Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 34

Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Baader-maður Vanur Baader-maður óskast á Snorra Sturluson VE 28. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 852 2818 og 692 1478. Tilboð/Útboð Útboð á ræstingu fyrir Öldrunar- heimili Akureyrar Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í ræstingu fyrir Öldrunarheimili Akureyrar. Verkstaðir eru tveir, dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð ásamt raðhúsum og dvalarheimilið Kjarnalundur, heildarflatarmál til ræstinga er um 8.200 m². Gert er ráð fyrir að samningur um ræstingu verði til 3 ára með möguleika á framlengingu um 2 ár. Umsjónaraðili útboðsins er: Hagþjónusta Akureyrarbæjar Eggert Óskarsson, verkefnastjóri Geislagötu 9, 600 Akureyri Sími: 460-1000 Fax: 460-1001 Netfang: eggert@akureyri.is Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 frá og með 3. maí 2007, kl. 09:00 í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en 22. maí 2007 kl. 11:00 og verða þau opnuð kl. 11:00 þann sama dag í fundarsal 2. hæð Geislagötu 9 að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Verkefnastjóri hagþjónustu Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breytin- gum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Nýlendureitur Tillaga að deiliskipulagi á reit 1.115.3 sem afmarkast af Vesturgötu, Seljavegi, nýrri legu Mýrargötu og Ægisgötu/Geirsgötu. Í tillögunni er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og athafnastarfsemi og er meginmarkmið deiliskipulags- ins að fullnýta uppbyggingarmöguleika á reitnum og enn fremur að stuðla verndun byggðamynsturs með því m.a. að gefa kost á að setja niður flutningshús á nýjum lóðum og einnig að draga fram þá möguleika sem gefast á hverri lóð fyrir sig til að auka verðmæti þeirra bygginga sem fyrir eru á svæðinu. Stokkur verður gerður milli Geirsgötu og Grandagarðs undir nýja Mýrargötu sem tengir miðbæ við vesturhöfnina og aðra hluta borgarinnar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.172.1, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg vegna lóðanna að Laugavegi 33-35 og Vatnsstígur 4. Tillagan gerir ráð fyrir að öll efsta hæð fjögurra hæða byggingar sé dregin inn um 2 metra og að byggja alls 4260 m2. Nýtingarhlutfall verður 3.5. Í tillögu er einnig gert ráð fyrir að byggja bílakjallara undir verslunarrými og með þeim hætti auka nýtingu undir verslanir/þjónustu á þeirri hæð sem er að fullu nið- urgrafin við Laugaveg en á jarðhæð við þær bygg- ingar sem nú standa að Laugavegi 33B og Vatnstíg 4. Heildarnýtingahlutfall að meðtöldum kjöllurum er því allt að 5,2 Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grófartorg, Zimsenhús Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.140.0, sem afmarkast af Hafnarstræti, Vesturgötu, Grófinni, Tryggvagötu og Naustinni, vegna lóðanna að Vesturgötu 2 og 2a. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað nýbyggingar sam- kvæmt núgildandi deiliskipulagi verður gert ráð fyrir aðfluttu húsi, svokölluðu Zimsen - húsi, sem áður stóð við Hafnarstræti 21. Kvöð um göngutengsl milli Vesturgötu og Tryggvagötu um undirgöng verð- ur felld niður og verður eftir breytingu um lóð- ina Vesturgötu 2a. Við þá breytingu stækkar leyfð nýbygging á Vesturgötu 2 sem samsvarar undir- göngum. Fyrirhugðum götustæðum við Tryggvagötu er fjölgað um tvö stæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Hádegismóar Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa, svæði sem afmarkast af opnu svæði í austur, í suður af grænu svæði sem liggur að Rauðavatni og hring- torgi, í norðuraustur af golfvelli GR og í vestur af Suðurlandsvegi. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað þriggja stórra lóða verða svæði afmarkað í sex lóðir, fimm til viðbótar við lóð Morgunblaðsins (númer 2 við Hádegismóa) og eru nýjar lóðir norðvestan við lóð Mbl. Verða húsin með númerin 1 – 3 og 2 – 8. Ný gata verður lögð á svæð- inu. Hámarkshæðir húsa verða tuttugu og þrír metrar og skulu tvær efstu hæðir húsanna númer sex og átta vera inndregnar sem nemur 2/3 af flatarmáli bygging- arreits. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,4 í 0,5. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Hlíðarendi Tillagan felst í því að skipulagsreiturinn stækkar vegna breyttrar legu Hlíðarfótar og að byggingarmagn á atvinnu- og íbúðarlóðum á skipulagsreitnum er aukið úr 50.000 fermetrum í 85.000 fermetra. Þar af eru 25.000 fermetrar á lóð LSH og 60.000 fermetrar á lóðum sem merktar eru A til F. Gert er ráð fyrir að á lóðum A til F skiptist byggingarmagnið nokkuð jafnt milli atvinnu- húsnæðis (lóðir A, B og C) og íbúðarhúsnæðis (lóðir D, E og F). Atvinnuhúsnæði hefur verið raðað meðfram umferðargötum þannig að hljóðvist í íbúðarhúsnæði batnar. Gera skal ráð fyrir að 2/3 hlutar bílastæða séu í bílakjöllurum. Þá er gert ráð fyrir aðkomu að svæðinu frá Hlíðarfæti auk aðkomu frá Flugvallarvegi, eins og gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Gildandi deili- skipulag lóðar Knattspyrnufélagsins Vals helst óbreytt að öðru leyti en því að gert er ráð fyrir áhorfendastúku við norðausturhlið knatthúss. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 2. maí 2007 til og með 13. júní 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 13. júní 2007. Vinsamlega nota uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 2. maí 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Auglýsing um aðalskipulag í Svalbarðsstrandarhreppi Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sval- barðsstrandarhrepps 1994 – 2014. 1. Heiðarholt, nýtt 2,5 ha íbúðarsvæði fyrir 3 íbúðarhús. 2. Sólberg, íbúðarsvæði stækkað úr 2,8 ha í 3,8 ha. Heimilt að byggja allt að 12 hús í stað 9. Lágmarksstærð lóða 2.000 m2 í stað 2.500 m2. 3. Veigastaðir II og Hallland, nýtt 2,8 ha íbúðarsvæði. Allt að 7 lóðir. Lágmarksstærð lóða 2.000 m2 í stað 2.500 m2. 4. Veigastaðir II, nýtt 3,9 ha íbúðarsvæði. Allt að 4 lóðir. 5. Veigastaðir II, nýtt 1,1 ha íbúðarsvæði. Allt að 3 lóðir. 6. Veigastaðir I, 1,4 ha af frístundabyggðinni Kotabyggð er breytt í íbúðarsvæði fyrir 2 lóðir í framhaldi af íbúðarbyggðinni Vaðlabrekku. Þar er 1 frístundahús sem breytist í íbúðarhús. 7. Vaðlabyggð, stækkun íbúðarsvæðis úr 10,7 ha í 11,4 ha. Allt að 22 lóðir í stað 15. 8. Veigastaðir I, nýtt 26,8 ha frístundasvæði. Þéttleiki 1-3 hús á ha. og lágmarks lóðastærð 3.000 m2. 9. Hallland og Veigastaðir, leiðrétt mörk frístundabyggðar miðað við jarðamörk. 10. Vaðlabrekka, íbúðarlóðum fjölgað úr 12 í 14. Jarðamörk að norðan lagfærð, svæðið verður 5,7 ha í stað 6,0 ha. Skipulagstillagan er hér með auglýst með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 og verður hún til sýnis á skrif- stofu Svalbarðsstrandarhrepps, í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri frá og með fimmtudeginum 3. maí til og með fimmtudeginum 31. maí 2007. Á sama stað skal skila athugasemdum við tillöguna í síðasta lagi kl. 12:00 föstudaginn 15. júní 2007. Hægt er að skoða skipulagstil- löguna á vefsíðunni www.teikna.is. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests telst samþykkur henni. Sveitarstjórinn í Svalbarðsstrandarhreppi. Raðauglýsingar 569 1100 Rangárþing Ytra Leikskólakennarar athugið! Frábært atvinnutækifæri fyrir leikskólakennara í skemmtilegum leikskóla Leikskólinn Heklukot á Hellu vill ráða jákvæða og metnaðarfulla leikskólakennara til starfa. Leikskólinn hefur nýverið opnað þriðju deildina svo nú er lag fyrir leikskólakennara að vinna í leikskóla þar sem unnið er eftir kenningu Howard Gardner, í yndislega fallegu umhverfi! Leikur - Gleði - Lífsleikni! Allar upplýsingar gefur Björg Kvaran leikskólastjóri í síma 487 5956 og 845 1019. Athugið að einungis leikskólakennarar verða ráðnir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.