Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ „Það er flókin spurning. Ég held að tíska sé fyrirbæri til þess að gera mannslíkamann aðlaðandi. Hún býr sífellt til ný form og breytist til þess að gera mannslíkamannn spennandi og gerir það í takt við það sem er í gangi í samfélaginu. Minn stíll er kvenlegur, einfaldur og litríkur en stundum vel ég eitthvað ljótt sem er samt fyndið.“ Hallgerður Hallgrímsdóttir nemi á 3. ári í textíl og fatahönnun. Gerir manns- líkamann aðlaðandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Í minni fyrstu fatalínu, sem ég frumsýni bráðum – ég hanna undir nafninu Mundi – er sýnin svolítið framtíðarleg. Í mínum huga er tíska allt sem er nýtt eða gert á nýstárlegan hátt. Ég hanna t.d. prjónaflíkur með framtíð- arblæ. Sjálfur reyni ég að klæða mig í fatnað sem passar saman en passar samt ekki sam- an. Það er kúnstin.“ Guðmundur Hallgrímsson nemi á 2. ári í grafískri hönnun. Prjónaflíkur með fram- tíðarblæ Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Tíska eða réttara sagt stíll er að mínu mati ekki að klæðast því sem þykir heitast þá og þá stundina einfaldlega vegna þess að það er í tísku. Mér finnst mikilvægara að fólk finni sinn persónulega stíl, það sem er eins konar fram- lenging af þeirra persónuleika. Íslenskar konur klæða sig kvenlega og eru almennt mjög tísku- meðvitaðar miðað við margar á meginlandi Evrópu. Sjálf er ég hrifin af náttúrulegum efn- um, þægilegum sniðum, litum og jafnvel mynstrum. Ég er lítið fyrir glit og gljáa.“ Cornelia Fränz Erasmus- skiptistúdent í grafískri hönnun frá Þýskalandi Persónulegur stíll Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Það er tíska í arkítektúr eins og fatahönnun. Sveiflurnar eru bara ekki eins tíðar í arkitekt- úrnum því það er tímafrekara að byggja hús en að sauma flík. En tískan í hvoru tveggja snýst um það að gera eitthvað flott, búa til ákveðna umgjörð utan um einstaklingsinn. Það er bara spurning um í hvaða skala það er.“ Guðni Valberg nemi á 2. ári í arkitektúr. Umgjörð utan um einstaklinginn Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Góð vöruhönnun er falleg og heillandi, vel nothæf en á um leið að koma á óvart. Hug- myndafræðin verður að vera góð og hönnunin má alveg gera heiminn dálítið skemmtilegri, hvort sem um er að ræða húsgagn, raftæki eða ljós. Mér finnst húmor svolítið mikilvægur í hönnun sem og ýktur stíll sem mér finnst skemmtilegur.“ Hafsteinn Júlíusson nemi á 2. ári í hönnun þrívíðra nytjahluta. Húmor í hönnun Morgunblaðið/Brynjar Gauti ,,Grafísk hönnun er spennandi um þessar mundir. Tölvuvæðingin hefur gerbreytt landslaginu en handverkið er samt og verður áfram mikilvægt, mér finnst reyndar að það megi fá meira vægi. Það er samt rými til þess að móta sinn persónulega stíl. Það eru tísku- straumar í grafískri hönnun eins og í annarri hönnun.“ Birna Einarsdóttir nemi á 2. ári í grafískri hönnun. Hannað í tölvum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þau eru núna í mótun en munu í ná-inni framtíð móta strauma og stefn-ur tískunnar og miðla henni til al- mennings hvort sem er í grafískri hönnun, arkitektúr eða fatahönnun. Það er því ekki seinna vænna að heyra hvað þau eru að spá og spekúlera í þessum efnum. Munum við búa á heimilum sem líta út fyrir að vera geimstöðvar og ganga í fatnaði sem líkjast geimbúningum eða verður framtíðin hlýleg og jafnvel rómantísk, þar sem aft- urhvarf til eldri hátta verður áberandi? Morgunblaðið fékk nokkra nemendur í hönnunar- og arkítektúrdeild Listaháskóla Íslands til þess að skilgreina hugtökin tísku, hönnun og stíl. Straumar verðandi stefnumiðlara Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is „Draumurinn er að blanda saman myndlist og fatahönnun og búa til tískuskúlptúra. Það væri fatnaður á fyrirsætur, nokkurs konar gangandi skúlptúr, en ekki ætlaður til al- mennra nota. Mér finnst ýktur stíll geta verið skemmtilegur og hef gaman af því að nota fylgihluti til þess að poppa upp samsetn- ingar.“ Hlín Reykdal nemi á 1.ári í textíl-og fatahönnun. Gangandi skúlptúrar Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.