Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 24

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SPILIN Á BORÐIÐ Ferð Matthíasar Halldórsson-ar, starfandi landlæknis aðKárahnjúkum hefur orðið til þess að skýra atburðarásina þar en ekki að fullu. Það er nauðsynlegt að þessir atburðir verði skýrðir að fullu en ekki bara að hluta til. Landlæknir gefur til kynna, að það hafi verið ofmælt hjá Þorsteini Njálssyni lækni að 180 starfsmenn hafi orðið fyrir áfalli vegna meng- unar og eitrunar í göngunum fyrir austan. Nú er talað um að „fáir tugir manna“ hafi fengið eitrunarein- kenni og 8–10 starfsmenn veikzt vegna loftmengunar. Hér er mikill munur á. Land- læknir getur ekki horft fram hjá þessum mismunandi upplýsingum. Hann verður að tala skýrt. Og Þor- steinn Njálsson verður að upplýsa með hvaða rökum hann nefndi 180 einstaklinga og hvort hann hafi gengið alltof langt, þegar hann nefndi þá tölu. Það dugir ekki að drepa þessu máli á dreif. Það verður líka að upplýsa hvern- ig listi með nöfnum 180 einstaklinga komst í hendur Impregilo. Það hef- ur ekki verið upplýst. Var listinn af- hentur og þá af hverju eða var hann tekinn ófrjálsri hendi? Það má spyrja hvers vegna nauð- synlegt er að landlæknir tali skýr- ar. Ástæðan er í fyrsta lagi sú, að hingað til hefur almenningur getað treyst þeim upplýsingum, sem koma frá fagfólki í heilbrigðiskerfinu. Getur verið að nú sé svo komið að það sé ekki hægt að treysta upplýs- ingum sem koma frá fagmönnum á þessu sviði? Getur verið að fagmenn í þessu kerfi séu farnir að taka þátt í þeim fjölmiðlaleik, sem alltof margir stunda. Að gefa fjölmiðlum mismunandi réttar eða rangar upp- lýsingar og hafa áhrif á umræður með þeim hætti. Af þessum ástæð- um verður landlæknir að tala skýrt og upplýsa hver var fjöldi þeirra einstaklinga sem urðu fyrir áhrifum vegna mengunar eða eitrunar í göngunum. Í öðru lagi er það nánast fáheyrt í okkar landi, að gögnum af því tagi sem hér er um að ræða sé stolið og komið í hendur aðila, sem hafa hagsmuna að gæta. Gerðist það í þessu tilviki? Ef það gerðist hafa verið tekin hér upp vinnubrögð, sem við Íslendingar höfum ekki þekkt fram að þessu. En ef þetta eru allt ósannindi verður það að koma fram. Ella liggur það erlenda fyrirtæki, sem hér er um að ræða, undir óþolandi ásökunum. Hafi fyr- irtækið hreinan skjöld hlýtur það að vera því kappsmál að hið sanna komi í ljós. Sameiginleg yfirlýsing fyrirtækisins og heilbrigðisyfir- valda á Austurlandi var undarleg. Hvers vegna sameiginleg yfirlýsing, þar sem staðreyndir málsins komu ekki fram? Matthías Halldórsson landlæknir verður að ljúka þessu máli á þann veg, sem hinu merka embætti, sem hann gegnir, sæmir. Hann verður að leggja spilin á borðið. MINNI MENGUN – MEIRI SÁTT? Ísland er smátt og smátt að kom-ast í þá stöðu að hafa upp á margt að bjóða í baráttu á heims- vísu gegn vaxandi mengun og út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Útflutningur tækni og þekkingar til virkjunar jarðhita er þegar kom- inn á rekspöl og þar eru möguleik- arnir gífurlegir. Vetnisverkefnið, sem unnið er hér á landi í samstarfi við ýmis al- þjóðleg stórfyrirtæki, hefur ekki skilað jafnáþreifanlegum árangri og mörgum spurningum er enn ósvarað áður en hægt verður að kveða upp úr um að hér verði til fyrsta vetnissamfélag heims. En ýmsir áfangar hafa náðst og verk- efnið lofar að mörgu leyti góðu. Í byrjun síðasta árs kynnti vís- indamaðurinn Wallace S. Broecker hugmyndir sínar hér á landi um að hægt sé að nema koltvísýring brott úr andrúmsloftinu og nýta hann eða binda öðrum efnum, t.d. í jarð- lögum. Nú hafa Háskóli Íslands, Orku- veita Reykjavíkur, Hitaveita Suð- urnesja og Norðurál tekið höndum saman um að hefja rannsóknir með það að markmiði að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, sagði þegar verkefn- ið var kynnt að um væri að ræða lítið en veigamikið skref í þá átt að byggja upp rannsóknir sem gætu haft „stórkostleg áhrif á tækifæri iðnaðar til að eflast í sátt við um- hverfið og náttúruna“. Við sama tækifæri benti Ragnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri hjá Norður- áli, á að með sívaxandi eftirspurn eftir áli ykist þörfin á góðum meng- unarvörnum. Stórar verksmiðjur eru umdeild- ar af ýmsum ástæðum, en ein sú veigamesta nú um stundir er mikil losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun loftslags. Fyrir bæði orkufyrirtækin og stóriðjufyrirtæk- in er hér mikið í húfi. Takist að þróa tækni til að draga stórlega úr þessari mengun, eða jafnvel nýta koltvísýringinn sem auðlind er auð- vitað stuðlað að meiri sátt um þessa umdeildu atvinnugrein. Hagnýting nýrrar tækni af þessu tagi gefur bæði færi á að skapa um- hverfisvænni stóriðju hér á landi og ef vel tekst til, að flytja út þá tækni og þekkingu, sem hér verður til. Það er rétt hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni OR, að vilji Ísland áfram vera í fremstu röð í nýtingu umhverfisvænnar orku þarf að leggja mikla áherzlu á rannsóknir og þróun. Sú uppbygg- ing virkjana og stóriðju, sem fram- undan er, gefur færi á slíkum rann- sóknum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ H átíðahöld á frídegi verkalýðsins 1. maí voru með hefð- bundnum hætti í gær víða um land. Í Reykjavík var farin kröfuganga frá Hlemmi og niður Laugaveg. Lúðrasveit verkalýðsins og lúðra- sveitin Svanur léku fyrir göngunni, sem endaði á Ingólfstorgi þar sem útifundur var haldinn. Verkalýðsfélögin í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Iðn- nemasamband Íslands, stóðu sam- eiginlega að hátíðahöldunum, sem haldin voru undir kjörorðinu Treystum velferðina. Ávörp fluttu Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, og Hjördís Rós Egilsdóttir, formaður Iðnnema- sambandsins. Í ávarpi fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík segir meðal annars: „Á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskipt- ingu þjóðarinnar er mikilvægt að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör launafólks og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yf- ir 5000 börn á Íslandi lifa undir fá- tæktarmörkum. Bilið milli ofur- launamanna og þeirra sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt.Þeir sem hafa lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagninguen almennt launafólk. Þetta misrétti í launa- og skattamálum verður að uppræta. Gera þarf stórátak í að bæta kjör aldraðra og öryrkja sem setið hafa eftir í kaupmáttar þróun und- angenginna ára. Mikilvægt er að draga úr tekjutengingu bóta, skatta á lífeyrisgreiðslur þarf að samræma við skatta á fjármagns- tekjur. Það er krafa dagsins að fá- tækt verði útrýmt í einu ríkasta landi veraldar. Forsendur kröftugs efnahagslífs er jöfnuður í þjóð- félaginu og styrk velferðarþjón- usta. Misrétti í tekjuskiptingu og kjaramálum er böl sem er brýnt að stemma stigu við.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í ávarpi sínu að í yf- irskrift dagsins „Treystum velferð- ina“ fælist að við byggjum við vel- ferð hér á landi, en í þeim fælist jafnframt að það þyrfti að gera betur og sumt miklu betur. „Því er stundum haldið fram að velferðarkerfi séu dýr. Sumir stjórnmálamenn finna þeim flest til foráttu og telja velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd ekki eft- irsóknarverð. Þeir hinir sömu halda því gjarnan fram að slík kerfi hamli framförum og sjálfsbjarg- arviðleitni. Það vantar hvatann er stundum sagt. Því er jafnframt haldið fram að með áherslu á vel- ferðina verði samfélög ófær um að taka þátt í þeirri samkeppni og áskorunum sem fylgja hnattvæð- ingunni. En er það nú svo, góðir fé- lagar? Svarið er einfaldlega nei. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þær sýna okkur að þau samfélög sem hafa velferðarhugsjón verkalýðs- hreyfingarinnar að leiðarljósi, eru þau samfélög sem farnast best. Þetta eru þau samfélög sem hafa skapað íbúum sínum mesta al- menna velferð og lífsgæði. Á sama tíma eru þetta þau samfélög – nor- rænu velferðarsamfélögin – sem hafa reynst best búin undir fram- tíðina. Þau eru best búin undir þá samkeppni sem fylgir hnattvæð- ingunni. Þau eru best undir það búin að taka á þeim ógnum sem fylgja henni. Og þau eru best undir það búin að notfæra sér þau tæki- færi sem fylgja hnattvæðingunni,“ sagði Grétar meðal annars í ávarp- inu. Hann benti síðan á að norrænu velferðarsamfélögin einkenndust af góðri menntun fyrir alla, af jöfnuði og jafnrétti og af traustum rétt- indum launafólks. „Þetta er sá grunnur sem þjóðfélag þarf að byggja á til að takast á við þau úr- lausnarefni sem nútímasa standa frammi fyrir. En e mynd sem ég var að draga „Það þarf að gera Akureyri Fjölmenn kröfuganga fór frá Alþýðuhúsinu að Sjallan ganga var ekki á Akureyri í fyrra, en ákveðið var að sleppa henn Hátíðahöld 1. maí, á verkalýðsdaginn, voru með hefðbun Morgunblaðið Í forystu Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, göngunni í miðborg Reykjavíkur. Hann var aðalræðumaður dag Morgunblaðið Ingólfstorg Fólk á öllum aldri tók þátt í kröfugöngu um land all mynd var tekin af móður með son sinn á Ingólfstorgi í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.