Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 13

Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf www.utflutningsrad.is Yury Korolev, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Moskvu, verður með viðtalstíma hjá Útflutningsráði dagana 7.-8. maí nk. Viðtölin eru einkum ætluð fyrirtækjum sem óska eftir aðstoð sendiráðsins í markaðsstarfi sínu í umdæmislöndum þess sem eru auk Rússlands: Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. Viðtölin fara fram á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35, Reykjavík. Áhugasamir eru hvattir til að bóka fundi sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir: svanhvit@utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA • 70846 Viðtalstímar hjá viðskiptafulltrúa í Moskvu ÞETTA HELST ... ● VEGNA alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins 1. maí voru margar kauphallir heims lokaðar í gær og því frá litlum verðbréfaviðskiptum að segja, a.m.k. ekki af kauphöllinni hér á landi. Þó var opið fyrir viðskipti m.a. í Bandaríkjunum. Lokað vegna 1. maí ● KAUPÞING banki hefur hækkað vexti verðtryggðra inn- og útlána frá 1. maí. Vextir á verð- tryggðum inn- lánum hækka um allt að 0,50 pró- sentustig. Þannig hækka vextir á verðtryggðum Bú- stólpareikningi úr 6,0% í 6,50%. Vextir á Framtíðarreikningi og Lífeyr- isbók hækka úr 6,25% í 6,60%. Auk þess hækka breytilegir kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána um 0,50 prósentustig, úr 7,50% í 8%. Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að hækkun á verðtryggðum vöxtum sé gerð í ljósi þess að raunstýrivextir Seðlabankans, miðað við verðbólgu undanfarinna mánaða, hafi hækkað mikið. Megi þar nefna að nafn- stýrivextir Seðlabanka séu 14,25% en síðustu 12 mánuði hafi verðbólg- an verið um 5,3%. Vextir á íbúðalánum Kaupþings breytast ekki og eru eftir sem áður 4,95%. Kaupþing hækkar vexti inn- og útlána ● ACTAVIS í Þýskalandi hefur und- irritað samning til eins árs við sam- band sjúkrasamlaga í Þýskalandi en skjólstæðingar sambandsins eru um 8,7 milljónir Þjóðverja. Í samn- ingnum mæla aðilar að sambandinu með því að þarlendir læknar ávísi þeim 42 lyfjum sem samkomulagið nær til, í þeim tilgangi að lækka kostnað í þýska heilbrigðiskerfinu, segir í tilkynningu frá Actavis. Sigurður Óli Ólafsson, aðstoð- arforstjóri Actavis, segir að samning- urinn sé góð viðurkenning fyrir starf- semi félagsins í Þýskalandi. Ánægjulegt sé að Actavis sé eina fé- lagið sem sambandið ákveði að semja við vegna umræddra lyfja. „Við höfum hingað til ekki selt mik- ið til þessara aðila og væntum þess að sala lyfjanna geti verið ágæt við- bót við sölu okkar á markaðnum,“ segir Sigurður Óli. Actavis semur við þýsk sjúkrasamlög staka athygli á því að samkvæmt til- kynningu FL Group og Jötuns Holding hafi félögin gert með sér hluthafasamkomulag, sem afmarki það samstarf, sem þau hyggjast hafa með sér um meðferð eignarhluta þeirra. Einnig liggi fyrir að Glitnir fari með 5,089% hlut í sjálfu sér. Yfirtökuskylda gæti hafa myndast í Glitni Yfirtökunefnd vísar Glitniskaupum til Fjármálaeftirlitsins Morgunblaðið/RAX Yfirtökuskylda Að mati yfirtökunefndar er rík ástæða fyrir FME að kanna hvort yfirtökuskylda hafi myndast meðal helstu hluthafa Glitnis. Hér tekur Hannes Smárason í hönd Bjarna Ármannssonar á hluthafafundi Glitnis á mánudag. Með þeim eru Einar Sveinsson og Björn Ingi Sveinsson. YFIRTÖKUNEFND sendi Fjár- málaeftirlitinu (FME) bréf skömmu fyrir hluthafafund Glitnis á mánudag þar sem tilkynnt var að nefndinni hefði ekki borist næg gögn eða vitn- eskja til að byggja á efnislegri af- stöðu um hvort yfirtökuskylda hefði myndast í kaupum nýrra hluthafa meðal helstu eigenda Glitnis. Hefði nefndin því ákveðið að láta málið nið- ur falla af sinni hálfu en í bréfinu er vísað til þess að FME sé með þessi kaup til áframhaldandi skoðunar og stjórnvaldsákvörðunar. Í bréfinu segir að öflun gagna og upplýsinga hafi reynst torveld og tímafrek. Þau gögn sem nefndinni hafi borist hafi verið afhent af hálfu Kaupþings, sem hafði milligöngu um viðskiptin. Hafði yfirtökunefnd að- eins tekist að afla munnlegra upplýs- inga frá einum af þremur stærstu kaupendum hlutanna, þ.e. Sundi Holding. Yfirtökunefnd telur nauðsynlegt að vekja athygli FME á hugsanlegri yfirtökuskyldu í málinu. Í því sam- bandi bendir nefndin á að kveikjan að viðskiptunum með hlutina í Glitni hafi verið krafa stærsta hluthafans, FL Group, um aukin áhrif við stjórn- un félagsins. Því sé rík ástæða til að taka til skoðunar, hvort tilkoma nýrra hluthafa tryggi FL Group, sem þó hafi ekki aukið við hlut sinn í viðskiptunum, þess konar yfirráð sem fjallað sé um í lögum um verð- bréfaviðskipti. Vekur nefndin sér- ÍSLENSKIR áhrifavaldar svo- nefndir bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrir- tækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyr- irtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“, en rannsóknin er sam- bærileg alþjóðlegri könnun sem al- mannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Könnunin mælir viðhorf skil- greindra áhrifavalda í þjóðfélaginu. Um er að ræða háskólamenntað fólk á aldrinum 35 til 64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildar- tekjur yfir 400 þúsund krónum á mánuði. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á morgun. Um 61% segjast bera frekar eða mikið traust til al- þjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrir- tæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar en aðstandendur könnunarinnar telja athyglisvert að Íslendingar beri minna traust til ís- lenskra fyrirtækja heldur en fyrir- tækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifa- valdar svo til rússneskra (1%), mexí- kóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Meira traust til erlendra fyrirtækja Ný rannsókn kynnt í Salnum á morgun Morgunblaðið/ÞÖK Traust Minna traust er borið til inn- lendra en erlendra fyrirtækja hér. FL Group hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem félagið lýsir sig ósammála þeirri niðurstöðu Fjármálaeftir- litsins (FME) að myndast hafi virkur eignar- hlutur í Glitni og líta megi á FL Group, Jötun Holding, Elliðaham- ar, Elliðatind og Sund sem tengda aðila samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki. Lítur FME svo á að þessir aðilar fari saman með 32,99% atkvæð- isrétt í bankanum en samanlögð hlutafjáreign þeirra er 44,99%. Stjórnendur FL Group segjast eiga eftir að kynna sér niðurstöðu FME til hlítar og leggja á hana end- anlegt mat. Lítur FL Group svo á að ákvörð- un FME hafi engin áhrif á rekstur eða stjórnun Glitnis. Ákvörðunin breyti heldur engu um það að FL Group sé og verði áfram leiðandi hluthafi í Glitni og muni styðja við bakið á bankanum af fullum krafti. FL Group muni leggja sig fram um að ljúka þessu máli eins skjótt og auðið sé með hagsmuni hluthafa, viðskiptavina, starfsmanna og markaðarins í heild að leiðarljósi. Ósammála niðurstöðu FME ● VELTA á fasteignamarkaði í síðustu viku nam 7,5 milljörðum króna og jókst hún um 52% á milli vikna. Í Veg- vísi Landsbankans er bent á að þetta sé næstmesta velta sem mælst hafi á einni viku, en hæst hafi hún numið rúmum 8 milljörðum fyrir fimm vikum. Í síðustu viku var 249 kaupsamn- ingum þinglýst á höfuðborgarsvæð- inu en það er töluvert meira en í með- alviku. Það sem af er árinu hefur að meðaltali 170 samningum verið þing- lýst í hverri viku, segir í Vegvísi. Áfram aukin velta á fasteignamarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.