Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÓFAGRA VERÖLD Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 28/1 kl. 20 Lau 3/2 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Fim 25/1 kl. 20 Fös 2/2 kl. 20 Lau 10/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 MEIN KAMPF Í kvöld kl. 20 AUKASÝNING Lau 27/1 kl. 20 AUKASÝNING Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Sun 28/1 kl. 20 Frumsýning UPPSELT Fös 2/2 kl. 20 Sun 4/2 kl. 20 DAGUR VONAR Sun 21/1 kl. 20 UPPSELT Fös 26/1 kl. 20 UPPSELT Lau 3/2 kl. 20 UPPSELT Sun 4/2 kl. 20 Fös 9/2 kl 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. AMADEUS Í kvöld kl. 20 Allra síðasta sýning FOOTLOOSE Lau 27/1 kl. 20 Allra síðasta sýning RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 21/1 kl. 14 Sun 28/1 kl. 14 Sun 4/2 kl. 14 Sun 11/2 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fim 25/1 kl. 20 Fim 8/2 kl. 20 AUKASÝNING Fös 16/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI Börn, 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið Í fylgd með forráðamönnum. * Gildir ekki á barnasýningar og söngleiki. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Svartur köttur – forsala hafin! Lau 20. jan kl. 20 Frumsýn UPPSELT Sun 21. jan kl. 20 2. kortasýn UPPSELT Fim 25.jan kl. 20 3. kortasýn UPPSELT Fös 26.jan kl. 20 4. kortasýn örfá sæti Lau 27.jan kl. 20 5. kortasýn UPPSELT Sun 28.jan kl. 20 Aukasýn UPPSELT Fim 1.feb kl. 20 Aukasýn örfá sæti Fös 2.feb kl. 20 UPPSELT Lau 3.feb kl. 20 UPPSELT Næstu sýn: 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Ath: Sýningin er ekki við hæfi barna! Skoppa og Skrítla – forsala hafin! Lau 10. feb kl. 11 og 12.15 Sala hafin! Sun 11. feb kl. 11 Sala hafin!                                      ! "               !"  # !$ % &' "!( )* %  #   $  # % &   ' $  # %    $  # +   (((     )    , - .// 0&'' 123 4  56 78 5  :%; 2<" =  = 1> *= ?@  ( = ,A= B%; C  DE<@%! *+ +     $  ,-. /     0 1 $ 2+!  ! 3 !  4  " !  +  56.789.:298 -;2 <1 =8 - #> ?9 Allra síðustu sýningar Sýnt í Iðnó Lau. 20/1 Fös. 26/1 Sun. 28/1 Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 klst. fyrir sýn. Sími 562 9700 www.idno.is Sýningar kl. 20 ll í stu i ar! Aukasýningar í janúar 21.janúar 2007, sunnudagur kl. 17.00 Sálmar III ... Lúther og jazzinn Tríó Björns Thoroddsens flytur eigin útsendingar á gömlum sálmum kirkjunnar. LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 25.starfsár • 2006-2007 Aðgangseyrir: 1500 kr. (750 kr. fyrir listvini og 500 kr. fyrir nemendur)     Nánari upplýsingar á: pabbinn.is Leikstjóri: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16:00 virka daga. Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) Frumsýning – fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.00 2. sýning – laugardaginn 27. janúar kl. 20.00 3. sýning – föstudaginn 2. febrúar kl. 20.00 4. sýning – laugardaginn 3. febrúar kl. 20.00 5. sýning – föstudaginn 9. febrúar kl. 20.00 6. sýning – laugardaginn 10. febrúar kl. 20.00 Rokksveit Rúnars Júlíussonar í kvöld Fjölbreyttur sérréttaseðill og tilboðsmatseðill á leikhúskvöldum www.kringlukrain.is Sími 568 0878 GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðni Franzson tónlist- armaður og Steingrímur Sævarr Ólafsson ritstjóri. Þeir ásamt lið- stjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan í bjartsýniskasti um framgang Íslendinga á heimsmeist- aramótinu í handbolta, sem hefst í dag: Auðveldlega ættum við Ástrali að vinna. Í síðustu viku var fyrriparturinn um óvænta hækkun ýmissa gjalda hjá sveitarfélögunum um áramótin, í ljósi kosningaloforða sl. vor: Voru þá loforð um lægri gjöld lygi og kosningabrella? Kormákur Geirharðsson botnaði í þættinum: Ætli helvítin haldi í völd og hald’ okkur áfram að hrella? Davíð Þór Jónsson: Gerið þið allt til að öðlast völd, er allt sem þið segið della? Hlustendur létu sitt ekki eftir liggja, þar á meðal Pétur Stef- ánsson, sem kaus að líta á fyrripart- inn sem botn og orti drápu framan við: Gekk í sal með glæstan skjöld glaðbeitt framboðs-mella. Sótti lið til fólksins fjöld og fékk þar lófasmella. Hlaut að launum vegleg völd er vildi örbirgð fella. – Enn eru flestra kjörin köld, og kvöl sem marga hrella. Ekki mun fagurt ævikvöld á öryrkjunum skella. Og þó sé komin önnur öld, á öldruðum nauðir vella. Voru þá loforð um lægri gjöld lygi og kosningabrella? Jónas Frímannsson: Engu breytir hver er við völd, alltaf munum við rella. Kristín Sigríður Guðjónsdóttir á Hrafnistu í Reykjavík: Ég er orðin leið á loforðafjöld en læt það samt mig ekki hrella. Valur Óskarsson orti vísu aftan við: Á þrettándanum kjagar köld með Kertasníki í hella, Grýla sem að var með völd en virðist nú engan hrella. Guðni Þ. T. Sigurðsson: Íhaldið með öll sín völd mun áfram lýðinn hrella. Sævar Sigbjarnarson tvisvar: Morgunninn gleymist þá komið er kvöld og kjósendur einlægt að rella. ------- Fyrst er að tryggja sér tæknileg völd, taka svo lýðinn að hrella. Pálmi R. Pétursson m.a.: Á lýðskrumsins við lifum öld má lesa og heyra gella. Útvarp | Orð skulu standa Auðveldir Ástralir Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. EINHVERN tímann þegar Kristján Eldjárn var forseti sótti danski at- vinnugrínistinn Victor Borge okkur heim. Í fínni samkomu í danska sendiráðinu (að því er mig minnir), þar sem þeir Kristján voru báðir við- staddir, sagði Borge: „Þegar ég frétti að Kristján væri fornleifafræð- ingur, þá skildi ég afhverju hann varð ástfanginn af konunni sinni.“ Hér fór allt sendiráðið að hlæja; Borge þótti býsna djarfur að móðga svona eiginkonu forsetans. En Borge bætti þá við: „Jú, hann varð ástfanginn af henni vegna þess að hún er fornleifafræðingur líka!“ Fyrir þá sem ekki vita var Borge píanóleikari og mikið af brönd- urunum sem hann sagði á skemmt- unum sínum var tónlistarlegs eðlis. Eitt frægasta atriðið var þegar hann spilaði afmælislagið í stíl ólíkra tón- skálda. Það þótti afar fyndið að heyra Sverðdansinn eftir Katsjat- úrían breytast í afmælislagið, en halda samt áfram að vera sverðdans- inn. Afmælisútgáfan af fyrsta píanó- konsert Tsjajkovskís var líka óborg- anleg. Nú man ég ekki hvort Borge tók valsakónginn Strauss fyrir, en ef hann hefði gert það, þá hefði það örugglega hljómað líkt og á Vín- artónleikum Salonhljómsveitar Sig- urðar Ingva Snorrasonar sem haldn- ir voru á laugardaginn. Eitt atriðið á efnisskránni var Accelerationen eft- ir Strauss, en fyrirvaralaust breytt- ist það í afmælislagið. Í ljós kom að Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari átti afmæli og sungu tónleikagestir „hún á afmæli í dag.“ Af svip Sigrúnar að dæma bjóst hún ekki við þessari uppákomu. Segja má að svona hafi tónleikarn- ir verið í hnotskurn. Létt andrúms- loft einkenndi dagskrána, sem auk þess gekk snurðulaust fyrir sig. Eins og títt er um Vínartónleika var flutt tónlist eftir Strauss, Kálmán, Lehár og félaga, og að sjálfsögðu var einsöngvari – reyndar tveir ein- söngvarar. Þetta voru þau Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Lothar Odinius tenór. Þau voru í einu orði sagt frábær. Lothar var reyndar nokkra stund að ná sér á strik, en þegar það gerðist héldu honum eng- in bönd. Hann er með breiða og fal- lega rödd, sem jafnframt er ákaflega kraftmikil, og var unaður að hlýða á hann syngja. Hanna Dóra var einnig með allt sitt á hreinu, söngur hennar var í senn ljóðrænn og glæsilegur, og dúettarnir sem þau tvö sungu voru sérlega skemmtilegir. Eitt mergjaðasta atriðið á dag- skránni var þegar afmælisbarnið Sigrún tók sígaunatryllinn fræga eftir Vittorio Monti, „Czardas“. Leikur hennar var í senn tæknilega fullkominn og gæddur þvílíkri spennu að áheyrendur æptu af hrifningu í lokin. Tónlistin sem flutt var á tónleik- unum var í kammerhljómsveit- arútgáfu eftir fyrrnefndan Sigurð Ingva. Hann var einnig stjórnandi hljómsveitarinnar sem spilaði allt af stakri snilld. Útsetningarnar hljóm- uðu líka ávallt sannfærandi, þær voru áreynslulausar og mismunandi raddir voru í góðu jafnvægi. Ef marka má viðtökur tónleika- gesta (og ótal athugasemdir sem ég heyrði í fatahenginu á eftir) hljóta flestir að hafa skemmt sér kon- unglega á tónleikunum. Fólkið sem sótti kápurnar sínar var a.m.k. bros- andi út að eyrum. Brosandi tónleikagestir TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Strauss, Lehár, Schrammel og fleiri. Flytjendur voru Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Lothar Odinius tenór ásamt Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar. Einleikur á fiðlu: Sig- rún Eðvaldsdóttir. Útsetningar og hljóm- sveitarstjórn: Sigurður Ingvi Snorrason. Laugardagur 13. janúar. Söng- og kammertónleikar Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.