Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 25 LANDIÐ Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri -hágæðaheimilistæki Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK OPNAR NÝJA VERSLUN Á AKUREYRI Glæsileiki. Gæði. Verið velkomin Laugardaginn 20. janúar opnar Eirvík nýja og glæsilega verslun að Baldursnesi 6 á Akureyri. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur mikið úrval heimilistækja í hæðsta gæðaflokki. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Opið í dag frá kl. 10:00 -15:00 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÓPUR áhugafólks um bætta um- ferðarmenningu á Suðurnesjum hef- ur hrint af stað átaki sem á að vera liður í baráttunni gegn því sem nefnt er ofbeldi í umferðinni. „Hingað og ekki lengra“ er yfirskrift átaksins. Fram kom á blaðamannafundi áhugahópsins í gær að á árunum 2003 til 2005 voru banaslys og slys með meiðslum 40–75% fleiri meðal Suðurnesjamanna en íbúa höfuð- borgarsvæðisins, samkvæmt saman- tekt Umferðarstofu. Þar er litið til lögheimilis þeirra sem aðild eiga að slysum en ekki slysstaðar og ekki er tekið tillit til fjölda ekinna kílómetra. Hjálmar Árnason alþingismaður, forsvarsmaður hópsins, sagði að þótt menn þekktu ekki ástæðuna fyrir þessum tölum sýndu þær að þarna væri verk að vinna. Hjálmar segir að samfélagið á Suðurnesjum standi að átakinu og ætlunin sé að virkja almenning til þátttöku. Vonast hópurinn til að Suðurnesjamenn, allir sem einn, leggi sitt af mörkum með tillitssemi, aðgát og nærgætni við náungann og samborgarana. Þannig aukist lífs- gæði Suðurnesjamanna á götum úti. Lögreglan verður sýnilegri Fram kom á fundinum að hin sam- einaða lögregla á Suðurnesjum væri að undirbúa aukið umferðareftirlit. Ellisif Tinna Víðisdóttir, fulltrúi lög- reglustjórans, sagði að á næstunni yrði skipulag lögreglunnar staðfest og áætlanir lögreglunnar kynntar. Hún sagði ljóst að það svigrúm sem sameining lögreglunnar og breytt verkefni á Keflavíkurflugvelli sköp- uðu yrði nýtt í þessum tilgangi. Nefndi hún að von væri á fleiri lög- reglubifreiðum og að komið yrði upp einhvers konar hverfisstöðvum í sveitarfélögunum þannig að eftirlit lögreglunnar yrði sýnilegra. Fram kom að íbúar gætu tilkynnt um háskaakstur í netfang lögreglunnar, logreglan@bc.is. Kynnt voru samningsdrög sem Ökukennarafélag Íslands hefur látið gera og er ætlað að vera sáttmáli milli foreldra og ungmenna sem ljúka ökuprófi um áframhaldandi þjálfun ungmennanna. Þar er tekið á ýmsum mikilvægum málum sem stuðlað geta að öruggari akstri. Fulltrúi ND kynnti Saga-ökurit- ann og fram kom meðal annars að foreldrar gætu fengið slíkan búnað leigðan til að fylgjast með akstri barna sinna við upphaf ökuferilsins. Hjálmar Árnason heiðraði sér- staklega tvær konur fyrir framtak í umferðarmálum. Áróra Gústafsdótt- ir lét taka bílinn af syni sínum eftir að hún frétti af ofsaakstri hans, og Tinna Guðrún Víðisdóttir sigraði í ökukeppni VÍS þar sem Saga-öku- mælar voru notaðir. Vilja virkja almenning í nýju umferðarátaki Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heiður Hjálmar Árnason afhenti Tinnu Guðrúnu Lúðvíksdóttur og Áróru Gústafsdóttur blóm en þær voru heiðursgestir við upphaf umferðarátaks. Í HNOTSKURN »Lögreglan á Suðurnesjummun auka eftirlit sitt. Fleiri lögreglumenn verða á ferðinni á Reykjanesbraut og í bæjunum. Sauðárkrókur | Styrkir úr minning- arsjóði Jóns Björnssonar, tónskálds og kórstjóra frá Hafsteinsstöðum, voru nýlega afhentir nemendum í Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ákveðið var að skipta viðurkenn- ingunni á milli þriggja mjög efni- legra nemenda. Við afhendingu styrkjanna kom fram í máli skóla- stjóra Tónlistarskólans, Sveins Sig- urbjörnssonar, að þessir nemendur hefðu skarað framúr og oft komið fram á vegum skólans. Þeir nemendur sem að þessu sinni hlutu viðurkenningu voru listagyðjurnar Anna Karítas Ingv- arsdóttir, nemandi í flautu- og pí- anóleik, Ragnheiður Silja Jóns- dóttir, nemandi í fiðluleik, og Sunna Dís Bjarnadóttir, nemandi í harmonikku- og píanóleik. Anna er á 15. ári, Ragnheiður verður 18 ára á þessu ári og Sunna 16 ára. Tekjur af hljómdiski Fyrir fjórum árum, er liðin voru 100 ár frá fæðingu Jóns, stofnuðu aðstandendur hans minningarsjóð- inn í tengslum við útgáfu á hljóm- diski sem gefinn var út. Hafði Eiður Guðvinsson, systursonur lista- mannsins, forgöngu um útgáfuna og afhenti styrkina að þessu sinni. Með dyggri aðstoð Stefáns Gísla- sonar kórstjóra var safnað saman á diskinn nokkrum af lögum Jóns, sem þá voru til í ýmsum upptökum og flutningi margra listamanna. Andvirði af sölu hljómdisksins skyldi síðan renna til ungra og efni- legra skagfirskra tónlistarnem- enda sem stefndu á frekara nám í list sinni, og var það nú í þriðja sinn, sem styrkir voru veittir. Að sögn Eiðs hafa viðtökur við hljómdiskinum verið langt framar vonum. Vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir þær og taldi ekki úti- lokað að fleiri styrkir yrðu veittir úr sjóðnum. Safnað fyrir fiðlukaupum Styrkþegar hafa allir stundað tónlistarnám við skólann í nokkur ár, Anna Karitas og Sunna Dís þó lengst, þar sem þær byrjuðu fimm og sex ára gamlar. Ragnheiður Silja var orðin 12 ára er hún hóf nám í fiðluleik en segist hafa náð ágætum tökum á hljóðfærið á skömmum tíma. Allar lýstu þær yf- ir ánægju með styrkinn, er Morg- unblaðið ræddi við þær, og Ragn- heiður sagðist ætla að nota hann til kaupa á nýrri fiðlu sem hún væri að safna sér fyrir. Þær segjast allar hafa áhuga á frekara tónlistarnámi, enda ekki langt í að þær geti lokið burtfararprófi. Þær Önnu og Sunnu munar ekki um að læra á tvö hljóðfæri í einu og segjast ekki geta gert upp á milli þeirra, spurðar hvort hljóðfærið sé skemmtilegra. Sunna hefur frá upphafi numið við tónlistarskólann á Hofsósi en Anna og Ragnheiður stunda námið á Sauðárkróki. Til stendur að haldnir verði tón- leikar með þeim nemendum sem fengið hafa styrk úr sjóðnum en dagsetningar hafa ekki verið ákveðnar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Styrkir Við úthlutun, Sveinn Sigurbjörnsson, Anna Karítas Invarsdóttir, Sunna Dís Bjarnadóttir, Ragnheiður Silja Jónsdóttir og Eiður Guðvinsson. Þrjár efnilegar listagyðjur styrktar Bolungarvík | Kven- félagið Brautin í Bol- ungarvík varð 95 ára á dögunum. Af því til- efni voru gjafir af- hentar á aðalfundi fé- lagsins. Hólskirkju í Bol- ungarvík var færð peningagjöf að upp- hæð 100 þúsund kr. og Sjúkrastofnun Bol- ungarvíkur var af- hentur hjólastóll til nota fyrir vistmenn stofnunarinnar. Miðað við aðstæður og þá samkeppni sem almennt félagsstarf glímir við í dag má segja að Kvenfélagið Brautin hafi staðið þá glímu vel af sér og félagskonur haldið uppi metnaðarfullu félagsstarfi. Kvenfélagið Brautin hef- ur frá stofnun verið kjölfestan í fé- lagsstarfi í bæjarfélaginu og lagt mörgum góðum málum lið á löngum og farsælum starfstíma þess. Eitt af árlegum verkefnum félags- ins er árshátíð eldri borgara sem að þessu sinni verður 24. febrúar n.k. en að auki eru framundan hjá félaginu fjáröflunarverkefni eins og blómasala fyrir sumardaginn fyrsta og fleira. Öllum ágóða af fjáröflunarverkefnum félagskvenna er varið til góðra sam- félagsverka. Sólveig Sigurðardóttir er formaður félagsins og með henni í stjórn eru Guðrún Jóhannsdóttir og Guðlaug Elíasdóttir. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Gjöf Stjórnarkonur afhenda gjöf til Sjúkrastofn- unar Bolungarvíkur, fv. Guðrún Jóhannsdóttir, Guðlaug Elíasdóttir, Hulda Karlsdóttir hjúkr- unarforstjóri og Sólveig Sigurðardóttir. Kvenfélagskonur styðja góð málefni SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.