Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 10
Kirkjugluggarnir í Skálholtskirkju
Þessir gluggar Gerðar Helgadóttur
voru fyrstu steindu gluggarnir sem list-
iðnaðarverkstæði dr. Oidtmanns vann á
Íslandi fyrir hálfri öld Hefur síðan unn-
ið hér á annan tug steindra glugga og
mosaikmynda. Stafnglugginn helgaður
Þorláki helga.
Eftir Elínu Pálmadóttur
D
r. Stefan Oidtmann er vænt-
anlegur í mánuðinum til að
setja upp steinda glugga eftir
listmálarann Einar Há-
konarson, sem munu prýða
Seljakirkju í Breiðholti á
næstu jólahátíð. Þetta eru 48 steindar rúður,
50 x 100 sm að stærð, sem munu mynda eins
og samfellt band eftir öllum veggjum kirkj-
unnar. Jafnframt á Stefan Oidtmann það er-
indi að undirbúa gerð fyrirhugaðs gler-
listaverks í hinn stóra 15 m háa kirkjuglugga í
Áskirkju í Reykjavík. ListakonanValgerður
Bergsdóttir, sem varð hluskörpust í sam-
keppni um þetta verk, er nú að að vinna það,
miðað við að það verði komið upp í kirkjunni
fyrir jólahátíðina 2008.
Listiðnaðarverkstæði dr. Oidtmanns er
elsta glergerðarverkstæði í Þýskalandi og hef-
ur í hálfa aðra öld verið í eigu sömu fjölskyld-
unnar, í meira en fimm ættliði, sonur jafnan
tekið við af föður eða móður. Bræðurnir Frie-
drich og Ludovicus Oidtmann, sem áttu svo
mikinn þátt í að móta sögu steindra kirkju-
glugga á Íslandi, eru nú látnir, en við hafa tek-
ið synir þeirra, Stefan og Heinrich. Í þakklæt-
isskyni fyrir framlag þeirra höfðu bræðurnir
verið sæmdir hinni íslensku fálkaorðu af for-
seta Íslands. Svo miklu ástfóstri tóku þeir við
Ísland að þeir komu alltaf sjálfir með sínum
mönnum til að setja upp kirkjugluggana og
mósaíkverkin, sem þeir höfðu framleitt í
vinnustofunum erlendis. Synirnir sem við taka
hafa ekki minni áhuga. Dr. Stefan Oidtmann
setti síðast í fyrra upp gluggana eftir Valgerði
Bergsdóttur í Reykholtskirkju og er fyr-
irtækið nú að vinna að gluggum í tvær íslensk-
ar kirkjur, sem fyrr er sagt, Seljakirkju og Ás-
kirkju.
Þýska listiðnaðarverkstæðið hefur hlotið
ótal verðlaun og vegsemdir. Það er í bænum
Linnich skammt frá stórborgunum Köln, Ac-
hen og Düsseldorf, þar sem það hefur m.a. átt
mikinn þátt í að gera við og endurgera gömlu
kirkjugluggana í hinum frægu gömlu dóm-
kirkjum sem skemmdust í síðustu heimsstyrj-
öld. Glerlistasafninu Deutsches Glasmalerei-
Museum var því fundinn staður í Linnich og
komið þar upp 1997 í gamalli myllu og nýbygg-
ingu. Þar eru til sýnis yfir 2.000 glerlistaverk,
bæði steindir gluggar og munir, sem sýna slík
verk allt frá viktoríutímanum. Oidtmanns-
bræður gáfu þangað 117 verk eftir listamenn
frá síðari hluta 20. aldar og hefur fyrirtækið
verið verndari safnsins frá upphafi.
Hálfrar annarrar aldar afmælis listiðn-
aðarfyrirtækis dr. Oidtmanns er því minnst í
safninu með stórri afmælissýningu, sem mun
standa fram í febrúar á næsta ári og verða þar
margskonar fyrirlestrar og listviðburðir. M.a.
opnuð sýning um ljós og skugga í steindri gler-
list í þessum mánuði.
Samfellt í fimm ættliði
Langalangafi núverandi eigenda, dr. Heinrich
Oidtmann (1838-1890), sem stofnaði þessar
langlífu vinnustofur 1858, var læknir með list-
nám að baki. Litla verkstæðið hans varð fljótt
að heimsþekktu blómstrandi fyrirtæki. Í bækl-
ingi frá 1890 er getið útflutnings víðs vegar um
heiminn og 100 lærðra starfsmanna. Þá strax
hlaut hann verðlaun á mörgum alþjóðasýn-
ingum, svo sem í Dublin, Porto, París, Vín-
arborg, Sydney, London, Antwerpen, Aachen
og Köln.
Sonur hans, dr. Heinrich II (1861-1912), var
líka læknir. Hann lagði mikið til rannsókna á
steindum gluggum. Varð frægur fyrir hið sí-
gilda rit „100 ára saga steindra glerlistaverka í
Rínarlöndum“ og var verðlaunaður fyrir und-
irstöðurit um glerlist á 12.-16. öld. Þótt Oidt-
mannar vektu til nýrra lífdaga gömlu miðalda-
tæknina með litlum litglerjum lögðum í blý þá
þróuðu þeir samhliða tækni til túlkunar á sam-
tímalistastefnum á fyrri hluta síðustu aldar.
Upp úr 1910 varð mikill uppgangur í þessari
listgrein í kjölfar iðnbyltingarinnar með til-
heyrandi ríkidæmi. Þá var byggt mikið af
kirkjum í Evrópu, prýddum slíkum listaverk-
um. Dr. Oidtmann hafði þá vinnustofur í
Brussel og Berlín auk verkstæðisins í Linnich.
Sonur hans, Heinrich III (1888-1929), tók
við stjórninni 1912. Hann var arkitekt að
mennt og hélt áfram rannsóknum og skrifum,
enda blómstraði þessi listgrein mjög milli
heimsstyrjaldanna. Er t.d. í borgunum Achen
og Köln mikið af slíkum listaverkum, bæði nýj-
um og gömlum. Oidtmannarnir eru líka sér-
fræðingar í viðgerðum og endurgerð mið-
aldaglugga, sem kom sér vel eftir eyðileggingu
tveggja heimsstyrjalda.
Komu að öllu í rúst
Synir Heinrichs III voru ungir þegar hann féll
frá, 1929. Rak móðir þeirra, Ludovica, áfram
vinnustofurnar með listiðnaðarmönnunum
fram að síðari heimsstyrjöldinni. En frá upp-
hafi hafa sömu listiðnaðarmenn oftast unnið
þar ævilangt. Hún lagði mikla áherslu á að
byggja upp tengsl við þekkta samtíma-
listamenn. Þótti furðu sæta hvernig henni
tókst að sigla með reisn í gegnum erfiða tíma,
kreppunar og ekki síður hinn yfirgangssama
Hitlerstíma í listum. Synirnir þrír voru kall-
aðir í herinn undir lok stríðsins og voru þeir
Friedrich og Ludovikus 17 og 21 árs þegar
þeir komu heim í styrjaldarlok úr fangabúðum
í Rússlandi og á Ítalíu, en elsti bróðirinn var
fallinn. Móðir þeirra hafði flúið og var á leið
heim hjólandi í gegnum skóg í styrjaldarlok
þegar hún var myrt. Þeir bræður komu að
vinnustofunum í rúst eftir loftárásirnar. Þeir
fundu til skyldunnar og létu ekki deigan síga,
heldur söfnuðu saman gömlu starfsmönnunum
og byggðu vinnustofurnar upp. Upprunalegi
brennsluofninn fannst undir rústunum og er
nú minjagripur. Þeir bræður sóttu skóla á víxl
og nám í kvöldskóla. Og þeir náðu sambandi
við marga fræga erlenda listamenn, sem verk-
stæðið hafði unnið fyrir, og ýmsa nýja. Tóku
sem sagt upp þráðinn, enda hefur frá upphafi
verið sá háttur þar á að vinna með sjálfstæðum
listamönnum víðs vegar að. Lögðu þeir bræð-
ur höfuðáherslu á að halda því verklagi.
Listamennirnir eru ekki á launum hjá fyr-
irtækinu og því ekki í samkeppni við frjálsa
skapandi listamenn. Vinnustofunum má líkja
við rómverskt „forum“, þar sem tengjast og
komast í snertingu listamenn hvaðanæva,
arkitektar, framkvæmdaaðilar og kirkju-
nefndir, sem eru að leita eftir listaverkum á
opinbera staði, auk þeirra sem þurfa viðgerðir
á fornum kirkjugluggum. Þarna sjá menn
gjarnan verk listamanna í vinnslu eða full-
unnin og setja sig í samband við þá sem þeim
líst á eða hittast þegar aðilar eiga þangað er-
indi.
Oft er málað með svörtu í steindu gluggana,
svo sem andlit o.fl. og glerin brennd. Sumir
listamannanna eru með í allri vinnslunni, frá
upphafi til enda. T.d. málaði Gerður Helga-
dóttir sjálf í alla Skálholtsgluggana og fylgdi
öllum sínum verkum eftir í brennsluna og í
samsetningunni. Aðrir vinna alltaf með sömu
listiðnaðarmönnunum, sem þekkja þá, og
treysta þeim jafnvel svo vel að þeir geta skilað
til þeirra teikningum eða verkteikningum.
Þarna ríkir sérstakt andrúmsloft.
Á síðustu áratugum hefur verkstæðið tekið
upp vinnslu mósaíkmynda. Má þar t.d. nefna
stóru mósaíkmyndina eftir Gerði Helgadóttur
á Tollstöðinni, altaristöflu Nínu Tryggvadótt-
ur í Skálholti svo og mynd hennar í Þjóðminja-
safninu og mósaíkmynd Sjafnar Har. í Stykk-
ishólmi.
Þannig á þetta merka fyrirtæki dr. Oidt-
manns ekki svo lítinn þátt í listþróun á þessu
sviði hér á landi, meiri en almenningur áttar
sig á.
Listaverk í fjölda íslenskra kirkna
Býsna margar kirkjur víða um Ísland eru nú
prýddar kirkjugluggum sem Oidtmannsverk-
stæðið hefur framleitt með íslenskum lista-
mönnum. Má þar nefna steindu gluggana í
Saurbæjarkirkju, Kópavogskirkju, Skálholti,
Ólafsvíkurkirkju, Keflavíkurkirkju, Þykkva-
bæjarkirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Hvera-
gerðiskirkju, Selfosskirkju o.s.frv. Einnig
nokkur verk unnin með erlendum listamönn-
um, svo sem þýsku listakonunni Maríu Katz-
grau í kirkjunum í Stóradal, á Siglufirði og
Höfn í Hornafirði. En hún gaf ásamt lista-
manninum Buchshulde og Gerði sinn hluta í
steindum gluggum frá Oidtmannsbræðrum til
Íslands til ágóða fyrir Vestmannaeyinga í
Heimaeyjargosinu. Vísast mætti fleiri telja.
Nýr ættliður og nýir kirkjugluggar
Nú hefur fimmti ættliðurinn, Heinrich (1958)
og Stefan (1959), tekið við, á sama hátt og með
sama metnaði og aðferðum. Þeir frændur eru
vel undir það búnir með háskólamenntun og
faglega þjálfun í glerdeildum tækniskólanna.
Stefan stýrði frá 1989 rannsóknaverkefni til
þróunar á glerhúð á vegum rannsókna- og
þróunarráðuneytis Þýskalands og 1994 var
hann þar skipaður ráðunautur tækninefnd-
arinnar CVMA (Corpus Vitrearum Medii
Aevi). Þeir frændur hafa raunar nokkuð lengi
verið í stjórnunarstörfum í Linnich. Þeir líta á
það sem meginverkefni sitt að rækta og við-
halda sambandi við samtímalistafólk, til að yf-
irfæra listaverk þess í gler. Jafnhliða að halda
með sérfræðiþekkingu sinni áfram samvinnu
við stofnunina sem ber ábyrgð á viðgerðum og
viðhaldi á miðaldakirkjugluggum með það
markmið að nýta ávallt við það nýjustu vís-
indatækni.
Kirkjugluggagerð í 150 ár
Bræðurnir Friderich og Ludovikus Þeir stjórnuðu
fyrirtækinu lengst af Íslandstímans, nýlega látnir.
Heinrich og dr. Stefan Synir bræðranna og fimmti
ættliður stjórnenda fyrirtækisins, hafa tekið við.
Þeir eru nú með í vinnslu glugga í tvær íslenskar
kirkjur, Seljakirkju og Áskirkju.
Í 150 ár hefur listiðnaðarverkstæði dr. Oidt-
manns í Þýskalandi unnið að gerð steindra
gluggalistaverka og mósaíkverka með lista-
mönnum víða um lönd, m.a. í íslenskar
kirkjur, allt frá því þeir fyrir nær hálfri öld
komu hér að gerð Skálholtsglugganna með
listakonunni Gerði Helgadóttur við upphaf
innlendrar kirkjugluggalistar á Íslandi. Síð-
an hafa listiðnaðarmenn þeirra unnið með ís-
lenskum listamönnum steinda glugga í fjöl-
margar kirkjur víðs vegar um land. Svo og
nokkur mósaíkverk.
Hálfa öld á Íslandi
10 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
fjörðum með hágulu blómstri sem bregður til
græns papagóa litar, eins og skáldið segir í
skýringunum, en áherzlan er þó fremur á eyr-
arrósina sem skáldið segir að sé „einhver blóm-
legust jurt hér á landi, hún vex sums staðar í
dala ár-eyrum, með fagurrauðu blómstri og
bregður til fjólu-bláma“, og erum við þá farin að
nálgast uppáhald Sigurðar Breiðfjörðs í flóru
Íslands:
Fegurst blómstrin bera
berar flár og hraun;
undan fossi og frera
færa sætan daun:
eyrar-rósin kennir kurt;
mela-sólin eins ber af
engja’ og túna jurt.
Í þarnæsta erindi er minnt á hvernig sáð-
mennirnir sofa á verðinum og þá er komið að
þeirri deyfð sem minnzt er á í formála Fjölnis,
því að Eggert segir í skýringum sínum að „ef
þau lönd, sem bezt eru ræktuð, gefa daufa
menn í dyggðum og góðri framkvæmd, eins þá
sem aðra eiga að siða, þá er ei undur, þó
hrjóstrugt og óræktað land gæfi ei af sér annað
en tómt afhrak af mönnum“, en hann bætir þó
við: en hér má þó miðla málum.
Ekki er út í hött að láta sér til hugar koma
hvaðan sú rauða rós sem blikar við bleikan akur
í Gunnarshólma er í raun og veru ættuð.
Þá er enn í X kafla minnt á siglingar forn-
manna og veðraskilin í þeim efnum sem hafi
leitt til örbirgðar (76. erindi), en þó einkum lögð
áherzla á afturhaldssemi og viðnám gegn því
sem nytsamlegt er og gamalt, en einnig því sem
nýtt er og nytsamlegt:
Óþjálga’ eins og drumba
ætla’ eg suma menn,
er með þrái þumba
þvert til skaðans; en
gott ei vilja nokkuð nýtt;
glópskan þykir gamla bezt,
gleymt er hið forna nýtt,
en í skýringunum segir skáldið að nýtt merki:
nýkomið, þótt gott sé og þarflegt og ennfremur
nytsamlegir hlutir, sem fornmenn kunnu og
brúkuðu, t.d. bústjórn, matarskammtur, húsa-
starf, vatnsleiðingar á túnum, akuryrkja, garð-
lag, vegabætur, karlmanna íþróttir fyrir líkam-
ann, þarflegar kvenna handyrðir, svo sem dýrir
saumar og vefnaður, og margt fleira, sem menn
ei nú kunna. Og nokkru síðar er lögð áherzla á
að nýta það allt og koma því í verk sem mönn-
um „sýnist gagnlegt“.
Allt bergmálar þetta í formála Fjölnis.
Í lokaerindi þessa sögulega kvæðis Eggerts
Ólafssonar væntir fjallkonan þess að landið
vakni af löngum svefni, svo að hún geti kastað
af sér ellibelgnum, brennt gamlan haminn og
vaknað til nýrrar aldar „við svo góðan draum“.
Hugsjónir fjölnismanna eiga rætur í þessum
vonum, þessari hvatningu og þeim veruleika
sem vex af þessum draumi inn í nýja framtíð.
Eggert sem var fyrst og síðast upplýs-
ingamaður vill bæta náttúruvísindum við sem
undirstöðu íslenzkrar menningar og hefur það
áreiðanlega fallið vel að hugmyndum Jónasar
og náttúrufræðiáhuga hans. Og þá ekki síður sú
niðurstaða Eggerts að „guðsnáðarsól er ekki
enn til viðar gengin heldur uppljómar hún og
vermir alla náttúruna“.
6Með nokkrum sanni má segja, að Fjölnirhafi dáið með Jónasi Hallgrímssyni.Tveimur árum eftir andlát hans, 1847, eru
birt um hann minningarorð eftir Konráð Gísla-
son, einn fjögurra fjölnismanna, en hann var
málvísindamaður og orðabókarhöfundur í
Kaupmannahöfn, og er þar fjallað um menntun
hans og áhugamál og fullyrt að Jónas hafi alla
jafna haft „eitthvað fallegt fyrir stafni, sem átti
við eðli hans“, en aðaláhugamál hans alla tíð var
Ísland, arfleifð þess, menning og náttúra, enda
vann hann lengstum að hinni merku Íslandslýs-
ingu sinni og fór nánast um allt landið, eða eins
og höfundur kemst að orði, að „… varla mun
neinn maður, síðan Eggert Ólafsson var á dög-
um, hafa haft eins jafna og margháttaða þekk-
ingu á Íslandi“.
Í þessum síðasta árgangi Fjölnis eru einnig
nokkur mikilvæg verk eftir skáldið, svo og erfi-
ljóð um hann þar sem þess er getið að drottinn
vilji ekki skapa skáldin handa öngum, svo að
eitthvað hefur þeim Konráði þótt skorta á ljóð-
ræna hlust þjóðarinnar um þær mundir og virð-
ist þessi skortur hafa gengið í erfðir, ef litið er
yfir græna reitinn nú um stundir.
En þar segir einnig:
Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta,
hlýddum vjer til, en eptirtektarlaust,
vesalir menn, er gleymdum þess að gæta,
að guð er sá, sem talar skáldsins raust,
hvort sem hann vill oss gleðja eða græta.
Þannig lauk þessum merka og mikilvæga
þætti sjálfstæðisbaráttunnar með því að mál-
gagn fjölnismanna hætti að koma út, þetta ein-
stæða ársrit sem hafði verið rödd tímans og
annað auga þjóðarinnar, svo að vitnað sé í grein
eftir Tómas Sæmundsson um bækur og Fjöln-
is-formálann sjálfan.