Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Síða 11
Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is E in af vinsælli skáldsögum arabaheimsins síðustu ár er skáldsagan Yacoubian bygg- ingin eftir Egyptann Alaa Al- Aswany. Í bókinni er dregin upp íronísk mynd af egypsku nútímaþjóðfélagi og sagðar sögur úr lífi fólks sem á það sameiginlegt að búa í gamalli tíu hæða blokk í miðborg Kaíró. Byggingin, sem jafnan er kölluð Yacoubian byggingin, má muna fífil sinn fegri en eitt sinn hýsti hún rík- ustu og glæsilegustu þegna borgarinnar. Í kjölfar stjórnarbyltingarinnar árið 1952 gjör- breyttist hið egypska þjóðfélag og fór Ya- coubian-byggingin ekki varhluta af því. Rjómi samfélagsins – ráðherrar, stórjarðeigendur og erlendir iðjuhöldar – yfirgáfur glæstar íbúðir byggingarinnar. Smám saman hvarf glæstur svipur byggingarinnar og nú hafa ólíkir þjóð- félagshópar komið sér þar fyrir. Sagan gerist á tímum Persaflóastríðsins ár- ið 1991 og segir meðal annars frá Taha el Shazli, syni dyravarðarins, sem dreymir um að verða lögga, menningarvitanum og ritstjór- anum Hatim Rasheed, hinum nýríka Hagg Az- zam og kvennabósanum Zaki Bey el Dessouki. Sögur þeirra tvinnast saman á ýmsa vegu og fjalla þær allar á einhvern hátt um misbeit- ingu valds og spillingu, allt frá efstu stigum þjóðfélagins niður í lögreglu og ofbeldis- hneigða eiginmenn. Það má auðveldlega ætla að bókin sé ádeila á egypskt þjóðfélag, og nokkuð hvöss, en frásagnarstíllinn er engu að síður gamansamur og fyndinn. Yacoubian byggingin er önnur bók höfund- arins Alaa Al-Aswany og sú fyrsta sem er þýdd á ensku. Bókin var mest selda arabíska skáldsagan tvö ár í röð og var gerð eftir henni samnefnd mynd sem er ein sú dýrasta sem gerð hefur verið þar sem arabíska er aðal- tungumálið. Bókin kom nýverið út hér á landi hjá Bjarti í íslenskri þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. Hrollvekjur og geðsjúkdómar Einn helsti metsöluhöfundur hins vestræna heims, spennusagnahöfundurinn afkastamikli Stephen King, á eina skáldsögu í íslensku bókavertíðinni í ár. Sú ber heitið Ekkjan og segir frá Lisey Landon, ekkju á fimmtugs- aldri. Lisey var gift Scott Landin, frægum og dáðum metsöluhöfundi, álíka þekktum og King sjálfur en Scott skrifar sömuleiðis hrollvekjur. Sagan hefst tveimur árum eftir dauða Scotts og hefur hún ákveðið að tími sé til kominn að taka til í vinnuherbergi hans. Við tiltektina rifjar hún upp ýmis atvik og stundir sem hún átti með manninum sínum sem hún var gift í tuttugu og fimm ár. Veröld hennar er skyndi- lega ógnað þegar hún fær símhringingu frá geðsjúkum aðdáanda Scotts sem hótar að drepa hana ef hún gefur ekki háskólanum í Pittsburgh öll handritin hans. Frásögnin er að mestu samansett af minningum Lisey þar sem hún rifjar upp sín fyrstu kynni af eiginmanninum og hvernig hann reyndi alltaf að komast hjá því að tala um æsku sína og föður. Því meir sem hún flettir í gegnum ótal handrit og pappíra í skrifstofu Scotts kemst hún nær hinum myrka sannleika um hann. Það sem meira er þá virðist sem Scott hafi meðvitað skilið eftir sig vísbendingar með það fyrir augum að hún fengi að vita um skelfilega bernsku hans, um sjúkt ímyndunarafl hans og um ást hans á henni. Ekkja kemur út hjá Iðunni í íslenskri þýð- ingu Helga Más Barðasonar. Hefndarhugur Bókaútgáfan Skrudda sendi nýverið frá sér skáldsöguna Nítján mínútur eftir bandaríska höfundinn Jodi Picoult sem Ingunn Ásdís- ardóttir þýddi. Umfjöllunarefni bókarinnar er mjög áhrifamikið en sagan segir frá hinum 17 ára Peter Houghton sem hefur mátt þola grimmilegt einelti frá jafnöldrum sínum frá sex ára aldri. Kvalarar hans hafa sífellt fundið upp á nýjum aðferðum til að niðurlægja hann þar til hann grípur loks til örþrifaráða. Hann fyllir bakpokann sinn af byssum, fer í skólann og drepur níu skólafélaga sína og einn kenn- ara – á nítján örlagaríkum mínútum. Við gerð bókarinnar setti höfundurinn Jodi Picoult sig í samband við aðila sem stóðu að rannsókninni á alræmdu skotárásinni í Co- lombine-skólanum sem leikstjórinn Michael Moore fjallaði um í kvikmyndinni Bowling for Columbine. Byggði hún bók sína að miklu leyti á þeim atburði og einnig skotárásinni við skólann í Red Lake í Minneapolis en hún var einmitt stödd í Minneapolis að skrifa Nítján mínútur þegar sú árás var gerð. Í kjölfarið komst hún í samband við nokkra krakka og kennara sem lifðu árásina af. Jodi Picoult útskrifaðist með BA-gráðu í skapandi skrifum frá Princetonháskóla og mastersgráðu í menntunarfræðum frá Har- vard. Hún hefur sent frá sér fjórtán bækur, þar á meðal Á ég að gæta systur minnar? sem kom út hjá Skruddu í fyrra. Ýmis samfélagsleg vandamál Skólaskotárás, ömurleg æska og samfélags- ádeilur er meðal þess sem þrjár nýjar erlendar skáldsögur fjalla um. Þetta eru bækurnar Ya- coubian byggingin sem geymir íroníska ádeilu á egypskt nútímasamfélag, Ekkja eftir Stephen King um konu sem grefur upp skelfilegan sannleika um látinn eiginmann sinn og Nítján mínútur sem segir frá skotárás í bandarískum skóla. Alaa Al-Aswany Jodi Picoult Stephen King MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 11 Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Ljósmyndarinn FriðþjófurHelgason sendi nýverið frá sér bókina Akranes – við upphaf nýrrar aldar sem Uppheimar gefa út. Eins og titillinn gefur til kynna er við- fangsefnið bær- inn Akranes við upphaf nýrrar aldar, þ.e.a.s. þeirrar tutt- ugustu og fyrstu. Friðþjófur þekkir bæinn vel en allt frá unglingsárum hefur hann myndað Akranes og síðan hefur hann alltaf myndavélina með í för þegar hann gerir sér ferð á heima- slóð. Í bókinni skrásetur ljósmynd- arinn bæjarlífið með sínu vökula auga, hversdagslega hluti og fram- andi, og setur saman í eina bók svo úr verður ein stór mynd af lífinu á Skaganum.    Ljóðskáldið Gunnar Randverssonhefur sent frá sér nýja ljóða- bók sem hann gefur út sjálfur. Bók- in ber heitið Fingur þínir og myrkr- ið og inniheldur ljóð eftir Gunnar sjálfan sem og þýðingar á fær- eyskum, sænsk- um og norskum ljóðskáldum sem í allt eru sjö tals- ins. Áður hefur Gunnar sent frá sér ljóðabókina Hvítasta skyrtan mín sem kom út hjá Lafleur- útgáfunni árið 2004. Hann sendi jafnframt frá sér bók- ina Hjarta þitt er stjarna sem skín í heila mínum en hana gerði hann ásamt kvikmyndagerðarmanninum Lukasi Moodysson (Tilsammans, Fucking Åmål) og kom út árið 2001 hjá PP forlagi. Nýja ljóðabókin er 34 bls. að lengd og fæst í öllum helstu bóka- búðum.    Töluvert af barnabókum er komiðút hjá Vöku-Helgafell fyrir þessa bókavertíð. Af þeim má nefna nýja bók um galdrastelpurnar sem heitir Grænir töfrar. Er þetta fjórða bókin í bókaflokknum eftir Lene Kaaberbøl um galdrastelpurnar. Bókin Skóla- söngleikurinn byggist á vinsælli bandarískri sjón- varpsmynd og fjallar um þau Troy og Gabr- iellu sem fá mik- inn áhuga á að taka þátt í skóla- söngleik en mikil andstaða skóla- félaga þeirra setur strik í reikning- inn. Þeir eru eflaust margir sem safna Syrpum, sögum úr Andabæ, og ættu þeir sömu að gleðjast yfir útkomu Jólasyrpu sem nú er fáanleg. Á hjara veraldar segir frá sjóræn- ingjum Karíbahafsins sem voru per- sónur í kvikmyndunum frægu, Pira- tes of the Carribean, um sjóræningjann Jack Sparrow. Í þessari sögu leggja Elísabet, Will og Barbossa skipstjóri í mikla hættuför til að frelsa Jack Sparrow.    Guðjón Ingi Eiríksson hefur tekiðsaman nokkrar íslenskar gam- ansögur sem bókaútgáfan Hólar hefur gefið út. Ber verkið heitið Ís- lenskar gamansögur 1 og koma þar t.d. við sögu Vaðbrekkufeðgar, Að- alsteinn Jónsson og synir hans, Há- kon og Ragnar Ingi, Logi Ólafsson, Örnólfur Thorlacius og margir fleiri. Þar kemur einnig fram hvaða tón- listarmaður fór mest í taugarnar á Bretum í 12 mílna þorskastríðinu, af hverju páfinn þarf að athuga sinn gang og í hvaða málaflokki er algjör skortur á úrræðaleysi. BÓKMENNTIR Friðþjófi Helgason Jack Sparrow Gunnar Randversson Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Maður er nefndur Casimiro. Það erflott nafn, hljómar eins og kasmír,eins og hann sé mjúkur og hlýr ogkannski með dýran smekk, dýr í rekstri. Portúgalska ljóðskáldið Casimiro de Brito er hins vegar ekki dýrt í rekstri, eða ekki held ég það. Ég hitti hann nýlega á mannfagnaði í útlöndum, raunar mannfagnaði sem stóð í nokkra daga og hann var alltaf í sama leðurjakkanum, alltaf í sömu buxunum. En hann var hlýlegur. Mjúkur er annað mál, ég veit ekki hvort hann er mjúki maðurinn, hann er á sjötugsaldri, hann hef- ur reynt margt í lífinu og það hefur á víxl hert hann og mýkt. Honum segist svo frá: Ég hef sett mig upp á móti ríkjandi stjórnarfari, ég hef farið í fangelsi og útlegð á víxl, ég gerði það í áratugi til þess að breyta heiminum. En heimurinn breyttist ekki við það. Það þýðir ekki að breyta heiminum í einni svipan. En núna, ef ég helli sandi úr sand- ölum vinkonu minnar svo hún rispi sig ekki, þá er ég á minn hátt að breyta heiminum. Við breytum honum með því sem við gerum, ekki síst hinu smáa. Þetta sagði Casimiro de Brito þar sem hann sat við hliðina á mér við langborð á veitingastað sem hét Crystal; þar var nú reyndar ekki kristalnum fyrir að fara, trébekkir og pítsur og kona sem þjónaði til borðs með kornabarn á handleggnum. En Casimiro brýndi raustina þegar hann sagði frá baráttu sinni við portúgölsk yfirvöld, her- stjórn, ritskoðun og ýmiss konar eftirlit. Hann hefur gefið út fjörutíu ljóðabækur, skáldsögur og ritgerðasöfn, þar eru titlar eins og Handbók um skrif á byltingartímum, Viðkvæmt föðurland og hann er forseti Portúgalsdeildar PEN-klúbbsins sem lítur eftir mannréttindum og tjáningarfrelsi. Líklega mun hann bráðum skrifa ævisögu sína. Casimiro sagðist þekkja Thor Vilhjálmsson, hann ljómaði allur þegar hann talaði um Thor og sagðist hafa hitt hann hér og þar í gegnum tíðina, hann nefndi nokkur lönd, nefndi fræga höfunda, Jorge Luis Borges og hinn og þennan. Og alls staðar var Thor líka. Thor er einn af tíu uppá- haldsmönnunum mínum, sagði Casimiro de Brito og bað fyrir kveðju. Næsta kvöld, við langborðið, rétti hann mér servíettu og penna og sagði: Geturðu þýtt þessa hæku á íslensku? Á servíettuna á veitingastaðn- um Crystal hafði hann párað: Foge, borboleta! Os homens aproximam-se, os seus exércitos. Svo var þar líka ensk versjón, til skýringar. Ég skrifaði: Flýðu, fiðrildi! Mennirnir koma – herir þeirra. Kannski var þetta ekki besta þýðing veraldar, ég fékk þrjár mínútur til verksins og ég tala ekki portúgölsku. En það næsta sem ég vissi var að Casimiro hafði smellt þýðingunni fyrir neðan litháíska þýðingu á vefsíðu sem hann hefur komið upp. Í hvert sinn sem hann hittir höfund frá nýju landi biður hann um þýðingu á hækunni og nú skipta málin tugum. Sennilega er það svona sem gamlir andspyrnumenn breyta heiminum í dag; netleiðis. Í fullu samræmi við fyrirlesturinn um hið smáa, að dropinn holi steininn og allt það. Ég hefði heldur kosið að Thor Vilhjálmsson hefði þýtt hækuna, en Casimiro gat ekki beðið eftir því að þeir Thor hittust aftur. Hann bað bara að heilsa. Kasmír-maðurinn hvolfir úr sandölum á portú- galskri strönd. Kannski þerrar hann fætur með ljóðskreyttum servíettum. Flýðu, fiðrildi. Skrýtið að deila pítsu með mönnum sem hafa verið í út- legð. Sandur í sandölum » Í hvert sinn sem hann hittir höfund frá nýju landi biður hann um þýðingu á hækunni og nú skipta málin tugum. Senni- lega er það svona sem gamlir andspyrnumenn breyta heim- inum í dag; netleiðis. Í fullu sam- ræmi við fyrirlesturinn um hið smáa, að dropinn holi steininn og allt það. ERINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.