Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 19

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 19
|miðvikudagur|2. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Þegar árin færast yfir breytist viðbragðsflýtir flestra. Þá er gott að huga að atriðum sem draga úr slysahættu. »22 heilsa Það nær enginn að lesa allt námsefnið á einum degi og borgar sig að leggja áherslu á aðalatriðin í prófvikunni. »20 menntun Ilmvötn sveipa konur oft ljóma, og reyndar karl-menn líka, ef lyktin fer manneskjunni vel. Enúr hverju eru þessir stundum heillandi ilmirbúnir til og hver er munurinn á tegundum ilm- vatna? Ilmvatn er nefnilega ekki það sama og ilmvatn, eða réttara sagt Perfume extract er ekki það sama og Eau de parfum sem er ekki það sama og Eau de toi- lette. Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að hundruðum mismunandi efnasambanda. Aðal- efni ilmvatnsins er ilmefnið eða ilmolían sem síðan er blönduð etanóli, hvers styrkur er oftast um 95%. Ilm- efnin geta verið úr jurtaríkinu eins og úr blómum, trjám eða kryddjurtum eða úr dýraríkinu eins og moskus, sem er sterkt ilmefni, unnið úr litlum kirtli undir húð moskusdýra. Ilmvötn eru flokkuð eftir því hve styrkleiki ilmolíunnar í þeim er mikill. Perfume extract: 20–40% ilmolía Eau de parfum:10–30% ilmolía Eau de toilette: 5–20% ilmolía Eau de cologne:2–5% ilmolía Eftir því sem styrkur ilmolíunnar er meiri, því þétt- ari er ilmurinn og jafnvel þyngri en ilmurinn endist jafnan lengur. Þau ilmvötn sem hafa lægra hlutfall af ilmolíu eru oftast léttari. Þetta eru þó aðeins viðmið- unarreglur og ekki algildar. Tónar ilmvatnsins Ilmvatnsframleið- endur lýsa ilmum nú- tímans eins og hálf- gerðu tónlistarverki. Í myndlíkingunni sameinast þrír tónar í tónverkinu sem með tímanum renna í eina heild, ilminn, en gegna, hver og einn ákveðnum hlutverki í tímans rás. Upp- hafstónninn, sá sem slær stefið, er gerður úr litlum, léttum sameindum sem gufa fljótt upp. Upphafstónn- inn er samt mjög mikilvægur, því hann er sá sem neytandinn hefur fyrstu kynnin af. Áhrif hans eru því mikil. Næsti tónn, er tónninn í miðjunni. Hann er dýpri en upphafstónninn og kemur strax í kjölfarið. Miðjutón- inn er í raun og veru hjarta ilmvatnsins og veitir að- gang að grunntóni ilmvatnsins. Ilmur hjartatónsins getur varað frá tveimur mínútum og upp í klukku- stund en þá afhjúpast grunntónn ilmvatnsins. Grunntónninn er ásamt hjartatóninum hinn raun- verulegi ilmur vatnsins. Í grunntóninum er dýpt og rík festa. Stórar, þungar sameindirnar gufa hægt og ró- lega upp af húðinni, en eftir situr ilmurinn, hinn ljóm- andi, eini og sanni. Leyndardómar hinna vel lyktandi Kvenleg Í hjarta ilmvatnsins Miss Dior Cherie frá Dior eru ilmur af fresíum og jarðaberj- um en í grunninn slær blómið Patchouli tóninn. Morgunblaðið/Ásdís Vorilmur Jean-Paul Gaultier kemur nú loks með nýtt ilmvatn fyrir karlmenn, Fleur du Male, en að á rætur sínar að rekja til hins vinsæla Le Male sem kom á mark- að árið 1994. Nýja ilmvatnið ber með sér áru vorsins, mjúka og viðarkennda appelsínuangan.  Vatnaliljur Ĺeau d́issey frá Issey Miyake er sígilt ilm- vatn, með skörpum en ferskum ilmi nokkurra vatna- blóma, þar á meðal lilja, ásamt daufri nellikuangan. Rósaangan Blóm eru vinsæl ilmefni í ilmvötnum.  Sumargleði Í upphafstóni ilm- vatnsins Sunset Heat fyrir karl- menn er stjörnuá- vöxturinn ríkjandi og lím- ónuilmurinn en grunntónninum er m.a. ilmefni úr rekaviði frá Costa Rica og moskus. Blómailmur Upphafs- tónn Pure White Linen frá Estée Lauder ber keim af ávöxtum og blómum, hjartað er hlaðið blómum en ilm- urinn af hvítum, sedr- usvið og blómanna Patchouli og Heliotrop- ine mynda grunninn. Sólarhiti Það er sítrus ávaxtakeim- ur af upphafsstefi Sunset Heat frá Es- cada en grunntónn- inn er moskus, sandelvið og am- berkristöllum, sem er trjákvoða. Karlmannleg Í hjarta sumarilmsins frá Gucci fyrir karlmenn, Pour Homme II, eru svört telauf og kan- elbörkur en grunntóninn ilmar af tóbakslaufum, moskus og myrru. uhj@mbl.is © Gareth Brown/Corbis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.