Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Barce-
lona
Eftir Guðna Elísson
gudnieli@hi.is
Þ
essa vikuna hafa ýmsir hugað að
íslenskri tungu, því vandmeðfarna
og vanmetna amboði sem beygir
sig og brettir eftir kúnstarinnar
reglum og mótar barnungan mál-
notandann svo rækilega í sinni
mynd að frá þeirri stundu verða erlendar tung-
ur honum óþjálar í munni. Og þar sem afmæl-
isdagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, 16.
nóvember, varð fyrir valinu sem dagur íslenskr-
ar tungu einsetja menn sér nú fyrst og fremst
að skoða tunguna í Jónasi. Er henni ætlað að
standa sem sýnishorn um þau tækifæri sem al-
mennt búa í íslenskum málfærum sé vilji og
metnaður fyrir hendi.
Svo var einnig á föstudaginn fyrir viku þegar
mönnum varð tíðrætt um tungu Jónasar í öllum
fínni fjölmiðlum bæjarins í tilefni af tveggja
alda afmæli skáldsins. Svo mikill samhljómur
var með þeim mörgu dálkmetrum sem settir
voru á blað að engu var líkara en sendur hefði
verið út samræmdur viðmiðunartexti. Ég treysti
mér þó ekki til að taka saman sannindin sem
skrifuð voru um skáldið á þessum tímamótum í
samlífi hans og þjóðarinnar og læt nægja að
endursegja málstefnu Jónasar í tveimur línum
annars skálds sem varla er við hæfi að nefna í
svo háleitu samhengi: „Íslenskan er orða frjó-
söm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“.
Ýmsir fóru þó á mis við málfögnuðinn sem
sveif í loftinu afmælisdaginn góða, því að inn á
milli hreintungugreinanna í Fréttablaðinu og 24
stundum hafði verið skotið auglýsingum á einu
af millibilsmálunum sem urðu til í andartak við
turninn í Babel á meðan Drottinn allsherjar var
að greina tungurnar í sundur. Í Fréttablaðinu
mæla kjötiðnaðarmenn með „Ær-hryggjasteik
með oriental hjúp“ (bls. 57) og í auglýsingu leik-
fangaverslunar er strikað yfir orðin „Bara fyrir
börn“ úr eldri frétt um verðlag á leikfanga-
markaði og skrifað fyrir ofan með rauðu tússi
„Just4Kids“ (bls. 37) svo að merkingin týnist
örugglega ekki. Á svipaðan hátt auglýsir
Geysir: Bistro&Bar „Bröns alla laugardaga og
sunnudaga“ (bls. 5 í Tísku- & fegurðarkálfi
Fréttablaðsins), á meðan Guffi og Gulla á veit-
ingastaðnum Salti tileinka sér „New style ta-
pas“ (bls. 2 í Sirkus-kálfinum). Sama dag las ég
í 24 stundum að náttúran og umhverfið væru
„okkar spa“ (bls. 12), að „Slide Back rúm“ væru
á sérstöku jólatilboði (bls. 29) og á annarri síðu
í blaðinu voru rúm með „spine support“ auglýst
(bls. 45). Dæmin voru auðvitað fleiri og sýna að
ísl-enskunni verður jafnvel ekki þokað úr blöð-
unum á deginum sem kenndur er við móð-
urmálið.
Orðnauðin sem grípur höfundana er nánast
óskiljanleg því ekki skortir þýðingar á þessum
hugtökum. Enska orðinu „oriental“ ætti að vera
auðvelt að snara yfir á íslensku og hið sama má
segja um orð eins og „new style“ og „spine sup-
port“. Dettur þér eitthvað í hug lesandi góður?
Uppgjöfin frammi fyrir enskunni er óskiljanleg.
Meira að segja „slide back“ rúmið er nýstárleg
orðmynd yfir gamalkunnugt fyrirbrigði eins og
myndirnar sem fylgja auglýsingunni sýna. Þessi
rúm hétu sjúkrarúm á íslensku á meðan það
þótti sjúkdómseinkenni að liggja vakandi í fleti
sínu. Vissulega kallar það á nýjar skilgreiningar
að nú eru langar legur lífsstíll og höfða til Ís-
lendinga á öllum aldri. En ætli okkur sé ofviða
að búa til nýtt hugtak yfir rúm með baki sem
má hækka og lækka í nafni afþreyingar?
Stundum er þó ekki laust við að maður sakni
uppgjafarinnar andspænis tungumálinu. Und-
anhaldsstíllinn sem birtist í málfari dagblaðanna
er næstum bærilegri en þær sókndjörfu stór-
skotaliðsárásir sem sumir stunda á prenti. Hér
nægir að nefna nýja þingsályktunartillögu „um
prófessorsembætti kennt við Jónas Hall-
grímsson“, en samkvæmt henni á að fela
menntamálaráðherra „að hlutast til um það við
Háskóla Íslands að stofnað verði prófessors-
embætti kennt við Jónas Hallgrímsson skáld“.
Að tillögunni koma níu þingmenn úr öllum
flokkum og er íslensk málrækt meginmark-
miðið. Greinargerðin er þó með þeim hætti að
fátt er til ráða annað en að stara á hana og
undrast. Þeir sem eru svo lánsamir að eiga
„slide back“ sjúkrarúm ættu að koma sér vel
fyrir, aðrir verða bara að halda sér í ísskápinn.
Réttast er að lesa kaflann sem hér fylgir upp-
hátt og ekki má gleyma að þingmennirnir níu
tala í nafni málræktar:
Íslensk tunga er ankeri íslenskrar þjóðar, lykillinn að
sjálfstæðri menningu og þjóðerni. Íslensk tunga hef-
ur alltaf átt undir högg að sækja, en hún er lífsseig
með eindæmum og ber þannig spegilmyndina af eðli
þjóðarinnar og virðingu fyrir tungunni þótt stundum
pusi í þræsingum. Um þessar mundir á íslensk tunga
undir högg að sækja og rótgrónar stofnanir á Íslandi
hafa meira að segja látið sér detta í hug að setja er-
lenda tungu í fremstu víglínu tungutaks Íslendinga
við hlið íslenskunnar. […]
Mikilvægi Jónasar Hallgrímssonar fyrir íslenska þjóð
mælist ekki í verðbréfum heldur ómetanlegum verð-
mætum í þjóðarsálinni og persónuleika Íslendinga.
Þess vegna er það engin tilviljun að Jónas Hall-
grímsson býr í öllum Íslendingum.
Jónas Hallgrímsson kom sem vorvindur inn í íslenskt
tungutak fyrir 200 árum og enn er vorvindurinn í
loftinu, slíkt var afl skáldsins til þess að ríma við
möguleika íslenskunnar á náttúrulegum grunni henn-
ar. Þessi vorvindur hefur dugað okkur vel og við
þurfum að tryggja vel að hann verði staðvindur í ís-
lensku samfélagi. […]
Enn þá andar suðrið sæla af tungutaki Jónasar og
það er mikilvægt að virkja þessa auðlind inn í hjart-
slátt þjóðarinnar í starfi og leik. Einn af mörgum
möguleikum er sá spennandi kostur að Háskóli Ís-
lands skapi rúm um borð í móðurskipinu fyrir pró-
fessorsembætti tengt nafni Jónasar Hallgrímssonar,
prófessorsembætti sem hefði það markmið að fylgja
íslenskunni áfram með reisn og styrkja íslenska ljóð-
rækt.
Það má spyrja um tilganginn með svo langri
tilvitnun. Ég get því einu svarað að ég treysti
mér ekki til að endursegja efni tillögunnar. Hér
verður ekkert umorðað. Sumar jurtir þola illa
að vera fluttar úr sínum potti.
Guð forði mönnum líka frá þeirri hugsun að
ég hafi leyfi til þess að mæla í nafni móð-
urskipsins á Melunum. Þó vaknar sú spurning
hvort nær væri að leggja fram aðra þingsálykt-
unartillögu en þessa, tillögu þar sem lögreglu
væri heimilað að svipta menn málfarsrétt-
indum?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Málræktarþingið Níu þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson og er íslensk málrækt meg-
inmarkmiðið. Greinargerðin er þó með þeim hætti að fátt er til ráða annað en að stara á hana og undrast, segir Guðni.
»Hvað veldur þessari uppgjöf
frammi fyrir enskunni?
Meira að segja „slide back“ rúm-
ið er nýstárleg orðmynd yfir
gamalkunnugt fyrirbrigði eins
og myndirnar sem fylgja auglýs-
ingunni sýna. Þessi rúm hétu
sjúkrarúm á íslensku á meðan
það þótti sjúkdómseinkenni
að liggja vakandi í fleti sínu.
Vissulega kallar það á nýjar
skilgreiningar að nú eru langar
legur lífsstíll og höfða til
Íslendinga á öllum aldri.
FJÖLMIÐLAR
Málfarsréttindi
og undanhaldsstíll
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími
5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eftir Magnús Sigurðsson
mas8@hi.is
!
Satt er það, að nú
veit ég ekki lengur af
hvaða ástæðum ég
held hér enn til. Því
hér er ég enn. Eða
öllu heldur er ég hér,
í Barcelona, á meðan
þessi orð verða til.
Helmingurinn af tilspöruðum
farareyri mínum fór á einu
bretti í bankatryggingar, fyr-
irframgreidda húsaleigu og í
þóknun til leiguskrifstofunnar
fyrstu vikuna. En maturinn er
ódýrari hér, þótt einnar evru
rauðvínið í súpermörkuðunum
flæði upp vélindað þegar lagst
er til svefns eða framkalli
magakrampa, en vatnið úr
krananum matt og ódrykkjar-
hæft. Fljótlega fer mann þó að
dreyma á tungu þessarar þjóð-
ar. En þegar maður uppgötvar
að þetta tungumál lærist af
sjálfu sér hættir maður að
leggja sig eftir því, og glutrar
því niður.
Satt er það, að lífið er alls
staðar eins, en hérna þjáist
gamla fólkið sem lifði af borg-
arastyrjöldina allt af beinkröm
og ber með sér að hafa liðið
sult. Enginn yrðir á mann í
mannþrönginni nema betlarar
og drykkjusvolar, en sjálfur
gefur maður sig ekki heldur á
tal við aðra manneskju að
fyrra bragði. Útlendingar eru
litnir hornauga, en svertingj-
arnir eru þeir einu sem fá að
kenna á því: „¡Eh, mono, vete
a tu país!“ Já, og þykir gott að
sleppa með glósur og tilköll en
halda óbrotnum tönnum og
beinum. Blöðin tala um það að
í útjöðrum borgarinnar hafi
samtökum nýnasista vaxið
fiskur um hrygg undanfarið.
Þó er lögreglan hvarvetna
sýnileg og stendur vörð á
Plaza Real þegar skyggir.
Stundum fara giftingar fram
í kirkjum gamla miðbæjarins.
Þá strýkst brúðarslörið yfir
hlandpolla og mannasaur
borgarinnar. Gleðin er blind-
andi, en við hin höfum augun
hjá okkur. Og satt er það, að
fyrir kemur, til dæmis seint að
kvöldi þegar leigjandinn snýr
lyklinum að súðherbergi sínu,
gengur inn og tendrar ljós, að
á gólfinu miðju blasi ófögn-
uðurinn við: saurbrúnt skor-
kvikindi í þumalstærð sem
skýst undir rúmið í öruggt
skjól þegar herbergið uppljó-
mast. Þetta fær maður þá fyr-
ir óþrifnaðinn.
En satt er það einnig, að
þegar dyrnar hafa verið lagðar
aftur að stöfum, þá skilst fá-
skiptum Íslendingi í hýði
gagnvart ólgandi Miðjarð-
arhafsþjóð að betra er að húka
uppi á loftbitum í stórborg en
finna þjóðfélagið strjúkast
framhjá sér á götuhornum, í
neðanjarðarlestinni eða á
markaðnum, og vita: hér á ég
ekki heima, hér vil ég ekki
vera. Og þá gerir sá hýð-
ismaður vökunótt yfir bókum
sínum að heiman; allar á því
tungumáli sem hann er enn að
baksast við að læra en beitir
aldrei hér.
Und dann gibt es keinen
Zweifel: Denken ist solitär, Al-
leinsein ist eine gute Sache.
Höfundur er þýðandi
og búsettur í Barselónu.