Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 51 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Hannyrðir Rýmingarsala á allri metravöru, allri jólavöru og allri páskavöru. Árorugarn 30 kr., perlugarn nr. 5 100 kr., hringprjónar 100 kr. Tilboð vikunnar á Þingeyrarvefn- um. Nú er næsta skref að líta á Þing- eyrarvefinn, thingeyri.is. Þar er sko margt að sjá meðal annars: Tilboð vikunnar hjá Vestfirsku bókabúðinni. Vestfirska forlagið. Forn Íslandskort til sölu Ortelius (Guðbrandarkortið) Mercator, Bleu o.fl. Ennfremur stein- prent frá 1840 úr leiðangri Paul Gai- mard. Einnig eru til sölu erlendar ferðabækur um Ísland, Mackenzie, Henderson, Hooker o.fl. Mikið úrval ættfræðibóka og fornrita. Uppl. í síma 896 6043. Þjónusta ÞORRABLÓT - ÁRSHÁTÍÐIR Merkjum glös og staup við öll tæki- færi. Stuttur afgreiðslufrestur. Erum með staup og glös á lager. Leir og Postulín - sími 552 1194. Þarftu að losna við húsgögn? Sæki þér að kostnaðarlausu. Uppl. í síma 697 5850. Vélar & tæki Spjót og lyftari. Til sölu Terex TB66 spjótlyfta, vinnuhæð 22 m, og Mani- tou MRT 1542 skotbómulyftari. Upplýsingar í síma 565 7390 eða 893 5548. Rafstöðvar 5-30 kw. Rafsuðutæki og hjálmar - Fjórhjól - Kerrur - Steypuhrærivélar 14 rúmm. á klst. Allt á mjög góðu verði. Beinn inn- flutningur. Myndir og nánari uppl. á haninn.is, Bíla- og búvélav., Holti, sími 895 6662. Húsaviðgerðir Flísalagnir, flot málun, múrbrot, þéttingar, múrviðgerðir o.fl. Uppl. í síma 697 5850 Sigfús Birgisson. Bókhald * Reikningar * Laun * VSK * Skattframtal. Við sjáum um allt ferlið fyrir þig. Vinnum á DK viðskiptahugbúnaðarkerfið. Maka ehf., s. 565 1979, Katrín gsm 820 7335. maka@simnet.is Heilsa Húsnæði óskast Íbúð óskast til leigu! Tvö pör leita að íbúð til að deila, 3ja herb.+ á svæði 101, 107, 105. Lofum skilvísum greiðslum og getum veitt meðmæli. Kristín, 697 9810, kristindag- mar@yahoo.co.uk Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . GREEN COMFORT skór og sandalar á tilboðsverði. Breiðir og mjúkir undir fót. OPIÐ mán.-mið.-fös. frá 13-17. Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Alfreðsdóttur, Listhúsinu, Engjateigi 17-19, sími 553 3503. www.friskarifaetur.is. Tjaldvagnar Tjaldvagn til sölu Montana Easy Camp ´05 með fortjaldi og stórum álkassa. Upplýsingar í síma 867 1335. Húsbílar Húsbíll til sölu. Ford Econoline 79, skoðaður ‘07, húsbíll, 35" er á góðum dekkjum, hár toppur með flest öllu nema eldavél. Verð 450 þús., skoða skipti. Upplýsingar í síma 899 5484, Einar. Kerrur Tveggja sleða kerra. Varadekk, fjöðrunarbúnaður. Upplýsingar í síma 893 1485. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar sími 569 1100 mbl.is ASERINN Teimour Radjabov er efstur eftir fjórar umferðir á stór- mótinu í Wijk aan Zee sem nú stend- ur yfir. Mótið í litla þorpinu í grennd við stáliðjurisann Corus, sem áður hét Hoogoven, er án efa eitt sterk- asta og jafnframt skemmtilegasta mót ársins. Það dregur ávallt til sín nær alla bestu skákmenn heims og nú er svo komið að Hollendingar eiga ekki nema einn frambærilegan skákmann til að mæta innrásarlið- inu, Loek Van Wely. Hann er þó á kunnuglegum slóðum eins og staðan er núna, alveg við botninn. Ungstirnið frá Aserbaídjsan, Teimour Radjabov, hefur með frísk- legri og skemmtilegri taflmennsku skotist upp í efsta sætið, leyft eitt jafntefli og unnið aðrar skákir gegn Van Wely, Shirov og Tiviakov. Radjabov var mjög fréttum fyrir nokkrum árum er hann lagði Garríj Kasparov í Linares og hlaut í ofaná- lag í fegurðarverðlaun mótsins. Það var meira en Kasparov gat þolað og úr varð mögnuð sena á lokahófinu þegar dómnefndin var kölluð öllum illum nöfnum og setningar eins og “… móðgun við skáklistina,“ heyrð- ust. Radjabov er ágætur verðugur arftaki Kasparovs en hæpið að hann nái nokkru sinni að slá hann út. Augu flestra beinast þó að Topa- lov og Kramnik. Topalov sem er stigahæsti keppandi mótsins virðist hafa náð sér að fullu eftir einvígið í Elista og teflir af sama þrótti og fyrr. Kramnik hefur teflt af miklu öryggi og Wisvanathan Anand er einnig til alls líklegur. Staðan eftir fjórar um- ferðir: 1. Radjabov 3½ v. 2. Topalov 3 v. 3.–7. Anand, Kramnik, Navara og Svidler 2½ v. 8.–9. Karjakin og Po- nomariov 2 v. 10. Motylev 1½ v. 11.– 13. Van Wely, Carlsen og Tiviakov 1 v. 14. Shirov ½ v. Ágætur vinur íslenskra skák- manna, Alexei Shirov, hefur ekki rið- ið feitum hesti frá mótinu og situr í neðsta sæti. Hann er þó til alls lík- legur og eru skákir hans yfirleitt geysilega fjörugar og mikið lagt und- ir. Í þriðju umferð mætti hann Radjabov: Wijk aan Zee 2007 Alexei Shirov – Teimor Radjabov Kóngsindversk vörn Shirov endurbætti taflmennsku Van Wely úr 1. umferð og fékk ágæta stöðu eftir byrjunina. Hann sólundaði þó tíma sínum í óþarft drottningarflan. Svartur náði að brjóta upp kóngsstöðuna með 17. … h5 og Shirov brást hart við með því að láta drottninguna af hendi. En snilldarleikur svarts, 25. … Rg3+! sneri dæminu alger- lega við. Stórskemmtileg skák. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Rf3 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. He1 f5 11. Rg5 Rf6 12. f3 Kh8 13. Re6 Bxe6 14. dxe6 Rh5 15. g3 Bf6 16. c5 f4 17. Kg2 Rc6 18. cxd6 cxd6 19. Rd5 Rd4 20. Bb2 Rxe6 21. g4 Rhg7 22. Rxf6 Hxf6 23. Dd5 De7 24. Hed1 Hd8 25. Da5 b6 26. Dd5 Hff8 27. Hac1 h5 28. gxh5 Dh4 29. Hc6 g5 30. Hxd6 g4 31. Hxe6 Hxd5 32. Hh6+ Kg8 33. Bc4 gxf3+ 34. Kh1 Rxh5 35. Hg1+ Rg3+ 36. Hxg3+ fxg3 37. Hxh4 g2+ 38. Kg1 f2+ 39. Kxg2 f1=D+ 40. Bxf1 Hd2+ 41. Kg3 Hxb2 42. Bc4+ Kg7 43. Bb3 Hb1 44. Kg2 Hc8 45. Kf3 Hc3+ 46. Kg4 Hf1 47. Kh5 Kf6 – og Shirov gafst upp. Sú skák sem hér fylgir er kannski ágætt dæmi um keppnishörku Topa- lovs og góðan undirbúning. Skipta- munsfórnin 15. d5 er ekki ný af nál- inni; var talin auðhrakin en annað hefur komið í ljós. Eftir 20. f4 er hvít- ur með prýðileg færi fyrir skipta- mun. Kóngsstaða svarts er opin en léttu menn hvíts virðast ekki líklegir til að gera kónginum mein. Drottn- ingarleikirnir frá 35. Dd2 til 40. Dd6 eru allir hnitmiðaðir og þegar við bætist 39. Kh2 nær hvítur að brjóta niður varnir svarts: Venselin Topalov – Alexei Shirov Grunfelds-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Bg4 11. f3 Ra5 12. Bd3 cxd4 13. cxd4 Be6 14. d5 Bxa1 15. Dxa1 f6 16. Dd4 Bf7 17. Bh6 He8 18. Bb5 e5 19. Df2 He7 20. f4 exf4 21. Dxf4 Db6+ 22. Kh1 Bxd5 23. exd5 Dxb5 24. Dxf6 De8 25. Dd4 Hd8 26. h3 Hf7 27. Hxf7 Dxf7 28. Dc3 b6 29. Rg3 Rb7 30. Re4 De7 31. Rf6+ Kf7 32. Rxh7 Kg8 33. Rf6+ Kf7 34. Rg4 Kg8 35. Dd2 He8 36. Df4 Dd6 37. Df2 Dc5 38. Dg3 Dd4 39. Kh2 Rd8 40. Dd6 Re6 41. Be3 – og Shirov gafst upp. Bragi og Sigurbjörn efstir á Skákþingi Reykjavíkur 2007 Bragi Þorfinnsson og Sigurbjörn Björnsson er efstir og jafnir að loknum fimm umferðum á Skák- þingi Reykjavíkur. Þeir mættust í fimmtu umferð, báðir með fullt hús vinninga og gerðu jafntefli. Tefldar verða níu umferðir og munu línur án efa skýrast í næstu umferðum. Eins og komið hefur fram er einn stórmeistari meðal þátttakenda, Henrik Danielsen, en hann tapaði fyrir hinum þrautreynda Sævari Bjarnsyni í þriðju umferð mótsins. Staða efstu manna gæti breyst lít- illega því Guðmundur Kjartansson og Sævar Bjarnason eiga frestaða skák úr fimmtu umferð. 1–2 Bragi Þorfinnsson og Sig- urbjörn Björnsson 4½ vinning hvor. 3.–5. Kristján Eðvarðsson, Þor- varður Ólafsson og Júlíus Friðjóns- son allir með 4 vinninga. 6. Sævar Bjarnson 3½ v. og frestaða skák. 7.–11. Björn Jónsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Sverrir Örn Björns- son, Guðni Stefán Pétursson og Henrik Danielsen allir með 3½ vinning. 12. Guðmundur Kjartans- son 3 v. og frestaða skák. Arftaki Kasparovs efstur í Sjávarvík Helgi Ólafsson Efstur Azerinn Teimour Radjabov er einn í efsta sæti í Wijk aan Zee eftir fjórar umferðir með 3 ½ vinning. helol@simnet.is SKÁK Skákþing Reykjavíkur 7.–26. janúar Corus-mótið í Wijk aan Zee 12.–28. janúar Bridsfélag Hreyfils Að loknum tveimur umferðum í tvímenningnum er staða efstu para mjög jöfn og spennandi. Daníel Halldórss. - Ágúst Benediktss. 232 Einar Gunnarss. - Valdimar Elíasson 229 Birgir Kjartansson - Árni Kristjánss. 228 Sigurrós Gissurard. - Helgi Sigurgeirss. 195 Magni Ólafss. - Randver Steinsson 192 Síðasta umferðin verður spiluð nk. mánudagskvöld í Hreyfilshús- inu og hefst spilamennskan kl. 19,30. Akureyrarmót í sveitakeppni Eftir eftir tvö kvöld af fimm, eða 4 umferðir, í Akureyrarmótinu í sveitakeppni eru línur eitthvað farnar að skýrast en efstu sveitir eru: Sv. Unu Sveinsdóttur 80 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 73 Sv. Gylfa Pálssonar 70 Eftir 7 umferðir munu 4 efstu og 4 neðstu spila innbyrðis í A og B úrslitum. Sunnudaginn 14.01 urðu efst: Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 23 Gissur Gissurarson - Gissur Jónasson 12 Stefán Sveinbjss. - Ragnheiður Haraldsd. 6 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 14/1 var spilaður tvímenningur á níu borðum. Með- alskor var 216. Úrslit voru þessi í Norður/Suð- ur: Þórir Jóhannsson - Sigurður Sigurðss. 236 Þorbj. Benediktss. - Sveinn Sigurjóns. 229 Jón Jóhannss. - Birgir Kristjánss. 227 Austur/Vestur Garðar Jónsson - Guttorm Vik 291 Ingibjörg Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 265 Gunnar Guðm.s. - Sveinn Sveinsson 229 Sunnudaginn 21/1 hefst þriggja kvölda tvímenningskeppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.