Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 23
-hágæðaheimilistæki
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr.114.800
Hreinn sparnaður
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Þurrkari T223
Verð frá kr. 78.540
skilið hvað vakir fyrir
fólki sem gerir svona.
Er hér á ferðinni öf-
ugsnúin hneigð til að
setja mark á umhverfi
sitt? Víkverji getur
fullvissað viðkomandi
um að það eru til aðr-
ar leiðir og jákvæðari
til að gera það. Á
þetta að heita gjörn-
ingur eða einhvers
konar innsetning? Það
eru til betri leiðir til að
fá útrás fyrir list-
hneigðina. Er viðkom-
andi kominn í bann hjá
Sorpu? Fær hann ekki
að nota ruslatunnuna
heima hjá sér? Kannski höfundur
verksins sé tilbúinn að skýra mál
sitt.
x x x
Umhverfissóðana er víðar aðfinna en við Rauðavatn. Vík-
verji sér til dæmis ökumenn iðulega
henda sígarettustubbum út um bíl-
glugga með tilheyrandi neistaflugi
þegar stubburinn lendir á malbik-
inu. Þetta er einkar aðlaðandi sýn.
x x x
Þá er ærið verkefni fyrir hreins-unardeild borgarinnar um
hverja helgi að hreinsa upp dreggj-
ar næturlífsins – sígarettustubba,
dósir og flöskur, oft mölbrotnar.
Umgengni fólks við umhverfi sitt
getur sannarlega verið heillandi.
Víkverji hafði sigloks í það að
reima á sig hlaupa-
skóna og skokka í
kringum Rauðavatn
eftir að hafa horft yfir
vatnið og hugsað um
að gera það í tæpt ár.
Um fjórðung leið-
arinnar er hægt að
hlaupa eftir göngustíg
en síðan tekur við
reiðstígur og síðasta
spottann er akvegur
ef hlaupið er rangsæl-
is í kringum vatnið.
x x x
Það er fallegt aðhlaupa meðfram bökkum
Rauðavatns og ólíkt fjölbreytilegra
en að vera á hlaupabretti þar sem
maður stendur bara í stað þrátt
fyrir púlið.
x x x
Á einum stað vék þó fegurðinfyrir sóðaskap. Þar hafði eitt-
hvert snyrtimennið ákveðið að búa
til sinn einkasorphaug.
x x x
Víkverji hefur ekkert á mótieinkavæðingu, en þetta fannst
honum of langt gengið. Þarna lá
haugur af drasli og hafði sá, sem
þarna hafði ákveðið að losa sig við
úrgang, greinilega haft nokkuð fyr-
ir því að koma honum þangað. Vík-
verji getur ekki með nokkru móti
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Það þarf átak til að hætta að reykja.Þorsteinn Blöndal, yfirlæknirHeilsugæslunnar á höfuðborgar-svæðinu, hefur sérhæft sig í að að-
stoða fólk við að hætta að reykja og hann
segir lyfjagjöf nauðsynlega í glímunni við
sjúkdóminn nikótínfíkn.
Champix (vareniclin) er nýtt lyfseðlisskylt
lyf fyrir fólk sem vill hætta að reykja en það
var sett á markað í byrjun árs hér á landi.
Lyfið er það fyrsta sem er þróað sérstaklega
til að hjálpa fólki við að hætta reykingum og
það inniheldur ekki nikótín sem viðheldur
fíkninni. Hins vegar virkar það á nikótínmót-
taka í heila og blekkir þannig líkamann og
með því móti er hægt að minnka magn nikó-
tíns í líkamanum smám saman. Lyfið hefur
tvöfalda verkun, það minnkar löngun til að
reykja og dregur úr fráhvarfseinkennum.
Meðferðin tekur þrjá mánuði og hafa rann-
sóknir sýnt fram á að eftir 12 vikna meðferð
höfðu 44% verið reyklaus og að 52 vikum
liðnum voru 23% þátttakenda reyklaus. Þetta
er betri árangur en þekkist við önnur með-
ferðarúrræði en almennt er talað um 3–10%
árangur hjá þeim sem eru að hætta að
reykja, þ.e. án lyfjameðferðar eða frekari
stuðnings.
Gegn brenglaðri dómgreind
„Sjúkdómurinn er nikótínfíkn. Það er svo-
lítið erfitt að nota orðið reykingar yfir sjúk-
dóma því fólk lítur á það sem félagslegt fyr-
irbæri,“ segir Þorsteinn Blöndal. „Nikótínfíkn
brenglar dómgreindina þannig að þeir sem
reykja setja reykingar í lífshættulegan for-
gang. Það kemur fram í því að þrátt fyrir
löngun fólks til að hætta að reykja, t.d. heils-
unnar vegna, þá reykir það áfram sem er lífs-
hættulegt vegna sjúkdómanna sem fylgja í
kjölfarið.“
Þorsteinn segir umrætt lyf vera nýjung,
nikótínlyf hafi komið fram fyrir 20 árum,
búprópíon fyrir 10 árum og nú þetta. „Nýja
lyfið virðist betra en fyrri lyf vegna þess að
með því ná fleiri að halda langvarandi reyk-
bindindi. Sömuleiðis virðast aukaverkanir
vera vægari og ekki eins alvarlegar og af
fyrri lyfjum.“ 28% finna til ógleði af champix
sem er oftast væg.
Í sömu tilrauninni var gerður samanburður
á vareniklíni, búprópíoni og lyfleysu (hveiti-
pillum). Þorsteini þykir fyrrgreindur árangur
af lyfinu, 23% reyklaus á ári, góður í ljósi
þess hve krafan um að halda reykbindindi í
365 daga sé hörð en 16% þeirra sem hafi not-
að búprópíon hafi verið reyklaus og 9% þeirra
sem fengu hveitipillur. Stuðningur hafi líka
verið til staðar, s.s. samtöl, sem skýri árang-
urinn af hveitipillunum. Hann undirstrikar að
árangurinn byggist ekki eingöngu á lyfjum.
Fyrir 20 árum reyktu 40% af fullorðnum
Íslendingum en í dag reykja 20% þeirra og
kveður Þorsteinn það mikla breytingu en þó
eigi margir í miklum erfiðleikum með að
hætta í dag, margir þeirra séu þunglyndir
eða eigi áfengismeðferð að baki.
Þorsteinn hélt lengi námskeið til að hætta
reykja á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á
lungna- og berklavarnadeild en hann og
Tryggvi Ásmundsson byrjuðu aftur með nám-
skeiðin um áramótin. „Reynslan virðist stað-
festa að nýja lyfið er virkileg viðbót; meira en
helmingur þátttakenda frá áramótum heldur
samfelldu reykbindindi við tveggja mánaða
eftirlit sem er mjög flott!
Á námskeiðunum okkar notum við það
þrennt sem vitað er að gefi árangur: Stuðn-
ingur í hóp skilar 5–10% umfram engan
stuðning, persónuleg viðtöl skila hinu sama
og umrædd lyfjameðferð 10–20% umfram
hveitipillur eða lyfleysu. Samtals er þetta
30% á ári sem er næstum einn af hverjum
þremur og það er mjög gott. Ég held að það
séu að koma nýir tímar í sambandi við með-
ferð við nikótínfíkn,“ segir Þorsteinn að lok-
um.
Nýir tímar í með-
ferð við nikótínfíkn
Nikótínfíkn er sjúkdómur sem þarf að meðhöndla, segir Þorsteinn Blön-
dal yfirlæknir. Nýtt lyf sem inniheldur ekki nikótín þykir gefa góða raun.
Morgunblaðið/Ásdís
Stuðningur Elsa Ásdís Sigurðardóttir, ein þátttakenda á námskeiði á lungna- og berkla-
varnadeild, og Þorsteinn Blöndal læknir ásamt „nikótíndjöflinum“.
Fréttir í tölvupósti