Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 28
lifun 28 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ P abbi, segðu „þegiðu bara“ eins og Mikki refur ger- ir,“ segir hinn ungi lista- maður, og til þess að forðast misskilning er hann alls ekki að biðja pabba sinn að þagga niður í blaðamanninum. Ten- órinn hlýðir en litli leikstjórnandinn er ekki alveg ánægður með frammi- stöðuna og vill fá meiri bassa í rödd- ina. Og svo á pabbi að hlaupa á bak við stóra skápinn og fela sig því Mikki refur er alltaf að reyna að vera flink- ari en Lilli klifurmús. En sonur óperusöngvarans, Ragn- ar Númi Gunnarsson Guðbjörns- sonar, stelur að þessu sinni algjörlega senunni þegar hann syngur undur- blíðlega vögguvísu Lilla klifurmúsar eða var það vökuvísa? Mikki refur à la Gunnar Guðbjörnsson á ekkert svar við svona tilþrifum, jafnvel þótt sá sé um þessar mundir að æfa sig í hlutverki Flagarans í framsókn eftir Stravinski hjá Íslensku óperunni. – Ætlarðu að verða söngvari eins og pabbi eða sellóleikari eins og mamma? „Nei, ég ætla að verða leikari og leika Lilla klifurmús,“ segir Ragnar Númi einlægur en hann spilar á selló eins og móðir hans, Ólöf Breiðfjörð, gerði í mörg ár. „Ég hef sjálf lagt sellóið til hliðar en yngri strákarnir eru báðir að læra í Suzuki-tónlistar- skólanum og sú námsleið krefst mik- illar þátttöku foreldra, sem ég hef mjög gaman af.“ Ólöf og Gunnar hafa búið víða um Evrópu. „Fjölskyldan hefur fylgt Gunnari eftir í námi og starfi,“ segir Ólöf. „Fyrst bjuggum við í Berlín, þá í London, svo í Wiesbaden í Þýska- landi en þaðan fluttum við til Lyon í Frakklandi en við bjuggum í fjögur ár á hvorum stað. Síðan tóku við önn- ur fjögur í Berlín en fyrir þremur ár- um fluttum við aftur heim til Ís- lands,“ segir Ólöf sem stjórnað hefur öllum flutningunum og bætir bros- andi við að þetta sé í fyrsta skipti í mörg ár sem hún er ekki að undirbúa flutning. „Ég segi stundum að Ólöf sé skip- stjórinn á þessu skipi sem heimilið er,“ segir Gunnar og lítur þakklátur á lífsförunaut sinn til nærri tuttugu ára. „Ég hef starfs míns vegna oft verið fjarri heimilinu.“ Andlegt átak að flytja á milli landa Hjónin segja það vissulega lífs- reynslu að hafa búið í svo mörgum löndum en hins vegar sé gríðarlega mikið átak að flytja á milli landa, ekki síst andlegt. „Sérstaklega þegar mað- ur er að flytjast til landa þar sem maður kann ekki tungumálið, líkt og þegar við fluttum til Frakklands, og eins þegar maður er kominn með börn í skóla,“ segir Ólöf. „Það er meira en að segja það en strákarnir eru núna 14 ára, átta ára og sjö ára. Nú erum við hins vegar flutt heim og erum ekkert á útleið aftur.“ Fannst ykkur einhver munur á að búa t.d. í Þýskalandi og Frakklandi? „Já, mjög mikill,“ segja þau bæði, líta á hvort annað og hlæja. „Það eru alls kyns smáatriði,“ segir Gunnar og bætir við til útskýringar: „Ef þú ert á leið heim úr vinnu í Frakklandi og þig vantar mjólkurpott, sérð mjólkurbúð á horni en ekkert bílastæði nærri, þá kippir sér enginn upp við það þótt þú stoppir nálægt búðinni og setjir bil- unarljósin á meðan þú hleypur inn eftir mjólkinni.“ Ólöf segir hlæjandi að þetta væri aldrei hægt að gera í Þýskalandi. Aldrei. „Það er svona grundvallar- munur á flestu í þessum tveimur löndum. En bæði í Þýskalandi og Frakklandi eru flestar mæður heima- vinnandi. Ég var því fljót að kynnast þeim í gegnum börnin á leikskólanum og í skólanum og eignast þannig vini og kunningja. Ég byrjaði einmitt í bútasaumnum erlendis, til þess að hafa ofan af fyrir mér þegar ég var heimavinnandi og Gunnar á ferðalög- um og eins kynntist ég konum í gegn- um saumaskapinn. Í hverju hverfi var líka ákveðinn kjarni þar sem voru litlar verslanir og smám saman kynntist maður bak- aranum eða konunni í dótabúðinni persónulega. Ég sakna alls þessa á Íslandi. Mér fannst ég í rauninni ein- angraðri fyrst þegar ég kom hingað heim en ég var úti, því svo fáar ís- lenskar konur á mínum aldri eru heimavinnandi og hér hefur ekki myndast þetta sama samfélag í kring- um börnin,“ segir hún en kveður þau þó hvergi annars staðar vilja búa núna. „Við erum í nálægð við fjöl- skyldur okkar og eins finnst okkur Ísland henta skapandi börnum eins og sonum okkar betur en Berlín,“ segir Ólöf en sá elsti, Ívar Glói, spilar á rafmagnsgítar og píanó en Jökull lærir á fiðlu og er í kór. „Við höfum á árum okkar erlendis reynt að tileinka okkur það besta á hverjum stað og taka með okkur áfram.“ Óperusöngvarinn og hljóðfæraleikar- arnir fluttir heim Saga Hver hlutur á sér sögu Tónlistarheimili Elsti sonurinn spilar á píanóið. Borðstofan Fjölskyldan við borðstofuboðrið en stólarnir sem falla svo skemmtilega saman koma héðan og þaðan. Það er eins og þær svífi um loftið, nóturnar á heimili Ólafar Breiðfjörð og Gunnars Guðbjörnssonar óperu- söngvara. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að allir á heimilinu kunna að syngja eða spila eftir þeim og húsfreyjan að sauma líka. uhj@mbl.is Efnilegur Reynir Gunnarsson er sniðugur strákur og efnilegur leik- ari, söngvari og sellóleikari Dyrasími Þetta er dyrasíminn á heimilinu og hann virkar! Fjölskyldan hefur fylgt Gunnari eftir í námi hans og starfi sem óperusöngvari og búið í London, Berlín, Wiesbaden og Lyon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.