Morgunblaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 118. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum PRÓFVIKAN HEFST SAMRÆMDU PRÓFIN ERU EKKI SVO SVAKALEG, SEGJA ÁSTA OG FRÍÐA >> 20 11 ÁRA MEÐ SVARTA BELTIÐ Í KARATE BRÝTUR BLAÐ GEGN FJÓRUM Í EINU >> 6 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁHUGAMENN um íslenskt réttarfar hafa aldrei haft það eins gott. Í stað þess að þurfa að lesa þykkt dómasafn Hæstaréttar, lúslesa dagblöðin í leit að fréttum af upp- kvaðningu dóma eða hringja í dómstólana og biðja um upplýsingar um einstök mál nægir þeim nú að fara inn á vef Hæsta- réttar og héraðsdómstólanna til fylgjast með dagskrá dómstólanna og lesa dóma sem þar eru kveðnir upp samdægurs (www.haestirettur.is og www.domstolar.is). Þessi þjónusta er augljóslega til mikilla bóta fyrir þá sem fylgjast með dómstólum vegna starfa sinna s.s. lögmenn, lögfræð- inga og blaðamenn, og sparar dómstólunum sömuleiðis mikla vinnu. Hjá Morgunblaðinu og mbl.is (og fleiri fjölmiðlum) er í gildi sú almenna regla að greina ekki frá nöfnum sakfelldra manna nema þeir hafi verið dæmdir í a.m.k. tveggja ára fangelsi. Í ljósi þess hversu auð- velt er að hafa uppi á nöfnum sakborninga og hversu margir hafa daglega aðgang að Netinu er ljóst að sú regla hefur ekki eins mikið gildi og áður. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að leitarvélin Google hefur uppi á nöfnum í dómasafni Hæstaréttar og í dagskrá héraðsdómstólanna en þar með er auðvelt að rekja sig að dómnum. Nöfn sýknaðra ekki birt Dómstólarnir hafa einnig sínar reglur um nafnbirtingu. Hvorki Hæstiréttur né hér- aðsdómar birta nöfn á Netinu ef ákærði er sýknaður í sakamáli eða birting á nafni hans getur talist andstæð hagsmunum brotaþola, en slíkt á m.a. við í flestum kynferðisbrota- málum. Einnig er gætt nafnleyndar í einka- málum sem fjalla um mjög viðkvæm per- sónuleg málefni og þá eru kennitölur teknar út fyrir birtingu. Fleiri takmarkanir eru á birtingu dóma á vef dómstólanna sem of langt mál yrði að rekja hér. Frá reglunni um að ekki skuli birt nöfn sýknaðra manna eru þó undantekningar, m.a. birti Hæstiréttur nöfn þeirra sem voru ákærðir í fyrra Baugsmálinu og sömuleiðis nöfn olíuforstjóranna. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hæstarétti var ástæðan sú að svo mikið hafði verið fjallað um þessi mál op- inberlega að það hefði ekki þjónað neinum tilgangi að fjarlægja nöfnin úr dómunum áður en þeir voru birtir. Birting dómanna á Netinu byggist m.a. á þeirri reglu í stjórnarskránni að dómþing skuli háð fyrir opnum tjöldum. Nöfnin birtast á Netinu Eftir Andra Karl andri@mbl.is „HÉR ER verið að spyrja beint um spítalann sjálfan og það er mjög spennandi umræða. Það hefur farið fram talsverð skoðun á því erlendis þar sem menn hafa bara sest niður og ákveðið sameiginlega að allir sem eru eldri en X ára, þeir fái ekki ákveðna þjónustu. Þá er reiknað út að það borgi sig ekki fjárhagslega. Þetta er mjög sársaukafull og erfið umræða,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, á borgarafundi sjónvarps- þáttarins Kastljóss í gærkvöldi. Sigurður B. Þorsteinsson, yfir- læknir deildar lyfjamála á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, spurði þá frambjóðendur hvort þeir sæju fyrir sér að Alþingi væri tilbúið til að taka Unnið sé eftir heilbrigðisáætlun til ársins 2010. „Í heilbrigðisáætluninni sem Alþingi hefur samþykkt er stefnumörkun og sú forgangsröðun sem við vinnum eftir. Það eru 21 for- gangsmarkmið sem eru tilgreind – tímasett og tölusett markmið. Við höfum nú þegar náð fjórum þeirra, nálgumst markmið í ellefu tilvikum, óbreytt ástand er í einu tilviki og í þremur tilvikum höfum við fjarlægst markmiðið. Á þremur sviðum skortir svo nægilega góðar upplýsingar til að meta stöðuna.“ Aðspurð hvort ræða eigi forgangs- röðun með heilsuhagfræðingum, sið- fræðingum og læknum segir Siv að þegar þessi mál eru rædd á Alþingi sé eðlilegt að leita upplýsinga hjá ýmsum aðilum, enda séu mörg sjón- armið í þessu sambandi, s.s. siðferði- leg og fjárhagsleg. að víða erlendis væri farið eftir slík- um viðmiðum. „Það eru mýmörg dæmi um slíkt erlendis frá þannig að ég er að vísa í það, en er ekki að leggja slíkt til. Mér finnst eðlilegt að við ræðum forgangsröðun áfram og þetta er eitt af því sem kæmi hugs- anlega inn í umræðuna.“ Tilviljanaréttlæti ríkir í dag Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður að það yrði að útbúa jafn- aðarkerfi í stað þess tilviljanarétt- lætis sem ríkti í dag. „Það verður að gera þetta með þeim hætti að al- menningur og allir sem að málinu koma telji að raunverulega sé verið að reyna gera eins „rétt“ og mögu- legt er.“ Siv segir að umræða um for- gangsröðun, og almennt um heil- brigðismál, hafi farið fram á Alþingi. þátt í forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu með beinum hætti, s.s. með siðfræðingum, læknum og almenn- ingi. Ráðherrann áréttaði við blaða- mann Morgunblaðsins að hann væri ekki að boða slíka stefnu en sagðist telja eðlilegt að Íslendingar ræddu forgangsröðun áfram eins og gert hefur verið, aðeins hefði verið bent á Sársaukafull umræða Mörg sjónarmið sem líta þarf til í forgangsröðun innan heilbrigðiskerfisins Siv Friðleifsdóttir Sigurður B. Þorsteinsson HÁTÍÐAHÖLD í gær, 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins, voru með hefðbundnum hætti víða um land. Í Reykjavík var farið í kröfu- göngu frá Hlemmi niður Laugaveg og endað á útifundi á Ingólfstorgi þar sem meðal annarra Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, flutti ávarp. Yfirskrift hátíðahaldanna í gær var „Treystum velferðina“ og lagði Grétar út af því í ávarpi sínu. | Miðopna Morgunblaðið/Kristinn „Treystum velferðina“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.