Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók E inar Már, hvað varð til þess að einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar ákvað að skrifa skáldsögu eins og Rimlar hug- ans ástarsaga – skáldsögu þar sem viðfangsefnið er fíkill og dópsali, ást- arsaga þeirra í millum með sterkri nærveru sögumannsins, rithöfund- arins og skáldsins Einars Más Guð- mundssonar? „Allmargir þættir sögunnar hafa verið með mér í þó nokkurn tíma en það er nú einu sinni þannig að allar mínar skáldsögur velja mig en ekki ég þær. Ég velti þessum efnivið mikið fyrir mér. Ég hafði ort ljóðið Ástarstjarna á Litla-Hrauni og allt í einu kom þessi setning til mín í upphafi bók- arinnar: „Ég veit ekkert hvað ég var að gera sunnudagskvöldið 27. janúar árið 2002 þegar nafni minn Einar Þór Jónsson var handtekinn á horni Þórsgötu og Baldursgötu þar sem hann var einn á gangi. Ég þekkti Einar Þór ekki neitt, ekki þá … en þremur vikum eftir handtökuna skrifaði hann mér bréf frá Litla-Hrauni.“ Þarna var sagan búin að dæma mig inn í sig þannig að ég átti mér engrar undankomu auðið. Það sem gerir þessa sögu áhugaverða, erfiða og krefjandi fyrir mig er þáttur minn í sögunni. Ég er ekkert á þessum fría sjó sagnamannsins, að dorga sögur upp úr sagnabankanum af öðru fólki, heldur er ég allt í einu dottinn inn í að skrifa sögu af fólki sem er að hjálpa mér. Fólki sem er að gefa mér góðar leiðbeiningar og vonandi ég því. Bréfið er dagsett 17. febrúar en mér barst það talsvert síðar. Það er staðreynd sem ég held til haga til þess að sagan sé sannfærandi. Það gildir um fleira í þessari sögu. Þegar mér barst bréfið sá ég strax hvað saga Einars Þórs var merkileg en ef ég hefði strax stokkið á hana eins og úlfur þá hefði ég ekki getað séð sjálfan mig í henni, heldur þvert á móti, þá hefði ég séð hvað menn sem í þessu lenda eru ólíkir mér og það nært afneitun mína.“ Þeirra saga er mín og mín þeirra Einar Már segir að þrjú ár hafi liðið frá því hann fékk bréf Einars Þórs þar til hann fór sjálfur í áfeng- ismeðferð eins og lýst er í Rimlum hugans. „Þá hitti ég Einar Þór á þeim vettvangi þar sem við leitum okkur hjálpar og það rennur upp fyr- ir mér að það er hann sem skrifaði mér bréfið frá Litla-Hrauni. Við stöndum þarna andspænis hvor öðr- um og hann kynnir mig svo fyrir kon- unni sinni og þau veita mér aðgang að bréfum og dagbókum. Óháð öllum skrifum myndast þarna mikið traust og vinátta á milli mín og þeirra og þau treysta mér fyrir sínum hjartans málum. Bókin eru þeir þræðir sem ég spinn úr bréfum þeirra og þarna fá þau þessa merkingu að þeirra saga er jafnframt saga mín og mín saga er þeirra saga. Þannig má segja að þetta kerfi, að nota sögur sem meðal, sé runnið inn í skáldsögu. Ég er ekki að segja að skáldsagan sé þetta kerfi – hún er það ekki en þarna er ákveðið snið- mengi sem ég held að sé mjög áhuga- vert.“ – Fyrirfram hefðu menn kannski ekki talið að karakterar eins og Eva og Einar Þór, hún fíkill, hann alkó- hólisti, dópisti, dópsali og fangi á Litla-Hrauni, myndu fanga athygli hins virta rithöfundar Einars Más. Var eitthvað sem gerði það að verk- um, þremur árum eftir að þú fékkst bréfið frá Einari Þór, að þú hafðir knýjandi þörf til þess að rýna í líf dópista, alkóhólista, dópsala og fanga? „Ekki í sjálfu sér. Ekki sem við- fangsefni. Auðvitað les maður bækur um það sem manni finnst merkilegt úti í samfélaginu og þá heima sam- félagsins sem maður þekkir ekki. Við vitum að bókmenntirnar eru löðrandi í alkóhólisma. Það er sama hvort við förum aftur í franska ljóðlist til Rim- bauds og Baudelaires, hvort við tök- um amerísku bítskáldin eða íslensku bóhemana a la Stein Steinarr og Dag Sigurðarson. Við finnum líka alltaf áhuga skáldanna á samfélags- þegnum sem fara sínar leiðir. Ég sem slíkur átti ekki í nokkrum vandræðum með þessa hópa. Í Englum alheimsins þótti öllum furðulegt að ég væri að skrifa um geðsjúklinga áður en þeir lásu bók- ina. „Hvað ert þú að skrifa bók um geðsjúklinga. Það nennir enginn að lesa þetta,“ var viðkvæðið. Alveg eins og þegar við Friðrik Þór vorum að skrifa Börn náttúrunn- ar var viðkvæðið: „Hvað eruð þið að gera mynd um gamlingja?!“ Sögu- efnið sem slíkt gengur því ekkert endilega upp fyrirfram í huga fólks en staðreyndin er sú að slík söguefni eru oftast þau sem ganga upp. Ef þú kíkir á Kannski er pósturinn svangur þá eru þar einnig sögur úr myrkviðum Reykjavíkur, eins og úr kjallara Keisarans. Félagslega hef ég aldrei átt í nokkrum vandræðum með að fjalla um fólk, alls konar fólk, og hef raunar alltaf haft og hef megnustu skömm á öllu snobbi og fólki sem rignir upp í nefið á. Mínir lærimeistarar Sem skáld manneskja og gamall stjórnleysingi hef ég alltaf talað eins við allt fólk og hef ekki í hyggju að breyta því. Fyrirfram hefði ég samt ekki get- að ímyndað mér að fólk sem hefur gengið í gengum lífsreynslu Einars Þórs og Evu, verið í fangelsi og fíkni- efnaneyslu, yrði mínir lærimeistarar. Að það yrði ég sem sæti í sæti þiggj- andans og gæti numið mikla visku frá þessu fólki. Fólki sem í dag er mjög vel áttað og gengur mjög vel eins og kemur fram í sögunni. Þess vegna er Rimlar hugans í mínum huga líka saga um vonina og að það er enginn vonlaus.“ – Aðeins að karakternum Einari Þór, fanganum á Litla-Hrauni, sem var ættleiddur af venjulegu góðu fólki en upplifir sig samt sem áður munaðarlausan. Komst að því að raunveruleg móðir hans, sem gaf hann frá sér við fæðingu, var geð- veik. Kynntist henni lítillega áður en hún framdi sjálfsmorð. Er ekki auð- velt að gera sér í hugarlund að ungur maður með þennan bakgrunn, sem hefur einnig þjáðst af minnimátt- arkennd vegna þess hversu feitur hann var og lágvaxinn, muni rata í ógæfu? „Jú það er alveg rétt og Einar Þór gerir sér mjög vel grein fyrir þessu sjálfur. Hann segir þegar hann er fangi á Litla-Hrauni: „Ég er ekki á Litla-Hrauni vegna þess að ég er ættleiddur og sköllóttur. Ég er ekki hérna vegna þess sem aðrir gerðu. Ég er hér vegna þess hvernig ég er.“ Einar Þór hafnar allri þessari fórn- arlambavæðingu en það er líka rétt að Einar Þór gæti verið lykildæmi að manni sem útskýrði líf sitt svona og héngi í einhverjum eymdarlegum skýringum á eigin lífi. Slíkar skýringar myndu auðvitað byggjast á vanþakklæti því hann átti góða æsku, góða foreldra og hafði alla möguleika. En það er hann sjálf- ur sem lendir í neyslu og þegar það ferli fer af stað hjá honum þá er ein- hvern veginn ekki aftur snúið þrátt fyrir greind hans og hæfileika. Það er nú einu sinni þannig með okkur mannfólkið að við lesum oft skýringar á eigin athæfi sem eru í raun engar skýringar. Það var líka þetta sem ég hafði komist að við vinnslu á Englum alheimsins og kynni mín af þeim sem eru andlega veikir. Þá er oft boðið upp á skýringar á færibandi, greiningar og heiti, en allt í einu hættir allt slíkt að hafa nokkra merkingu. Til að mynda er ekkert svar við því í Englum alheimsins af hverju Páll verður geðveikur. Menn hafa oft spurt mig og ég á bara ekk- ert svar við því. Í Rimlum hugans, þar sem verið er að fjalla um áfengis- og fíkniefna- vandann þar, liggur svarið ekki í vandanum heldur í lausninni á vand- anum. Ef okkur tekst „With a Little Help from my Friends“, eins og Bítl- arnir segja, að hjálpa hvert öðru með því að samhæfa reynslu, styrk og vonir, segja sögur og komast þannig yfir veikleika okkar þá förum við að geta séð hvað var að. Fyrr getum við það ekki. Á meðan á leiknum stendur, bæði í fyrri og seinni hálfleik, erum við allt- af að leita skýringa og gera afleið- ingar að orsökum og orsakir að af- leiðingum. Einar Þór myndi skýra ástæðurnar fyrir sinni neyslu með því hvað hann var feitur sem barn og unglingur, féll illa inn í strákahópinn í Hafnarfirði og svo framvegis og ég byggi til einhverjar skýringar sem hljóðuðu eitthvað á þann veg að það væri svo erfitt að vera rithöfundur! Eða eitthvert álíka bull. Samfélagið, með allri sinni aum- ingjavæðingu, býður upp á bullið og heilu stjórnmálaflokkarnir lifa á því. En við skulum ekkert vera að fara út í þá sálma.“ Ástin er bindiefni hjálparinnar – Þú nefndir áðan að Rimlar hugans væri líka saga um vonina. Ástarsaga Evu og Einars Þórs, undurfalleg og sterk. Eins konar kraftaverk í öllum ljótleikanum sem að þeim steðjar; henni í biðinni og baráttunni fyrir ut- an rimlana og honum á bak við riml- ana. Ertu að segja okkur lesendum þínum að svo hrein og falleg ást geti þrifist við nánast hvaða kring- umstæður sem er og að það sé í raun og veru alltaf von fyrir alla? „Já það er einmitt þannig. Sögur okkar sýna þetta svart á hvítu. Í edrúgöngunni verður maður vitni að þessu. Ég hef séð ótrúleg kraftaverk. Menn sem nánast allir voru búnir að afskrifa hafa náð sér á strik. Maður hefur séð slíka menn, og þá er ég auðvitað líka að tala um konur, inn- rita sig á flottustu staði lífsins. Einar Þór og Eva ná að leysa sinn vanda, Einar með því að þiggja þá hjálp sem býðst í fangelsinu og Eva með því að leita sér hliðstæðrar hjálpar úti í samfélaginu. Bindiefni þessarar hjálpar er ástin. Þannig er Rimlar hugans lofsöngur til ástarinnar. Það er ástin sem gefur Einari Þór og Evu tilgang og styrk til þess að þrauka þessa göngu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Einar Þór og Eva skynja það að ástin er þeirra ljós í myrkrinu og það er í gegnum þá skynjun þeirra sem ég segi þeirra sögu. Þannig að ég svara því játandi, það er alltaf von. Enda getum við sagt á breiðari grundvelli, miðað við þær hremmingar sem mannkynið hefur gengið í gegnum, að oft hefur verið ástæða til að gefast upp en ekki gef- umst við upp. Samanber styrjaldir.“ – Skáldsaga þín Englar alheimsins og síðar kvikmyndin höfðu geysilega jákvæð áhrif á alla umræðu um mál- efni geðsjúkra hér á landi og urðu ugglaust til þess að útrýma for- dómum í stórum stíl í garð geð- sjúkra. Pálmi heitinn bróðir þinn var augljóslega kveikjan að Englum al- heimsins rétt eins og Einar Þór er kveikjan að Rimlum hugans. Gerir þú þér í hugarlund að Rimlar hugans verði samskonar innlegg í þjóð- félagsumræðuna hér á landi um mál- efni alkóhólista og fíkla og Englar al- heimsins voru um málefni geðsjúkra? „Stórt er spurt!“ segir skáldið íhugull. Segir svo: „Skáldsagan er fyrir mér lærdómur um mannlega tilveru. Skáldsagan og ljóðið hafa verið leit að tilgangi og svörum. Ekki endilega til að finna svör, heldur til að spyrja áfram. Skáldskapurinn kviknaði dálítið í mér sem andóf gegn þeirri pólitík sem ég var alinn upp við, þar sem alltaf voru til svör við öllu og oftast sömu svörin. Slíkur utanbókarlærdómur átti ekki við mig Skáldsögurnar velja ÞAÐ virðist alltaf stutt í flugtakið hjá Einari Má Guðmundssyni, eins konar hugarflug. Að eiga við hann samtal er af hálfu blaðamanns svolítið skylt hlutverki flugdrekahlauparans í samnefndri bók þar sem andi Einars Más er flugdrekinn sem hlauparinn á fullt í fangi með að fylgja. Skáldið ræðir hér um skáldsögu sína Rimla hugans, hvernig fangi og fíkill fönguðu hug hans, eigin baráttu við Bakkus og gildi skáldskapar, vonar og ástar. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.