Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 15
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HVÍTA húsið lak fregnum af afsögn
Randalls Tobias seint út á eftirmið-
degi föstudags í von um að þær færu
framhjá blaðamönnum. Reynt að var
að draga athyglina frá ástæðu af-
sagnarinnar og tilkynningarnar voru
fullar af lofi á Tobias.
En það er illt að halda leyndarmál í
höfuðborginni Washington og innan
nokkurra klukkustunda varð press-
unni ljóst að hér var á ferðinni hnýsi-
legt mál, raunveruleg ástæða reynd-
ist tengsl Tobias við fylgdarþjónustu
í borginni. Birtist nafn Tobias, sem
vann að baráttu gegn eyðni í utanrík-
isráðuneytinu, í tengslum við 20 kílóa
gestalista fylgdarþjónustu með síma-
númerum viðskiptavina sem ku fylla
hillumetra.
Deborah Jeane Palfrey, eða „frú
D.C.“ eins hún er uppnefnd, rak þjón-
ustuna og telur sig fórnarlamb rann-
sóknar skattayfirvalda sem hafi fryst
bankainnstæður hennar.
Til að snúa vörn í sókn lét hún
ABC-sjónvarpsstöðina hafa nöfn
15.000 viðskiptavina sem gætu borið
vitni um að hún hafi ekki staðið fyrir
meintri ólöglegri vændisstarfsemi.
Lét Tobias af störfum skömmu eftir
frétt ABC á föstudag um að hann
hefði keypt þjónustu af fyrirtækinu,
Pamela Martin & Associates. Hyggst
ABC-stöðin senda í loftið sérstakan
þátt um málið.
Stýran á brotaferil að baki
Palfrey hótar nú að birta allan
listann og má telja víst að sú hótun sé
tekin alvarlega. Segir hún konur á
hennar vegum hafa selt „kynóra“,
hafi þær gert eitthvað umfram það sé
það einkamál þeirra sjálfra.
Palfrey á brotaferil að baki, hún
sat 18 mánuði í fangelsi í Kaliforníu
fyrir að reka vændishring 12 kvenna,
hugðist því næst flytja inn listmuni
frá Indlandi og Vesturlöndum til
Bretlands en tók upp fyrri háttu.
Fleiri höfuð gætu fokið verði list-
inn gerður opinber og hefur ástandið
í Írak og hneykslismálið í kringum
Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóða-
bankans, vikið úr huga margra á
meðan hótunin liggur í loftinu.
Gestalisti fylgdarþjónustu
vekur ugg í Washington
Reuters
Í HNOTSKURN
»Þjónustan hafði verið starf-rækt í 13 ár þegar skatta-
yfirvöld hófu rannsóknina.
»Tengsl við kynlífshneyksli erum margt pólitískur dauða-
dómur vestanhafs.
»Palfrey lofar að nöfn háttsettra aðila í stjórnkerfinu sé
að finna á listanum fræga.
EITAN Cabel,
ráðherra í stjórn
Ehuds Olmerts,
forsætisráðherra
Ísraels, sagði af
sér embætti í gær.
Cabel, sem gegndi
ráðherrastöðu án
ráðuneytis, sagði
á blaðamanna-
fundi að Olmert
bæri að segja af sér vegna skýrslu
sem birt var á mánudag, en þar var
komist að þeirri niðurstöðu að stjórn-
in hefði gerst sek um alvarleg mistök í
átökunum við skæruliða Hizbollah-
hreyfingarinnar í Líbanon síðasta
sumar.
„Ég get ekki setið í ríkisstjórn sem
er undir stjórn Ehuds Olmerts,“
sagði Cabel, sem bætti við að leiðtog-
inn hefði glatað trausti kjósenda.
Skoðanakönnun ísraelskrar út-
varpsstöðvar rennir stoðum undir þá
tilgátu, 69 prósent telja að Olmert eigi
að hætta og 74 prósent að varnar-
málaráðherranum Amir Peretz beri
að víkja úr embætti sínu.
Ef marka má aðra könnun er
traustið á leiðtoga stjórnarinnar í
sögulegu lágmarki, þar sögðust tvö
prósent bera traust til Olmerts.
Flokkssystir bætist í hópinn
Gen Halutz, yfirmaður ísraelska
hersins, sagði af sér embætti í janúar
vegna harðrar gagnrýni á framgöngu
hersins í Suður-Líbanon og hafa þeir
Peretz og Olmert verið undir þrýst-
ingi um að gera slíkt hið sama.
Þá hermdu ísraelskir fjölmiðlar að
þingkonan Marina Solodkin hefði
fyrst flokkssystkina Olmerts í Kad-
ima-flokknum farið fram á afsögn for-
sætisráðherrans í gær. Niðurstaða
skýrslunnar væri það alvarleg.
Sjálfur segir Olmert að það mundi
vera „rangt“ af sér að víkja og ætti
ekki að afskrifa hann enn um sinn,
þótt hneykslismál og brigsl um van-
hæfi þyki hafa tekið toll af ráðherran-
um. Átökin í S-Líbanon síðasta sumar
vöruðu í 34 daga. Um 1.200 Líbanar
týndu lífi og yfir 160 Ísraelar, flestir
hermenn, biðu bana í átökunum.
Segir sig úr
ríkisstjórn
Olmerts
Ráðherra skorar
á leiðtogann að víkja
Eitan Cabel
BRESKIR fjölmiðlar minnast þess
nú að tíu ár eru liðin frá því að
Tony Blair varð forsætisráðherra
landsins eftir
stórsigur Verka-
mannaflokksins í
þingkosning-
unum 1997. Alls
hafði flokkurinn
179 sæta meiri-
hluta í fulltrúa-
deildinni og varð
Blair yngsti for-
sætisráðherra
Bretlands síðan
1812, eða 43 ára.
Meðal þess sem hæst hefur borið
á valdaferli Blairs eru friðarsamn-
ingarnir á Norður-Írlandi árið
1998, þátttaka Breta í loftárásum
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
gegn Serbum í Kosovo árið 1999,
stuðningur við hernaðaraðgerðir
Bandaríkjahers og NATO gegn tal-
ibönum í Afganistan í kjölfar
hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin
11. september 2001 og málflutn-
ingur fyrir því að ráðist yrði inn í
Írak í marsmánuði 2003.
Um ein milljón manna mótmælti
fyrirhugaðri innrás í London í fjöl-
mennustu mótmælunum í sögu
landsins og munu eftirmálar þeirr-
ar ákvörðunar án efa bera hæst
þegar síðar verður litið yfir for-
sætisráðherratíð Blairs. Könnun
blaðsins Independent rennir stoð-
um undir þessa ályktun, 69% sögðu
Íraksstríðið myndi standa upp úr á
ferli forsætisráðherrans. Um 61%
sagði hann hafa verið góðan for-
sætisráðherra, 36% slæmur.
Hneykslið í kringum lánamálið,
ásakanir um veitingu lávarðatigna
gegn greiðslu í kosningasjóði, hafa
sett blett á ímynd mannsins, sem
eitt sinn var uppnefndur „Teflon
Tony“ sökum þess að ekkert
gruggugt virtist festast við hann.
Einnig verður harðvítugum árás-
um eigin flokksmanna Blairs hald-
ið til haga þegar styrkur hans sem
leiðtoga verður gerður upp í sögu-
bókunum en óumdeilt er að hann
er mikill ræðumaður og skörungur
og vígfimur í pólitískum skylm-
ingum.
Voru raddir úr þeim röðum um
að hann ætti að víkja úr formanns-
sæti flokksins einkar háværar eftir
stuðning hans við loftárásir Ísraela
í Suður-Líbanon síðasta sumar,
óánægjuraddir sem voru um margt
endurómur af andstöðu flokks-
manna við Íraksstríðið.
London orðin fjármálamiðstöð
Hagvöxtur hefur verið góður í
valdatíð Blairs og London orðið að
alþjóðlegri fjármálamiðstöð –
borgaryfirvöld standa nú í ströngu
við undirbúning Ólympíuleikanna
þar 2012 en deilur um kostnað hafa
nokkuð skyggt á framkvæmdina.
Hægar umbætur á mennta- og
heilbrigðiskerfinu hafa hins vegar
sætt gagnrýni og ef marka má orð
Blairs eru nú aðeins nokkrar vikur
þar til fjármálaráðherrann Gordon
Brown tekur við forsætisráðherra-
embættinu.
Mjög hefur dregið úr stuðningi
við Blair-stjórnina og mælist
Íhaldsflokkurinn með töluvert for-
skot í hverri könnuninni á fætur
annarri. Mun því fara í hönd at-
hyglisverður slagur á milli Browns
og Davids Camerons, leiðtoga
íhaldsmanna, um hylli kjósenda
fyrir næstu þingkosningar.
Brown hefur átt við nokkurn
ímyndarvanda að etja, þykir vel
gefinn en að sama skapi ger-
sneyddur persónutöfrum. Hafa því
andstæðingar stjórnarinnar, t.a.m.
dálkahöfundar The Daily Tele-
graph, gert mikið úr vilja sumra
flokkssystkina Browns að hann
verði ekki sjálfskipaður leiðtogi
flokksins.
Áratugur frá stórsigri Verkamannaflokksins
Tony Blair