Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Woodex eðalolía, sérhönnuð fyrir
skandinavískar veðuraðstæður.
Woodex þekjandi viðarmálning.
Gefur sterka málningarfilmu með
vörn gegn vatni og sólarljósi.
Woodex pallaolía. Flæðir vel inn í
viðinn og gefur fallega áferð.
Endist allt að tveimur árum lengur
en venjulegar olíur.
Teknos útimálning. Sílikonbundin
og hönnuð til að þola mikla
veðrun.
Teknos þakmálning. Gefur sterka
og varanlega filmu.
Teknos innimálning. Mjúk í
vinnslu. Lyktarlaus og þekur vel.
Fæst í öllum gljástigum.
30 ára afmæli
Woodex á Íslandi
Meiri
gæði
Alltaf
ódýrar
i
ÍSLANDS MÁLNING
Skútuvogi 13 - Sími 517 1501 / Sætúni 4 - Sími 517 1500
DEILUR hafa nú
sprottið upp í
Pakistan í kjölfar
þess að yfirvöld
þar í landi bönn-
uðu uppfærslu á
leikriti leikfélags-
ins Ajoka.
Ástæðan er sú
að í umræddu
leikriti er fjallað
um búrkur kvenna af óvirðingu, að
því er yfirvöld segja, auk þess sem
gert er „ófyrirgefanlegt grín“ að
pakistanskri menningu.
Leikhússtjórinn, Madeeha Gauh-
ar, vísar þessum ásökunum alfarið á
bug og segist bæði sár og reið yfir
banninu.
Guðlast
Málið komst í hámæli þegar
menntamálaráðherra landsins,
Ghazi Gulab Jamal, vakti máls á
leikritinu í þinginu og sagði það óvið-
unandi að gert væri grín að jafn rót-
grónum hlut í sögu landsins og trú-
arinnar og búrkum kvenna.
Í sama streng tekur Syed Shoaib
Hasan hjá BBC í Karachi. Hún segir
umrætt leikrit vera skopstælingu á
búrkunni og því sem hún stendur
fyrir.
Guðlast er meðal þess sem nefnt
hefur verið í þessu samhengi, en afar
hörð viðurlög eru við guðlasti gegn
íslam eða spámanninum Múhameð í
Pakistan. Dauðadómur er þyngsta
refsing við broti af því tagi.
Gauhar segist hafa búist við við-
brögðum frá heittrúuðum í landinu
en ekki að stjórnvöld blönduðu sér í
málið með þessum hætti.
Deilt um
búrkuna
Yfirvöld í Pakistan hafa
bannað umdeilt leikrit
Kona í búrku.
FIÐLULEIKARINN Sólrún
Gunnarsdóttir heldur burtfar-
artónleika í Salnum í Kópavogi
í kvöld. Sólrún lýkur burtfar-
arprófi í fiðluleik frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík í vor og
eru tónleikarnir liður í því.
Auk Sólrúnar koma fram á
tónleikunum Raúl Jiménez, pí-
anóleikari, Júlía Traustadóttir,
sópransöngkona, Sigrún Harð-
ardóttir, fiðluleikari og
Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík undir
stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld og er
aðgangur ókeypis.
Tónleikar
Burtfararpróf
í fiðluleik
Sólrún
Gunnarsdóttir
FJÖLBREYTT dagskrá
Lista án landamæra heldur
áfram og í kvöld er komið að
ljóðalestri. Nokkur ljóðskáld
lesa upp úr ljóðum sínum á
Hressó í kvöld, meðal þeirra
þau Kristian Guttesen, Ragn-
heiður Sigurlaug Spence,
Hildur Lilliendahl, Kolbrún
Dögg Kristjánsdóttir, Skúli
Steinar, Magnús Korntop og
Hörður Gunnarsson. Meðal þeirra sem lásu upp
ljóð á viðburðinum í fyrra var Ásdís Jenna Ást-
ráðsdóttir. Upplesturinn hefst klukkan 20.30.
Nánri upplýsingar á vefsíðunni www.list-
anlandamaera.blog.is.
Ljóð
Ljóð án landamæra
á Hressó
Ásdís Jenna
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík og
RÚV hafa gert með sér samn-
ing um upptökur á Listahátíð
2007.
Um er í raun að ræða end-
urnýjun á samningi en sam-
komulag Listahátíðar við út-
varp og Sjónvarp er nú 37 ára
gamalt.
Tólf tónleikar verða teknir
upp að þessu sinni, sumir
þeirra verða sendir beint út á
Rás 1 eða 2. Annað verður tekið upp og útvarpað
síðar.
Þá verður gerður sjónvarpsþáttur frá sýningu
Vatnsdansmeyjaflokksins í varðskipinu Óðni.
List
Listahátíð og
RÚV semja
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
NÚ STENDUR yfir seinni
Beethoven/Brahms-vika Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands á þessu tón-
leikaári, en fyrri vikan var í októ-
ber síðastliðnum.
Þá fengu áheyrendur að heyra
píanókonserta nr. 1, 2 og 3 eftir
Beethoven og þriðju og fjórðu sin-
fóníu Brahms, en að þessu sinni
verða í boði 4. og 5. píanókonsert
Beethovens, báðir tileinkaðri Rú-
dolf erkihertoga, og 1. og 2. sin-
fónía Brahms - talið upp í píanó-
konsertunum, frá einum uppí fimm,
en niður í sinfóníunum.
Flytjendur eru ekki af verri end-
anum að þessu sinni, frekar en var í
október, því einleikarar á fyrri tón-
leikunum, í kvöld, verður brasilíski
pínaóleikarinn Christina Ortiz og á
þeim næstu, á föstudagskvöld,
verður John Lill.
Þó þau John Lill og Cristina
Ortiz séu bæði heimsþekktir píanó-
virtúósar eru þau um ólíkir lista-
menn. Lill, sem er nokkuð eldri en
Ortiz, er þekktastur fyrir túlkun
sína á Beethoven og fleiri höf-
uðsmiðum klassískrar tónlistar, til
að mynda Tsjaíkovskíj og Brahms,
en Ortiz er meðal annars þekkt fyr-
ir flutning á Villa-Lobos og öðrum
brasilískum tónsmiðum, þó hún sé
fræg fyrir flutning á Beethoven og
Mozart.
Einleikarinn Christina Ortiz
Á tónleikunum í kvöld flytur sin-
fóníuhljómsveitin píanókonsert nr.
4 eftir Ludwig van Beethoven og
Sinfóníu nr. 2 eftir Johannes
Brahms. Einleikari í kvöld er
Christina Ortiz, en Rumon Gamba
stýrir hljómsveitinni. Christina
Ortiz sló rækilega í gegn er hún
sigraði í þriðju Van Cliburn píanó-
keppninni, fyrst kvenna til að vinna
það afrek og fram á síðstu ár eina
konan sem sigrað hafði í þeirri
keppni. Frá þeim tíma hefur hún
leikið víða um heim sem einleikari í
stærri verkum með mörgum helstu
sinfóníuhljómsveitum heims, en
Ortiz hefur einnig fengist talsvert
við kammermúsík.
Hún hefur einnig leikið inn á fjöl-
margar plötur fyrir ýmsar útgáfur,
til að mynda fyrir BIS-útgáfuna
sænsku sem er Íslendingum að
góðu kunn, en einnig fyrir Philips,
Polygram, Carlton, Decca, Collins
og Capitol. Tónlistin sem hún hefur
leikið inn á band er mjög fjölbreytt,
verk eftir Beethoven, Tsjaíkovskíj,
Mendelssohn, Heitor Villa-Lobos,
Waxman, Klöru Schumann,
Brahms, Rakhmanínov, Mozart,
Stenhammar og frösku impressjón-
istana; Emmanuel Chabrier,
Claude Debussy, Gabriel Faure,
Jacques Ibert og Darius Milhaud.
Framundan er ný upptökulota
hennar hjá Bis.
Á seinni árum hefur hún snúið
sér æ meira að hljómsveitastjórn
við píanóið og þannig stýrðri hún
sjálf hljómsveitinni og lék einleik í
pínaókonsertum Mozarts sem hún
tók upp með London Consort
hljómsveitinni. Ortiz þykir með af-
brigðum fimur píanóleikari og að
sama skapi tilfinningarríkur túlk-
andi.
Einleikarinn John Lill
Næstu Beethoven/Brahms-
tónleikar verða síðan næstkomandi
föstudag, en þá er á dagskrá 5.
pínaókonsert Beethovens, keis-
arakonsertinn, síðasti píanókonsert-
inn sem hann lauk við, og 1. sin-
fónía Brahms. Einleikari verður
John Lill, eins og getið er, og
Rumon Gamba hljómsveitarstjóri.
John Lill var aðeins níu ára gamall
þegar hann hélt sína fyrstu píanó-
tónleika og átján ára gamall lék
hann þriðja pínaókonsert
Rakhmaninovs undir stjórn Adrians
Boults og debútteraði í Lundúnum
með keisarakonsert Beethovens.
1970 sigraði hann síðan í alþjóðlegu
Tsjaíkovskíj keppninni í Moskvu og
næstu árum eftir það eyddi hann á
ferð og flugi við tónleikahald með
mörgum helstu sinfónuhljóm-
sveitum heims. Bráðungur lék hann
þannig með heimsþekktum stjórn-
endum eins og John Barbirolli,
Eugene Jochum og Seiji Ozawa svo
dæmi séu tekin, en alls hefur hann
haldið tónleika í á fimmta tug
landa.
Eins og getið er hefur Lill helst
getið sér orð fyrir flutning á
Beethoven, en hann leikur einnig
títt verk annarra tónskálda og er
með á tónleikadagskrá sinni ríflega
sjötíu píanókonserta ýmissa höf-
unda. Hann hefur einnig leikið inn
á fjölmargar plötur fyrir Deutsche
Grammophon, EMI, ASV, Chandos
og Nimbus, svo dæmi séu tekin.
Hann er þekktur fyrir yfirburða
tækni en einnig næman skilning á
verkunum sem hann hefur flutt.
Seinni Beethoven/Brahms-vika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld
Heimsþekktir píanóvirtúósar
Cristina Ortiz Meðal annars þekkt fyrir flutning á Villa-Lobos og öðrum brasilískum tónsmiðum.
Morgunblaðið/Golli
John Lill