Morgunblaðið - 25.04.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 25.04.2007, Síða 18
18|Morgunblaðið Vakning hefur orðið íumhverfismálumhér á landi und-anfarin ár sem hef- ur haft áhrif víða í samfélag- inu, m.a. á hönnun bygginga og rekstur. Ljóst er að um- hverfismál verða æ áleitnari við skipulag. Hönnun hús- næðis getur átt stóran þátt í að auðvelda vinnu við að auka umhverfisáherslur í rekstri. Því er mikilvægt að taka tillit til umhverfissjónarmiða í áætlanagerð um húsbygg- ingar. Umhverfisstefna Reykjavíkur „Í umhverfisstefnu Reykja- víkur segir m.a. að stefnt sé að því að Reykjavík verði vist- vænsta höfuðborg norðursins, það umhverfi sem við búum í skuli vera aðlaðandi og heil- næmt með aukna vellíðan borgarbúa að leiðarljósi og að sjónarmið umhverfisverndar skuli höfð að leiðarljósi í rekstri, stjórnun og uppbygg- ingu borgarinnar. Í umhverf- isáætlun Reykjavíkur, Stað- ardagskrá 21, er markmiðið að koma á sjálfbæru sam- félagi sem auðgar lífsgæði fólks án þess að rýra mögu- leika komandi kynslóða,“ seg- ir Rósa Magnúsdóttir, deild- arstjóri hollustuhátta hjá Umhverfissviði Reykjavík- urborgar. Hún segir að áhersla sé lögð á að samþætta umhverf- isleg, félagsleg og efnahags- leg sjónarmið svo að lausnir á einu sviði skapi ekki vanda á öðru. Umhverfiskröfur við innkaup „Í umhverfisstefnu Reykja- víkurborgar og grænu skref- unum sem nýlega hafa verið kynnt er gert ráð fyrir að tek- ið skuli tillit til umhverf- issjónarmiða við hönnun, byggingu og viðhald bygg- inga Reykjavíkurborgar. Einnig að skipulega sé unnið að því að setja umhverf- iskröfur við innkaup á vörum og þjónustu fyrir stofn- anirnar,“ segir Rósa. Hún segir að einnig þurfi að vinna samkvæmt vinnu- ferlum sem tryggi að ávallt sé tekið mið af lögum og reglu- gerðum sem m.a. vinnueft- irlit, eldvarnareftirlit og heil- brigðiseftirlit hafa umsjón með. „Við hönnun, byggingu og viðhald skal leitast við að um- hverfi innan- og utanhúss stuðli að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þar dveljast jafn- framt því að sjónarmið sjálf- bærrar þróunar verði höfð að leiðarljósi,“ segir Rósa. Hún segir að ávallt skuli reynt að samræma öryggis-, gæða-, hagkvæmnis-, heilsu- og um- hverfissjónarmið. Góð staðsetning og skipulag „Við staðsetningu fyr- irtækja og stofnana þarf eftir eðli starfseminnar að gæta þess að ekki verði óþarfa ónæði frá umferð, atvinnu- rekstri eða annarri starfsemi. Mikilvægt er að aðkomuleiðir séu öruggar og greiðfærar fyrir vegfarendur þótt not- aður sé mismunandi sam- göngumáti, s.s. gangandi og hjólandi vegfarendur ásamt þeim sem koma á bifreiðum eða í strætó.“ Þá sé mikilvægt að haga heildarskipulagi bygginga þannig að innra fyrirkomulag þeirra endurspegli heild- arlausnir með tilliti til gæða- og umhverfissjónarmiða. Þetta eigi við staðsetningu un til að hægt sé að halda uppi eðlilegri starfsemi og til að tryggja að þeir sem þar dveljist verði ekki fyrir álagi né óþægindum sem stafa af framkvæmdum og efnanotk- un. Við minni viðhalds- framkvæmdir eldri bygginga þurfi að haga framkvæmdum þannig að þær valdi sem minnstri hættu, truflun og ónæði fyrir starfsemina. „Hafa verður að leiðarljósi við hönnun bygginga að inn- anhúsumhverfi sé heilnæmt og stuðli að öryggi, heilbrigði og vellíðan þeirra sem dvelj- ast í byggingunni. Einnig að þjóna ólíkum einstaklingum með mismunandi þarfir og stuðla að góðri umgengni. Dagsbirta eða lýsing, loftræs- ing og hljóðvist þarf að vera góð. Frágangur húsnæðis ætti að vera þannig að þrif séu auðveld og gera þarf ráð- stafanir til að óþarfa óhrein- indi berist ekki inn í bygg- inguna. Mikilvægt er að forðast óþarfa notkun á efna- vörum og miða ætti bygging- arefni og frágang innanhúss við að vistvænar aðferðir við þrif henti vel.“ Vandað val á innréttingum Við val á innréttingum og búnaði innan- og utanhúss skal huga vel að gæða-, um- hverfis-, heilsu- og örygg- isþáttum s.s. endingu, styrk- leika, efnainnihaldi, orkunotkun, hávaða, geislun, framleiðsluaðferðum og slysahættu. Velja ætti sterk- ar og endingargóðar innrétt- ingar og búnað með sem lengstan líftíma en jafnframt þarf að gæta vel að því að byggingarefni og innrétt- ingar innihaldi ekki efni sem eru á einhvern hátt skaðleg eða óæskileg fyrir heilsu fólks eða umhverfi, segir enn- fremur í stefnumótun borg- aryfirvalda. „Ávallt skal reynt að velja vörur þar sem orkunotkun, hávaði og geislun eru í lág- marki uppfylli þær aðrar gæðakröfur sem settar eru,“ segir Rósa. rýma innbyrðis, gönguleiðir, tengsl lóðar og húss, loftræs- ingu, birtu, hljóðvist o.s.frv. Efni sem notuð eru til bygginga þurfa að standast öryggis-, heilbrigðis-, um- hverfis- og gæðakröfur, að sögn Rósu. „Við leggjum áhersla á að nota traust, end- ingargóð og vistvæn bygging- arefni sem hafa litla viðhalds- þörf og langan líftíma. Við byggingarframkvæmdir ætti ávallt að leitast við að nota að- ferðir sem auðvelda viðhald og gera flokkun/endurnýt- ingu úrgangs við niðurrif auð- velda.“ Hún bendir á að við hönnun bygginga og viðhald þeirra sé rétt að leggja áherslu á að orkuþörf verði sem minnst. Hönnuðir eigi einnig að huga að rekstri byggingarinnar til lengri tíma og þeir verði beðnir að stilla upp nokkrum valkostum þar sem fram komi áætlaður rekstrar-, viðhalds- og stofnkostnaður. „Ávallt ætti velja þann val- kost sem hefur minnsta orku- og viðhaldsþörf uppfylli hann öll önnur skilyrði sem sett eru og ef stofnkostnaður hans er réttlætanlegur. Við hönnun loftræsikerfa er mikilvægt að halda orku- og viðhaldsþörf í lágmarki án þess að slaka á kröfum um hollustusamlegt inniloft og heilnæma innivist. Við hönnun og viðhald ljósa- búnaðar skal leitast við að nota ljósaperur sem hafa litla orkuþörf og hafa langan líf- tíma. Lögð skal áhersla á að auðvelt sé fyrir starfsfólk að kveikja og slökkva í rýmum í byggingunni. Við hönnun snjóbræðslukerfa á skólalóð skal miðað við að nýta af- gangsvatn frá byggingunni og forðast notkun sérstakrar innspýtingar fyrir snjó- bræðslukerfið,“ segir Rósa Magnúsdóttir. Að loknum fram- kvæmdum Í stefnumótun Reykjavík- urborgar segir að reynt skuli eftir fremsta megni að ljúka byggingarframkvæmdum áð- ur en húsnæði er tekið í notk- Stuðlum að heilnæmi og vellíðan inni Morgunblaðið/Ásdís Heilnæmt Ljúka skal byggingaframkvæmdum áður en hús eru tekin í notkun til að forðast að fólk verði fyrir óþarfa álagi eða truflunum. Morgunblaðið/Arnaldur Inniloft Mikilvægt er að huga að góðri loftræstingu og þörfum þeirra sem í byggingunni dvelja. Sjónarmið sjálbærrar þróunar eru einnig höfð að leiðarljósi í stefnu Reykjavíkur. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri hollustuhátta hjá Umhverfissviði Reykjavíkur er bjartsýn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.