk hér í Lesbók fyrir viku og minnist á tengslin milli persónunnar Ka í skáldsögunni Snjó við þær tvær persónur Kafka sem heita „K.“, þ.e.a.s. söguhetjur Rétt- arhaldanna og Hallarinnar. 8. september sl. birti Rúnar Helgi Vignisson grein í Lesbók um J.M. Coetzee og benti m.a. á tengsl hans við Kafka. Heimsbókmenntaruna þessara og ann- arra höfunda, sem hafa hóað í Kafka, talar sínu máli: Borges, Beckett, Nabokov, Marquez, Villy Sørensen, Bruno Schulz, Elias Canetti, Philip Roth. Stundum skynjar maður mikla nálægð Kafka í verkum sem standa samt fyllilega á eig- in fótum; þannig orkar t.d. skáldsagan The Un- consoled (Óhuggandi) eftir Kazuo Ishiguro á mig. Vissulega getur verið erfitt að benda óhikað á áhrif, enda hleypir það hugtak manni stundum of langt, t.d. þar sem fremur má sjá hliðstæður með verkum Kafka og annarra höfunda, svo sem Thors Vilhjálmssonar, Geirs Kristjáns- sonar, Svövu Jakobsdóttur eða Braga Ólafs- sonar. Stundum er hins vegar um að ræða beina samræðu, eins og þegar bæði Paul Auster (í The Brooklyn Follies) og Hermann Stefánsson (í Níu þjófalyklum) draga inn í verk sín söguna af Kafka og dúkkunni sem hann skrifaði um fram- haldssögu á póstkortum fyrir litla stúlku. Þá er ekki úr vegi að nefna tvö íslensk „Kafkaljóð“ en það eru „Skuggar“ eftir Matthías Johannessen í bókinni Árstíðaferð um innri mann og „Kafka á línunni“ eftir Ísak Harðarson í bókinni Hvítur ísbjörn. Opinská viðbrögð við Kafka hafa auðvitað stundum verið neikvæð. Slík viðbrögð eru þó einnig til marks um áhrifamátt höfundarins, t.d. þegar fræðimenn eða rithöfundar sækja sér eldsneyti í „brottvísun“ Kafka eða yfirlýsingar um að hann sé ofmetinn. Sumir eru í grundvall- aratriðum andsnúnir fagurfræði Kafka, lýs- ingum veruleikans og mannfólksins í verkum hans, eða meintri dökkri lífssýn hans. Hann hef- ur verið kallaður talsmaður andfélagslegra við- horfa og angistar í ritum ýmissa andköfkunga, svo gripið sé til orðs sem Þórarinn Eldjárn not- aði eitt sinn um erlendan gagnrýnanda (TMM, 3. hefti 1978, bls. 248). Er þetta ekki kafkaískt? Enn er eftir að drepa á veigamikil atriði í því sem ég nefndi þriðja lið í mati á vægi höfunda, þ.e.a.s. almennt umtal eða vísanir til höfund- arins og verka hans. Mikilvægi Kafka speglast m.a. í lýsingarorðinu sem sprottið hefur af nafni hans og viðhaft er í ýmsum tungumálum. Hvað merkir lýsingarorðið „kafkaískur“? Það hefur augljóslega orðið til í tengslum við ritverk Kafka og skilning á þeim. Hér verður að gera langa sögu stutta. Ég hygg að notkunin sé þrí- þætt, þótt þættirnir skarist með ýmsu móti: 1) Í víðasta skilningi felur orðið í sér vitund um fá- ránleika, eitthvað absúrd, gjarnan í tengslum við skrifræði eða völundarhús einhvers „kerfis“; t.d. þegar maður er sendur með vottorð fram og aftur á milli nokkurra skrifstofa eða stofnana. 2) Stundum er orðið notað um eitthvað sem virðist óröklegt, t.d. óvænt villuráf um staði eða svæði sem maður taldi sig þekkja vel. 3) Það vísar líka til ókennilegrar mannlegrar hegðunar – m.a. hegðunar manns sjálfs eða einhvers hnykks sem kemur á sjálfsmyndina. Í þessu sambandi freistast ég til sjálfsævi- sögulegs innskots. Vorið 1990 fórum við Ey- steinn Þorvaldsson stutta ferð til Prag. Við feðgar höfðum fengist við að þýða verk Kafka um nokkurt skeið og það var sérstök reynsla að koma til heimaborgar hans á þessum tímamót- um, skömmu eftir flauelsbyltinguna svokölluðu, elta svip hans um göturnar en muna jafnframt að hann var lengi bannaðar höfundur þarna; í þessum húsum hafði fólk þurft að lesa verk hans á laun, ef það komst yfir þau á annað borð. Á kastalahæðinni, í götu kenndri við alkemista, er lítið hús þar sem Kafka hafði átt athvarf um hríð. Þar var einhvers konar minjagripaverslun. Við vikum okkur þarna inn og undruðumst að sjá fátt sem minnti á höfundinn góða. Við spurð- um afgreiðslumann á staðnum hvað hann hefði í fórum sínum er tengdist Franz Kafka. Þung- brýnn ansaði hann fáu en lét á sér skilja að hann hefði ekkert eftir Kafka til sölu og það var hon- um augsýnilega til ama er við héldum áfram að nefna skáldið. Okkur þótti ljóst að þessi náungi væri gangandi arfleifð frá tímum einveld- isstjórna og á leiðinni út urðum við jafnframt Ljósum logum Kafka árið 1917 Kafka átti sér mörg andlit. Takið eftir hvað þessi mynd af honum er ólík þeirri á forsíðu Lesbókar. Hamskiptin voru frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í vikunni en það er leikgerð David Farrs og Gísla Arnar Garðarssonar af einu frægasta verki Franz Kafka, Die Verwandlung. Af þessu tilefni er vegferð Kafka og verka hans í samtímanum skoðuð en sennilega eru fáir höfundar frægari og umtalaðri. Verk hans birtast í ýmiss konar umritunum, nafn hans sömuleiðis og andlitið er orðið að eins konar íkoni. Maður eða dýr? Portrett David Levine af Kafka. Á myndinni sést ógreinilega að hönd Kafka hefur breyst í eitthvað annað. Kakkalakki Myndasaga úr bandarísku dagblaði. Til vitnis um hvernig saga Kafka hefur síast inn í almenna menningarvitund. Kakkalakki er tíður heimagestur hjá mörgum Ameríkönum. Heilabrot um samtímavægi Kafka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.