Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF %$ & '()  ! !"! #$%" #$%" * * +', -./ &"' &'' #$% #$%( * * 0.0 12/' ""3# &! !!)! #!%! #$%& * * 12/43! %""  & !'"!$ #$%! *$% * * 50,/ - 67 $ &(!) ! && #!% $%$ * * ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI / *!  0  *!, 0, 1   23" "4556 #$%     % 3# .89$: ;3# . $83# . 8)  )< . ": ;3# =""9!: ;3# >: ;3# : ?"3# #, $";@ AB$  $ 4;CA?"3# > $?"B$  $3# 2 3# 2 $8$3 $3# ' D=$#?#3# E$$3# &  $' ( ) ,F$3#  A: ;3# 58  : ; A3# 58  8: ;3# %G33# 12/.= + 3# +AAA $!3# H$ $!3#   *  +,-, ' @ A'  $$9# ./0*   =: 3#  ;3# 1  , 2  %  '$%)$ %$! &%) &%$ (%!$ %)$ "%'$ ("$%$$ (%$$ ' % $ !%" !)%$$ !!"%$$ %'$ %( )%'$ '%"$ %&$                                              D 9$"; A$$ + ?   " A$ 4;'  # #  #  ## D # # # #   ##   # #  ## ##  # #  ## # #  #  # # #  ## # ##  ## D D D D # D D D                  D    D D                 D D  D D   H$"; "I .+ #J.3A $ !  9$";   D     D D D D  D D D ' $ 9$"#9 ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hækkaði um 1,23% í gær í 6.918 stig en frá upphafi ársins hefur úr- valsvísitalan hækkað um 7,9%. Í gær hækkaði gengi bréfa Al- fesca, Vinnslustöðvarinnar og Eim- skips mest eða um 2,2%. Mest lækkun varð á gengi bréfa Icelandair og bréfa Icelandic Group eða um 0,7%. Gengi íslensku krón- unnar styrktist um 0,36% í gær en viðskipti með hana voru frekar lítil. Nær 8% hækkun frá áramótum ● ALFESCA sendi tilkynningu til Kauphallar í gær þar sem fram kem- ur að viðræður séu vel á veg komnar um möguleg kaup á franska fyrirtæk- inu Adrimex. Um er að ræða leiðandi fyrirtæki í vinnslu rækjuafurða í Frakklandi. Sölutekjur þess árið 2006 námu rúmum fimm milljörðum króna. Viðræður um kaup á Adrimex eru í samræmi við yfirlýst markmið stjórnar Alfesca, en viðræðum aðila er ekki lokið. Tilkynningin var send út með samþykki Adrimex og móð- urfélags þess, Groupe Adrien. Alfesca í við- ræðum um kaup ● FIH Erhvervsbank, dótturbanki Kaupþings í Danmörku, hefur gengið frá nánu fjármálalegu samstarfi við ATP, sem er einn stærsti lífeyrissjóð- urinn í Danmörku, með stofnun FIH Kapital Bank, sem er nýr dótturbanki FIH Erhvervsbank. Samstarf af þessu tagi milli lífeyrissjóðs og banka mun vera alger nýlunda í Danmörku og lík- lega á Norðurlöndunum öllum. Það mun tryggja fjármögnun FIH langt fram á árið 2008 og á hagstæðari kjörum en bjóðast á almennum láns- fjármarkaði. Eigið fé FIH Kapital Bank losar um 20 milljarða íslenskra króna og þá kaupir það hátt í 200 milljarða útlánasafn af FIH Erhvervsbank og á móti leggur ATP fram lán fyrir allt að 200 milljarða íslenskra króna til allt að níu ára. Að sögn Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings banka, er þetta mjög hag- stæð fjármögnun fyrir FIH sem bygg- ist á því að saga FIH spanni meira en hálfa öld og góðu samstarfi við ATP. FIH í samstarf við ATP HAGNAÐUR Hf. Eimskipafélags Íslands, áður Avion Group, á rekstrarárinu frá 1. nóvember 2005 til 31. október 2006 nam um 79 milljónum bandaríkjadollara eftir skatta. Það svarar til um 5,6 millj- arða íslenskra króna. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2005 var hagnaður félagsins um 24 milljónir dollara. Skipta í evrur Fram kemur í tilkynningu frá Eimskipafélaginu að frá og með 1. nóvember 2006 verði uppgjörsmynt félagsins evra. Magnús Þorsteinsson, stjórnar- formaður Eimskipafélagsins, segir í tilkynningu að heildarafkoma fé- lagsins á síðasta rekstrarári sé ásættanleg. Árið hafi einkennst af miklum ytri vexti en í lok ársins hafi eitt af þremur afkomusviðum félagsins verið selt. Rekstrartap Eimskipafélags Ís- lands nam um 12 milljónum dollara á síðasta rekstrarári samanborið við um 16 milljóna dollara hagnað á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs. Að sama skapi var tap félagsins fyrir skatta um 77 milljónir dollara á síð- asta ári en hagnaður upp á liðlega 7 milljónir dollara 2005. Tap af þeirri starfsemi sem félagið rekur í dag nam um 68 milljónum dollara í fyrra en af þeirri starfsemi var hins vegar um 6 milljóna hagnaður árið áður. Áhrif af aflagðri starfsemi upp á 147 milljónir dollara gera að verkum að útkoman fyrir síðasta rekstrarár er jákvæð um 79 millj- ónir dollara. Þetta stafar af því að félagið seldi XL Leisure Group, leigu- og ferðaþjónustuhluta félags- ins, og jafnframt 51% hlut í Avion Aircraft Trading. Ef þessi sölu- hagnaður er undanskilinn var tap Eimskipafélagsins á síðasta rekstr- arári því um 68 milljónir dollara, eða um 4,7 milljarðar íslenskra króna. Uppgjör Eimskips á fjórða árs- fjórðungi og á árinu í heild var í takt við væntingar greiningardeild- ar Landsbankans en rekstur Air Atlanta gekk hins vegar verr á fjórða ársfjórðungi en sérfræðingar Landsbankans áttu von á. Tekjur Eimskips á fjórða ársfjórðungi voru yfir væntingum greiningardeildar Kaupþings banka en afkoma fyrir fjármagnsliði var þó undir vænt- ingum hennar. Eimskipafélagið hagn- ast um 5,6 milljarða        ! "  ! " ! ' ! ()* @!*        + ! ()* $#  + ! ()* $ $$!  ,$ $         -5/5534 -50-..5 - !./ +40505 -.0!. / (253 -0.! -/.'3.  #     # 6  E; ;F 4('30( --02233 0.3-'. 004(-5 0! . +((5' .!1 1 +--2- 0!2/ -./''  EF; GH //-2-0 -505.34   6 *     6%  %  +0202' ''(/(. /-30' -053/4 #$%&'# IHJIG34!   ()**'# 34!   K  IH ;H HLK  G LK  K ; IE %+,- . - ;H ;E Uppgjör Eimskipafélag Íslands gretar@mbl.is ÍBÚÐAVERÐ mælt með vísitölu, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, lækkaði um 0,7% á milli nóvem- ber og desember. Vísitalan mældist í desember 306,3 stig, en síðastliðna þrjá mánuði lækkaði hún um 2,2%, síðastliðna sex mánuði hefur hún lækkað um 0,9% og hækkun síðast- liðna 12 mánuði var 5,0%. Kemur þetta fram í frétt á heimasíðu Fast- eignamats ríkisins. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfer- metraverð fyrir níu flokka íbúðar- húsnæðis. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Lækkandi íbúðaverð NÝHERJI var rekinn með 305,6 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra á móti 75 milljónum árið 2005. Hagnaður á fjórða ársfjórð- ungi síðasta árs nam 68 milljónum á móti rúmum 25 milljónum á sama tímabili árið áður. Tekjur Nýherja í fyrra voru um 8,6 milljarðar og juk- ust um 37,4% milli ára. Hagnaður Nýherja fyrir fjármagnsgjöld og af- skriftir nam 682,5 milljónum á móti 232,7 milljónum árið 2005. Í til- kynningu Nýherja segir að eft- irspurn hafi verið stöðugt vaxandi eftir þjónustu upplýsingatæknifyr- irtækja og séu horfur ágætar og gert sé ráð fyrir svipuðum rekstr- arárangri í ár og í fyrra. Fjórföldun hagnaðar Í NÝRRI skýrslu frá Mergermarkets er bent á Sampo í Finnlandi sem hugs- anlegan kaupanda að 20% hlut sænska ríkisins í Nordea-bankanum en stutt er síðan Danske Bank keypti bankastarfsemi Sampos. Nordea er stærsta fjármálafyrirtækið á Norð- urlöndunum og áður höfðu nokkrir aðrir verið nefndir sem hugsanlegir kaupendur að hlut sænska ríkisins. Í frétt á sænska fréttavefnum Näringsliv segir að þetta geti orðið upphafið að mikilli samþjöppun á norrænum bankamarkaði og eru taldar allar líkur á að Nordea, Handelsbanken, Swedbank, DnB Nord auk Kaupþings banka muni taka þátt í þeirri samþjöppun. Í Vegvísi Landsbankans er bent á að markmið þessara banka sé að stækka og ná þannig fram aukinni stærð- arhagkvæmni og betri stöðu til að stækka inn á nýja hratt vaxandi mark- aði. Þá er minnt á að stjórnendur Nordea hafi tilkynnt að fyrirtækið sé op- ið fyrir samruna í Norður-Evrópu og hafi fyrirtækið lýst yfir sérstökum áhuga á að sameinast sænska samkeppnisaðilanum SEB, að því er kemur fram í Vegvísi. Kaupþing með í norrænni bankasamþjöppun Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SKIPTAR skoðanir virðast vera á meðal sérfræðinga bankanna hvort alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfisein- kunn ríkissjóðs. Greining Glitnis býst ekki við að Fitch Ratings muni lækka einkunnina en greining Kaup- þing banka telur vera líkur á að Fitch Ratings muni gera það. Rétt er að minna á að lánshæf- isfyrirtækið Moody’s gefur íslenska ríkinu hæstu lánshæfiseinkunn og eru horfur stöðugar að mati Moo- dy’s. Í Morgunkorni Glitnis segir að í næsta mánuði sé komið ár frá því Fitch breytti horfum fyrir ríkissjóð í neikvæðar og það sé vinnuregla Fitch að ákvörðun um hvort af lækk- un verði sé tekin innan tveggja ára. „Það [er] okkar mat að Fitch muni bíða og sjá til hverju fram vindur. Við búumst því ekki við því að lækk- un lánshæfismats Fitch á ríkinu sé að næsta leiti,“ segja sérfræðingar Glitnis. Þeir minna á að hagspár bendi sterklega til að úr ójafnvægi hag- kerfisins muni draga hratt á næst- unni og meta það svo að Fitch muni bíða og sjá hvort þessar spár rætist. „Ef svo verður er vel hugsanlegt að fyrirtækið breyti horfunum aftur í stöðugar. Í þessu skiptir miklu máli hvernig hagstjórnin tekur á málun- um á næstunni. Aðhald er þar lyk- ilatriðið. Í því sambandi er slæmt hvað gefið hefur verið eftir í aðhaldi ríkisins undanfarið. Seðlabankinn stendur hins vegar enn á bremsunni og síðasta vaxtahækkun bankans var augljóslega gott framlag til trúverð- ugleika peningastefnunnar,“ segir í Morgunkorni Glitnis. Glitnir reiknar ekki með lækkun frá Fitch Ratings NOVA ehf, sem er dótturfélag Novators, fjárfestingafélags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, hefur sótt um leyfi til reksturs á kerfi þriðju kynslóðar farsíma hér á landi. Munu fleiri umsóknir ekki vera komnar en tilboð verða opnuð í marsmánuði nk. Hefur Novator verið með til- raunaleyfi til að prófa tíðnisviðið sem þriðja kynslóðin er rekin á. Þriðja kynslóðin byggir á full- komnari tækni og meiri gagnaflutn- ingum en hefðbundin GSM farsíma- þjónusta. Þá mun Nova einnig ætla að sækja um leyfi til rekstrar á GSM-farsímakerfi en það fékkst ekki staðfest hjá Póst- og fjar- skiptastofnun. Munu nokkrir aðilar hafa sýnt því útboði áhuga en stofn- unin bauð út tvær heimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Að sögn Hrafnkells V. Gíslasonar, forstjóra P&F, verða útboðsgögn gefin út í næstu viku en tilgangur út- boðsins var að auglýsa eftir umsókn- um frá aðilum sem ekki hafa tíðni- heimildir fyrir enda telur stofnunin að það muni efla samkeppni á fjar- skiptamarkaði hér á landi. Að því er fram kom fyrst á blogg- síðu Steingríms S. Ólafssonar þá hafa nokkrir af lykilstjórnendum Tals hér á árum áður verið ráðnir til Nova, m.a. Jóakim Reynisson tækni- stjóri og Liv Bergþórsdóttir mark- aðsstjóri Tals. Novator í farsíma- rekstur hér ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.