Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 9
FRÉTTIR
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Hör-
fatnaður
í miklu úrvali
Vesti - buxur
- skyrtur
St. 38-56
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Nýjar yfirhafnir
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær
sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ.
Grecian 2000 hárfroðan fæst hjá:
Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáralind, Árbæjar Apóteki, Lyfjavali, Apótekinu
Mjódd, Hársnyrtistofunni Hár - Hjallahrauni 13 Hfj., Rakarastofu Gríms,
Rakarastofu Ágústar og Garðars, Rakarastofunni Klapparstíg, Rakarastofu
Ragnars - Akureyri, Torfa Geirmunds, Hverfisgötu 117 og Hagkaupum.
Árni Scheving slf. - Heildverslun, sími 897 7030
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni
ekki í síma eða á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
Arðvænleg fyrirtæki
1. Skemmtileg sérverslun. Til sölu er myndlistargallerí eitt hið
þekktasta og fallegasta á svæðinu. Um 50 framleiðendur og
selja þau mest í umboðssölu. Stóraukning í sölu listaverka er
núna eins og allir vita. Einkar áhugavert starf.
2. Lítill innflutningur með tæki sem er hollustutæki fyrir unga-
börn. Selst vegna þess að eigandinn er fluttur til útlanda.
Mjög sanngjarnt verð. Eitthvað sem allir ráða við. Tilvalið
með öðru.
3. Lítil trésmiðja, tilvalin fyrir tvo smiði. Framleiðir innréttingar
og húsgögn, tækjalisti á staðnum. Mikill hagnaður. Eigandinn
er að fara í skóla og selur þess vegna. Frábært fyrirtæki.
Sprautuklefi.
4. Bílasala í Reykjavík með stæði fyrir um 40 bíla, 8 bíla inni.
Mjög þekkt sala og vinsæl. Um 1000 bílar á skrá. Gott fyrir 2
sniðuga og snjalla bílasala.
5. Tveir söluturnar í eigu sama eiganda. Eru í samliggjandi
þorpum á suðurnesjum. Öll þjónusta til staðar. Sameiginleg
velta um 86 millj. kr. brúttó. Mikil samlegðaráhrif. Lægra
innkaupsverð, góður hagnaður.
6. Grillturn. Frábær grillstaður í hörkuumferð. Mikil grillsala og
mikil íssala á sumrin. Einnig mikil sælgætissala. Tvær bíla-
lúgur og aðstaða fyrir 5 manns til að borða inni.
7. Hársnyrtistofa í miðborginni.Glæsileg og þekkt hársnyrtistofa
í 101 Reykjavík. Allir þekktustu koma þangað, 6 stólar, 4
förðunarstólar, biðaðstaða og aðstaða fyrir naglafræðing.
Stofa sem vert er að spá í.
ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU
Traustur aðili óskar eftir 4ra herbergja íbúð til leigu nú þegar og
fram til áramóta. Æskileg stærð ca 100-150 fm.
Æskileg staðsetning, miðborg, Þingholt,
Skerjafjörður og Seltjarnarnes.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Eftir Bergljótu Leifsdóttur
Mensuali
UM SÍÐUSTU helgi var opnuð
sýningin „Islanda: Paesaggi di
luce“ eða „Ísland: Landslag ljósa“ í
Galleria „Via Larga“ í Via Cavour
7/r í miðbæ Flórens. Sýningin
stendur til 10. maí nk. og er hún
opin alla daga frá kl. 17 til kl. 20 og
er aðgangur ókeypis. Sýninguna
opnaði Tiziano Lepri, sem er yfir-
maður fjárlagasviðs og starfs-
mannahalds Flórenssýslu en sýn-
ingarsalurinn er í eigu Flórens-
sýslu.
Hugmyndina að sýningunni átti
flórenski lögfræðingurinn Massimo
Sani. Upphaflega hafði hugmynd
hans verið að halda sýningu á mál-
verkum sínum en síðan datt honum
í hug að hafa samband við Sendiráð
Íslands í Róm og bauð hann Guðna
Bragasyni, sendifulltrúa Sendiráðs-
ins í Róm, að nota þetta tækifæri til
að koma Íslandi á framfæri í Flór-
ens. Þeir sem taka þátt í sýning-
unni fyrir Íslands hönd eru Guðrún
Sigurðardóttir, eigandi ferðaheild-
sölunnar Island Tours, sem sérhæf-
ir sig í skipulagningu Íslandsferða,
Rósa Gísladóttir myndhöggvari og
svissneski listmálarinn Brigitta
Reinhardt, en þetta er 6. samsýn-
ing Rósu og Brigittu.
Ljósmyndir eru eftir ítalska ljós-
myndarann Marco C. Stoppato en
hann er jarðfræðingur. Einnig eru
til sölu á sýningunni íslenskar bæk-
ur í ítalskri þýðingu frá ítalska
bókaforlaginu Iperborea en það
hefur gefið út 12 íslenskar bækur,
bæði Íslendingasögur og bækur
eftir Halldór Laxness, Thor Vil-
hjálmsson, Einar Má Guðmundsson
og Hrafnhildi Hagalín. Mikið af
upplýsingaefni um Ísland er á sýn-
ingunni.
Íslandsvinurinn Massimo Sani
Í samtali mínu við Massimo Sani
sagði hann mér að hann hefði haft
áhuga á að læra jarðfræði eftir
stúdentspróf árið 1972 en á þeim
tíma og allt fram til ársins 1990
voru fá atvinnutækifæri fyrir jarð-
fræðinga á Ítalíu og valdi hann þá
að fara frekar í lögfræði. En Ísland
var eitt af þeim löndum sem heill-
uðu hann líka jarðfræðilega séð.
Árið 1972 fór hann inn á tvær
ferðaskrifstofur í Flórens til að fá
upplýsingar um ferðir til Íslands en
enginn starfsmaður vissi neitt um
Ísland en sögðust geta látið hann fá
bæklinga um Írland! Árið 1977
hafði Sani áhuga á að fara til Ís-
lands með vinum sínum og þá hafði
eitthvað rofað til með upplýsingar
um Ísland en verðið var mjög hátt
á Íslandsferðum og má til saman-
burðar geta þess að ein vika á Ís-
landi kostaði jafn mikið og að dvelj-
ast einn mánuð í Bandaríkjunum.
Þetta var því of dýr draumur fyrir
háskólastúdenta. Það var því ekki
fyrr en sumarið 1995 sem Massimo
Sani fór til Íslands í viku og sá
hann aldrei sólargeisla en litir nátt-
úrunnar heilluðu hann samt sem
áður og á sýningunni eru 12 mál-
verk eftir hann af íslenskri náttúru
en Sani er frístundamálari.
Fyrsta opinbera heimsóknin
til Flórens síðan árið 1175
Menningarleg samskipti Íslands
og Flórens hafa ekki verið mikil.
31. mars 2007 kom Guðni Bragason
í opinbera heimsókn í Ráðhús Flór-
ensborgar og tók þar á móti honum
borgarfulltrúinn Eugenio Giani en
hann sér um alþjóðleg samskipti
fyrir Flórensborg. Einnig hitti
Guðni Paolo Bartolozzi, varaforseta
Toskanahéraðs, og Giovanna Fol-
onari, fulltrúa Flórenssýslu. Árið
1175 kom Gizur Hallsson biskup til
Flórens til að hitta borgaryfirvöld.
Íslandssýning í Flórens
Opnun Guðni Bragason og Tiziand Lepri við opnun sýningarinnar.
116. ÞING Alþjóðaþingmannasam-
bandsins (IPU) fer fram í Indónesíu
dagana 29. apríl–4. maí. Fundinn
sækja alþingismennirnir Hjálmar
Árnason, varaformaður Íslands-
deildar IPU, sem er formaður sendi-
nefndarinnar, Jón Gunnarsson og
Drífa Hjartardóttir. Helstu mál
þingsins verða friðsamleg sambúð
ólíkra trúarbragða, atvinnusköpun
og atvinnuöryggi í hnattvæddum
heimi, að stuðla að fjölbreytni og
jafnrétti með sameiginlegum lýð-
ræðis- og kosningastöðlum.
Sækja þing í
Indónesíu
FORSVARSMENN Atlantsolíu
telja að gömlu olíufélögin séu að gera
atlögu að fyrirtækinu með því að
lækka verð næst bensínstöðvum
fyrirtækisins á meðan landsbyggðin
sé látin greiða hærra verð. Forráða-
menn Atlantsolíu hafa falið lögmönn-
um sínum að skoða réttarstöðu sína
vegna þeirrar stöðu sem fyrirtækið
hefur búið við undanfarið, að því er
segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Þar segir að neytendur á lands-
byggðinni greiði um 5–7 kr. hærra
verð í sjálfsafgreiðslu en þar sem
stöðvar Atlantsolíu eru.
Skoða réttarstöðu sína
Forsvarsmenn fyrirtækisins segja
að þetta sé raunin t.d. á stöðum eins
og í Vestmannaeyjum, á Hvamms-
tanga, Sauðárkróki, Húsavík,
Seyðisfirði, í Borgarnesi, á Eskifirði
og Hvolsvelli. „Augljóst er að af-
slættir ríkja í flestum tilvikum að-
eins þar sem samkeppni fyrirtækis-
ins nýtur við, annars staðar ekki.
Hátterni gömlu olíufélaganna,
sem augljóslega er beint gegn
Atlantsolíu, skaðar samkeppni því
beitt er hærri álagningu þar sem fyr-
irtækið hefur ekki stöðvar. Eins og
dæmin hafa sýnt leiðir þetta til verri
niðurstöðu fyrir neytendur fái sam-
keppnin ekki að njóta sín.
Forráðamenn Atlantsolíu hafa fal-
ið lögmönnum sínum að skoða rétt-
arstöðu sína vegna þeirrar stöðu sem
fyrirtækið hefur búið við undanfar-
ið,“ segir í tilkynningu frá Atlants-
olíu.
Segja olíuverð við
stöðvar Atlantsolíu
óeðlilega lágt