Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ H vað ætlar þú að gera hjá West Ham Unit- ed?“ spyr leigubíl- stjórinn þegar ég hef snarað mér upp í bíl- inn hjá honum á Liverpool Street- lestarstöðinni í Lundúnum. Það er blik í augum. Ég upplýsi hann um að ég sé blaðamaður ofan af Íslandi og ætli að líta á aðstæður hjá félaginu og ræða við stjórnarformanninn sem sé landi minn. „Herra Magnússon. Það er ekkert annað,“ segir bílstjórinn og áhuginn er ósvikinn. Hann er 57 ára gamall og hefur stutt West Ham frá blautu barnsbeini. Kemur svo sem ekki á óvart því sagt er að annar hver leigubílstjóri í Lundúnum fylgi „Hömrunum“ að málum. „Ég elska hann,“ svarar bílstjórinn ákveðið þegar ég spyr hvernig honum lítist á nýja eigandann. „Knattspyrna er greinilega hans ær og kýr og svo virðist hann líka vera með slatta af seðlum í farteskinu. Það er ekki verra,“ segir bílstjórinn og brosir. „Ekki veitir okkur af eins og staðan er núna.“ Bílstjórinn kveðst ekki heyra ann- að en stuðningsmenn West Ham séu almennt ánægðir með Eggert en lítil spenna hafi verið fyrir helsta keppi- naut hans um yfirráðin, Írananum Kia Joorabchian. „Við vildum ekki sjá þennan araba,“ segir hann tæpi- tungulaust. Bílstjórinn gerir hins vegar enga athugasemd við það að Eggert sé útlendingur. „Það skiptir engu máli svo lengi sem hann setur þarfir West Ham United á oddinn.“ Undir eftirliti Bobbys Moores Morguninn eftir sit ég á rúmgóðri skrifstofu Eggerts Magnússonar á Upton Park, höfuðstöðvum West Ham. Á veggjunum er saga þessa fornfræga félags sögð í myndum, þeir eru þaktir merkum minningum og minjagripum. Eggert situr and- spænis mér í djúpum leðurstól og að baki honum tekur David Beckham hornspyrnu í landsleik gegn Áströl- um á Upton Park fyrir nokkrum ár- um. Er ég sný mér við brosir Bobby heitinn Moore til mín. Það fer vel á því á þessi öndvegissonur West Ham vaki yfir okkur í viðtalinu. Það er í mörg horn að líta hjá Egg- erti, félagsskiptaglugginn opinn til mánaðamóta, og West Ham má eng- an tíma missa. Styrkja þarf liðið í þeirri hatrömmu fallbaráttu sem stendur yfir. Hann er undir viðtalið búinn en segir mér strax frá því að hann geti þurft að taka stöku símtal og kannski skreppa fram til skrafs og ráðagerða. Mest eru samskiptin við Scott Duxbury, hægri hönd Eggerts, og á hann eftir að koma nokkrum sinnum inn á skrifstofuna meðan ég sit þar. Raunar finnst mér á tímabili að ég sé staddur á lestarstöð, svo mikil er traffíkin hjá stjórnarfor- manninum þetta árdegi. Samt dettur hvorki né drýpur af Eggerti sem afgreiðir hvert erindið af öðru snöfurmannlega með bros á vör. Kumpánlegt viðmótið fer vel í viðmælendur hans. „Þær hafa verið mjög annasamar,“ segir Eggert spurður um fyrstu vik- urnar í starfi en hann settist í stjórn- arformannsstólinn í lok nóvember eftir kaup þeirra Björgólfs Guð- mundssonar á West Ham. „Mikil og skemmtileg vinna.“ Verkefnin hafa ekki öll verið auð- veld en á fyrstu vikunum sagði Egg- ert bæði upp framkvæmdastjóra fé- lagsins, Paul Aldridge, og knattspyrnustjóranum, Alan Pardew. „Þetta voru ekki auðveld mál en ganga þurfti í þau. Það var ekki eftir neinu að bíða. Aldridge var búinn að starfa hér í tíu ár og í fyrstu reiknaði ég með að hann yrði áfram. Síðan kom í ljós að hann var alltof nátengd- ur hinum aðilanum sem barðist við mig um yfirtökuna, þannig að hann var búinn að missa tiltraust lyk- ilmanna hér innanhúss. Það var því öllum fyrir bestu að hann færi.“ Ekki í nægilega góðri þjálfun Eggert segir það heldur ekki hafa verið skemmtilegt að láta Pardew taka pokann sinn en hjá því hafi ekki verið komist. „Eftir á hefur komið á daginn að meinsemdin var miklu meiri en okkur óraði fyrir í fyrstu. Það er ekki ástæða til að fjalla um þau vandamál opinberlega en lyk- ilatriðið er að ástandið í búningsklef- anum var ekki í lagi, þar var búið að byggjast upp vantraust milli leik- manna og knattspyrnustjórans í langan tíma. Á þann hnút var ekki hægt að höggva.“ Eggert hefur á tilfinningunni að leikmenn West Ham séu ekki í nægi- lega góðri þjálfun sem bendi til þess að undirbúningur liðsins fyrir tíma- bilið hafi farið í handaskolum vegna þeirra vandamála sem voru á ferð- inni. „Þetta er vitaskuld óviðunandi.“ West Ham vann sér sæti í úrvals- deildinni á ný vorið 2005 og átti góðu gengi að fagna á liðinni leiktíð. Hafn- aði í 9. sæti og tapaði úrslitaleiknum um bikarinn í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool. „Við erum með mjög ungt lið sem náði ótrúlegum árangri í fyrra. Nú hefur hins vegar blásið á móti og þá brotna þessir ungu leik- menn. Þess vegna leggjum við höf- uðáherslu á að fá til liðs við okkur eldri og reyndari leikmenn núna í janúarglugganum, eldhuga sem geta drifið ungu strákana áfram með sér á vellinum. Við höfum þegar nælt í tvo, Nigel Quashie og Luis Boa Morte, og vinnum að því myrkranna á milli að fá fleiri. Óskastaðan væri að ná í þrjá til fjóra í viðbót.“ Daginn eftir viðtalið gekk West Ham frá kaupunum á miðverðinum Calum Davenport frá Tottenham en það var nafnið sem bar hvað oftast á góma þennan morgun í samtölum Eggerts við Duxbury. Lucas Neill, varnarmaður Blackburn, er greini- lega ofarlega á innkaupalistanum og líklega verður gengið frá þeim við- skiptum í dag, laugardag. Lauren, bakvörður Arsenal, sem var inni í myndinni, valdi Portsmouth og Egg- erti þykir verðmiðinn á Matthew Up- son, miðverði Birmingham, of hár. Í tvígang þennan morgun er Eggert í símasambandi við ritara stjórnarfor- manns Sevilla á Spáni vegna hugs- anlegrar lántöku á sóknarmanninum Kepa Blanco. Kolleginn er í bæði skiptin vant við látinn en Eggert slær á létta strengi við ritarann. „Heyrðu, þú verður að fara að senda mér mynd af þér. Við erum búin að tala svo oft saman að ég þarf að fara að sjá hvernig þú lítur út.“ Á hinum enda línunnar heyri ég ritarann skella upp úr. Einn Íslendingur hefur verið inni í myndinni á síðustu dögum. „Við reyndum að fá Hermann Hreiðarsson frá Charlton en svarið var stutt og laggott: Nei!“ Herráðið hittist reglulega Herráðið, eins og Eggert kallar það, hittist á hverjum morgni á Up- ton Park en það skipa auk stjórn- arformannsins téður Duxbury og nýi knattspyrnustjórinn, Alan Curbis- hley. „Við vinnum mjög náið saman. Hér leggjum við á ráðin en förum svo hver í sína áttina og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í leikmenn.“ Fleiri félög en West Ham eru á út- opnu í janúarglugganum, einkum þau sem eru í fallbaráttunni. „Vandinn við þennan stutta tíma sem opið er fyrir kaup og sölu á leikmönnum á miðju tímabili er að félögin vilja helst ekki selja nokkurn mann fyrr en þau eru búin að fá aðra í staðinn. Það gerir þetta svo erfitt. Á sumrin er tíminn rýmri og þá eru menn afslappaðri. Svo eru mörg félög treg að láta okkur hafa leikmenn enda þótt þeir séu til sölu, því þau vilja ekki að við styrkj- um okkur. Þetta er mikið stress.“ Eggert segir að sumir leikmenn séu heldur ekkert spenntir fyrir því að koma til félags sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. „Enginn vill falla. Það er ósköp eðlilegt.“ Eggert hafði ekki mikið álit á um- boðsmönnum áður en hann flutti til Englands. Það hefur ekki aukist. „Það er ekki bara við félögin að etja, það eru líka helvítis umboðsmenn- irnir, afsakaðu orðbragðið. Þeir vaða uppi og geta haft úrslitaáhrif á það hvaða leikmenn maður nær í og hverja ekki. Þetta er óþolandi og með ólíkindum að þessir menn skuli vaða svona uppi. Það þarf að taka á þessu vandamáli.“ Reksturinn endurskipulagður Enda þótt leikmannamál séu efst á baugi þessa dagana er líka verið að horfa á heildarmyndina hjá West Ham. Eggert upplýsir að verið sé að endurskipuleggja rekstur félagsins. „West Ham er gott félag með frá- bæra stuðningsmenn og á aðeins það besta skilið. Þegar við skoðuðum fé- lagið sáum við að möguleikarnir eru miklir og það ætlum við að færa okk- ur í nyt. Við munum byggja okkar lík- an á félögum sem eru í fremstu röð í Evrópu, Chelsea, Manchester United og Barcelona. Metnaðurinn er mikill og við stefnum að því að koma West Ham í hæstu hæðir. Við vitum að þetta tekur tíma en okkur liggur ekk- ert á. Markmiðið er að komast inn í Sumir fá sér hund, ég fékk Eggert Magnússon hefur nú gegnt starfi stjórnarformanns West Ham United í um tvo mánuði. Þeir hafa verið annasamir, ekki síst síðustu dagar, enda reyna Eggert og félagar nú eftir fremsta megni að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Orri Páll Ormarsson varði hluta úr degi á skrifstofu Eggerts á Upton Park í vikunni og ræddi við stjórnarformanninn milli þess sem hann lagði á ráðin um leikmannakaup. Morgunblaðið/Daniel Sambraus Á tali Eggert hefur að undanförnu lagt nótt við dag í leikmanna- kaupum og þá er síminn þarfaþing. Í HNOTSKURN »Eggert Magnússon stefnirað því að koma West Ham United í hóp bestu liða Eng- lands og í Meistaradeild Evr- ópu innan fimm ára. »Áform eru um að flytja ánýjan 60.000 sæta leikvang á næstu árum og efla mark- aðsstarf félagsins. »Eggert segir strembið aðkaupa leikmenn í jan- úarglugganum ekki síst þegar liðið stendur í fallbaráttu. A lan Curbishley, knatt- spyrnustjóri West Ham United, situr í sófanum hjá Eggerti Magn- ússyni stjórnarfor- manni þegar ég dett inn úr dyrunum eftir hádegismat. Ég hef verið eins og grár köttur á skrifstofunni allan morguninn en þá hafði Curbishley öðrum hnöppum að hneppa á æf- ingasvæðinu. Eggert kynnir okkur og gerir knattspyrnustjóranum grein fyrir heimsókn minni. Að því búnu stendur Curbishley upp og gerir sig líklegan til að yfirgefa skrifstofuna. „Hvert ert þú að fara, lagsi? Blaðamaðurinn ætlar að taka viðtal við þig,“ kallar Eggert undr- andi á eftir sínum manni. „Nú, ætl- arðu að tala við mig?“ spyr Curbis- hley vandræðalegur. „Ég hélt þú ætlaðir að tala við Eggert.“ Menn hlæja dátt að þessum misskilningi. Eggert víkur af velli. Þá tekur alvaran við, enda ekkert kómískt við stöðu West Ham United sem er í þriðja neðsta sæti úr- valsdeildarinnar. „Það er líklega ekki hægt að taka við liði í fall- baráttu á verri tíma en tveimur vikum áður en félagsskipta- glugginn er opn- aður,“ byrjar Curbishley alvar- legur í bragði. „En það góða við þetta er að ég er tekinn við knatt- spyrnustjórastarfinu hjá félagi sem trúir því statt og stöðugt að allt fari vel að lokum. Stjórnarformaðurinn má ekki heyra á annað minnst og er reiðubúinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að styðja mig og lið- ið í þessari baráttu.“ Curbishley henti sér beint út í djúpu laugina, hefur stýrt liðinu í sjö leikjum á fjórum vikum en leikið er stíft í Englandi yfir jólin. „Þetta er ekki eins og best verður á kosið. Vegna leikjaálags og nauðsynlegrar hvíldar leikmanna milli leikja höfum við lítið sem ekkert getað æft allan þennan tíma, þannig að ég hef haft takmarkað tækifæri til að koma mínum áherslum á framfæri. Haf- andi sagt það þá gerði ég mér alltaf fulla grein fyrir því að þetta starf yrði erfitt.“ Curbishley byrjaði með látum með sigri á toppliði deildarinnar, Manchester United, en er ósáttur við gang mála síðan. „Við höfum ekki nælt í eins mörg stig og við hefðum þurft. Sérstaklega var sárt að fá bara tvö stig út úr leikjunum tveim- ur gegn Fulham þegar við áttum að fá sex. Það hefði þýtt að við værum í fjórða neðsta sæti en ekki þriðja og það hefði skipt máli upp á það að fá öfluga leikmenn til félagsins.“ West Ham hefur eigi að síður far- ið mikinn á leikmannamarkaði að undanförnu og Curbishley hefur verið vakinn og sofinn yfir því verk- efni líka. „Mér er ljóst núna hvílíkur kraftur er í Eggerti. Maðurinn er ótrúlegur orkubolti,“ segir hann og skellir upp úr. „Hann er ekkert að hanga yfir hlutunum.“ Curbishley segir forsendur fyrir leikmannakaupum hafa breyst mik- ið frá áramótum en þeir Eggert róa nú öllum árum að því að krækja í sterka miðverði. „Það var ekki for- gangsverkefni í fyrstu en eftir að bæði James Collins og Danny Gabbi- don meiddust og verða frá í nokkrar vikur urðum við að endurmeta stöð- una. Anton Ferdinand hefur líka átt við meiðsl að stríða, þannig að okkur bráðvantar miðvörð.“ Hann skilaði sér í hús daginn eftir í formi Calums Davenports. Curbishley er heillaður af fram- tíðarsýn Eggerts Magnússonar sem stefnir að því að koma West Ham í fremstu röð í enskri knattspyrnu innan fimm ára. „Metnaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi og það var tími til kominn að stjórnendur West Ham United færu að hugsa með þessum hætti.“ Aðspurður hvort hann hafi trú á því að þetta takist svarar hann af- dráttarlaust játandi. „Þetta er hægt en það mun kosta mikla vinnu. En undirstaðan er fyrir hendi, stuðn- ingsmenn okkar eru fjölmennur hópur og nú þurfum við á þeim að halda. Við vitum öll að við erum með risa í höndunum, sumir myndu segja sofandi risa, en nú er tímabært að hann fari á fætur.“ Fyrsta skrefið, að áliti Curbis- hleys, er að láta verkin tala á vell- inum og forðast fall í vor. „Ef það tekst verðum við stórlið á komandi árum og ef það tekst ekki verðum við samt stórlið. Það mun bara taka aðeins lengri tíma. Auðvitað vill eng- inn falla en það verður enginn heimsendir. West Ham er samt of stórt félag til að leika í næstefstu deild.“ Þegar Curbishley er beðinn að út- skýra muninn á gengi West Ham nú og í fyrra segir hann að leik- mannahópurinn hafi breyst lítið sem ekkert. Samt sé þetta ekki sama liðið. „Það helgast af meiðslum. Dean Ashton gekk úr skaftinu í haust. Það var mikill skaði en hann væri án efa í enska landsliðs- hópnum núna. Ferdinand, Coll- ins og Gabbidon hafa líka verið mik- ið frá, eins Matthew Etherington. Þannig að þetta er ekki sama liðið. Á síðustu leiktíð gengu menn upp til hópa heilir til skógar og allt lék í lyndi. Hrynjandin var góð og liðið á sigurbraut. Fyrir vikið var sjálfs- traustið í hámarki ólíkt því sem við erum að horfa upp á núna.“ Curbishley segir dæmin sanna að stutt sé milli hláturs og gráts í ensku úrvalsdeildinni og lið sem naumlega sleppi við fall eitt árið geti náð hæstu hæðum það næsta. „Þess vegna er svo mikilvægt að við ljúk- um tímabilinu í fjórða eða fimmta neðsta sæti í vor. Meira fer ég ekki fram á. Þá getum við æft vel næsta sumar, byggt okkur upp og styrkt hópinn með nýjum leikmönnum. Þá erum við til alls líklegir.“ Ekki þarf að fjölyrða um þá leik- menn sem West Ham hefur misst á undanförnum árum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að mati Curbishleys að ná Meistaradeild- arsæti. „Einu félögin sem ekki þurfa að selja sína verðmætustu leikmenn eru þau sem eru í fjórum efstu sæt- unum. Og þau eru ekki einu sinni óhult. Minnstu munaði að Liverpool yrði „lið sem selur“ fyrir tveimur ár- um þegar Chelsea bar víurnar í Ste- ven Gerrard.“ Curbishley segir samband þeirra Eggerts gjörólíkt sambandi hans við Richard Murray stjórnarformann Charlton. „Ég var í fimmtán ár hjá Charlton með sama stjórnarfor- manninum. Við ólumst upp saman, ef svo má að orði komast, og komum hvor öðrum til mennta. Eggert hitti ég fyrst fyrir fjórum vikum. Það var hringt í mig og ég spurður hvort ég hefði áhuga á starfi knattspyrnu- stjóra West Ham. Þetta var eins og að fara á blint stefnumót. En West Ham er mitt félag, hér hóf ég minn knattspyrnuferil, og þó ég væri von- svikinn fyrir hönd Alans Pardews, sem ég keypti fyrir fimmtán árum til Charlton, þá hikaði ég ekki við að slá til,“ segir Curbishley. Knattspyrnustjórinn segir sam- starfið við Eggert leggjast vel í sig en brýnt sé fyrir þann síðarnefnda að sýna stuðningsmönnum West Ham að hann beri hag félagsins fyr- ir brjósti. „Það er hann að gera með þessum leikmannakaupum núna og það þarf enginn að efast um að hann vill það besta fyrir West Ham. Von- andi getum við fært honum það.“ Stjórinn Alan Curbishley ásamt Anton Ferdinand miðverði. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.