Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján RafnVignir Þórar- insson, sem ævin- lega var nefndur Stjáni Þór, fæddist í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði hinn 6. maí 1931. Hann lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði að kvöldi 12. jan- úar síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Þór- arinn Ágúst Vagns- son f. á Hallsteinsnesi í Gufu- dalshreppi 1893, d. 1976 og Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir f. á Móum í Keldudal 1893, d. 1971. Systkini Kristjáns eru Unnur, f. 1919 d. 2003, Jóhann, f. 1920, d. 1920, Valdemar, f. 1921, d. 2003, Pétur Kristinn, f. 1922, d. 1999, Aðalheiður Guð- munda, f. 1923, d. 1999, Elías Mikael Vagn, f. 1926, d. 1988,Vilborg Jórunn, f. 1928, d. 1988, tvíburar: Rafn, f. 1929 og andvana fæddur drengur, Ing- ólfur Garðar, f. 1933. Hinn 29. desember 1956 kvæntist Kristján Huldu Frið- bertsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hennar voru Friðbert G. Guðmundsson og Jóna Reynhildur Magn- úsdóttir. Saman eiga Kristján og Hulda sjö börn, þau eru: 1) Guð- mundur Magnús, kona hans er Hjördís Guðmundsdóttir og eiga þau þrjá syni og sex barnabörn. 2) Ólafur Benoný. 3) Barði, kona hans er Matthildur Björk Gests- dóttir og eiga þau tvær dætur 4) Friðbert Jón, kona hans er Ásta Guðríður Kristinsdóttir og eiga þau fjögur börn og fjögur barna- börn. 5) Birkir, kona hans er Hild- ur Hilmarsdóttir og á hann sex börn og tvö barnabörn. 6) Valdís Bára, hún á eina dóttur. 7) Haf- liði Þór, kona hans er Alda Alberts- dóttir og á hann þrjú börn. Fyrir átti Hulda Martein Einar Viktorsson sem Kristján gekk í föðurstað. Kona hans er Sigríður Magnea Gestsdóttir og eiga þau tvö börn. Kristján ólst upp í Hrauni, fór ungur að vinna eins og tíðkast um hans kynslóð, mest var hann við sjómennsku, meðal annars á Guðmundi, Júní, Flosa, Fjölni og síðast á togaranum Framnesi, öllum frá Þingeyri. Einnig var Kristján í vegavinnu á sumrin, ók vörubíl og olíubíl fyrir K.D., var umboðsmaður flugfélagsins Vængja og umboðsmaður Bruna- bótafélags Íslands. Síðasta starf Kristjáns fólst í afleysingum við flugvallagæslu, ýmist á Þingeyr- arflugvelli, Holtsflugvelli og Pat- reksfjarðarflugvelli og hafði hann mikla ánægju af þeim störfum. Kristján og Hulda stofnuðu heimili á Húsatúni í Haukadal haustið 1955 og bjuggu þar til haustsins 1966, þegar þau fluttu inn á Þingeyri, í hús sem þau höfðu byggt þar. Kristján hefur búið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðustu þrjú árin sökum veikinda. Kristján verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, það er alltaf sárt að kveðja en ég er þó óvenju sátt við að hugsa að þú sért aftur komin til fullrar heilsu, minnið komið, ef- laust ertu mjög hamingjusamur og endurfundir við alla skemmtilegir. Ekki er verra að vera núna í stöðu til að sjá alla ættfræðina og geta stúderað hana betur, því þannig man ég eftir þér, vinna í tölvunni og rekja ættir nýrra einstaklinga sem tengdust inn í fjölskylduna. Minningarnar eru margar og minnisstæðust eru jólin, hvort sem þau snérust um grýlu eða bara fjölskylduna. Jólin voru alltaf sér- stök og haldin í faðmi fjölskyld- unnar, það virtist vera mikilvæg- ast. Þó það sé nokkuð langt síðan ég heimsótti þig varst þú ofarlega í huganum og minningarnar munu bæta upp þann tíma sem ég fór á mis við, en ég vildi frekar muna þig hamingjusaman heima á eyr- inni en týndan í hugarheimi Alz- heimersins. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi, vertu sæll. Guðrún Ásta Kristján Rafn Vignir Þórarinsson Hinn 28. desember síðastliðinn lést Júníus Guðnason, verkstjóri hjá Sandgerðisbæ. Ágætur vinnufélagi og starfsmað- ur er fallinn frá langt um aldur fram aðeins sextíu og þriggja ára gamall. Rétt er að þakka góðum dreng fyrir aðkomu hans að málefnum bæjar- félagsins, fyrir störf hans að viðhaldi eigna og fyrir aðrar verklegar fram- kvæmdir. Í rúm fjörutíu og þrjú ár lagði hann fram sína starfskrafta í þágu bæjarfélagsins. Júníus vann í áhaldahúsi bæjarfélagsins alla tíð og verður honum seint þökkuð góð meðferð hans á fjármunum bæjar- félagsins og er þá átt við tæki sem og allan búnað sem honum var falin um- sjón og eftirlit með. Júníus gegndi einnig öðrum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og var m.a. varaslökk- viliðsstjóri bæjarfélagsins til margra ára. Slökkviliðsstjórastarfið getur oft og tíðum verið vandmeðfarið við erfiðar aðstæður. Fyrir þessi störf viljum við einnig þakka Júníusi enda fór þar traustur maður. Júníus var góður drengur. Í góðra vina hópi áttum við því láni að fagna að kynnast einstökum frásagnar- hæfileikum Júníusar. Hann átti það til að segja sögur af hrakförum og uppeldisárum sínum á ferskan og skemmtilegan hátt. Slíkar stundir eru í dag eftirminnilegar. Fáir búa við það lán að lífið sé að- eins slétt og fellt og án áfalla. Þau hjón Regína og Júníus eignuðust fjögur börn, eina stúlku og þrjá drengi. Einn dreng sinn misstu þau Júníus Guðnason ✝ Júníus Guðna-son fæddist í Ár- nessýslu 13. júní 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 28. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá safn- aðarheimilinu í Sandgerði 5. janúar. með sviplegum hætti fyrir rétt um tíu árum síðan. Á nýársdagsmorg- un 1997 þegar framtíð- in virtist blasa við öll- um landsmönnum til sjávar og sveita, og ný fyrirheit voru við sér- hvert fótmál, kom sorgarfrétt svo yfir- þyrmandi að bæjarbú- ar gátu varla rætt saman enda bæjar- félagið nánast lamað af sorg. Fáar fréttir hafa vakið eins mikinn óhug í brjóst- um bæjarbúa og var fjölskylda Júní- usar í mörg ár að jafna sig eftir þann atburð. Á nýliðnu ári rifjaðist upp umrædd sorgarfrétt þegar bæjar- félagið varð fyrir miklum missi við skyndilegt fráfall ungra drengja í blóma lífsins. Á slíkum stundum vaknar samfélagið til meðvitundar um nauðsyn þess að leggja rækt við gott mannlíf og góðar samveru- stundir. Júníus hafði nýverið gengist undir aðgerð og var að ná fyrra þreki. Fráfall Júníusar kom því öllum að óvörum. Júníus hefur lokið sínum störfum sem einkenndust af trúmennsku fyr- ir bæjarfélagið og hann var vakandi yfir allri velferð sinnar fjölskyldu. Fyrir hönd bæjarstjórnar viljum við undirritaðir þakka samfylgdina um leið og við færum fjölskyldu Júníus- ar Guðnasonar samúðarkveðjur frá starfsmönnum og íbúum Sandgerð- isbæjar. Guð styrki ykkur á erfiðum tímum. Blessuð sé minning hans. Sigurður Valur Ásbjarnarson, Óskar Gunnarsson, Ólafur Þór Ólafsson. Í dag verður til moldar borinn góðvinur minn Júníus Guðnason sem ég hefi þekkt í áratugi og starfað með lengi. Þegar ég hitti Júníus rétt fyrir jól í Áhaldahúsi Sandgerðis- bæjar, en þar hafði Júníus starfað í yfir 40 ár, grunaði mig ekki að þetta yrði í síðasta skiptið sem við mynd- um hittast, en svona er lífið, við vit- um aldrei hver er næst kallaður yfir móðuna miklu. Það er margs að minnast úr samstarfi okkar Júníusar sem hófst í björgunarsveitinni Sig- urvon og síðar í Slökkviliði Sand- gerðis en þar hafði hann starfað í 43 ár og var varaslökkviliðsstjóri í yfir 30 ár. Í Áhaldahúsi Sandgerðisbæjar starfaði hann lengi á vinnuvélum og þótti vera einstaklega fær að leysa allskonar vandamál hvort sem þau voru lítil, stór eða flókin, enda var hann vinnusamur og féll aldrei verk úr hendi. Hann var jafnvígur á að smíða úr járni eða tré enda laghent- ur og vandvirkur. Júníus hafði öðlast mikla þekkingu á öllum veitukerfum í Sandgerði enda hafði hann víða lagt hönd á í gegnum árin. Það var ávallt gaman að koma við á kaffistofunni í Áhaldahúsinu og ræða málin. Júníus hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja og er mér minnisstæð ferð sem við fórum fyrir um tveim árum, fimm saman, ég, Sigurður Valur bæjarstjóri, Diddi í Nesjum, sem lést á síðasta ári, Kalli í Klöpp og Júníus. Ferðin var einskonar söguferð þar sem við sögðum sögur frá fyrri tíð af mönnum sem settu svip á mannlífið. Ekið var víða um Suðurlandið, þegar við nálguðumst Selfoss fór Júníus að segja allskonar sögur af lífshlaupi sínu sem unglingur á Selfossi, það var ógleymanlegt að hlusta á hvað þessi dagfarsprúði maður hafði frá mörgu skemmtilegu að segja frá sín- um yngri árum, en eftir situr minn- ingin um ógleymanlega dagsferð þar sem hláturinn ómaði lengi dags. En nú er ferð Júníusar á enda, það hefur verið mér mikil gæfa að hafa fengið að starfa með Júníusi í áratugi. Slökkviliðsmenn í Sandgerði kveðja nú góðan félaga sem var nýhættur í liðinu. Megi Guð geyma minninguna um góðan félaga. Samúðarkveðjur sendi ég Regínu, börnum og skyldmenn- um. Reynir Sveinsson. FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Öryrkja- bandalagi Íslands: „Í ljósi umræðu um niðurstöður könnunar um langvarandi kynferð- islegt ofbeldi gegn heyrnarlausum vill ÖBÍ vekja athygli á því að inn- lendar og erlendar rannsóknir sýna að fatlaðir eigi meira á hættu að verða fórnarlömb slíks ofbeldis en aðrir hópar samfélagsins. Það á sér- staklega við um þá sem vegna fötl- unar sinnar eiga erfitt með að tjá hugsanir sínar og tilfinningar með skýrum og skilmerkilegum hætti. Það er mjög brýnt að slík mál séu upplýst, fórnarlömbum ofbeldisins veittur öfl- ugur stuðningur og lærdómur dreg- inn af atburðunum. ÖBÍ leggur áherslu á að opinberir aðilar vinni ná- ið með hagsmunasamtökum heyrn- arlausra að viðbragðaáætlun sem og að aðgerðum til að fyrirbyggja að slík ofbeldisverk geti endurtekið sig gagnvart heyrnarlausu fólki. Einnig hafi hið opinbera náið samráð við önnur hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem eru í áhættuhópum vegna kyn- ferðislegs ofbeldis.“ Lærdómur verði dreginn af atburðum LÖGREGLAN í Borgarnesi lýsir eftir vitnum að umferðarslysinu sem varð við Munaðarnes föstudag- inn 12. janúar skammt frá bænum Grafarkoti. Þar rákust saman jeppi og flutningabíll með þeim afleið- ingum að ökumaður jeppans slas- aðist alvarlega og liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þeir sem geta gefið upplýsingar um slys- ið eru beðnir að hringja í lögregl- una í Borgarnesi í síma 433-7612. Lýst eftir vitnum HEKLA frumsýnir um helgina nýjan Pajero – aflmesta lúxusjeppa sem Mitsubishi Motors hefur framleitt. Gerð bílsins og tæknibúnaður hafa tekið stökkbreytingum fram á við, sem birtist ekki aðeins í betri akst- urseiginleikum, heldur einnig í auknu öryggi, meiri þægindum, virkari afköstum og einstökum aukabúnaði, segir í frétt frá Heklu. Meðal búnaðar sem hægt er að fá í nýjum Pajero er DVD spilari og inn- byggt leiðsögukerfi, 800W Rockford hljóðkerfi og bakkmyndavél. Sýningin verður í húsakynnum Heklu, Laugavegi 174 og hjá sölu- umboðum Heklu í Reykjanesbæ og á Selfossi kl. 10–16 í dag, laugardag, og kl. 12–16 á morgun, sunnudag. Hekla frum- sýnir Mitsub- ishi Pajero VINNUEFTIRLITIÐ heldur ráð- stefnu um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum þriðjudaginn 23. janúar nk., kl. 13–16 á Grand Hóteli, Reykja- vík. Á ráðstefnunni verða kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuvernd- arstarfs á vinnustöðum. Samkvæmt reglugerðinni ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem á að marka stefnu varðandi aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustaðnum í samráði við öryggisverði og örygg- istrúnaðarmenn eða aðra fulltrúa starfsmanna. Áætlunin skal m.a. fela í sér: Mat á áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna, svo- kallað áhættumat. Áætlun um heilsuvernd og for- varnir sem byggir á áhættumatinu. Ráðstefnan verður opnuð af Magn- úsi Stefánssyni félagsmálaráðherra en í kjölfarið mun Þórunn Sveins- dóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlit- inu, kynna nýmæli reglugerðarinnar. Þá munu Joseph Zoghbi, öryggis- og umhverfisstjóri Bechtel á Reyð- arfirði, Guðjón Guðmundsson, inn- kaupastjóri Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, og Guðmundur Þór Gunnarsson, verkefnastjóri Mjólk- ursamsölunnar á Selfossi, kynna reynslu fyrirtækjanna af áhættumati og forvörnum á vinnustað. Í ráðstefnulok verða pallborðs- umræður með þátttöku fulltrúa stjórnmálamanna, atvinnurekenda og launþega. Stjórnandi pallborðs verð- ur Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Ráðstefnustjóri verður Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður og stjórnarformaður Vinnueftirlitsins. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Ráðstefna um áhættumat og forvarnir á vinnustöðum ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGIBJARGAR ÞÓRHALLSDÓTTUR frá Sauðadalsá. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar á Hvammstanga fyrir hlýja og góða umönnun sl. eitt og hálft ár. Elín Þormóðsdóttir, Þórður Skúlason, Þóra Þormóðsdóttir, Heimir Ágústsson, Eggert Óskar Þormóðsson, Arndís Helland, Guðbjörg Erna Þormóðsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, ÁSLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Mörk, er lést sunnudaginn 24. desember. Þökkum einnig öllum þeim er hjálpuðu okkur og studdu á einn eða annan hátt. Börn hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.