Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g má til með að taka ofan fyrir Agli Helga- syni fyrir að taka langt viðtal við heim- spekinginn Slavoj Zi- zek og sýna það í Silfrinu um dag- inn. Það þarf nokkra djörfung til að taka og sýna svona langt sjónvarps- viðtal á þeim nótum sem þetta var, og þar að auki við útlending sem varla nokkur maður á Íslandi hefur heyrt minnst á. Ég verð líka að viðurkenna að það var af slysni sem ég heyrði við- talið. Ég hef löngum verið haldinn fordómum í garð flestra evrópskra nútímaheimspekinga og haft til- hneigingu til að afskrifa fyrirfram það sem þeir hafa að segja. Samt þekki ég lítið til þeirra. Af þessum fremur lítilsigldu sökum hafði ég eiginlega ákveðið að ég hefði engan áhuga á þessum Zizek, og lagði mig ekki eftir því að komast á þá fyr- irlestra sem hann hélt hér á landi. Því miður. En það sem gerði viðtalið við Zi- zek athyglisvert og skemmtilegt var ekki síst hversu yfirvegaður hann var og reiðubúinn að staldra við og gera fyrirvara á eigin full- yrðingum. Þrátt fyrir þetta varð hann þó aldrei leiðinlegur. Kannski vegna þess að þótt hann væri yf- irvegaður í málflutningi sínum var ekkert yfirvegað við látbragð hans. Við þetta bættist svo, að það sem Zizek hafði að segja sagði hann á venjulegu máli, en datt aldrei út í tyrfna, fræðilega orðræðu. Með öðrum orðum, hann var aldrei að hnykla „vitsmunavöðvana,“ eða „beita kennivaldi“ eins og það er stundum kallað, það er að segja, slá um sig með orðfæri sem ekki er á allra færi. Kannski er það þess vegna sem hann hefur verið kallaður „vits- munalegur Elvis“ – vegna þess að hann er skiljanlegur hverjum sem er. Að minnsta kosti þegar hann er í sjónvarpsviðtali; það er ekki að vita nema hann hljómi öðru vísi þegar hann ávarpar einungis fag- systkin sín. En var þá það sem Zizek hafði að segja í viðtalinu við Egil Helgason yfirborðskennt og innihaldsrýrt? Var þetta einungis skemmtiatriði fyrir intellektúala? Svarið við þeirri spurningu er líklega einstaklings- bundið, og vísast að einhverjum hafi þótt heldur þunnt í roðinu það sem Zizek hafði að segja. Kannski hefur einhverja þyrst í nánari rök fyrir hugmyndum Zizeks um tak- markanir kapítalismans, eins og til dæmis að kapítalisminn geti ekki ráðið við yfirvofandi vistkerfisvá. Einnig er umhugsunarefni hér- lendis, einkum í ljósi þess mikla byrs sem umhverfisvernd nýtur um þessar mundir, gagnrýni Zizeks á umhverfisvernd sem á rómantískar rætur, og efasemdir hans um hug- myndir um náttúrulegt vistkerf- isjafnvægi sem mennirnir hafi eyði- lagt og reyna eigi að koma á aftur. Slíkar hugmyndir, sagði hann, stafa af þeim misskilningi að nátt- úran sé fyrirfram skipulagt heild- arkerfi sem lúti sínum eigin, innri rökum. Þvert á móti, sagði Zizek, er náttúran óskipulagt, óreiðu- kennt skrímsli sem hann óttaðist. Þetta sagði hann að ætti að end- urspeglast í vistfræðilegri stefnu. Lausnin á vistfræðilegum vanda- málum sé ekki fólgin í því að menn- irnir finni aftur nálægðina við nátt- úruna heldur þveröfugt – þeir þurfi að fjarlægjast náttúruna meira. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt þessa afstöðu áður frá manni sem er yfirlýstur vinstrisinni og áhugamaður um vistfræði. En það er ekki einungis í um- hverfismálum sem afstaða Zizeks virðist ganga þvert á viðteknar hugmyndir um lausn á vanda- málum sem við stöndum nú frammi fyrir. Í öðru viðtali, ekki síður at- hyglisverðu, sem Viðar Þor- steinsson átti við hann og birtist í Morgunblaðinu 1. apríl, hélt Zizek því fram að það sé „misskilningur að kynþáttahatarar eða þjóðern- issinnar séu einkum fornald- arskrímsli sem vilji flýja aftur í reglubundið öryggi þjóðríkisins, undan einhvers konar póstmódern- ísku, markalausu og hnattvæddu áhættusamfélagi.“ Þvert á móti: „Þeim finnst þetta umburðarlynda samfélag okkar alltof skipulagt. Þeim finnst ekkert mega og alltof mikið af reglum: það má ekki berja konuna, ekki kalla útlendinga öllum illum nöfnum, ekki gera þetta og ekki hitt. Adorno sá að það var svona sem fasisminn og nasisminn urðu aðlað- andi: ekki sem fórn eða masókismi smáborgarans sem vill deyja fyrir Þýskaland, heldur hreint jouiss- ance þess að mega ráðskast með aðra. Með því að gerast þjóðern- issinni máttu drepa og nauðga o.s.frv.“ Kynþáttahatur og þjóðern- ishyggja eru samkvæmt þessu bók- staflega skálkaskjól þeirra sem vilja losna undan kröfum siðferð- isins, sem þeir upplifa sem þvingun, og hverfa aftur til náttúrunnar í þeirri merkingu sem Hobbes lagði í hana: Þar sem ríkir óheft stríð allra gegn öllum og allt er leyfilegt. Mað- ur þarf ekki að sitja á kvikindinu í sér heldur leyfir því að njóta sín. Kannski ekki að undra að kyn- þáttahatri og þjóðernishyggju fylgi oft að menn neyta aflsmunar og grípa til ofbeldis. Í slíku ástandi er nefnilega ekkert sem bannar manni að láta verða af því sem kannski er oft hugsað: Það ætti að berja þessa andskota! Samkvæmt þessu viðhorfi, sem Zizek sagði ættað frá þýska heim- spekingnum Theodore Adorno, er kjarninn í kynþátta- og þjóðern- ishyggju ekki öfgakennd íhalds- semi – oft bendluð við hægrivæng- inn í stjórnmálum – heldur einhver blanda af siðleysi, grimmd og skammsýni, og hefur eiginlega ekk- ert með pólitíska stefnu að gera. Því miður er líklega nokkurt sannleikskorn í því sem Egill Helgason sagði er hann kvaddi Zi- zek eftir viðtalið, að heimspekingar séu yfirleitt fremur leiðinlegir. Það er gott hjá Zizek að rísa einnig gegn þeirri staðalímynd. Skemmti- legur Zizek »Kannski ekki að undra að kynþáttahatri ogþjóðernishyggju fylgi oft að menn neyta afls- munar og grípa til ofbeldis. Í slíku ástandi er nefnilega ekkert sem bannar manni að láta verða af því sem kannski er oft hugsað: Það ætti að berja þessa andskota! BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÍBÚAR við neðri hluta Njálsgötu safna nú undirskriftum til að mót- mæla staðsetningu heimilis fyrir tíu heim- ilislausa við götuna. Heimili þar sem þeim verður gefið tækifæri til að eiga tryggan samastað í stað göt- unnar. Stað þar sem þeir, eins og við hin sem lánsamari erum, geta tekið á móti vin- um og fjölskyldu, haft sín föt, sínar litlu eig- ur. Með öðrum orðum lifað með þeirri reisn sem mögulegt er við þeirra erfiðu aðstæður og vonandi náð sér út úr þeim m.a. með þessum stuðningi Reykjavíkurborgar og félagsmála- ráðuneytis. Áhyggjur íbúa við Njálsgötu Íbúarnir hafa áhyggjur af hverf- inu sínu og slíkar áhyggjur eru skilj- anlegar, en ekki endilega rétt- mætar. Sjálfur ólst ég upp nánast við hlið gistiheimilis fyrir heim- ilislausa sem stendur við Þingholts- stræti. Gistiheimili fyrir þá allra verst settu í Reykjavík. Þetta hafði engin áhrif á okkar hverfi eða okkar götu. Öðru nær, við krakkarnir fengum þarna leiksvæði, lékum okk- ur í stórum garði hússins, sem var án girðingar. Við sáum þá sem þarna gistu þegar þeir komu á kvöldin og þeg- ar þeir fóru til síns „heima“, út á götuna aftur á morgnana. Aldrei í þau 15 ár sem ég bjó þarna varð ég var við nokkur óþæg- indi önnur en þau að það var sárt að sjá fólk sem hvergi átti heima. Fasteignaverð í ná- grenni heimilisins við Þingholtsstræti er eitt það hæsta í Reykjavík og hverfið er mjög eftirsótt, einkum af ungu fólki. Ef þetta væri faðir þinn eða bróðir? Ég skora á þá sem nú mótmæla að setja sig í spor þessara manna og þeirra nánustu. Væri það ekki þá þeirra einlæg ósk að þeir ættu sér annan samastað en götuna? Ég skora á íbúana að styðja Reykjavík- urborg og formann velferðarráðs Jórunni Frímannsdóttur borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins í þeirri við- leitni að skapa heimilislausum í Reykjavík mannsæmandi aðstæður. Gefið heimilislausum tækifæri Áður hafa komið upp mótmæli og ótti íbúa við hliðstæðar aðstæður í öðrum hverfum borgarinnar. Ótti sem síðan reyndist ástæðulaus og sátt ríkir í dag. Ég skora á íbúa við Njálsgötu að gefa þessum tíu karl- mönnum þetta tækifæri. Nýta þetta atvik til að kenna börnum sínum mikilvægi samhjálpar í stað þess e.t.v. að hræða þau. Ég minnist þess ekki að hafa séð fréttir af því að heimilislausir áreittu börn. Reykja- víkurborg rekur fleiri heimili fyrir heimilislausa, sem hafa gefið góða raun. Það er mín einlæg skoðun að enginn í okkar þjóðfélagi eigi að vera heimilislaus. Þetta er lítið skref í þá átt. Ykkar framlag skiptir þar miklu og gefur öðrum gott fordæmi. Tækifæri íbúa við Njálsgötu Bolli Thoroddsen skrifar um mótmæli íbúa Njálsgötu við staðsetningu heimilis fyrir heimilislausa »Hér er tækifæri tilað gera þjóðfélag okkar betra og líf tíu einstaklinga bærilegra. Bolli Thoroddsen Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Um daginn fékk ég mér kaffisopa með vini sem færði mér þær gleði- fréttir að nú þurfi mað- ur víst að vera milj- ónamæringur til að fá námsmannaleyfi á klakanum. Þar sem ég treysti helst engu sem ég sé ekki með eigin augum eða heyri með eigin eyrum kíkti ég inn hjá Útlend- ingastofnun við næsta tækifæri og kannaði málið. Og þetta reynd- ist vera satt. Hingað til hefur maður einu sinni á ári þurft að fara í smálabbitúr upp í Skógarhlíð, fylla út umsókn um framlengingu námsmannleyfisins og skila inn þremur síðustu launaseðl- um til að tryggja það sem ríkið kall- ar „eigin framfærsla“ (þ.e. 87.615 ísl. kr. á mánuði). Núna er ekki lengur nóg að hafa 87.615 (guð einn veit hvaðan þessi tala kemur) krónur í hverjum einasta mánuði. Núna þarf námsmaðurinn sem er svo ósvífinn að biðja um leyfi til ársdvalar að vera með 12 x 87.615 ISK (=1.051.380) í bankanum, þ.e. sanna eigin framfærslu“ fyrir árið fyr- irfram. Víst eru undantekningar, t.d. ef viðkomandi einstaklingur getur sýnt fram á atvinnusamning fyrir eitt ár fram í tímann sem tryggir honum 87.6 … (o.s.frv.) krónur á mánuði eða fær lán/styrk að sömu upphæð. En það eru fæstir námsmenn, út- lenskir eða íslenskir, með þannig lagaðan samning í vasanum; svoleið- is kemur nú yfirleitt eftir námið. Og varðandi námslánið læt ég mér nægja að benda á annan galla á menntakerfinu sem er að takmarka aðgang útlendinga að því (að Norð- urlandabúum undanskildum). Meiri- hluti erlendra námsmanna mun því standa frammi fyrir sama vanda- málinu og ég, þ.e. að finna leið til að útvega þær u.þ.b. 985.000 krónur sem vantar á bankareikninginn minn. Góðir Íslendingar: Af hverju? Ég bara spyr; í öllu mínu sak- og skiln- ingsleysi … Ég borga skatta af þeim 87.700 krónum sem ég afla á mánuði, ég borga skólagjöld þó að mér finn- ist þau óréttlát og ég er tilbúin að gefa þessu þjóðfélagi bæði þá menntun sem ég öðlaðist hér og þá sem ég öðlaðist erlendis. Mér sýnist hér um að ræða við- horfsvandamál sem er víst nokkuð algengt í samfélaginu í dag. Íslend- ingar, sem og svo margar aðrar þjóðir sem eiga við innflytj- endavandamál „að stríða“, sjá gjarnan fyrst og fremst vanda- málin sem gætu hugs- anlega stafað af okkur. Ég gæti misst vinnuna, veikst í kjölfarið og þurft á læknisþjónustu að halda sem ég gæti þá ekki borgað fyrir. Fræðilega. Hins vegar gleymist oft hvað þjóðin græðir. Við vinnum þau störf sem þið viljið oft ekki vinna, við komum með menningu sem á eftir að gera þetta land að ennþá fallegri stað en það er þegar og við komum með menntun og þekkingu sem er ykkur að kostn- aðarlausu. Þjóðarréttir okkar skreyta nú þegar diska ykkar og tví- tyngdu börnin okkar geta orðið að lifandi orðabókum. Og samt er verið að herða reglur og auka kröfur. Endilega útskýrið þetta fyrir mér, ég hlýt að hafa misst af einhverju hér. Ég skal á meðan reyna að vinna aðalvinninginn í happdrættinu. Skyldi þetta af ein- hverjum ástæðum klikka verð ég víst að taka milljón að láni í tvo daga, sýna hana hjá Útlendingastofnun og þar með í fyrsta skipti á ævi minni svindla á kerfinu. Viltu vinna milljón? Claudia Overesch veltir fyrir sér hömlum sem settar hafa verið á erlenda námsmenn » Íslendingar, sem ogaðrar þjóðir sem eiga við innflytjenda- vandamálum að stríða, sjá gjarnan fyrst og fremst vandamálin sem gætu stafað af okkur. Claudia Overesch Höfundur er námsmaður. Hafnfirðingar fá loftmengun frá hvera- virkjunum í staðinn fyrir stækkun, sagði Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar í Sjón- varpi og kemur svo op- inmynntur af fjöllum þegar bent er á gamla Nixon-trixið: let the bastards deny it. Fréttakonan á RÚV útlistaði eituráhrif hveralyktar sem leiddi til ógleði – já dauða. Við tölum augljóslega ekki sama tungumál. Martröð er búin til og svo er það helv… að neita því. Þetta heitir á kjarnyrtri íslensku að mála skrattann á vegg. Rétt eins og staðhæfing um að kornabörn í barnavögnum væru í hættu vegna álversins eða fullyrðing um lífs- hættu þúsunda Hafn- firðinga vegna klórgass sem notað væri í eitur- efnahernaði og væri hættulegra en blásýra eða ávirðingar um per- sónunjósnir í Straums- vík. Því var slegið upp að það vantaði „háa turna og skorsteina“ í tölvugrafík í Straums- vík. Látum helv… neita því og púkinn fitnaði á fjósbitanum. Allt þetta fór framhjá framkvæmdastjóra Landverndar. Hann var bara á fjöllum. Hvernig áttu Hafnfirðingar að geta tekið upplýsta ákvörðun undir þessum kringumstæðum? Nixon karlinn og skrattinn á veggnum Hallur Hallsson svarar Bergi Sigurðssyni Hallur Hallsson » Látumhelv… neita því og púkinn fitnaði á fjósbit- anum. Höfundur er framkvæmdastjóri og söguritari Ísal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.