Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Stephen gamli Morrissey, hinnfyrrum blómum skrýddi forvíg- ismaður gáfumannapoppsveitarinnar The Smiths og nú- verandi sóló- listamaður, er með nýja plötu í farvatninu. Morr- issey, eða Mozzer eins og Bretinn kallar sinn mann, hefur verið með eindæmum iðinn undanfarin ár og gefið út tvær prýðisplötur, You are the Quarry (2004) og Ringleader of the Tormen- tors (2006), en þær báru með sér list- ræna endurreisn söngvarans eftir nokkurra ára þurrkatíð. Platan verð- ur tekin upp á næstu mánuðum og gefin út „einhvern tíma“ á næsta ári. En þó að upptökur séu ekki hafnar og útgáfudagur sé á huldu eru öll lög og textar klár, og bíða þess bara að upp- tökumaðurinn ýti á „rec“. Morrissey er enn og aftur samn- ingslaus, en samningur hans við Sanctuary er runninn út. Hann hefur hins vegar fengið tilboð frá Warner- risanum en ekki er vitað hvort því hefur verið tekið. Þá hefur Morr- issey, sem er talsvert ólíkindatól, gef- ið í skyn að hann muni hætta að koma fram á tónleikum eftir að yfirstand- andi Ameríkutúr lýkur, en síðustu tónleikarnir eru í Miami í nóvember.    Chan Marshall, sem er beturþekkt undir nafninu Cat Power, ætlar að gefa út aðra tökulagaplötu sína, Covers II, í janúar á næsta ári. Það er Mata- dor sem gefur hana út. Fyrri platan, The Co- vers Records, kom út árið 2000 hjá sama merki en þar rennir Mars- hall sér í gegnum lög eftir listamenn á borð við Bob Dylan, Rolling Stones og Velvet Underground. Ekkert hef- ur hins vegar enn fengist staðfest um lagalista nýju plötunnar en hana tek- ur hún upp með sveit sinni, Dirty Delta Blues Band. Þar eru um borð m.a. Jim White úr Dirty Three og Ju- dah Bauer úr Blues Explosion. Litlir fuglar hafa þá hvíslað allnokkuð um nýja hljóðversplötu með frumsömdu efni, sem heitir Sun og á að koma út vorið 2008. Síðasta plata Marshall af þeirri tegund er The Greatest, sem út kom í fyrra, öndvegisplata sem hefur mikið verið hampað af gagnrýn- endum sem og aðdáendum. Þá má geta þess að Marshall er hætt að drekka, fyrir utan stöku rauðvínsglas, og ku það skila sér í fagmannlegri og gleðiríkari tón- leikum (sjá mynd), en tónleikar henn- ar gátu verið allsvakalegt sjónarspil þar sem allt var gjörsamlega í tómu rugli, eins og Íslendingar fengu að kynnast sjálfir á Innipúkanum haust- ið 2005.    Ein rosalegasta plata síðustu áraer The Drift eftir fyrrverandi tyggjókúlu- og barokkpopparann Scott Walker. Og þá er hún sem sagt rosaleg í þeim skilningi að það er nánast ekki hægt að hlusta á hana, svo tauga- trekkjandi og hryllileg er hljóð- myndin. En ef mönnum tekst að halda sér við efn- ið, þó ekki sé nema í nokkrar mín- útur, verður snilldin þó kristaltær. Walker, sem er einfari mikill, virðist nú kominn á fart, því stuttskífan And Who Shall Go to the Ball? And What Shall Go to the Ball? kom út fyrir stuttu undir merki 4AD. Verkið er í fjórum hlutum og var samið fyrir enskan dansflokk. Hlustið ef þið þor- ið … TÓNLIST Morrissey Cat Power Scott Walker Eftir Ágúst Borgþór Sverrisson agust@islenska.is Þau heyrast oft og víða, sígildu lögin sembesta plata The Who, Whós Next, skart-ar: Tvö þeirra eru einkennisstef í C.S.I.sjónvarpsþáttum, Baba ÓRiley og Wońt Be Fooled Again (þriðja Who-lagið, Who are You, af samnefndri plötu, heyrist síðan í enn einni C.S.I. seríu); Limp Bizkit endurvakti vinsældir lagsins Behind Blue Eyes með tilþrifalitlum ábreiðuflutningi fyrir tveimur árum og ýmis lög af þessari plötu völdu krakkarnir í þáttunum Rock Star Supernova sér til flutnings. Lögin á Whós Next hljóma eins og það sem þau eru: ekta, sígilt eðalrokk. Platan er hins vegar frá árinu 1971 og fæstir gera sér grein fyrir því að hljómur hennar var nýstárlegur ef ekki bylting- arkenndur á sínum tíma. Hljóðgervlar höfðu t.d. aldrei verið notaðir á þann hátt sem Pete Towns- hend beitir þeim á þessari plötu þar sem langir og frumlegir einleikskaflar á hljóðgervil prýða lögin Wońt Be Fooled Again og Going Mobile. Í lok sólókaflans í Wońt Be Fooled Again kveður við risaöskur söngvarans Rogers Daltrey. Það þykir svo sannarlega engin nýlunda að söngvari öskri í þungu rokklagi en öskur Daltreys á þessu and- artaki, tímasetning þess í laginu og ógnarkraft- urinn færðu því hinn óopinbera titil „öskrið sem breytti rokksögunni“. Sagan á bak við þessa plötu er bæði merkileg og furðuleg. Tveimur árum áður hafði The Who gefið út Tommy, fyrstu rokkóperu sögunnar. Sag- an á Tommy er sérkennileg og jafnvel barnaleg en tónlistin þótti frábær. Tommy var síðan kvik- mynduð um miðjan áttunda áratuginn og kvik- myndin naut mikilla vinsælda. Árið 1970 var Pete Townshend (Townshend samdi nánast allt efni The Who með örfáum undantekningum) hins veg- ar með aðra sögu og aðra kvikmynd í huga, flókna sögu um raunir unglingsáranna , handrit sem hann skrifaði drög að en enginn annar fékk nokk- urn botn í. Sagan var öðrum þræði útópísk og fjallaði m.a. um frelsun mannsandans fyrir til- verknað tónlistar. En verkefnið snerist ekki bara um eina óskilj- anlega kvikmynd, það var miklu viðameira en svo. Pete Townshend hafði til að bera merkilegt fram- tíðarinnsæi um gagnvirkni og tengingu miðla, t.d. telur hann sig hafa séð fyrir tilkomu internetsins í texta lagsins Relay sem er frá árinu 1974. Townshend kallaði þetta verk Lifehouse og það átti semsagt að samanstanda af kvikmynd, nokk- urra platna albúmi og röð tónleika. En þar með var ekki allt upptalið. The Who æfðu lögin í Young Vic leikhúsinu í London fyrir opnum dyrum fyrir gesti og gangandi. Með því tiltæki var í og með ætlunin að skapa einhvers konar útópískt alsælu- samband milli hljómsveitar og áheyrenda, sam- bærilegt við það sem Lifehouse-sagan boðaði. Auk þess átti að skeyta þessum tónleikaatriðum inn í kvikmyndina þar sem texti viðkomandi laga féll að söguþræðinum hverju sinni. Pete Townshend tókst ekki að útskýra heildar- hugmyndina skilmerkilega fyrir nokkrum manni, hvað þá gera hana eftirsóknarverða. Svo fór að hann gafst upp á Lifehouse verkefninu en nið- urstaðan varð sú að hljóðrituð voru 9 af lögunum sem búið var að semja fyrir verkefnið. Útkoman var svo þessi þétta og stórkostlega rokkplata sem ber engin merki um ringulreiðina og vandræðaganginn sem lágu að baki henni. Risaprójekt minnkað niður í níu frábær lög POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is E inhver kann að halda að þetta sé bara sprell hjá mér, eins væri hægt að tala um sinfónískt svart- þungarokk eða teknókryddaða hugleiðslutónlist. Æi, slæm dæmi, báðar þessar stefnur eru víst til! Já, það er nú einu sinni þannig að flest er reynt í þessum efnum í tónlistinni. Það er engin nýlunda að tveimur, eða fleiri stefnum, sé hnoðað saman, sjálft rokkið varð þannig til úr blöndu af blús blökkumanna og sveitatónlist hvíta bóndans, sem hann flutti með sér frá Evrópu. Það er því í raun furðanlegt þegar fólk bregst ókvæða við til- raunum með formin og leitinni eftir einhverju nýju. Bob Dylan stakk gítarnum sínum í samband á þjóðlagahátíðinni í Newport og allt varð kolvit- laust. Það virðist alltaf jafn djúpt á óttanum við eitthvað nýtt og þránni eftir öryggi í mannskepn- unni. Hugmyndirnar í þessum efnum hafa þó líklega aldrei verið ævintýralegri en í dag og útsjón- arsemin er alltaf að aukast. Betra aðgengi að alls kyns tónlist, saman með heilnæmu skeyting- arleysi í garð þess sem „má“ er að fæða af sér tónlistarsköpun sem fyrir einhverjum áratugum hefði verið óhugsandi, í mesta lagi brandari á blaði. Fyrir einhverjum árum las höfundur grein um þá yfirburðarsveit, Jethro Tull, þar sem talað var um að með laginu „Minstrel in the Gallery“ gæti Tull gert tilkall til þess að vera eina „folk- metal“ sveit heims. Heitinu var þarna slegið fram í fullkomnu gríni en í dag er það notað yfir einkar virka undirstefnu í þungarokki, sem er reyndar það virk að hún sjálf er þegar farin að kvíslast niður í aðrar undirstefnur og afbrigði. Sköpunin, leitin, heldur þannig endalaust áfram. Víkingarokk Áferð og inntak þessara tveggja tónlistarstefna, þungarokks og þjóðlagatónlistar, er eðlilega það sem fær fólk til að staldra við. Þetta er svo ólíkt er það ekki? Þungarokkið gengur út á ofsa, há- vaða, hraða og almennt brjálæði. Þjóðlaga- tónlistin snýst um fínleika, melódíu, fegurð og angurværð. En stöldrum við og gröfum aðeins dýpra. Það er sameiginlegur þráður, nokkuð sver, sem tengir þessar stefnur saman. Það er nefni- lega eitthvað hreint, og hrátt, sem stafar af þeim báðum. Tökum Motorhead, eða AC/DC, sem dæmi. Útgangspunkturinn þar er einfaldleikinn, að framreiða rokkið án allra flækja þannig að mönnum sé nær ómögulegt að smíða einhverjar kenningar í kringum það eða að setja sig í vitræn- ar stellingar gagnvart því (sem gerir þessa grein að ákveðinni mótsögn). Það er eitthvað „satt“ við þessa aðkomu, og sama gildir um þjóðlagatónlist- ina sem á rætur sínar í hreinni þörf almúgafólks til að tjá sig í gegnum söng og hljóðfæraslátt. Þetta gerir umræddan samslátt formanna næsta sjálfsagðan, og nokkuð athyglisverðan og spenn- andi líka, því að í mörgum tilfellum hefur tekist glæsilega til. Íslendingar ættu best að kannast við þennan stíl í laginu „Ormurin langi“ með færeysku sveit- inni Týr, sem tekið er af fyrstu plötu hennar, How far to Asgaard, en lagið sló í gegn hérlendis árið 2002. Týr er gjarnan sett undir hatt hins svo- nefnda víkingarokks, sem er skylt þjóðlagaþunga- rokkinu, og hefur verið að ná gríðargóðum ár- angri á því sviði eins og síðasta plata þeirra, Ragnarök, ber vitni um. Þá heimsóttu finnskir iðkendur formsins, Finntroll, landann á dögunum en stefnan er giska útbreidd og nefna má í því sambandi sveitina Stille Volk sem er frá Pírenea- fjallasvæði Frakklands, en er þó með þýskt nafn og meðlimir syngja gjarnan á hinu nánast út- dauða tungumáli occitönsku. Þá hefur svartþungarokkið verið mikilvæg gróðrarstöð hvað þetta varðar og margar sveitir þar hafa unnið úr þjóðlögum og þeim arfi sem þau koma úr. Kirkjubrennarinn og morðinginn Varg Vikerness, kenndur við Burzum, gaf út plötuna Filosofem árið 1996, sem reyndist áhrifarík en stærsta senan hvað þetta varðar í dag er í Austur- Evrópu þar sem fjöldi svartþungarokksbanda vinnur markvisst úr slavneskum rótum sínum. Þá hefur svissneska sveitin Eluveitie verið að vekja talsverða athygli að undanförnu, en þar eru miðaldahljóðfæri brúkuð jafnt á við rafmagnsgít- ara og trommur. Eins og sjá má á myndinni spilar ímyndin ekki litla rullu, en meðlimir líta út eins og fótgönguliðar í gaulverska hernum og maður á erfitt með að ímynda sér að þetta fólk hafi áhyggjur af rafmagnsreikningnum eins og við hin. Já, þessi tónlist maður... Þjóðlagaþungarokk Hversu langt er hægt að ganga í samslætti á ólíkum stefnum og stílum? Er virkilega hægt að slengja brennivínslegnu sóðarokki saman við fínlega þjóðlagatónlist svo að vel sé? Herrar mínir og frúr, má ég kynna þjóðlagaþunga- rokkið, stefnumót ólíkra heima þar sem úfnir og illa lyktandi rokkhundar ganga hönd í hönd með hreinum og stroknum meyjum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Eluveitie, svissnesk þjóðlagaþungarokkssveit „Áferð og inntak þessara tveggja tónlistarstefna, þungarokks og þjóðlagatónlistar, er eðlilega það sem fær fólk til að staldra við.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.