Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ staðurstund Í sal 2 í Listasafni Ís-lands er úrval verka eftir Jón Stefánsson (1881–1962) í eigu Lista- safns Íslands. Jón var eini Íslendingurinn sem var nemandi Henri Matisse í París. Sýningin sýnir þau áhrif sem Jón varð fyrir hjá Matisse og þann franska skóla sem Jón innleiddi í verkum sínum eftir að hann kom heim frá námi. Sýningarstjóri er dr. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Ís- lands. Á morgun, sunnudag- inn 21. janúar kl. 14, mun Ólafur Kvaran fjalla um sýninguna. Val verka á sýningunni miðast við inntak sýningarinnar Frelsun litarins/Regard Fauve, sýningu á frönskum expressjónisma frá upphafi 20. aldar sem nú stendur yfir í sölum safnsins. Í umfjöllun sinni mun Ólafur fjalla um þróun verka Jóns Stefánssonar og tengsl hans við Matisse. Myndlist Leiðsögn um sýningu Jóns Stef- ánssonar í Listasafni Íslands Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Cafe Amsterdam | Hljómsveitirnar Dimma og Hellshare halda sameiginlega tónleika laugardaginn 20. janúar. Tónleikarnir hefj- ast upp úr miðnætti og lýkur u.þ.b. einum og hálfum tíma síðar. Eftir heldur plötu- snúður uppi stuðinu fram undir morgun. Frítt inn. 20 ára aldurstakmark. Hafnarborg | Nýárstónleikar Tríó Reykja- víkur 21. janúar kl. 20: Elín Ósk Ósk- arsdóttir sópransöngkona verður gestur á tónleikunum. Bryndís Halla Gylfadóttir leik- ur á selló í stað Gunnars að þessu sinni. Efnisskrá fyrri hlutans verður að mestu helguð Edvard Grieg, í ár verður öld liðin frá andláti hans. Seinni hlutann verða dansar og polkar úr óperettum. Hallgrímskirkja | Sunnudag 21. janúar kl. 17 flytur Tríó Björns Thoroddsen eigin út- setningar á gömlum sálmum kirkjunnar úr fórum Marteins Lúthers á 3. tónleikunum í sálmadagskrá Listvinafélags Hallgríms- kirkju á afmælisári, 25. starfsári félagsins. Miðasala er í Hallgrímskirkju, sími 510 1000. Aðgangseyrir: 1500 kr. Norræna húsið | Hljómsveitin LAVA heldur tónleika mánudaginn 22. janúar kl. 20. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá Dan- mörku, Noregi og Íslandi. Hljómsveitin flyt- ur endurtúlkanir á íslenskum þjóðlögum, flutt í þjóðlagastíl auk frumsaminna laga. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr. Nýlistasafnið | Hljómsveitin Sólstafir mun halda tónleika í kvöld kl. 22-23. Leikið nýtt efni í bland við eldra. Ókeypis inn. www.sol- stafir.com www.myspace.com/solstafir Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 17: Burtfar- artónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík. Eydís Sigríður Úlfarsdóttir sópr- ansöngkona og Krystyna Cortes píanóleik- ari. Meðal efnis eru íslensk þjóðlög, og verk eftir Brahms, Alban Berg, Purcell og Mas- cagni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Salurinn, Kópavogi | Í dag kl. 20: Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Auður Haf- steinsdóttir fiðla, Sigurður Bjarki Gunn- arsson selló og Sigurgeir Agnarsson, selló flytja verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, en hann hefði orðið 160 ára á árinu. Miðaverð: 1500/1000 kr. í s: 5700400 og á salurinn.is Myndlist 101 gallery | Stephan Stephensen, aka president bongo. If you want blood... you’ve got it! Til 15. feb. 2007. Opið þriðju- daga til laugadaga kl. 14-17. Anima gallerí | Þórunn Hjartardóttir. Ljós- myndir og málverk. Sýningin stendur til 27. jan. Opið 13-17 þri - lau. www.animagalleri.is Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Guðrúnar Öyahals myndlistarmanns í Artóteki, Borgarbókasafni. Á sýningunni eru lágmyndir unnar í tré og ýmis iðnaðar- efni s.s. gler, nagla, sand og rafmagnsvír. Sjá nánar á www.artotek.is Til 18. febrúar. Auga fyrir auga | Í Auga fyrir auga, Hverf- isgötu 35 sýnir David McMillan ljósmyndir frá Chernobyl. Myndirnar eru teknar á 10 ára tímabili, eftir kjarnorkuslysið 1986. Op- ið miðvikud.og föstud. kl. 15-19 og laugard. og sunnud. kl. 14-17. Til 28. janúar. Gerðuberg | Hugarheimar - Guðrún Bergs- dóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og for- ma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tján- ingu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti 8 ára skóla- börnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Gerðuberg á í safni sínu um 1000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starfræktar voru sumrin 1988-2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safninu til lengri eða skemmri tíma. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Hafnarborg | Nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar málverkasýningin Einsýna List. Listamenn- irnir eru Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnarsdóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Til 4. febrúar. i8 | Sýning á verkum Kristins E. Hrafssonar stendur yfir til 24. febrúar. Opið er þri-föst. kl. 11-17 og laug. kl. 13-17. Kaffi Sólon | Erla Magna Alexandersdóttir – Veröldin sem ég sé og finn. Erla sýnir málverk. Erla hefur lært hjá mörgum þekktum listamönnum hérlendis og erlend- is; Eggerti Péturssyni, Finni Jónssyni, Birgi Birgissyni, Arngunni Ýri, Einari Garibaldi, Roberti Ciabani í Flórens Ítalíu. Hægt er að kaupa verk á sýningunni með Visa/Euro léttgreiðslum. Til 2. febrúar. Kling og Bang gallerí | Sirra Sigrún Sig- urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson sýna í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23. Sýningin heitir Ljósaskipti-Jólasýning Kling og Bang og stendur til 28.janúar. Listasafn ASÍ | Jóhann Ludwig Torfason sýnir „Ný leikföng“: tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvit- uðu yngstu kynslóð og silkiþrykktar þraut- ir. Hlynur Helgason sýnir verk sem hann nefnir „63 dyr Landspítala við Hring- braut“: kvikmynd, ljósmyndir og málverk. Til 28. janúar. Aðgangur ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Óskars – Les Yeux de Ĺombre Jaune og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla daga nema mánudaga 12-17. Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í upphafi 20.aldar. Sýningin kemur frá Mu- sée des beaux-arts í Bordeaux í Frakklandi, 52 verk eftir 13 listamenn. Sýning á verk- um Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið 11-17 alla daga, lokað mánudaga. Leiðsögn í fylgd Ólafs Kvaran um sýningu á verkum Jóns Stefánssonar, kl. 14 á sunnudag. Ólaf- ur mun fjalla um þróun verka Jóns og tengsl hans við Matisse. Safnbúð og Kaffi- tár opin á sýn.tíma. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Mál- arahópurinn Gullpensillinn 2007. Tíu þjóð- þekktir listmálarar sýna ný verk þar sem að blái liturinn er í öndvegi. Safnbúð og kaffistofa. Til 11. febrúar. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning Hlað- gerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys Sverrissonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin ber heitið Tvísýna og um er að ræða mál- verk í anda raunsæisstefnu af börnum, húsum og umhverfi. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað í janúar Listasalur Mosfellsbæjar | Bryndís Brynj- arsd. opnar „Hið óendanlega rými og form“ í dag, laugard. 20. jan., kl. 14. Verkin eru samspil áhrifa listasögunnar og minn- inga frá æskuslóðum Bryndísar. Til 17. febr- úar. Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þver- holti 2, opinn virka daga kl. 12-19, lau. 12-15, er í Bókasafni Mosfellsbæjar. Nýlistasafnið | Sýning Kolbeins „Still drinking about you“, er einstakt tækifæri fyrir gesti til að skyggnast inn í íveru lista- mannsins. En hún fjallar einnig á fordóma- lausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins. Opin frá kl. 13-17 til 31 janúar. Um helgar verður opið til miðnættis. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Skaftfell | Framköllun – sýning Haraldar Jónssonar stendur til 20. janúar. Opið um helgar eða eftir samkomulagi. Skaftfell | Melkorka Huldudóttir sýnir „Beinin mín brotin“ á Vesturvegg Skaft- fells í janúar. Sýningin er opin um helgar frá 13-18 eða eftir samkomulagi. www.skaft- fell.is Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd- irnar tók hann við störf og ferðalög á tíma- bilinu 1946-60. Þær eru eins og tímasneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fortíðarinnar. Söfn Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Landnámssýningin Reykjavík871±2, Að- alstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst- arinna. Opnað að nýju 3. mars. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð- deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög- um til Íslands í gegnum aldirnar. Sjá nánar á heimasíðu: www.landsbokasafn.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið: Menjar tímans – Sissú. Sýningin fjallar um áferð og athafnir sem verða til við breyt- ingar í umhverfi mannsins og eru mynd- irnar brotabrot af menjum og tímasveiflu í byggðu umhverfi á Reykjavíkursvæðinu. Til 20. febr. Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík | Í Sjó- minjasafninu eru nú sýningarnar Síldin á Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Night at the Museum kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Night at the Museum LÚXUS kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Apocalypto kl. 2, 5, 8 og 10.55 B.i. 16 ára Litle Miss Sunshine kl. 5.50 B.i. 7 ára Köld slóð kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 12 ára Mýrin kl. 8 B.i. 12 ára Eragon kl. 1.20 og 3.40 B.i. 10 ára Artúr & Mínimóarnir kl. 1.30 og 3.40 Casino Royale kl. 10.10 B.i. 10 ára Night at the Museum kl. 5.50, 8 og 10.10 Apocalypto kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Köld slóð kl. 6 B.i. 12 ára Artúr og Mínimóarnir kl. 4 (450 kr) Eragon kl. 4 (450 kr) B.i. 10 ára - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir eeee MHG - FRÉTTABLAÐIÐ eeee H.J. - MBL eeee LIB - TOPP5.IS ATH: EKKERT HLÉ Á MYNDUM GRÆNA LJÓSSINS eeee SVALI Á FM 957 TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG FRÁBÆR GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ BEN STILLER OG ROBIN WILLIAMS FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! eeee Þ.Þ. - FBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.