Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 29
✝
KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR
glerlistakona,
andaðist að heimili sínu í Chapel Hill, Norður-
Karólínu, laugardaginn 21. apríl.
Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju
fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00.
Útförin verður á Þingeyri laugardaginn 5. maí.
Davíð Aðalsteinsson,
Steini, Vala og Atli,
Bergþóra Ragnarsdóttir, Guðjón Jónsson,
Gyða Helgadóttir, Aðalsteinn Davíðsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang amma og
langalang amma,
GUÐBJÖRG VALDADÓTTIR
frá Siglufirði,
Heiðarbraut 3,
Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði föstu-
daginn 27. apríl.
Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn
4. maí kl. 14.00.
Heiðar Þorsteinsson, Ingibjörg Gísladóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Jónas Jóhannsson,
Jóhann Þorsteinsson, Helga Sigurbjörg Bjarnadóttir,
Leó Þorsteinsson, Guðrún Alfreðsdóttir,
Valbjörn Þorsteinsson,
Jón Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
HJÖRTUR LEÓ JÓNSSON,
fv. hreppstjóri,
Káragerði, Eyrarbakka,
Gauksrima 30,
Selfossi,
lést á sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 24. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 4. maí kl. 13:30.
Sesselja Ásta Erlendsdóttir,
Vigdís Hjartardóttir, Þórður Grétar Árnason,
Hreinn Hjartarson,
Hólmfríður Rannveig Hjartardóttir, Ólafur Sigfússon,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Skúli Þórðarson
gegndi starfi for-
manns Verkalýðs-
félags Akraness í heil
15 ár eða á árunum
1966 til 1981. Auk þess gegndi hann
margvíslegum trúnaðarstörfum
fyrir félagið.
Það er alveg ljóst að félagið eign-
aðist sterkan forystumann þegar
Skúli tók þar við formennsku og
skilaði hann því starfi með miklum
sóma. Við sem nú stjórnum Verka-
lýðsfélagi Akraness verðum að
halda hátt á lofti því fórnfúsa og
óeigingjarna starfi sem frumkvöðl-
arnir lögðu grunninn að.
Það var afar ánægjulegt að sjá að
Skúli hafði mjög mikinn áhuga á
starfsemi félagsins þó svo hann
væri hættur öllum trúnaðarstörfum
fyrir það og sem dæmi þá kom hann
Skúli Þórðarson
✝ Skúli Þórðarsonfæddist á Akra-
nesi 14. september
1930. Hann lést á
hjúkrunardeild
Höfða á Akranesi
22. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akra-
neskirkju 30. apríl.
margoft á skrifstof-
una til að taka púlsinn
á starfseminni og
ávallt mætti Skúli á
hátíðardagskrá fé-
lagsins vegna 1. maí.
Það sýndi okkur
hversu háan sess
Verkalýðsfélag Akra-
ness skipaði í lífi
hans.
Í lok ávarps sem
Skúli Þórðarson ritaði
vegna 70 ára afmæl-
isblaðs félagsins sagði
hann orðrétt: „Megi
Verkalýðsfélag Akraness ávallt
njóta þess, að þeir er til forustu
veljast, beri gæfu til að halda uppi
merki frumherjanna og halda áfram
að auka hlutdeild hins vinnandi
manns í afrakstri þess, er þeir
framleiða og vinna að. Ef þetta
tekst mun starf þess blómgast.“
Stjórn félagsins hefur og mun hafa
þessa ráðleggingu frá Skúla Þórð-
arsyni að leiðarljósi í sínum störfum
í náinni framtíð, félagsmönnum
Verkalýðsfélags Akraness til heilla.
Ég vil fyrir hönd stjórnar Verka-
lýðsfélags Akraness þakka Skúla
kærlega fyrir störf hans í þágu fé-
lagsins og ljóst er að félagið væri
ekki jafnöflugt í dag ef hans krafta
hefði ekki notið við hér á árum áður.
Einnig vil ég fyrir hönd stjórnar
félagsins votta eftirlifandi ættingj-
um samúð okkar í fullvissu um að
minning um merkan verkalýðsfor-
kólf muni halda áfram að lifa.
Vilhjálmur Birgisson.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Skúli vinur minn Þórðarson var
mikill félagsmálamaður, mannvinur
og ekki síst baráttumaður og barð-
ist hann einkum fyrir þá sem ein-
hverra hluta vegna áttu undir högg
að sækja, og þörfnuðust því hjálpar
til að komast á beinu brautina að
nýju.
Hans verður að sjálfsögðu sér-
staklega minnst vegna verkalýðs-
baráttu sinnar á Akranesi en hún
var hans aðalvettvangur, en ég vil
minnast hann sérstaklega vegna
baráttu hans fyrir SÁÁ (samtök
áhugafólks um áfengis- og vímu-
efnavandann), en hann var í farar-
broddi hér á Akranesi á upphafs-
árum þeirra mannræktarsamtaka á
síðari hluta áttunda áratugarins.
Hann heimsótti fjölda fólks og fyr-
irtækja á Akranesi til að kynna
samtökin og afla þeim stuðnings.
Margir minnast Skúla frá þeim ár-
um og baráttuanda hans sem aldrei
brást.
Skúli hafði sjálfur átt í miklum
vanda, og hafði hann reynt ýmsar
leiðir til að reyna að vinna bug á
fíkn sinni, en án árangurs. Það urðu
því tímamót í lífi Skúla þegar hann
sótti meðferð hjá SÁÁ á árinu 1980,
fyrst á Silungapolli og í framhaldi af
því á Sogni.
Skúli taldi þessa dvöl sína hjá
SÁÁ hafa verið upphaf þeirrar far-
sælu heillabrautar sem hann fetaði í
framhaldi af því. Hann hóf að að-
stoða aðra sem átt höfðu í svipuðum
vanda og hann sjálfur, og reyndist
hann mörgum haukur í horni, enda
bjó hann að mikilli þekkingu vegna
félagsstarfa sinna frá unga aldri,
auk þeirrar reynslu sem hann aflaði
sér í meðferðinni. Honum reyndist
auðvelt að tileinka sér þau tvö meg-
inatriði sem nauðsynleg eru fyrir
bata, þ.e. að viðurkenna vanmátt
sinn gegn áfengi og taka leiðsögn
þeirra manna sem átt höfðu við
sama vanda og hann og störfuðu hjá
SÁÁ. Eins var honum æðruleysis-
bænin ávallt mikilvæg. Félagar
Skúla hjá SÁÁ þakka honum fyrir
alla þá hjálp og sjálfboðavinnu sem
hann lagði á sig um áratugaskeið.
Liðsmenn SÁÁ um land allt eru
margir, en þeir vinna verk sín að
mestu í kyrrþey; reyndar er þetta
mikilvæga net sjálfboðaliðanna
hjálpartæki sem ekki má bresta.
Þetta vissi Skúli, og því barðist
hann með ráðum og dáð fyrir því að
tilvist samtakanna yrði tryggð og
stendur því samfélagið í mikilli
þakkarskuld við Skúla og allt það
starf sem hann hefur innt af hendi.
Þegar Skúli var búinn að vinna
bug á fíkn sinni, hóf hann að byggja
sjálfan sig upp, en það var erfitt
verk, sérstaklega vegna alvarlegs
slyss sem hann hafði orðið fyrir
nokkrum árum áður, en það slys
hafði skert starfsgetu hans til
muna. Auk þess að fylgja meðferð-
inni eftir á þann hátt sem þeir
ágætu menn hjá SÁÁ höfðu ráðlagt
honum, þá hóf hann að byggja upp
þrek sitt og styrkja líkamann. Hann
sýndi eindæma dugnað við göngur
og ekki síður við sundiðkun, en
hann mætti daglega á hverjum
morgni í sundlaugina, synti sína
vegalengd, og naut hann auk þess
félagsskapar allra þeirra sem á vegi
hans urðu.
Ég stend í mikilli þakkarskuld við
vin minn Skúla; ég þakka honum
fyrir samveruna á Pollinum forðum
daga og einnig fyrir að hafa fengið
að njóta nærveru hans og vináttu
um langa hríð og allt til enda. Bless-
uð sé minning hans.
Ásmundur Ólafsson.
Aðfaranótt föstu-
dagsins 13. apríl var
hinsta stund vinar
míns og vinnufélaga
Svavars Guðmundssonar. Fréttin af
andláti hans kom eins og reiðarslag
en var að einhverju leyti ekki óvænt.
Svavar var kominn hátt á áttræðis-
aldur og hafði lifað viðburðaríku og
skemmtilegu lífi. Hann hafði glímt
við veikindi síðustu misseri og var
nokkuð af honum dregið. Fyrir
syrgjendur er það huggun harmi
gegn að ég hygg hann hafi kvatt
saddur lífdaga, sáttur við guð og
menn.
Við Svavar vorum búnir að vera
vinnufélagar hjá Vífilfelli hf. í 11 ár.
Það var happafengur fyrir ungan
mann að vingast við sómamanninn
Svavar og vera samferða honum
hluta af leiðinni. Það var lærdóms-
ríkt að kynnast viðhorfi hans og
reynslu. Aðalsmerki Svabba var létt-
leiki og heilindi. Hann var einstak-
lega traustur og umhyggjusamur
vinur sem vílaði ekki fyrir sér að
leggja hart að sér til að reynast sín-
um vel. Svavar hallaði aldrei orði á
nokkurn mann og vildi einlæglega
öllum vel. Góðmennska hans var
gegnheil og kærleiksþelið ósvikið.
Svavar var dugnaðarforkur og
með eindæmum samviskusamur.
Svo mikill fengur var af félagsskap
og framlagi Svabba að honum var
hálfpartinn bannað að hætta störfum
hjá Vífilfelli þegar hann hafði aldur
til. Því var hann enn lykilmaður í lífi
okkar samstarfsmanna hans þegar
að kveðjustundinni kom. Skarðið
sem hann skilur eftir sig er ekki
hægt að fylla. Það getur enginn kom-
ið í staðinn fyrir Svabba. Svavar lauk
sínu dagsverki með miklum sóma.
Af barna munni og brjóstmylkinga
býrðu þér lof, stendur ritað. Svavari
varð ekki barna auðið en unun var að
sjá hvernig börn hændust að honum.
Það segir meira en mörg orð um
hvern mann hann hafði að geyma.
Dýrmætasti sjóðurinn er sá sem
geymdur er í hjartanu. Minningar af
mönnum og atburðum sem ylja um
hjartarætur og auðga andann. Það
er sárt að kveðja sómamanninn
Svavar en hann mundi ekki vilja að
Svavar Guðmundsson
✝ Svavar Guð-mundsson fædd-
ist í Odda á Sel-
tjarnarnesi hinn 15.
ágúst 1930. Hann
lést á heimili sínu í
Seljahlíð hinn 13.
apríl síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Seltjarnar-
neskirkju 30. apríl.
vinir hans og velunn-
arar legðust í sorg og
sút. Hann hefur skilið
eftir hjá okkur margar
góðar minningar sem
við getum ornað okkur
við um ókomna tíð.
Guð blessi minningu
vinar míns og félaga.
Þorsteinn M.
Jónsson.
Ég hrökk örlítið í
kút við fyrstu sam-
skipti okkar Svabba
fyrir rúmum áratug, en fljótlega tók-
ust með okkur góð kynni, sem ég er
þakklátur fyrir að hafa notið. Röddin
var rám og ytra byrðið hrjúft en und-
ir því sló stórt hjarta og handtakið
var hlýtt og þétt. Ég minnist með
bros í huga þeirra stunda, þegar við
hittumst við „eftirlitsferðir“ hans í
verksmiðjunni og tókum létt spjall
saman. Svabbi innti mig oftar en
ekki eftir því hvernig tengdapabbi
hefði það í baráttu sinni við Elli kerl-
ingu og var sú spurning borin fram
af raunverulegum áhuga og hlýhug.
Örlögin haga því nú þannig, að báðir
þessir heiðursmenn eru til moldar
bornir sama dag. Sjálfsagt myndi
eitt og annað úr lífsgöngu Svavars
ekki eiga heima í leiðbeiningabækl-
ingi frá Lýðheilsustöð og ekki rataði
hýran alltaf beint inn á sparireikn-
ing, en hefði annars verið frá nokkru
merkilegu að segja og af óvenjulegri
reynslu að miðla?
Virðingu eiga skilið þeir vinir
Svabba, sem gerðu honum kleift að
eiga sitt ævikvöld með þeim hætti,
sem raun bar vitni.
Blessuð veri minning Svavars
Guðmundssonar.
Guðmundur Níelsson.
Það var á sumardegi í kjallaraíbúð
í Skjólunum sem ég hitti hann fyrst
og hafði þá varla vitað af honum fram
að því. Við fjölskyldan, ég, verðandi
eiginkona og uppeldissonur, sátum í
eldhúsinu um hádegisbilið að snæð-
ingi og veðrið var svo gott að úti-
dyrnar voru opnar upp á gátt. Svav-
ar birtist fyrirvaralaust í
eldhúsdyrunum upptendraður af
bræði. Þarna stóð hann, bolmikill og
stuttur til hnésins, svírinn jafngildur
höfðinu og hann var rauðþrútinn í
andliti, skipaði mér út rámri raust
með hnefana á lofti. Ég lempaði hann
út með góðu og það var þegar úr hon-
um allur vindur. Svavar var mér
nokkurskonar tengdafaðir árin
þrettán sem ég var í hjúskap, honum
fylgdi jarðsamband sem var tengdó
ómissandi um hennar daga í fjötrum
stórfjölskyldunnar. Hún lést á síð-
asta ári; blessuð sé minning hennar.
Og nú er hann látinn, þessi harð-
jaxl sem svo vildi vera láta og við
nánari kynni reyndist hafa mýkri og
betri hlið. Hann var mér sífellt
vandamál á hjúskaparárunum; ég á
við flókin eignarréttarákvæðin sem
hann ætlaði mér að hlíta og komin
voru langt aftan úr forneskju, hann
hafði gert tengdó að ambátt sinni út
á þessi ákvæði og taldi sig líka hafa
forræði yfir dótturinni, þótt ekki
væri til annars, þá þess að ráða
makavali hennar. Og blankur rithöf-
undur var greinilega ekki ofarlega á
listanum. Svavar var lífsnautnamað-
ur sem lét sér duga konur og vín og
vildi, held ég, umgangast hvort
tveggja að hætti víkinga en átti svo í
stríði við sinn innri mann sem þráði
betri siði, og hann lærði seint eða
aldrei, að víkingslyndið sem hann
hafði kosið sér, gat af þessum sökum
ekki orðið annað og meira en
strákskapur. Hann var snyrtimenni
sem starfaði mest við hreingerning-
ar, lengst hjá Vífilfelli, og gegndi þar
reyndar þegar fram leið trúnaðar-
störfum, enda naut þjónslyndi þessa
samsetta manns sín vel hjá því góða
og gamalgróna fyrirtæki.
Við náðum saman á tímabili, þegar
hann hafði sannfærst um, að hann
gæti ekki veifað mér í kringum sig
eins og hann hafði ætlað og ég fyrir
mitt leyti lært að horfast í augu við
þann dæmalausa örlagavald sem
hann var sínu nánasta venslafólki.
Samhliða því að hann hélt við tengdó
– fimmtíu ár – og það alltaf í felum
fyrir foreldrum hennar og fjölskyldu
– átti þessi maður, á þeim tíma sem
ég þekkti hann, sambýliskonu sem
hann kallaði engilinn sinn og reynd-
ist svo vel, að hann hjúkraði henni til
borðs og sængur eftir að hún var
orðin farlama.
Ég reyndi að finna út úr því hvort
lífið hefði gert hann svona tvískiptan
milli ills og góðs eða hvort hann væri
beggja blands frá fyrstu tíð. Hann
fór í útikompuna hjá okkur eftir að
við eignuðumst íbúð við Vífilsgötu og
skildi eftir kók handa krökkunum.
Hann var útsláttarsamur þegar
hann var drukkinn og stanslaust í
reiðiham en bar með sér að þrá sam-
tímis forræði manneskju, sem héldi
honum á mottunni. Kannski höfðu
foreldrarnir, annað eða bæði, þessi
langtímaáhrif á hann, en um það veit
ég ekkert. Bara það, að uppeldis-
stöðvarnar voru Seltjarnarnesið.
Þar fór hann um ásamt öðrum
strákum með ærslum og lágu meðal
annars á gluggunum hjá Jóhannesi
Birkiland á þeim tíma þegar karl lok-
aði sig inni í húsi sínu í einsemd og
uppgjöf.
Ég læt duga að ljúka þessum
kveðjuorðum mínum með þeim sann-
mælum, að varla hefur nokkur mað-
ur á minni vegferð orðið mér jafn
skelegg áskorun um að láta af hé-
gómaskap, sem mér var innrættur
með skáldskaparhneigðinni, og horf-
ast í staðinn í augu við kynferði mitt,
kosti þess og lesti.
Þorsteinn Antonsson.
andaðist á heimili sínu í Chapel Hill, Norður-Karólínu,
laugardaginn 21. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju
fi tudaginn 3. maí kl. 15.
Jarðsett verður á Þingeyri laugardaginn 5. maí kl. 13.