Morgunblaðið - 25.04.2007, Side 15

Morgunblaðið - 25.04.2007, Side 15
Morgunblaðið |15 Umhverfisvernd nær til nær allra hliða þjóðfélagsins. Það gildir bæði framleiðslu, notkun og eyðingu allra afurða. Ekki minnst orku- eyðslan hefur verið umhugsunar- efni í þessu sambandi. Rafræn tæki skapa vanda Eitt af því sem í auknum mæli hefur skapað vandamál er gífurleg aukning í framleiðslu rafrænna tækja af ýmsum gerðum. Slík tæki hafa ekki bara valdið byltingu í samgöngum og samskiptum, þau hafa einnig nánast gert sig ómiss- andi í nútíma framleiðslu. Hin hliðin á málinu er hvernig á að reka þær á hagkvæman hátt og hvernig á að losa sig við þær. „HP hefur lengi haft umhverf- isvernd að leiðarljósi og fyrirtækið segist gæta vel að því að vernda umhverfið eftir bestu getu í fram- leiðsluferlinu,“ segir Helga Dögg Björgvinsdóttir hjá HP. Hún segir HP sífellt vera að leita nýrra leiða til að rekstur HP-tölva og prentara sé sem hliðhollastur umhverfinu. Draga úr orkunotkun sinni Sem dæmi um umhverfisstefnu HP nefnir Helga Dögg að fyr- irtækið hafi sett sér það markmið að draga úr orkunotkun sinni um 20% á heimsvísu fyrir árið 2010. „Framleiðsluvörur HP standast flestar núgildandi umhverfisstaðla hvað varðar orkunotkun en Um- hverfisstofnun Bandaríkjanna hef- ur boðað nýja og strangari staðla sem taka munu gildi í júlí 2007. HP framleiðir og dreifir nú þegar borð- tölvum sem standast þessa strang- ari umhverfisstaðla og eru þessar tölvur þær fyrstu til að hljóta vott- un þar að lútandi,“ segir Helga Dögg. Um er að ræða HP Compaq dc5700, dc5750 og dc7700 borð- vélar. Galdurinn felst í öflugra raf- magnsinntaki en nýja inntakið nýt- ir 80% orkunnar og er ríflega 30% skilvirkara en inntök á öðrum tölv- um. „Þetta veldur því að mun minna rafmagn fer í að knýja tölvurnar sem kemur bæði umhverfinu og buddu neytandans til góða,“ segir Helga Dögg. HP með vistvænar tölvur Dagur umhverfisins, sem nú er haldinn hátíðlegur í níunda sinn, er haldinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta náttúrufræðings Íslands. Sveinn fæddist árið 1762 og gerði kerfisbundnar rannsóknir á jöklum landsins í lok 18. aldar. Hann rann- sakaði líka eldfjöll og dýralíf um land allt. Helsta verk hans, sem hann skrif- aði og afhenti dönsku vísindaaka- demíunni árið 1795, var ekki gefið út fyrr en eftir 1880 og þá aðeins hlutar þess. 1945 var svo ritið loks gefið út í heild sinni á Íslandi. Sveinn Pálsson hefur seinna fengið alþjóðlega viðurkenningu sem vísindamaður og náttúrufræð- ingur. Sveinn Pálsson hylltur Í dag verður einhverju fyrirmynd- arfyrirtæki veitt viðurkenning fyrir vistvæna starfsemi. Tólf ára í ár Það er Umhverfisráðuneytið sem veitir þessa viðurkenningu, en fyrsta umhverfisviðurkenningin var veitt árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Kuðungurinn, eða viðurkenning ráðuneytisins fyrir umhverfisvæna starfsemi fyrirtækja, er því tólf ára í ár. Umhverfisviðurkenning ráðu- neytisins er kölluð Kuðungurinn og hana hlýtur eitt fyrirtæki, sem þyk- ir hafa skarað fram úr. Fyrirtæki sem áður hafa hlotið umhverfisviðurkenningu umhverf- isráðuneytisins, Kuðunginn, eru: Línuhönnun (2005), Orkuveita Reykjavíkur (2004), Hópbílar hf. (2003), Árvakur hf. (2002), Íslenska álfélagið hf. (2000), Borgarplast hf. (1999), Fiskverksmiðja Haraldar Böðvarssonar á Akranesi (1998), Ol- íufélagið hf. (1997), Fiskverkun KEA í Hrísey (1996), Prentsmiðja Morgunblaðsins (1995), Gámaþjón- ustan hf. (1994), Umbúðamiðstöðin hf. (1994) og Kjötverksmiðjan Goði hf. (1994). Hannað hefur verið sérstakt merki fyrir það fyrirtæki sem hlýt- ur Kuðunginn og hefur fyrirtækið rétt til að nota merkið í eitt ár. Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merkið. Kristín velur einnig nýjan leirlistamann ár- lega til þess að sérhanna leirkuðung sem sá sem hlýtur Kuðunginn fær til eignar. Með viðurkenningum sínum vill ráðuneytið vekja athygli á þeim fyr- irtækjum sem skara fram úr á sviði umhverfismála og hvetja þau og önnur til þess að halda áfram að samþætta hugmyndir um sjálfbæra þróun og umhverfismál inn í rekst- ur sinn, ímynd og menningu. Morgunblaðið/Sverrir Umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins verða afhent í tólfta sinn í dag. Hér sést Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, afhenda þeim Hólmsteini Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra OR, og Lofti Gíslasyni, gæðastjóra hjá OR, umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn árið 2005. Kuðungurinn í tólfta sinn Landsvirkjun hefur þróa› forrit sem fengi› hefur nafni› Grænt bókhald. Forriti› er ætla› öllum fyrirtækjum sem hafa áhuga á a› fylgjast me› tölulegum uppl‡singum um umhverfisáhrif af starfsemi sinni. Grænt bókhald er opinn hugbúna›ur sem þ‡›ir a› öllum er frjálst a› bæta vi› virkni hans og a›laga forriti› eigin þörfum. Hægt er a› panta forritið á vefsí›u Landsvirkjunar og n‡ta þa› án endurgjalds. P IP A R • S ÍA • 7 0 8 0 4 grænt bókhald Landsvirkjun býður öllum grænt bókhald endurgjaldslaust Nánari upplýsingar á www.lv.is Grænt bókhald er efnisuppgjör þar sem fram koma tölulegar uppl‡singar um hvernig umhverfismálum er hátta› í vi›komandi starfsemi. Græna bókhaldi› á þannig a› s‡na mælanleg áhrif starfseminnar á umhverfi›.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.